Morgunblaðið - 16.06.2020, Page 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 2020
Borgarstjóri og
meirihlutinn í Reykja-
vík vinna leynt og ljóst
að því að koma Reykja-
víkurflugvelli burt úr
Vatnsmýrinni þrátt
fyrir að gerður var
samningur 28. nóv-
ember á síðasta ári
milli ríkis og borgar
um að rekstraröryggi
flugvallarins yrði
tryggt á meðan rannsóknir á mögu-
leikum á nýjum flugvelli í Hvassa-
hrauni færu fram. Borgaryfirvöld
hafa beitt öllum brögðum til að lama
starfsemi vallarins og nýjasta útspilið
í þeim efnum eru fyrirætlanir um að
rífa flugskýli sem er viðhaldsstöð
Flugfélagsins Ernis sem heldur úti
áætlunarflugi til fimm áfangastaða á
landinu auk þess að sinna sjúkraflugi
og líffæraflutningum.
Í fréttum Stöðvar 2 föstudags-
kvöldið 5. júní sl. var frétt um málið
og viðtal tekið við forstjóra flug-
félagsins sem skýrir frá því að fulltrú-
ar borgarinnar hafi á fundi þann 30.
apríl sl. tilkynnt að flugskýlið yrði rif-
ið án bóta svo leggja mætti veg á
þeim stað þar sem skýlið stendur nú
vegna framkvæmda við fyrirhugaða
byggð í Skerjafirði.
Viðbrögð borgarstjóra og for-
manns skipulags- og samgönguráðs
borgarinnar voru á þann veg að um
væri að ræða fullkomlega ástæðu-
laust upphlaup. Haft hafi verið sam-
band við verkfræðistofu og stofan
beðin um að finna aðrar leiðir en þær
að leggja veginn í gegnum flugskýlið.
Sunnudagsmorguninn 7. júní birt-
ist svo frétt á visir.is þar sem fund-
argerð fundar fulltrúa borgarinnar
með forstjóra flugfélagsins er reifuð.
Þar kemur fram að flugskýlið sem
slíkt yrði ekki nothæft þar sem það
myndi enda utan girðingar eftir að
framkvæmdir við nýja Skerjafjarð-
arhverfið hefjast. Flugvallargirðingin
yrði færð þannig að flugskýlið stæði
fyrir utan girðingu. Fundargerðin
endar svo á því að fulltrúi borg-
arinnar býðst til þess að skoða málið
betur, en telur þó víst að búið sé að
því. Teikningin sem sýnd var á fundi
skipulags- og samgönguráðs þann 4.
júní sl. er sjálfsagt skýrasta dæmið
um að borgin hafi skoð-
að málið betur, en ekki
komist að annarri nið-
urstöðu en forstjóra
Flugfélagsins Ernis var
kynnt á fundinum 30.
apríl.
Það eru auðvitað ótal
hlutir í vinnubrögðum
borgarinnar í þessum
málum sem krefjast
frekari skoðunar. Fyrir
það fyrsta t.d. þá hafa
borgaryfirvöld lýst því
yfir að framkvæmdirnar í Skerjafirð-
inum muni ekki á nokkurn hátt
skerða flugstarfsemi á flugvellinum.
Sú fullyrðing rímar ansi illa við það að
einn mikilvægasti þátturinn í starf-
semi flugvallarins verður settur utan
girðingar og verður þar með ekki
hluti flugvallarins eða þeirrar starf-
semi sem ekki á að skerða. Flugfélag
án flugskýlis er dauðadæmt dæmi.
Eins hlýtur það að vera hverjum
manni ljóst að ákvörðun um niðurrif
flugskýlisins hefur verið tekin og
borgin ekki enn að minnsta kosti
hugsað sér að breyta einhverju þar
um, sé enn og aftur vitnað til um-
rædds fundar í skipulags- og sam-
gönguráði borgarinnar.
Það er því skondið að sjá nú hvern
meðhlaupara á fætur öðrum í meiri-
hluta borgarstjórnar taka Trump-
stílinn í umræðu um þetta mál og
hrópa: „Falsfréttir, falsfréttir“.
