Morgunblaðið - 16.06.2020, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 16.06.2020, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 2020 ✝ Gísli MatthíasSigmarsson fæddist í Vest- mannaeyjum 9. október 1937. Hann lést á Land- spítalanum 6. júní 2020. Hann var sonur hjónanna Þórunnar Júlíu Sveinsdóttur, f. 8. júlí 1894, d. 20. maí 1962, ættuð frá Eyrarbakka, og Sigmars Guðmundssonar frá Miðbæ, Norðfirði, f. 28. ágúst 1908, d. 4. júlí 1989. Sigmar og Þórunn eignuðust tvö börn saman, þau Gísla Matthías og Guðlaugu Erlu, f. 11. október 1942, d. 11. maí 2005. Auk þess ólu þau upp Sigmar Þór Sveinbjörns- son, f. 23. mars 1946, til fjórtán ára aldurs, eða þar til Þórunn lést. Sammæðra systkini Gísla ára aldri. Afkomendur Gísla Matthíasar og Sjafnar eru nú 47 talsins. Ævistarf Gísla Matthíasar var sjómennska og hóf hann sjómennskuferil sinn í Vest- mannaeyjum sem háseti 12 ára og starfaði síðar sem kokkur, vélstjóri, stýrimaður, skipstjóri og útgerðarmaður. Gísli Matthías var útnefndur heiðursfélagi Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi árið 1998 og árið 2014 voru hjónin Gísli Matthías og Sjöfn Kolbrún útnefnd Eyjamenn árs- ins af Eyjafréttum. Árið 2018 var Gísli Matthías sæmdur þjónustumerki Bandalags ís- lenskra skáta úr gulli sem veit- ist þeim skáta sem unnið hefur skátahreyfingunni sérlega mik- ið gagn og starfað af dugnaði og fórnfýsi. Útför Gísla Matthíasar Sig- marssonar fer fram frá Landa- kirkju í dag, 16. júní 2020, klukkan 14. Streymt verður frá útförinni á vef Lindakirkju. Slóð á streymið er https:// www.landakirkja.is/ Hlekk á streymið má nálgast á www.mbl.is/andlat voru Ingólfur Sím- on, f. 17. des. 1916, d. 18. okt. 1999, Sveinn, f. 14. ágúst 1918, d. 15. nóv. 1998, Óskar, f. 22. mars 1921, d. 21. des. 1992, Gísli, f. 17. apríl 1925, d. 27. maí 1933, og Matthildur Þórunn, f. 13. júní 1926, d. 6. nóv. 1986. Gísli Matthías kvæntist Sjöfn Kolbrúnu Benónýsdóttur, f. 15. apríl 1937, á sjómannadaginn 1960. Börn þeirra eru: Sigmar, f. 27. des. 1957, Katrín, f. 1. mars 1960, Benóný, f. 27. júlí 1962, Grímur Þór, f. 22. des. 1964, Gísli Matthías, f. 15. maí 1973, Sigurður Friðrik, f. 2. mars 1975, og Frosti, f. 13. des. 1977. Sigmar Þór Sveinbjörns- son ólst upp hjá þeim hjónum Gísla Matthíasi og Sjöfn frá 14 Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Faðir minn Gísli Matthías Sigmarsson var einstaklega góð- ur maður og bjó yfir fjölmörgum kostum. Pabbi minn var mikill öðling- ur og hvers manns hugljúfi. Hann var mikill dugnaðarforkur og ávallt tilbúinn að koma til hjálpar ef eitthvað bjátaði á hjá hverjum sem er. Hann var mjög ósérhlífinn, duglegur, samvisku- samur og sanngjarn. Pabbi var réttsýnn og einstaklega hjálp- samur maður. Hann gerði ýmiskonar góð- verk án þess að láta nokkurn mann vita af því eða hreykja sér af því á nokkurn hátt. Hann var jákvæður maður og talaði vel um fólk en honum mis- líkaði þegar fólk misnotaði völd gegn minni máttar. Pabbi var mikill jafnaðarsinni og var mikill talsmaður þess að skipta auð- æfum jafnar á milli fólks. Hann pabbi