Morgunblaðið - 16.06.2020, Síða 17

Morgunblaðið - 16.06.2020, Síða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 2020 ✝ Jóhann Magn-ússon fæddist í Reykjavík 8. mars 1981. Hann lést 31. maí 2020. Foreldrar hans eru Magnús Þorgeirsson, f. 3. nóvember 1957, og Ellý Björnsdóttir, f. 23. febrúar 1960. Systkini Jóhanns eru Valdís, f. 17. september 1987, sambýlismaður hennar er Jó- hann Alfreð Kristinsson, f. 11. febrúar 1985, saman eiga þau soninn Benedikt Elí f. 15. júlí 2017; Þórdís, f. 23. september 1990; Elvar, f. 8. ágúst 1992, sam- býliskona hans er Klara Óðins- dóttir, f. 24. október 1991, þau meðal annars á Pizzabæ, þar sem hann hlaut viðurnefni sitt, Jói krydd, sem fylgdi honum alla tíð, í Nýbrauði og hjá Prentsmiðj- unni Odda. Síðar lá leið hans í Iðnskólann í Reykjavík þar sem hann lærði trésmíði. Hann rak Gullöldina í Grafarvogi um skeið og átti síðar þátt í stofnun veit- ingastaðarins Hvíta riddarans í Mosfellsbæ sem hann rak í þrjú ár. Síðastliðin ár starfaði Jóhann við fasteignaumsjón hjá Heima- völlum. Jóhann stundaði íþróttir af kappi sem drengur, bæði hand- bolta og fótbolta með Aftureld- ingu. Íþróttaáhuginn fylgdi hon- um alla tíð og var hann mikill Liverpool-aðdáandi. Hann var mikill veiðiáhugamaður og hafði einstaka ánægju af stangveiði. Útför Jóhanns fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 16. júní 2020, klukkan 15. eiga von á frum- burði sínum í júlí. Sambýliskona Jó- hanns var Anna Lilja Marteins- dóttir, f. 15. apríl 1990, saman eiga þau synina Adam Ágúst, f. 12. desem- ber 2014, og Birni Kára, f. 27. sept- ember 2017. Sonur Jóhanns er Arnar, f. 11. febrúar 1999, móðir hans er Inga Rós Vilhjálmsdóttir, f. 22. júlí 1980. Sambýliskona Arnars er Alexandra Ivalu Einarsdóttir, f. 21. september 1999. Jóhann ólst upp í Mosfellsbæ, gekk í Varmárskóla og síðar í Borgarholtsskóla. Hann starfaði Elsku Jóhann minn var ekki maður mikilla skrifa svo ég mun fylgja því fordæmi hér. Sofðu unga ástin mín, úti regnið grætur. mamma geymir gullin þín … … því lofa ég. Ég elska þig. Þín Anna Lilja. Elsku pabbi. Með ást þinni kenndir þú mér að elska. Með trausti þínu kenndir þú mér að trúa. Með örlæti þínu kenndir þú mér að gefa. Takk pabbi. Sofðu vel. Við elskum þig. Þínir synir, Arnar, Adam Ágúst og Birnir Kári. Elsku drengurinn okkar. Það fá engin orð lýst þeim sárs- auka og söknuði sem býr í hjarta okkar á þessum erfiðu stundum. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem við höfðum þig hjá okkur og þakklát fyrir drengina þrjá sem þú gafst okkur og við lofum að hugsa vel um þá. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Mamma og pabbi. Elsku besti bróðir minn. Það er ekkert lýsingarorð til sem getur lýst því hversu erfitt það er að missa þig. Það er sárt að elska þig svona mikið því það gerir kveðju- stundina svo hrikalega erfiða. Þú varst svo ljúfur, góðhjartaður og hjálpsamur. Ég fékk svo sannar- lega að njóta góðs af hjálpsemi þinni og þá sérstaklega í tengslum við íbúðarkaupin mín. Allt sem þurfti að mála, hengja upp, græja og gera, nú ef þú gast ekki græjað það sjálfur þá var það bara eitt símtal og málinu reddað. Alls kon- ar menn voru boðnir og búnir að hjálpa litlu systur hans Jóa. Þú þekktir svo mikið af fólki og allir voru alltaf til í að aðstoða þig, sem sýnir hversu góðan mann þú hafð- ir að geyma. Ég hef aldrei skrifað minning- argrein áður svo ég veit ekki alveg hvað ég á að skrifa. Ég er nú