Morgunblaðið - 16.06.2020, Síða 18

Morgunblaðið - 16.06.2020, Síða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 2020 ✝ Alfreð Þór Þor-steinsson fædd- ist í Reykjavík 15. febrúar 1944. Hann lést á nýrnadeild Landsspítalans í Reykjavík 27. maí 2020. Foreldrar hans voru Ingvar Þor- steinn Ólafsson verkamaður, f. í Reykjavík 25. októ- ber 1901, d. 25. október 1964, og kona hans Sigríður Lilja Gunn- arsdóttir, f. í Fellsaxlarkoti í Skilmannahreppi 7. janúar 1909, d. 22. ágúst 1971. Bræður Al- freðs voru: Gunnar Þór f. 1930, d. 1974, Óli Þór f. 1936, d. 2005, Sigurjón Þór, f. 1945, d. 1996, og Ingvar Þór, f. 1949, d. 2012. Alfreð kvæntist 18.7. 1970 Guðnýju Kristjánsdóttur, f. 12.8. 1949, prentsmið. Hún er dóttir Kristjáns Pálssonar, f. 4.12. 1928, d. 3.3. 1965, húsasmíða- meistara á Seltjarnarnesi, og k.h., Helgu Sæmundsdóttur hús- móður, f. 5.10. 1929, d. 2.9. 1991. Dætur Alfreðs og Guðnýjar eru: 1) Lilja Dögg, f. 4.10. 1973, mennta- og menningarmálaráð- herra, gift Magnúsi Óskari Haf- steinssyni, hagfræðingi í at- vinnuvegaráðuneytinu, börn þeirra eru Eysteinn Alfreð, f. stjórnar Veitustofanna 1994-99 og stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur 1999-2006 á mikl- um uppbyggingatíma í sögu þess fyrirtækis. Þá var Alfreð for- maður stjórnar fjarskiptafyr- irtækisins Línu-Nets 1999-2005, sat í stjórn Lífeyrissjóðs starfs- manna Reykjavíkurborgar 2006- 2010 og var formaður lengst af þeim tíma. Alfreð varð snemma áberandi í félagsstörfum innan Knatt- spyrnufélagsins Fram. Þegar á táningsaldri var hann farinn að sjá um þjálfun yngri flokka. Árið 1965 tók hann, aðeins 21 árs að aldri, við formennsku knatt- spyrnudeildar. Hann var for- maður Fram 1972-76 og 1989-94, sat í stjórn ÍSÍ 1976-86 auk þess að gegna ýmsum öðrum trún- aðarstörfum fyrir íþróttahreyf- inguna. Alfreð var jafnframt einn af heiðursfélögum Fram og ÍSÍ. Á árunum 1985-94 var Alfreð formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur jafnframt því sem hann sat í miðstjórn Framsókn- arflokksins og í stjórn FUF um árabil. Var formaður Varðbergs, félags ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, 1978-80 og sat síðar í stjórn Samtaka um vestræna samvinnu. Þá sat Al- freð í stjórn Landsvirkjunar 1991-95, í stjórn Sparisjóðs vél- stjóra frá 1998-2002 og var for- maður hans 2001-2002. Útför Alfreðs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 16. júní 2020, og hefst athöfnin klukkan 15. 2007, og Signý Steinþóra, f. 2009. 2) Linda Rós, f. 31.5. 1976, guð- fræðingur og sér- fræðingur í félags- málaráðuneytinu, dóttir hennar er Guðný Gerður f. 2014. Alfreð gekk í Austurbæjarskóla og stundaði nám við Kennaraskóla Íslands um skeið. Alfreð hóf ungur störf á dag- blaðinu Tímanum. Þar starfaði hann frá 1962-1977 og skrifaði m.a. mikið um íþróttir. Þá tók hann við stöðu forstjóra hjá Sölu varnarliðseigna og gegndi því starfi uns fyrirtækið var lagt niður um miðjan tíunda áratug- inn. Árið 1994 tók Framsókn- arflokkurinn þátt í kosninga- bandalaginu Reykjavíkurlist- anum og voru Alfreð og Sigrún Magnúsdóttir fulltrúar flokks- ins. Alfreð sat í borgarstjórn öll þrjú kjörtímabilin sem Reykja- víkurlistinn var við lýði. Á vettvangi Reykjavíkurborg- ar sat