minn hefur ætíð reynst mér vel og staðið vel við bakið á mér og öllum mínum ákvörðunum. Hann hefur ætíð hvatt mig áfram til að fylgja minni sannfæringu og gera það sem rétt er. Sem sjöunda barn naut ég mikils frelsis í uppeldinu og mátti raunverulega gera hvað sem mig langaði til, svo fram- arlega sem ég myndi ekki nota eiturlyf og myndi láta foreldrana vita hvar ég væri hverju sinni. Það traust sem ég naut var mér sérlega mikilvægt. Pabbi sýndi umhyggju og kærleika sinn í verki með þeim hætti að standa alltaf með manni og hjálpa til við hvers lags fram- kvæmdir eða áskoranir sem lágu fyrir. Pabbi var frábær fyrirmynd og hafði gaman að lífinu og með hans skemmtilega húmor og stríðni var alltaf gaman að vera í kringum hann. Pabbi var mjög barngóður og þótti barnabörnunum og öðrum börnum gaman að vera í kring- um hann og leiddist honum ekki að leika við þau, stríða og hlæja með þeim. Pabbi hafði alltaf gaman af hlutunum og honum fannst óþarfi að taka sig eða aðra of al- varlega, hann kom eins fram við alla og fannst það í góðu lagi að fíflast svolítið við hin ýmsu tæki- færi. Hann tókst á við erfið verk- efni með yfirvegun og jákvæðni og aldrei var meinbugur á hon- um. Pabbi var skáti og studdi vel við bakið á mér og okkur í skáta- starfinu og ávallt tilbúinn að koma í sjálfboðaliðastarfi til hjálpar við ýmiss konar bras og viðhald á eignum og svæði skátafélagsins. Það eru mikil forréttindi að fá að alast upp í stórum systkina- hópi af svona traustum foreldr- um en þau eiga einmitt 60 ára brúðkaupsafmæli um þessar mundir, og ást þeirra og virðing hvors til annars var ákaflega gott veganesti út í lífið. Pabbi er mér mikil fyrirmynd og er ég svo stoltur og þakklátur fyrir allan okkar tíma og sam- veru og allt sem hann og móðir mín hafa gert. Takk fyrir allt elsku pabbi minn. Þinn Frosti. Elsku Gísli. Það er erfitt að skrifa þetta og hugsa sér að þú sért farinn. Að þú komir ekki inn um dyrnar með gleði þinni og brosi. En þú ert með okkur í minningum og í hjarta okkar. Við eigum eftir að sakna þín mikið. Við Frosti erum enda- laust þakklát fyrir þann tíma sem þú varst með okkur og börnunum okkar og alla hjálpina í gegnum tíðina. Við erum heppin að hafa átt þennan tíma með þér. Takk fyrir allt elsku Gísli okk- ar, við elskum þig. Ingibjörg Grétarsdóttir. Elsku besti afi Gísli okkar. Mikið er sárt að þurfa að skrifa þessi orð. Þú varst dýrkaður og dáður af öllum enda varstu alltaf til staðar og alltaf mættur fyrst- ur í hvaða verk sem er. Við höf- um alltaf verið stolt af því að vera barnabörn þín og ömmu Bobbu, enda dugnaðarforkar og við vitum hvaðan þessi kraftur í fjölskyldunni kemur. Það var líka alltaf stutt í stríðnina og grínið hjá þér og gott að hugsa til baka og sjá fyrir sér glettn- issvipinn þinn. Þegar þú tókst upp tóbakshornið þitt fyrir framan barnabörnin grínaðistu með það að hnerra svakalega hátt og fékkst alla með þér til að hlæja með smitandi hlátri þín- um. Langafabörnunum finnst líka alltaf gaman að koma til ömmu og afa á Faxó að leika með bílana, sjá hinar ýmsu verur eins og blístrandi