Mögulega er það þó þannig að þegar
fólk hefur slæman málstað að verja,
eins og reyndar gerist oftar en ekki
með herra Trump, þá sé gripið til
upphrópana um falsfréttir, misskiln-
ing og rangfærslur.
Enn sem komið er eru þó viðbrögð
borgarstjórnarmeirihlutans í raun
ekkert annað en falsfréttir og rang-
færslur!
Eftir Björn
Gíslason
Björn Gíslason
»Mikilvægasti hluti
flugvallarins verður
utan flugvallargirð-
ingar. Flugfélag án flug-
skýlis er dauðadæmt
dæmi.
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
Reykjavíkurflug-
völlur og
Trump-stíllinnEitt af umdeildumálunum þessa dag-
ana er tilvist fiskeldis
á Íslandi. Laxeldi er
ung atvinnugrein á
Íslandi sem gæti haft
mikla þýðingu fyrir
efnahag landsins í ná-
inni framtíð ef rétt
verður á málunum
haldið.
Á árinu 2019 var
framleiðsla á lax-
fiskum á Íslandi um 28 þúsund
tonn. Það þykir ekki stór tala í
heimi laxeldis. Þannig eru frændur
okkar Færeyingar farnir að fram-
leiða um 100 þúsund tonn og Norð-
menn framleiða um 1,3 milljónir
tonna. Stefna Norðmanna er að
framleiða fimm milljónir tonna af
laxi fyrir árið 2030. Ef ekki verður
hröð breyting á mun Ísland sitja
eftir í samkeppninni um hylli neyt-
enda á markaði fyrir laxaafurðir.
Löggjafinn hefur sett skýrar
reglur um þá ferla sem þurfa að
fara fram áður en sótt er um leyfi
til laxeldis. Þannig þarf Hafrann-
sóknastofnun að gera áhættumat
og burðarþolsmat til að hægt sé að
meta hvort raunhæft sé að leyfa
laxeldi á viðkomandi
svæði.
Til að þroskuð um-
ræða geti farið fram
þarf þessari vinnu að
vera lokið.
Árið 2017 lýsti þá-
verandi sjávarútvegs-
ráðherra, Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir,
því yfir að vinna við
áhættumat og burð-
arþolsmat fyrir Eyja-
fjörð væri á lokametr-
unum.
Áhugasamir aðilar
hófu undirbúning að því að sækja
um leyfi fyrir laxeldi í Eyjafirði ef
slík leyfi yrðu gefin út. Eitt af
þessum fyrirtækjum lýsti yfir
áhuga á að vera með starfsstöð í
Ólafsfirði. Nú, um þremur árum
síðar, hefur ekkert bólað á áhættu-
mati eða burðarþolsmati fyrir
Eyjafjörð. Leiða má að því líkur að
hvort tveggja matið sé að mestu
tilbúið hjá Hafrannsóknastofnun.
Það verður hins vegar ekki birt
fyrr en Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegsráðherra kallar eftir
því. Það hyggst ráðherrann ekki
gera.
Á sama tíma hvetur ráðherrann
viðkomandi sveitarfélög til að taka
afstöðu til laxeldis í Eyjafirði án
þess að sveitarstjórnarmenn hafi
aðgang að undirstöðuupplýsingum.
Við þær aðstæður getur aldrei
orðið upplýst umræða um málefnið.
Það telst varla eðlileg stjórnsýsla
að ráðherra geti haldið áhættumati
og burðarþolsmati í gíslingu til að
hefta upplýsta umræðu. Það eru
vinnubrögð sem tilheyra þjóð-
félögum sem við viljum helst ekki
að Ísland sé borið saman við.
Nú þegar útlit er fyrir að halli á
ríkissjóði Íslands verði tæpir fimm
hundruð milljarðar á næstu tveim-
ur árum þarf að nýta öll skyn-
samleg tækifæri til að afla nýrra
gjaldeyristekna. Laxeldi gæti átt
stóran þátt í að rétta af efnahag-
inn.
Við þessar aðstæður gengur það
ekki upp að ráðherra með ein-
hverja sérhagsmuni haldi aftur af
eðlilegri þróun. Það er því brýnt að
ríkisstjórnin grípi fljótt inn í og
tryggi eðlileg vinnubrögð hvað
varðar málefni laxeldis.