Alfreð í fræðsluráði, heil- brigðisráði, stjórn Innkaupa- stofnunar og var formaður hennar 1994-98. Hann átti sæti í umferðarnefnd, var formaður Eftirlætisárstími pabba er genginn í garð, þar sem bleikjan og urriðinn ganga upp Brúará í Biskupstungum og fótboltavellir iða af lífi og framtíðardraumum. Kraftaverk náttúrunnar birtast okkur, gróðurinn tekur við sér og sól er hátt á lofti. Pabbi fæddist á lýðveldisárinu 1944 og var stoltur af framgangi íslensks samfélags. Hve miklu þjóðin hafði áorkað á stuttum tíma, farið frá sjálfsþurftarbú- skap í upphafi aldar í þróað al- þjóðlegt hagkerfi, sem gæti boðið fólki jöfn tækifæri í lífinu. Pabbi var af verkafólki kom- inn og gekk í Austurbæjarskóla. Hann byrjaði barnungur að vinna, fyrst sem sendill hjá J. Þorláksson & Norðmann og ekki nema 10 ára þegar hann hóf að færa björg í bú, t.d. með því að færa móður sinni að gjöf forláta hrærivél. Allt vildi hann gera fyr- ir hana og þótt okkur systrum auðnaðist ekki að hitta ömmu okkar fundum við sterkt hve mikil hlýja og kærleikur var á milli þeirra mæðgina. Samskiptin við pabba ein- kenndust af mikilli hlýju, virð- ingu og gleði. Við gerðum allt með honum. Veiðiferðir um allt land hófust upp úr fjögurra ára aldrinum, bíóferðir, fótboltaleik- ir, fundarsetur, utanlandsferðir og bíltúrar. Pabbi var mikill Frammari og var heiðursfélagi í Fram. Hann spilaði knattspyrnu með félaginu alla yngri flokkana og vann marga titla. Ungur hóf hann að þjálfa og hundruð pilta kunna af honum skemmtilegar sögur af Framvellinum. Þá sá þjálfarinn um öll mál liðsins, mætti með æfinga- og keppnis- búnað og nesti handa liðinu. Pabbi var mjög stoltur af ferli sínum hjá Fram og enn í dag hitt- um við fólk sem minnist hans sem frábærs þjálfara og fyrir- myndar. Það þykir okkur afar vænt um. Sem formaður Fram kom pabbi að mikilli uppbygg- ingu félagsins í Safamýri og lifði fyrir að gera félagi sínu og sam- félagi gagn. Fram var raunar svo stór partur af lífi okkar, að lengi héldum við að Framsóknarflokk- urinn væri stjórnmálaarmur Fram – þar til við uppgötvuðum að einkennislitirnir pössuðu ekki saman. Hann varð íþróttafrétta- ritari á Tímanum, var þar tals- verður frumkvöðull og vel penna- fær. Á því sviði var hann okkur systrum þjálfari, eins og svo mörgu í lífi okkar. Það var gef- andi að ræða greinaskrif við hann og mikilvægi þeirra fyrir þjóðmálaumræðuna. Eftir íþróttafréttastarfið varð pabbi þingfréttaritari og kynnist þann- ig stjórnmálunum náið. Í kjölfar- ið hófst pólitískur ferill sem varði nánast alla hans tíð. Pabbi var okkur systrum mikil hvatning. Hann stóð með okkur, hvatti okkur til að sækja mennt- un um allan heim og lagði áherslu á að við sæktum á þau mið sem við hefðum ástríðu fyrir. Þá væri gleðin við völd. Pabbi hafði unun af lestri góðra bóka, sérstaklega af sagnfræðilegum toga. Honum fannst sjálfsagt að við þekktum helstu bókmenntaverk sögunnar fyrir 10 ára aldur, enda kæmi viska og geta frá lestri. Þessi áhugi á sögu og menningu var endalaus uppspretta af samræð- um sem gáfu svo mikið. Þessar samræður varpa sólargeisla langt inn í framtíðina og verma. Pabbi var líka yndislegur afi, vakinn og sofinn yfir þroska barnabarnanna. Hann hafði unun af því að sjá þau vaxa