þeg- ar búin að skrifa þrjá mismunandi texta. Einn var svolítið fyndinn, annar of sorglegur og sá þriðji með of löngum sögum. Þessi loka- texti verður þá bara eitthvert bland úr öllum. Týpískt ég, að flækja þetta of mikið. Þú varst vanur að ákveða hluti fyrir mig þegar ég fór að ofpæla hlutina svona. Ég verð bara að vinna í því að finna út úr þessu sjálf núna. Þú varst alltaf svo góður vinur minn og þrátt fyrir að það væru níu ár á milli okkar náðum við allt- af vel saman og sérstaklega þegar ég var komin á unglingsárin. Það var alltaf hægt að leita til þín með allt og áttum við ófá trúnósamtölin þar sem við fórum yfir mismerki- lega hluti. Það var alltaf gott að tala við þig og þú skildir mig alltaf svo vel og passaðir alltaf upp á mig. Ég var og verð áfram stolt af því að eiga þig fyrir stóra bróður. Þú varst svo duglegur og klár og fannst þér alltaf einhver spenn- andi verkefni og plataðir mig oft til þess að hjálpa þér. Til dæmis þegar þú varst með Gullöldina, þá fékk maður stundum símtal þegar það vantaði einhvern til að vinna á barnum nú eða skúra staðinn, minnsta málið, auðvitað. Ég vildi gera allt fyrir þig því þú gerðir alltaf allt fyrir mig. Ég gleymi því ekki þegar þú varst búinn að opna Hvíta riddarann og einhver hafði bókað veislu í salnum. Sá sem bók- aði óskaði eftir því að panta snitt- ur, sem þú lofaðir að græja. Það var bara eitt símtal og við mamma breyttumst í veisluþjónustu og græjuðum það að sjálfsögðu fyrir þig. Ég er þakklát fyrir tímann sem ég fékk með þér en hjarta mitt brotnar þegar ég hugsa til strák- anna þinna sem fá ekki lengri tíma með þér. En ég lofa að passa upp á strákana fyrir þig og minna þá á hvað þeir áttu góðan pabba sem þótti svo vænt um þá. Komið er að kveðjustund elsku Jóhann, þú hafðir að geyma svo góðan mann, vildir allt fyrir alla gera, og til staðar fyrir alla vera. Gull af manni, eru orð að sanni. En klukkan mun halda áfram að tifa og ég reyni án þín að lifa. Við fjölskyldan þurfum að standa saman, halda uppi minningu þinni og hafa gaman. Það verður erfitt og mun taka á að hafa þig ekki okkur hjá. Þú verður alltaf með mér í hjarta, og góðar minningar munu gera dimma daga bjarta. Elska þig alltaf. Þín systir, Þórdís. Elsku besti bróðir minn. Orð fá því ekki lýst hversu mikið ég sakna þín. Að þurfa að búa við þann raunveruleika að þú sért ekki lengur hjá okkur er raun- veruleiki sem ég vildi óska að ég þyrfti ekki að lifa. En áfram lifa allar minningarn- ar, svo ótrúlega góðar minningar. Þú varst svo góður stóri bróðir, svo ótrúlega þolinmóður. Þegar við vorum lítil leyfðir þú mér alltaf að koma að skoða legókubbana þína þó svo að þú vissir að mann- virkin sem þú eyddir óratíma í að reisa yrðu líklega ekki heil eftir innlitið. Þú leyfðir mér að bjóða vinkonum mínum inn í herbergið þitt að spila Nintendo-tölvuleiki þegar þú varst ekki heima og hlusta á Gullna hliðið með Sálinni í fermingargræjunum þínum. Svo voru það ófáu stundirnar á Pizza- bæ, ég man hvað ég var stolt af því að eiga stóran bróður sem vann á pítsustað og var ósjaldan til í að gefa litlu systur sinni pítsu. Þú varst einkar laginn við að semja við mig um þrif á herberginu þínu, verkefni sem ég tók mjög alvar- lega enda ávallt vel launað. Þú elskaðir að borða góðan mat og með góðum mat á ég við kjöt og sósu, eða sósu og kjöt, hlutföllin skiptu kannski ekki máli, annað meðlæti var aukaatriði. Þú varst alltaf til í góða grillveislu og þótt