páfagauk og jólasveina með ljósi og nammi. Það er allt gert til að gleðja börnin. Elsku afi, við erum þákklát fyrir það að hafa getað kvatt þig þó svo að það hafi verið mjög erfitt. Ein af síðustu orðunum þínum voru þau að þegar við vorum að fara spurðir þú okkur hvort þú ættir ekki að skutla okkur og spurðir hvað við segð- um gott þrátt fyrir að hafa verið mikið veikur. Það er í þínum anda að hugsa um aðra og bjóða fram aðstoð. Þú varst alltaf með mikla réttlætiskennd, vildir að allir væru sanngjarnir og góðir hver við annan. Auðvitað vild- irðu líka að allir myndu njóta og hafa gaman. Elsku yndislegi afi Gísli, takk fyrir allt sem þú hef- ur kennt okkur. Þú varst okkur svo mikilvægur og þín verður sárt saknað. Við munum öll passa vel upp á og hlúa að ömmu Bobbu fyrir þig. Hvíldu í friði elsku afi. Þín barnabörn, Sjöfn Kolbrún Benón- ýsdóttir, Guðrún Benón- ýsdóttir og Sigurður Grétar Benónýsson. Elsku afi Gísli er farinn. Hann var rosa góður maður, skemmti- legur fyndinn og jákvæður. Hann hjálpaði mörgum og líka okkur. Takk fyrir allt elsku afi. Við elskum þig. María Fönn, Tinna Mjöll, Bjartey Dögg og Sandra Dröfn Frostadætur. Gísli Matthías Sigmarsson skipstjóri er látinn 82 ára að aldri. Ævistarf Gísla Matthíasar var sjómennska, hann byrjaði sinn starfsferil sem kokkur á mat- stofu en síðan lá leið hans á sjó- inn. Hann starfaði sem vélstjóri fyrstu árin á Leó VE 294 og Leó VE 400. Árið 1958 fékk Gísli 120 tonna réttindi til skipstjórnar, en var vélstjóri þar til hann hóf skip- stjórn með Gullþóri VE 39, þar með hófst farsæll skipstjórnar- ferill hans. Eftir að hann lauk skipstjórnarnámi II. stigi starf- aði Gísli sem stýrimaður og skip- stjóri á Leó, og skipstjóri og út- gerðarmaður á Elliðaey VE 45 og Katrínu VE 47. Gísli var kosinn heiðursfélagi Ss Verðandi 1998 og árið 2014 voru Gísli og Sjöfn Kolbrún (Bobba) kona hans kosin Eyja- menn ársins af Eyjafréttum, þau áttu það svo sannarlega skilið að mínu mati. Ég byrjaði minn sjó- mannsferil með Gísla á Gullþóri VE 39 á vetrarvertíð 1963. Ég var mjög sjóveikur, en þar var góður mannskapur um borð sem gott var að byrja með til sjós. Seinna vorum við Gísli saman á Leó og mörg ár var ég vél- stjóri og stýrimaður hjá honum á Elliðaey. Það var gott að vera með Gísla, hann var öruggur sjó- maður, gætinn og góður skip- stjóri, sem fiskaði vel og maður sem ég treysti. Ég á góðar minningar frá þessum árum. Við ólumst upp saman þegar ég var tekinn í fóstur til ömmu Þórunnar, mömmu Gísla, en þegar hún dó flutti ég til Gísla og Bobbu 14 ára gamall og var þar í 10 ár. Ég hef oft hugsað um það hvað ég var heppinn og er þakklátur fyrir að hafa fengið að vera einn af fjölskyldunni á Faxastíg 47 þar sem alltaf var líf og fjör. Ég fann það svo vel að ég var velkominn inn á þetta góða heimili og get eflaust aldrei fullþakkað það. Mér er minnisstætt þegar Gísli gaf mér fyrsta reiðhjólið mitt. Hann var þá að vinna á matstofu Vinnslustöðvarinnar sem kokkur og kallaði mig þang- að niður eftir, ég hafði stundum verið að hjálpa til á matstofunni við uppvask og fleira og