og dafna, hafði sjálfur mikið að gefa og vildi deila með öðrum. Foreldrar okkar eyddu nánast allri ævinni saman og hefðu átt gullbrúðkaupsafmæli 18. júlí næstkomandi. Allt vildu þau gera fyrir okkur systur, með okkar velferð að leiðarljósi. Móðir okk- ar hefur alla tíð verið mikill dugnaðarforkur og í erfiðum veikindum pabba síðustu árin var hún hans stoð og stytta. Kraftaverkin í lífinu eru mörg og misstór og stundum eru þau unnin af einstaklingum sem lyfta björgum, að manni finnst, við að- stæður sem virðast óyfirstígan- legar. Það einkenndi líf pabba. Viljastyrkur og þrautseigja fleytti honum yfir mörg sker og skilaði honum heilum í höfn. Fjallgarðurinn hans pabba í Biskupstungum skartar áfram sínu fegursta og Brúaráin iðar af lífi. Þótt þjálfarinn okkar kveðji, þá heldur leikurinn áfram og við njótum þjálfunar hans um ókomna tíð. Þínar elskandi dætur, Lilja Dögg og Linda Rós. Alfreð Þorsteinsson var um margt óvenjulegur maður. Hann vann sig sjálfur til sinna metorða, það var ekki mulið undir hann. Bakland hans var í íþróttahreyf- ingunni; öflugur liðsmaður Fram, íþróttafréttamaður á Tím- anum og síðar borgarfulltrúi í Reykjavík í fjölda ára. Það var í Ráðhúsinu sem ég kynntist hon- um. Þegar ég var kallaður til starfa fyrir Reykjavíkurborg og átti minn fyrsta fund með fulltrúum Reykjavíkurlistans í borgar- stjórn var tekinn hringur og hver kynnti sig. Ég þekkti fáa, suma af afspurn frekar en af nánum kynnum. Einum gat ég sagt að ég þekkti föður hans, því hann hefði kennt mér í Laugargerðis- skóla. Síðastur í hringnum var Alfreð: „Pabbi þinn kenndi mér, í Lindargötuskóla.“ Þessu fylgdi bros. Alfreð átti gott skap og létta lund. Hann náði að leiða saman fólk, til góðra verka, án þess að trana sjálfum sér fram eða vilja standa í fremstu röð. Óreyndur í pólitískum klækjum þótti mér stundum seint ganga að koma málum áfram hjá borginni. Ef á móti blés var ekki verra að hafa Alfreð með sér. Með lagni tókst þá að lempa mál í sátt. Ég held að vanmetinn sé þáttur Alfreðs í að vera lím í Reykjavíkurlistanum. Alfreð Þorsteinsson átti sem stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur stóran þátt í að sameina hitaveitur á nánast öllu suðvesturhorni landsins. Það varð til þess að fjárfestingar urðu arðbærar og reksturinn skilar í dag miklu betri þjónustu til íbúa en áður. Hellisheiðar- virkjun var byggð og þær fram- kvæmdir vinna áfram fyrir okkur og næstu kynslóðir. Að loknum ferli Alfreðs Þor- steinssonar þakka ég góðum liðs- manni traust og stuðning. Fjölskyldu Alfreðs og að- standendum öllum bið ég bless- unar. Þórólfur Árnason. Af einhverjum ástæðum hefur sú missögn slæðst inn í blaða- fregn af andláti Alla, að hann hafi gengið í Austurbæjarskólann, þar sem hið rétta er, að hann var í Laugarnesskólanum drengur. Það var tekin bekkjarmynd og fóru nemendur með þetta heim til sín og pabbi eins þeirra hafði orð á því, að Alli væri laglegasti strákurinn á spjaldinu. Gott var að koma á heimili foreldra hans, þeirra Ingvars Þorsteins og Sig- ríðar Lilju. Alli kom í strætó á stoppistöð, sem hét Ás, og þegar bílstjórinn kallaði nafnið sáust nokkrir Þjóðverjar stíga úr vagn- inum. Það voru góðir kennarar; Gunnar Guðröðsson frá Kálfavík í