Morgunblaðið - 16.06.2020, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 16.06.2020, Qupperneq 13
Bandaríkin hafa sent þrjú flug- móðurskip inn á Kyrrahaf, en langt er liðið síðan slíkur hernaðar- styrkur var síðast sýndur á haf- svæðinu. Kínverjar segja Banda- ríkin með þessu vera að ógna stöðugleika á svæðinu og segjast munu verja hagsmuni sína. Skipin sem um ræðir eru USS Ronald Reagan, USS Theodore Roosevelt og USS Nimitz. Vaxandi spenna hefur verið í samskiptum Kína og Bandaríkjanna undanfarið vegna Suður-Kínahafs. Hafa Bandaríkjamenn margsinnis boðið Kínverjum birginn með því að senda herskip og -flugvélar inn á svæðið, en Kínverjar gera kröfu um yfirráð yfir stórum hluta svæðisins. Herstyrkur Myndin er tekin um borð í USS Theodore Roosevelt og sýnir brúna. Þrjú flugmóðurskip send inn á Kyrrahaf AFP FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 2020 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu í gær að alríkis- lög gegn mismunun á vinnustöðum næðu einnig yfir kynhneigð og kyn- gervi, en bandarísk stjórnvöld héldu því fram að mannréttindalöggjöfin sem sett var 1964 næði ekki yfir mis- munun af þessum völdum. Dómurinn þykir vera mikil tíma- mót fyrir réttindabaráttu hinsegin fólks í Bandaríkjunum, en hann sker endanlega úr um það, að vinnuveit- endur sem reki starfsfólk sitt vegna kynhneigðar séu að brjóta á mann- réttindum þess með vísan til kafla 7, en þar er bannað að mismuna fólki á grundvelli ýmissa þátta, þar á meðal vegna kyns, kynþáttar, litarháttar, þjóðernis og trúarbragða. „Í dag verðum við að ákveða hvort hægt sé að reka einhvern einfaldlega fyrir þá sök að viðkomandi sé sam- kynhneigður eða trans,“ sagði í dómi réttarins. „Svarið liggur í augum uppi.“ James Esseks, deildarstjóri bandarísku mannréttindasamtak- anna ACLU er fer með mál tengd hinsegin fólki og HIV, sagði þetta mikinn sigur. „Rétturinn er nú á sama stað og meirihluti þjóðarinnar, sem veit nú þegar að það að mis- muna gegn LGBTQ-fólki er bæði óréttlátt og ólöglegt.“ Gorsuch með meirihlutanum Hæstiréttur Bandaríkjanna skar úr um árið 2015 að hjónabönd sam- kynhneigðra væru lögleg, en ýmsir framámenn í hópi hinsegin fólks í Bandaríkjunum óttaðist að dómur- inn myndi ekki fallast á röksemdir þess varðandi þetta mál, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði í millitíðinni skipað tvo dóm- ara, Neil Gorsuch og Brett Kav- anaugh, sem taldir eru til íhalds- manna. Gorsuch ákvað hins vegar að mynda meirihluta ásamt John Ro- berts, forseta réttarins, og voru því sex dómarar með og þrír á móti nið- urstöðunni, auk þess sem Gorsuch ritaði álit meirihlutans. „Vinnuveitandi sem rekur ein- stakling fyrir að vera samkyn- hneigður eða trans rekur hann fyrir einkenni eða gerðir sem sá hefði ekki velt fyrir sér í öðrum einstaklingum. Kyn verður því nauðsynlegur og ófalinn þáttur í ákvörðuninni, sem er nákvæmlega það sem sjöundi kafl- inn bannar,“ sagði í áliti Gorsuch. Lögmenn vinnuveitenda í málinu héldu því fram að höfundar mann- réttindalöggjafarinnar frá 1964 hefðu ekki haft í huga að hún næði yfir kynhneigð fólks. Gorsuch sagði hins vegar að takmörk hugmynda- flugs þeirra sem skrifuðu lögin gæfu enga ástæðu til að líta framhjá kröf- um þeirra. Noel Francisco, lögmaður banda- rískra stjórnvalda, sem tók sér stöðu með vinnuveitendum í málinu, sagði hins vegar að kyn í tilliti laganna næði eingöngu yfir það hvort við- komandi hefði fæðst sem kona eða karl, en ekki til annarra þátta. Þá