hélt að hann ætlaði að fá mig í það. En þegar ég mætti var Gísli búinn að kaupa nýtt Fálka-reiðhjól sem hann gaf mér þar á staðn- um. Ég gleymi þessum degi aldrei, þetta var ein af mörgum gjöfum sem hann gaf mér á yngri árum. Öll árin sem ég var með honum á Elliðaey kom hann færandi hendi fyrir jól með ölkassa, malt og appelsín og oft epli og appels- ínur, já hann var alla tíð gjaf- mildur og hjálpsamur í alla staði. Blessuð sé minning þín elsku frændi og takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína, ég á eftir að sakna þín mikið. Sjöfn Kolbrún og fjölskylda, innilegar samúðarkveðjur til ykkar. Sigmar Þór Sveinbjörnsson. Elsku Gísli frændi okkar, þessi duglegi, góðlegi og glaðlegi maður, er allur. Við brustum öll í grát er við fengum fréttirnar en þakklæti er okkur þó efst í huga fyrir skemmtilegan tíma sem við átt- um saman og hve Gísli átti góða og langa ævi. Gísli var albróðir mömmu okkar, Erlu Sigmars heitinnar. Hann var sá síðasti til að kveðja í myndarlegum systk- inahóp þeirra og það verður sko skálað þegar þau koma öll sam- an hjá himnaföðurnum. Sam- band þeirra Gísla og mömmu var einkar samheldið og mikill systkinakærleikur ríkti. Við vor- um því heppin að fá tækifæri til að kynnast þeim heiðurshjónum Bobbu og Gísla og góður vin- skapur ríkti fjölskyldna okkar á milli sem kallaðar voru Faxóliðið og Bröttóliðið. Það er margs að minnast, sér- staklega minnumst við þó með gleði í hjarta: heimsókna okkar á Faxó á aðfangadagskvöld þar sem stemning ríkti langt fram á nótt, rúnta á flottu Volvo-unum og við montin að vera með skip- stjóranum, þegar við krakkarnir notuðum dívanana til að renna niður alla stigana á Faxó, hve gaman var þegar Gísli bauð okk- ur stelpunum upp í dans, hve lærdómsríkt var fyrir okkur strákana að fylgjast með Gísla af bryggjunni þar sem hann lét verkin tala. Mest minnumst við þó og þökkum áhuga, trú og góð- mennsku Gísla í okkar garð sem var einstök. Elsku Bobba og allt Faxóliðið, við vitum að missir ykkar er mikill. Megi góður Guð gefa ykkur styrk og megi minningin lifa um góðan mann með stórt hjarta. Sannkallað kærleiksljós og sönn fyrirmynd í lífsins leik og starfi. Systkinin munu nú passa hvort annað brosandi saman sínu fallega brosi. Jörgen pabbi okkar sendir einnig dýpstu samúðarkveðjur og minnist hlýlega góðs drengs, vinar og mágs. Dans gleðinnar Það er svo margt að una við, að elska, þrá og gleðjast við, jafnt orð, sem þögn og lit sem lag, jafnt langa nótt, sem bjartan dag. Mér fátt er kærra öðru eitt ég elska lífið djúpt og heitt, því allt, sem maður óskar, næst og allir draumar geta ræzt. Ég byggi hlátraheima í húmi langrar nætur. Af svefni upp í söngvahug með sól ég rís á fætur. Og augun geisla af gleði sem grær í mínu hjarta. En syrti að ég syng mig inn í sólskinsveröld bjarta. (Kristján frá Djúpalæk) Minning þín lifir í hjörtum okkar, Sigmar Þröstur Ósk- arsson, Þórunn Jörg- ensdóttir, Auðunn Jörgensson og Laufey Jörgensdóttir. Við vorum fæddir í sömu vik- unni; ég 4. en hann 9. október 1937. Ekki veit ég hvenær fund- um okkar bar saman en mér finnst