þú hafir kannski ekki haldið þær margar varstu mjög duglegur að bjóða þér í slíkar, fá mig eða mömmu og pabba til að bjóða í grill. Ég á eftir að sakna allra grill- veislanna okkar, þær verða ekki eins án þín. Þú varst svo góður og hjálp- samur, alltaf til í að aðstoða alla í kringum þig. Að redda hlutum var þín sérgrein, ég þekki engan sem er jafn tilbúinn að hjálpa öllum eins og þú varst. Þau voru ófá verkefnin sem komu upp í huga minn, aðallega hvað varðar fram- kvæmdir á heimili, alltaf varst þú mættur í að skipuleggja og fram- kvæma. Takk! Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, fyrir okk- ur fjölskylduna, þú settir okkur alltaf í forgang. Nú hefst nýr kafli, kafli þar sem þú ert í hjarta okkar, passar upp á okkur og hjálpar á annan máta en áður. Það er svo óraunverulegt en samt sem áður nýr veruleiki sem við þurfum að læra að takast á við. Ég passa upp á strákana þína. Ég elska þig. Þín systir, Valdís. Örlögin leiða okkur á ýmsa staði og koma okkur í kynni við samferðafólk sem við fylgjum um skemmri eða lengri tíma. Leiðir okkar Jóa rötuðu saman um þriggja ára skeið þegar ég hóf störf hjá Heimavöllum vorið 2016. Á þeim tíma var félagið að taka sín fyrstu skref og fram undan var hröð og mikil uppbygging á starf- semi þess. Lykillinn að góðu gengi Heimavalla er frábært starfsfólk og þar var Jói fremstur meðal jafningja. Jói sinnti leiguumsjón og þurfti að leysa öll þau mismun- andi mál sem geta komið upp þeg- ar verið er að leigja út stórt safn af íbúðum. Þar var Jói í essinu sínu, hann átti auðvelt með að ná til fólks, var jákvæður, úrræðagóður og snöggur að leysa öll mál. Oftar en ekki vildu viðskiptavinir ein- ungis tala við Jóa ef þeir þekktu til hans. Þá var Jói líka frábær sam- starfsmaður, ljúfur, skemmtilegur í umgengni og alltaf tilbúinn að að- stoða og hjálpa samstarfsfólki sínu. Nokkrum dögum eftir að Jói dó keyrði ég í fallegu veðri til Hornafjarðar með stórkostlegu útsýni til jöklanna á Suðurlandi. Þá leituðu sterkt á mig orð Hall- dórs Laxness: „Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt en jörðin fær hlutdeild í himninum þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg þar ríkir fegurðin ein ofar hverri kröfu..“ Ég er sannfærður að Jói er kominn á þennan stað. Ég votta fjölskyldu hans innilega samúð og vona að minningar um góðan dreng megi sefa þeirra sáru sorg. Guðbrandur Sigurðsson. Elsku Jói. Það er sárt að kveðja þig svona snemma og erfitt sætta sig við að sjá þig aldrei aftur. Þeg- ar ég fékk símtalið frá Gísla, sem ég mun aldrei gleyma, þá neitaði ég að skilja að þú værir farinn. Við höfðum átt svo góðan dag á föstu- deginum, þú fékkst að sjá Arnar útskrifast og varst svo stoltur af honum eins og alltaf og við keyrð- um um og spjölluðum fram á nótt. Samtalið fyrir utan Uglugötuna þegar ég keyrði þig heim var ein- lægara en nokkurn tímann áður og ég var viss um allt yrði gott hjá þér. Ótal spurningar sitja eftir, eins og af hverju og hvað ef? En veruleikinn er sá að þú ert farinn og við fáum aldrei að hittast aftur. Minningarnar eru margar. Allt góða spjallið okkar í kjallaranum í Dvergholtinu um allt og ekkert í gamla daga, utanlandsferðirnar og ísrúntarnir sem verða ekki fleiri. Þú varst alltaf sá sem ég leitaði til þegar kom að fram- kvæmdum eða þurfti að laga eitt- hvað og varst alltaf tilbúinn að að- stoða, sama hvað gekk á hjá þér og hjálpin frá þér við að standsetja nýja húsið okkar var ómetanleg og skilur eftir ljúfar minningar. Þú áttir stóran þátt í því að við Jóna fundum hvort annað í gegnum ykkur Guggu og fyrir það verðum við alltaf þakklát. Elsku Anna Lilja og strákarnir, Arnar, Ellý og Maggi og systkini Jóa, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Þínir vinir, Sveinn Fjalar og Jóna Rún. Jóhann Magnússon ✝ ValgerðurJónsdóttir Blomsterberg fæddist í Hafn- arfirði 6. sept- ember 1925. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 26. maí 2020. Foreldrar Val- gerðar voru Jón Jónsson, f. 12. ágúst 1879 í Lása- koti á Álftanesi, d. 26. október 1936, og Guðfinna Margrét Ein- arsdóttir, f. 10. nóvember 1888 í Haukshúsum á Álftanesi, d. 5. ágúst 1982. Systkini Valgerðar voru Hall- dóra, f. 1. nóvember 1909, d. 25. janúar 1999, Aðalheiður Ein- arína, f. 23. ágúst 1911, d. 8. nóvember 1994, Guðrún Marsi- bil, f. 30. nóvember 1912, d. 21. maí 2008, Ágúst Ottó, f. 28. júní 1914, d. 31. október 1987, Svan- hvít Jónína, f. 29. október 1915, d. 25. mars 2005, Friðrikka Mar- grét, f. 26. júlí 1918, d. 30. mars 1949, gift Ingvari J. Viktors- syni, f. 9. apríl 1942. Synir þeirra eru Bjarni Birkir og Freyr. Börn Ingvars eru Páll, Viktor og Heiðrún. Barnabörn- in eru þrettán og barna- barnabörnin fjögur. 2) Rúnar Þór Blomsterberg, f. 4. sept- ember 1953, d. 2. febrúar 1954. 3) Hrafnhildur Blomsterberg, f. 22. október 1956, gift Birgi Finnbogasyni, f. 18. september 1948. Dætur þeirra eru Val- gerður og Hjördís. Barnabörn- in eru fimm. 4) Valur Blomster- berg, f. 19. nóvember 1959. Börn hans eru Sigrún Birna, Berglind Svana, Bjarni og Val- ur. Barnabörnin eru tvö. Börn Bjarna eru Eggert N. Bjarnason, f. 25. júlí 1937. Hann var giftur Regínu Einarsdóttur, f. 11. júní 1940, d. 1. september 1980. Börn þeirra eru Einar, Unnur, Ásta, Birna og Helga. Barnabörnin eru þrettán og barnabarnabörnin fimmtán. Seinni kona Eggerts var Berta Guðbjörg Rafnsdóttir f. 7. jan- úar 1944, d. 31. mars 2008. Ingi- björg Ásta, f. 7. mars 1940, d. 17. júlí 1984. Hún var gift Braga Ingiberg Ólafssyni, f. 16. desember 1939. Sonur þeirra er Ólafur en fyrir átti Inga dótt- urina Ástu Sigrúnu. Barnabörn- in eru sjö og barnabarnabörnin tvö. Margrét Erna, f. 3. desem- ber 1942, gift Grétari Bene- diktssyni, f. 20. nóvember 1941. Börn þeirra eru Benedikt Ingi og Sigurlaug Ásta. Barnabörnin eru fimm og barnabarnabörnin þrjú. Valgerður ólst upp í foreldra- húsum að Öldugötu 4 í Hafn- arfirði, Gróf. Systkinahópurinn var stór og samheldinn og söng- urinn í hávegum hafður. Val- gerði var margt til lista lagt. Auk þess að syngja í kór spilaði hún á gítar og stundaði fimleika hjá Fimleikafélagi Hafnarfjarð- ar. Valgerður og Bjarni bjuggu í Höfða, Mosfellssveit og seinna í Straumi, Hafnarfirði þar sem þau stunduðu búskap. Til margra ára bjuggu þau hjón á Brekkuhvammi í Hafnarfirði. Fjarðarkaup stofnuðu þau Valgerður og Bjarni árið 1973 og ráku ásamt Sigurbergi Sveinssyni og eiginkonu hans í rúm 20 ár. Þar vann Valgerður og rak kaffihornið vinsæla. Valgerður verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 16. júní 2020, og hefst at- höfnin klukkan 15. 