Upplýst umræða
Eftir Róbert
Guðfinnsson
Róbert
Guðfinnsson
» Laxeldi gæti átt
stóran þátt í að rétta
af efnahaginn.
Höfundur er athafnamaður á
Siglufirði.
Í dag, þriðjudaginn
16. júní, fer fram aðal-
fundur Félags eldri
borgara í Reykjavík og
nágrenni (FEB) á Hót-
el Sögu í Súlnasal kl.
14, þar sem kosið verð-
ur um nýjan formann
og stjórn. Málefni eldri
borgara eru mín hjart-
ans mál og því gef ég
kost á mér í embætti
formanns.
Hópur eldri borgara er orðinn
stór, en þeir búa svo sannarlega ekki
allir við sömu kjör. Kjaramál og
skerðingar taka mikið rými í um-
ræðunni meðal manna
og sérlega þessa dag-
ana vegna uppgjörs frá
Tryggingastofnun rík-
isins sem barst um sl.
mánaðamót.
Sem liðsmaður Gráa
hersins og í hópi þeirra
sem eru í málaferlum
við ríkið vegna skerð-
inganna mun ég að
sjálfsögðu halda mál-
inu á lofti og baráttunni
áfram fyrir réttlæti og
bættum hag eldri borg-
ara.
Húsnæðismálin eru líka ofarlega á
baugi og þar er umræðan aðallega
um hve dýrt húsnæðið er sem byggt
hefur verið undanfarið fyrir eldri
borgara og sama hvort talað er um
leiguhúsnæði eða til kaups. Það þarf
að mæta kröfum og þörfum stærri
hóps sem minna hefur á milli hand-
anna. Gera þarf hagstæða samninga
við Reykjavíkurborg um lóðir og
gjöld og byggingaraðila til að byggja
húsnæði fyrir þá sem minna hafa og
á verði sem þeir ráða við. Það er
sama hvort það er leiguhúsnæði eða
til kaups, verðið verður líka að mið-
ast við forsendur þeirra sem minna
hafa á milli handanna. Það þarf að
huga vel að þessum hópi ekki síður
en námsmönnum.
Skortur á hjúkrunarheimilum hef-
ur verið viðloðandi lengi og sann-
arlega mikil þörf á viðbótum svo þeir
einstaklingar sem þurfa talsverða
hjúkrun þurfi ekki að búa á sjúkra-
húsi við gjörólíkar aðstæður en bjóð-
ast á hjúkrunarheimilum.
Heimilisaðstoð, sjúkraþjálfun og
jafnvel hjúkrunarþjónusta í heima-
húsum á að vera sjálfsögð mannrétt-
indi fyrir eldri borgara. Það léttir
jafnframt á hjúkrunarheimilum og
sjúkrastofnunum og bæðir líðan og
eykur lífsgæði eldri borgara
Það sem ég ætla að leggja ríka
áherslu á til að byrja með er eftirfar-
andi:
1. Skerðingar og kjaramál
2. Húsnæðismál eldri borgara
3. Hjúkrunarheimili og heimilis-
aðstoð.
Það eru mörg fleiri brýn mál sem
varða eldri borgara sem þörf er á að
taka á. Í stórum hópi eldri borgara
eru mismunandi þarfir og líta þarf til
fjölmarga einstaklinga og mæta
þörfum flestra. Við viljum öll fá að
lifa við sómasamlegar aðstæður
seinni hluta ævinnar og geta átt
áhyggjulaust ævikvöld.
Ég berst fyrir auknum lífsgæðum fyrir eldri borgara
Eftir Ingibjörgu H.
Sverrisdóttur » Sem liðsmaður
Gráa hersins og í
hópi þeirra sem eru í
málaferlum við ríkið
vegna skerðinganna
mun ég að sjálfsögðu
halda málinu á lofti
Ingibjörg H.
Sverrisdóttir
Höfundur er í framboði til formanns
hjá Félagi eldri borgara 16. júní
2020. ihs@mi.is
Vantar þig pípara?
FINNA.is