Ögursveit, Halldór Sölvason frá Gafli í Svínadal, Kristinn Gísla- son frá Skógum á Þelamörk, Ás- geir Guðmundsson frá Hvann- eyri, Óskar Halldórsson frá Kóreksstaðagerði í Hjaltastaða- þinghá. Með hljómmikilli rödd upplesarans spurði Óskar Ár- mann Örn Ármannsson, sem vantaði í fyrstu kennslustund, hvað hefði dvalið hann og Ár- mann svaraði ég dvaldi heima hjá mér. Í búningsklefanum eftir leikfimi hjá Stefáni skíðakappa Kristjánssyni frá Húsavík las Halldór Einarsson, faðir Óskars, Gísla sögu Súrssonar fyrir við- stadda. Eiríkur Stefánsson frá Laugarvöllum á Jökuldal kenndi sund og stóð í gæruskinnsúlpu á bakka gömlu Lauganna, en skóladrengir voru með kúta að bera sig að busla í rjúkandi hveravatninu. Mörgum þótti mest gaman í smíðatímunum hjá Reykvíkingnum Bjarna Ólafs- syni. Allir höfðu með sér bita, líka lærifeðurnir. Hjalti Björnsson hafði að heiman súrmjólk og rús- ínur í sultukrukku með skrúfuðu loki. Kennarinn las upp og hrósaði ritgerð Helga Elíasar Helgason- ar um efnið „hvað ætla ég að verða þegar ég er orðinn stór“; Helgi skrifaði, að hann vildi verða nýtur borgari. Alli flaug yf- ir hestinn í Tarzan-leiknum í leikfiminni hjá Stefáni íþrótta- kennara. Við morgunsönginn sté Ingólf- ur söngstjóri Guðbrandsson frá Prestbakka á Síðu fram að hand- riði á sviðinu, þar sem flygillinn stóð, og undir taktslögum hans var sungið Sveinninn rjóða rósu sá og Sig bældi refur. Kristján Sigtryggsson frá Leiti í Dýrafirði sat við hljóðfærið og lék undir sönginn með mikilli hind. Vil- hjálmur Einarsson frá Hafranesi í Fáskrúðsfjarðarhreppi kom í heimsókn og hafði hlotið silfur- verðlaun á Ólympíuleikum í Melbourne fyrir að stökkva 16,25 metra í þrístökki; og við fórum líka að reyna okkur á skólalóð- inni og allir vildu vera Vilhjálm- ur, nema Alli pantaði að vera Brasilíumaðurinn DaSilva, sem stökk lengra en Vilhjálmur. Stelpurnar heyrðust hvísla, að Vilhjálmur væri næstum því eins sætur og Ásgeir kennari. Gengið var í Knattspyrnu- félagið Fram og leikið á vellinum neðan við Sjómannaskólann og það var eins og boltinn væri límd- ur við fæturna á Alla og Jóhann- esi Atlasyni. Aðrir máttu una því að vera einlægt staddir annars staðar á leikvanginum en tuðran, og þegar á leið urðu sumir sauð- leiðir á því að eltast við knöttinn. Fullorðinn varð Alli atkvæða- mikill á opinberum vettvangi. Guð verndi og styrki ástvinina alla. Hann blessi minningu Al- freðs Þórs Þorsteinssonar. Gunnar Björnsson, pastor emeritus. Fallinn er frá góður og traust- ur vinur minn og samstarfsmað- ur til margra áratuga. Kynni okkar Alfreðs hófust með nokkuð óvenjulegum hætti á vettvangi borgarstjórnar árið 1986, þegar hann settist í skipulagsnefnd Reykjavíkur þar sem undirritað- ur gegndi starfi formanns. Á fyrsta fundi nefndarinnar byrjaði samstarf okkar ekki vel. Í framhaldi af þeim fundi sem var stormasamur stakk Alfreð upp á því að við tveir myndum hittast daginn eftir og ræða samstarfið sem framundan væri næstu árin á vettvangi skipulagsnefndar. Það gerðum við. Síðan eru liðin 34 ár og í allan þann tíma hefur samstarf og samband okkar ver- ið traust, þótt við höfum ekki ávallt verið sammála um hin ýmsu mál eins og gengur og ger- ist milli góðra vina. Alfreð var sterkur og fjölhæf- ur