væri það hlutverk Bandaríkjaþings en ekki dómstóla að sjá til þess að lög væru uppfærð. Brett Kavanaugh, sem eins og Gorsuch var skipaður af Trump, tók undir álit Franciscos í minnihluta- áliti sínu. Hann tók hins vegar einnig fram að niðurstaða meirihlutans væri „mikilvægur sigur fyrir sam- kynhneigða Bandaríkjamenn“. Þrjú mál leidd til lykta Með úrskurðinum voru endanlega til lykta leidd þrjú dómsmál, þar sem stefnendur héldu því fram að þau hefðu verið rekin vegna þess að þau væru hinsegin fólk. Ein stefnenda, Aimee Stephens, var rekin frá útfararstofu eftir að hún tilkynnti samverkamönnum sín- um til sex ára að hún hygðist leið- rétta kyn sitt og vildi því ganga um í fatnaði sem tengdist réttu kyni sínu. Vinnuveitandinn rak hana fyrir að ganga um í kvenfatnaði, þrátt fyrir að hún væri með líkama karlmanns. Stephens lést í síðasta mánuði, en Donna Stephens, eiginkona hennar, fagnaði úrskurðinum. „Ég er þakk- lát fyrir þennan sigur til þess að heiðra arfleifð Aimee, og til að tryggja að komið sé fram við fólk af sanngirni sama hver kynhneigð þess eða kynvitund er,“ sagði Donna í til- kynningu til fjölmiðla. Ekki voru þó allir sáttir við niður- stöðu réttarins. Alliance Defending Freedom, samtök kristinna íhalds- manna, lýstu yfir vonbrigðum sínum með dóminn og sagði að hann myndi valda óreiðu og „gríðarlegri ósann- girni fyrir konur og stúlkur í íþrótt- um, kvennaathvörfum og í mörgum öðrum tilfellum“. Kynhneigð varin af lögunum AFP Tímamót Stuðningsmaður hinsegin fólks veifar Pride-fánanum fyrir framan hæstaréttarhúsið eftir dóminn.  Mannréttindalög Bandaríkjanna frá 1964 ná yfir bæði kynhneigð og kyngervi Dularfullur dauði fíla í Afríkuríkinu Botsvana hefur leitt til umfangs- mikillar rann- sóknar dýra- verndunarsinna þar í landi. Alls hafa fundist hræ 154 fíla og eru þau sögð heil, sem þykir benda til þess að ekki sé hægt að kenna veiðiþjófum um dauða dýranna. Einnig er talið ólík- legt að dýrin hafi drepist eftir að hafa innbyrt eitur. Fílum fer almennt fækkandi í Afríku. Í Botsvana hefur þeim þó fjölgað nokkuð undanfarið og eru nú um 130 þúsund fílar þar. Óvenjumargir fílar fundist dauðir Risi Fílar hafa lengi verið ofsóttir. Lögregluaðgerð í Atlanta í Georgíu- ríki í Bandaríkjunum hefur leitt til afsagnar lögreglustjóra borgarinn- ar, uppsagnar lögreglumanns og til- færslu annars lögreglumanns í starfi. Í aðgerðinni lést 27 ára gamall svartur karlmaður, Rayshard Brooks að nafni, eftir að lögregla greip til skotvopna þegar Brooks streittist á móti handtöku og komst yfir rafbyssu lögreglu. Atvikið náðist meðal annars á búk- myndavélar lögreglumanna og nær- staddar eftirlitsmyndavélar, en lög- reglu hafði borist tilkynning um sofandi karlmann í bifreið við bíla- lúgu skyndibitastaðar. Við skoðun kom í ljós að Brooks var drukkinn og var honum þá tilkynnt handtaka. Í kjölfarið streittist hann á móti, komst yfir rafbyssu, sló lögreglu- mann hnefahöggi í andlitið og tók til fótanna. Á myndbandsupptöku virð- ist Brooks á hlaupunum beina raf- byssunni að lögreglu sem þá skýtur hann föstum skotum. Var Brooks úr- skurðaður látinn á sjúkrahúsi. Málið er nú til rannsóknar og hefur lög- maður fjölskyldu hins látna sagt lög- reglu hafa farið offari í aðgerðinni. AFP Handtaka Þegar lögreglumenn ætluðu að handtaka Brooks streittist hann á móti svo til átaka kom. Maðurinn féll skömmu síðar fyrir skotum. Lést eftir átök við lögreglumenn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.