1990, Sigrún Sum- arrós, f. 24. apríl 1920, d. 7. apríl 2006, Björgvin Ant- on, f. 11. ágúst 1921, d. 14. mars 2008, Jón, f. 30. júlí 1922, d. 1. nóv- ember 1923, Jón Ragnar, f. 16. ágúst 1923, d. 11. júlí 2005, Sigursteinn Heiðar, f. 18. ágúst 1931, d. 28. nóvember 2008. Eftirlifandi bróðir Valgerðar er Aðalsteinn, f. 2. október 1928. Valgerður giftist 13. maí 1947 Bjarna Blomsterberg, f. 17. febrúar 1917, d. 28. febrúar 2014. Foreldrar hans voru Ásta Þórunn Bjarnadóttir, f. 20. febr- úar 1898 á Melum í Leirársveit, d. 24. nóvember 1918, og Fre- derik Hans Andreas Blomster- berg, f. 6. október 1880 í Hels- ingør, d. 23. október 1949. Valgerður og Bjarni eignuð- ust fjögur börn. Þau eru: 1) Birna Blomsterberg, f. 31. júlí Elsku ljúfa amma Vala. Takk fyrir alla ástina, umhyggjuna og ekki síst skemmtilegu stundirnar sem við nutum saman. Til þín vor- um við ávallt velkomnar, alla daga allt árið um kring. Mest spenn- andi þótti okkur að gista hjá þér í gestaherberginu á Brekku- hvammi þar sem við upplifðum okkur á fimm stjörnu hóteli; kakó- bolli í rúmið og fótastrokur fyrir svefninn var í mestu uppáhaldi. Þú varst ekki bara hlý og ljúf, þú varst líka skemmtileg og hafðir gaman af því að fíflast og hlæja með okkur. Við eigum ófáar minn- ingar saman en upp úr standa vettvangsferðir sem þú fórst með okkur í og samsöngur eftir að hafa hækkað útvarpið í botn. Það hefur verið sárt að sjá líkamlegri heilsu þinni hraka ört síðustu árin, en allt fram á síðasta dag varstu hins vegar með stálminni og vissir ávallt hvað var að gerast í sam- félaginu og hjá fólkinu í kringum þig. Barnabarnabörnin þín skynj- uðu mjög vel hina góðu nærveru þína og náðu að kynnast þér, hvert á sinn hátt. Öll eiga þau sinn uppáhalds „Mackintosh-mola“ en þú sást til þess að lauma að þeim nokkrum molum í hverri heim- sókn. Það síðasta sem þú sagðir við okkur systur var: „Ég elska þig, Guð geymi þig.“ Með þessum orðum viljum við einnig kveðja þig, elsku amma, sem og með bænunum sem þú kenndir okkur: Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Gömul bæn) Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Þín barnabörn, Valgerður og Hjördís. Hví skyldi ég hugsa um önnur fljóð en ekkert um þig, ó, systir góð. Upp því minn hjartans óður. Þessi orð komu í huga minn er ég frétti um andlát elskulegrar systur minnar, Þórunnar Valgerð- ar Jónsdóttur Blomsterberg, eða Völu systur. Við Vala komum úr stórum hópi systkina sem jafnan var kenndur við Gróf, sem stóð við Öldugötu 4 í Hafnarfirði. Hún var næst á undan mér, sú tíunda í röð tólf systkina og var mikill kærleik- ur á milli okkar. Það koma upp minningar frá uppvaxtarárum okkar. Vala var þar leiðandi, svo glaðvær og falleg með ljóst og mikið hár og fléttur niður að mitti. Hárið var ætíð hennar höfuðprýði. Hún stundaði íþróttir, spilaði á gítar og hafði yndislega söngrödd. Fátt þótti Völu skemmtilegra en þegar systkinin komu saman. Þegar ég stálpaðist fékk hún mig með sér í sönginn. Við fórum að æfa dúetta, sem síðar varð að föst- um dagskrárlið þegar eitthvað var um að vera í Gróf og margt um manninn. Söngurinn var jafnan í fyrirrúmi þegar við systkinin hitt- umst enda fátt sem sameinar frek- ar en minningar tengdar fallegum sönglögum. Vala hafði stálminni og fram á síðasta dag fylgdist hún með öll- um ættingjunum sem eru ófáir í Grófarættinni. Vala var fyrir- myndarhúsmóðir, smekkleg á all- an hátt og góð móðir bæði börnum sínum og stjúpbörnum. Eitt er víst að systir mín skilur eftir hjá mér, börnum sínum, stór- fjölskyldunni og vinum söknuð og ljúfa minningu. Blessuð sé minning þín og hvíl þú í friði, kæra systir. Þinn bróðir, Aðalsteinn Jónsson (Alli). Valgerður Jónsdótt- ir Blomsterberg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.