persónuleiki. Hann var for- ystumaður og baráttumaður og leiddi mörg mikilvæg hagsmuna- mál til lykta í störfum sínum fyrir Reykjavíkurborg. Hann var for- maður stjórnar veitustofnana Reykjavíkurborgar og síðar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur við sameiningu þeirra í eitt fyrir- tæki, eða samtals í 12 ár á mikl- um framkvæmda- og uppbygg- ingartíma í sögu þess fyrirtækis, ekki síst við byggingu Hellisheið- arvirkjunar ásamt öðrum mikil- vægum verkefnum. Á vettvangi borgarstjórnar naut Alfreð sín vel og lagði þar margt gott til mála, ekki hvað síst í þágu íþróttahreyfingarinn- ar. Alfreð átti mjög gott með að meta stöðuna í hverju einstöku máli, greina kosti og galla, og í framhaldinu setja fram tillögu um afgreiðslu. Hann var þunga- vigtarmaður í því verkefni að halda R-listanum saman í 12 ár. Í starfi sínu sem borgarfulltrúi lagði Alfreð ávallt ríka áherslu á að vera í góðu sambandi við þá borgarbúa sem óskuðu eftir sam- tali við hann. Alfreð var virkur þátttakandi í samfélagsumræðunni, skrifaði greinar um stjórnmál, málefni íþróttahreyfingarinnar sem voru honum hugleikin og ýmis önnur þjóðfélagsmál. Hann var mikill framkvæmdamaður í eðli sínu og einkar úrræðagóður við lausn flókinna viðfangsefna. Hvar- vetna þar sem Alfreð kom að verki, í pólitík eða öðrum við- fangsefnum, mátti greina það. Dugnaði Alfreðs var viðbrugð- ið, hvort sem hann vann að eigin málum eða annarra. Hann var mikill fjölskyldumaður og lét sér mjög annt um Guðnýju og fjöl- skyldu sína, sem var hinn styrki bakhjarl í lífi hans. Nú að leiðarlokum vil ég þakka Alfreð einlæga vináttu og allar þær góðu samveru- og sam- starfsstundir sem við áttum sam- an. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast honum vel og eiga hann að vini. Guðnýju og fjölskyldu hans allri þökkum við Guðrún góða vináttu ávallt og sendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Fram Við fráfall Alfreðs Þorsteins- sonar, heiðursfélaga Knatt- spyrnufélagsins Fram, sjá Framarar á eftir afar öflugum og litríkum félagsmanni sem setti sterkan svip á félagslíf Fram. Al- freð, sem var gerður heiðurs- félagi Fram á 90 ára afmælis- árinu 1998, lagði til ófá handtökin til að efla félagið. Það er erfitt að rekja sögu Fram án þess að minnast Al- freðs. Ungur sneri hann sér al- farið að þjálfun yngri flokka, varð síðan mikill leiðtogi, en fyrst og fremst félagsmaður, sem unni félagi sínu heitt. Alfreð sýndi fórnfýsi, dugnað, kraft og ódrep- andi baráttuvilja í störfum fyrir Fram og Framarar gátu alltaf leitað til hans til að fá góð ráð. Alfreð var fæddur og uppalinn Framari – svo mikill Framari að sagt var að blátt blóð hefði runn- ið um æðar hans. Hann lék knatt- spyrnu með yngri flokkum Fram og hóf síðan ungur, 18 ára, 1962, að þjálfa yngri flokka félagsins með Guðmundi Jónssyni, Mumma, og áttu þeir mikinn þátt í öflugri uppbyggingu yngri- flokkastarfs Fram, jafnt innan vallar sem utan. Alfreð var kjör- inn í unglinganefnd KSÍ 1963 og var formaður nefndarinnar í fjögur ár, 1964-1967. Alfreð, sem gegndi margvís- legum trúnaðarstörfum fyrir Fram, sinnti félagsmálum mikið. Hann var formaður knattspyrnu- deildar 1965-1966 og var tvisvar formaður Fram; 1972-1976 og 1989-1994. Á fyrra