eins og við höfum alltaf þekkst. Kannski hafa mæður okkar átt einhvern þátt í því. Fjölskylda Gísla bjó á Brekastíg 15a en við á Boðaslóð 5. Boða- slóðin var eiginlega ekki til nema á teikniborðinu, en það var í leiðinni þegar við fórum í bæ- inn að skjótast inn hjá Tótu á heimleiðinni. Ég man eftir því að við vorum kölluð inn í nýsoðið slátur. Við Gísli lékum okkur oft saman. Það var upplagt að leggja undir sig hús í smíðum eins og tíðkaðist á þessum tíma. Við fórum báðir í fjögurra mánaða vélstjóraskóla og eins var það með stýrimannaskólann. Páll Þorbjörn (Palli krati) var skólastjóri og kennari en Friðrik Ásmundsson var kennari. Það hafði stefnt í vandræði því það voru svo margir á undanþágum svo það var tekið fyrir að stofna skóla sem gaf 120 tonna réttindi. Það var skrautlegur hópur 40 manna sem sat skólann. Það er sérstaklega minnisstætt hvað margir voru ósyndir. Þeir urðu að gjöra svo vel að læra sund um miðjan vetur í lélegri sundlaug. Það beið topppláss eftir Gísla þegar hann var kominn með vél- stjóraréttindi, en það var að ger- ast vélstjóri (mótoristi eins og það var kallað) á Leó hjá hálf- bróður sínum Óskari Matthías- syni. Það hefur verið erfitt en hann stóð það af sér ungling- urinn. Nokkrir voru farnir að byggja, festa ráð sitt og jafnvel hlaða niður börnum 16 ára. Bobba og Gísli eiga sjö mann- vænleg börn og einhver barna- börn. Loksins kom að því að ég og æskuvinur minn yrðum saman á bát. Hann var orðinn skipstjóri (formaður) á Gullþóri VE 39. Í skipshöfn voru: Gísli skipper, Sigurður Stanley vélstjóri, Bjarni stýrimaður, Sigmar Þór Sveinbjörnsson, danskurinn (eins og við kölluðum þann danska) og Jón Þórðarson kokk- ur, maður Oddnýjar Benónýs- dóttur. Í seinni tíð hefur Gísli heim- sótt mig öðru hvoru. Það var eins og hann vildi styrkja vin- áttuböndin. Auðvitað heimsótti ég þau Bobbu og Gísla þegar þau voru komin á neðri hæðina á Faxastíg 47, en ég hefði getað gert betur. Kolbrún Sjöfn Benónýsdóttir, ég votta þér og þínu fólki samúð mína. Bjarni Jónasson. Gísli Matthías Sigmarsson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og systir, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR frá Deildartungu, Birkigrund 63, lést 13. apríl og fór útför hennar fram í kyrrþey 30. apríl. Minningarathöfn verður haldin í Langholtskirkju mánudaginn 22. júní klukkan 13. Jón Finnbjörnsson Erla S. Árnadóttir Guðrún Hrönn Jónsdóttir Ragnar Steinn Ólafsson Birna S. Jónsdóttir Einar Ingi Davíðsson barnabarnabörn Ragnheiður Jónsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGIMUNDUR KRISTJÁN INGIMUNDARSON skipstjóri, Mánatúni 4, sem lést 7. júní, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 19. júní klukkan 15. Þeim sem vildu minnast hans er bent á styrktarreikning Fríðuhúss: 515-14-408833, kt. 430101-3580. Hafdís Ingimundardóttir Þórir B. Guðmundsson Ólöf Ingimundardóttir Þorvaldur G. Geirsson Ingimundur Þ. Ingimundars. Sigríður Á. Sigurðardóttir S. María Ingimundardóttir Friðgeir Halldórsson Þorvaldur Ingimundarson Rós Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.