tímabilinu flutti félagið úr Skipholti í Safa- mýrina og á seinna tímabilinu var íþróttahúsið byggt með fé- lagsaðstöðu. Alli var alltaf til staðar þegar mikið lá við. Alfreð kom víða við með Framliðinu í knattspyrnu. Þegar Alfreð mætti á hinn glæsilega völl Real Madrid, Santiago Bernabéu, 1974, er Fram lék þar í Evrópukeppni meistaraliða, var hann formaður Fram. Alfreð vakti mikla athygli í veislu hjá Real Madrid fyrir Evrópuleikinn þegar hann var kynntur, sem for- seti Fram, fyrir forseta Real Ma- drid, sjálfum Santiago Bernabéu de Yesta, sem leit stórum undr- unaraugum á Alfreð og sagði: „Hvað, er það stráklingur sem á Fram?“ Alfreð var þá 30 ára; 49 árum yngri en Santiago Berna- béu de Yesta, sem var 79 ára – fæddur 1895. Hann var forseti og aðaleigandi Real Madrid í 35 ár, frá 1943 – ári áður en Alli fæddist – til 1978. Alfreð, sem var kjörinn heið- ursfélagi Íþróttasambands Ís- lands 2009, sat í stjórn sam- bandsins 1976-1986, lengst af sem ritari. Þá var hann í ýmsum nefndum innan ÍSÍ, var stjórn- arformaður Íslenskrar getspár 1993-1994 og m.a. formaður lyfjanefndar ÍSÍ. Alfreð var sæmdur silfur- og gullmerki Fram, silfurkrossi Fram og Framkrossinum úr gulli, sem heiðursfélagar bera. Hann var sæmdur gullmerki Knattspyrnuráðs Reykjavíkur og Íþróttabandalags Reykjavík- ur, silfur- og gullmerki Knatt- spyrnusambands Íslands og gull- merki og heiðurskross ÍSÍ, sem er æðsta viðurkenning sam- bandsins. Framarar kveðja og minnast Alfreðs með þakklæti fyrir mikil störf í þágu félagsins. Eiginkonu hans, Guðnýju Kristjánsdóttur, og fjölskyldu eru sendar hugheilar samúðar- kveðjur. Sigmundur Ó. Steinarsson. Sterkur pólitískur forystu- maður borgarmála er fallinn frá. Sagt er að vika sé löng í stjórn- málum en hvað getum við þá sagt um hálfa öld? Allt frá 1970 sat Al- freð Þorsteinsson meira og minna í borgarstjórn Reykjavík- ur og í ráðum og nefndum á hennar vegum. Áhrif hans voru því margvísleg og víðtæk á þróun borgarinnar. Stóran hluta þessarar hálfu aldar vorum við Alfreð samherj- ar í baráttunni fyrir hugsjónum Framsóknarflokksins í málefn- um borgarinnar. Það var ekki alltaf auðvelt verkefni en öflugt félagslíf og blómleg starfsemi fé- laganna í Reykjavík gerði það að verkum að þetta var skemmtilegt og gefandi. Alfreð var afar dríf- andi formaður Félags framsókn- armanna í Reykjavík í mörg ár og hélt uppi pólitískum umræðu- fundum með forystufólki flokks- ins sem og skemmtisamkomum. Á sunnudagseftirmiðdögum yfir vetrartímann var t.d. spiluð framsóknarvist og ágæt verðlaun í boði. Í kaffihléinu voru góðar veitingar og stutt ávarp flutt um málefni dagsins. Ekki má gleyma sumarferðunum, þegar haldið var af stað í mörgum rútum á vit náttúru landsins. Á efri árum sér fólk liðna tíð í ákveðnum hillingum, fé- lagsstússið með flokksmönnum fer í þann flokk. Jákvæðni, fjör og félagslíf skapar samkennd sem tengir fólk saman. Við Al- freð vorum formenn sitt í hvoru félaginu og auðvitað kom fyrir að við værum ekki á einu máli um aðferðir, en það hafði ekki áhrif á samstarfið. Alfreð réðst til Tímans ungur að árum sem blaðamaður. Það var góður undirbúningur fyrir stjórnmálamann, enda var Alfreð Alfreð Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.