Morgunblaðið - 02.07.2020, Side 35

Morgunblaðið - 02.07.2020, Side 35
35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020 Gamnislagur Vígalegar vinkonur gera sig líklegar til að hefja hnefaleika á Hafnartorgi. Hamingjan virðist höfð í hávegum í þessum hnefaleikum frekar en sársaukafull hnefahögg. Eggert Það er almennt talið góð leið til árangurs í rekstri að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni. Þetta á við um allan rekstur hvort sem hann er á vegum hins opinbera eða einkafyrirtækja. Það getur t.d. ekki talist kjarnastarfsemi sveit- arfélaga að annast þrif á húsnæði í eigu viðkomandi sveitarfélags. Sama lögmál gildir um starfsemi einkafyrirtækja, enda fela þau flest sérhæfðum fyrir- tækjum að annast slíkt fyrir sig, m.ö.o. þau útvista þrifunum. Þetta fyrirkomulag er eiginlega svo sjálf- sagt að það ætti ekki að þurfa að nefna það. Enda gera flestir at- vinnurekendur sér grein fyrir að það felst í því veruleg hag- ræðing að kaupa þjón- ustu af aðilum sem hafa sérhæft sig á til- teknum sviðum. Gildir þar einu hvort um er að ræða starfsemi á borð við þrif, bókhald, hugbúnaðarþjónustu, vöruflutninga eða starfsmannaráðningar. Það er nú samt einhvern veginn þannig að pólitísk umræða um þessi mál nær aldrei neinu flugi. Þeir sem aðhyllast ríkisumsvif eru vafalaust mjög sáttir við það. Á hinn bóginn hlýtur það að vera umhugsunarefni fyrir alla þá sem draga vilja úr umsvifum hins opin- bera, hversu hægt miðar. Það virðist alls ekki eftirsóknarvert að setja þessi mál á oddinn í póli- tískri umræðu, sem leiðir til þess að allar breytingar á þessu sviði gerast á hraða snigilsins. Í þessu sambandi er ástæða til að rifja upp að árið 2006 höfðu þá- verandi stjórnvöld uppi háleitar hugmyndir um útvistun verkefna frá hinu opinbera til einkaaðila. Þar voru sett metnaðarfull mark- mið. Síðan eru liðin fjórtán ár. Á þessum árum hefur það helst gerst að umsvif hins opinbera hafa aukist verulega og meiri tregða en nokkru sinni fyrr er á að fela einkafyrirtækjum verkefni sem eru betur komin þar en hjá hinu opinbera. Innan Samtaka verslunar og þjónustu er fjöldinn allur af fyrir- tækjum sem eru sérhæfð á þeim sviðum sem hér um ræðir. Þessi fyrirtæki eru meira en tilbúin til að taka þessi verkefni að sér, sannfærð um að í felist veruleg hagræðing og góð nýting á al- mannafé. Nú styttist óðum í næstu alþingiskosningar. Þá gefst þeim stjórnmálamönnum sem draga vilja úr opinberum um- svifum enn eitt tækifærið til að sýna hvað í þeim býr með því að setja raunhæf markmið um til- færslu verkefna frá hinu opinbera til einkafyrirtækja. Útvistun verkefna er sjálfsagður kostur Eftir Jón Ólaf Halldórsson »Hlýtur það að vera umhugsunarefni fyrir alla þá sem draga vilja úr umsvifum hins opinbera, hversu hægt miðar. Jón Ólafur Halldórsson Höfundur er formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Fjórir mánuðir eru liðnir frá því heims- faraldurinn braust út og augljóst er að kreppan af hans völd- um bitnar öðru vísi á körlum en konum. Kórónukreppan sýnir greinilega hvar jafnrétti er ábóta- vant og hvar kynjabilið er enn við lýði, hér á Norðurlöndum þar sem mest jafnrétti ríkir í heiminum. Því erum við, jafnréttisráðherr- ar landanna, í stöðugu sambandi um þessar mundir. Við erum stað- ráðin í að vinna saman gegn því að kórónukreppan nái að verða að jafnréttiskreppu. Það eru umfram allt konur sem eru innan um og hjúkra sjúkum og öldruðum í heimsfaraldrinum – ástæðan fyrir því er kynjaskipt- ingin á vinnumarkaði. Samfélags- legt hlutverk kvenna hefur kannski aldrei verið eins áberandi og nú. Hætt er þó við bakslagi vegna vinnutengdra sjúkdóma af völdum langvarandi ofurálags og streitu hjá stórum hópi kvenna á Norður- löndum í kjölfar heimsfaraldurs- ins. Á sama tíma deyja fleiri karlar en konur af völdum veirunnar. Ástæðan getur verið sú að körlum er hættara við að veikjast af hjarta-, æða- og lungnasjúkdóm- um. Þá eru karlar tregir að leita sér læknishjálpar sem sýnir hvernig gömul kynjahlutverk setja sín spor á heilsu karla og kvenna. Holskefla uppsagna, launalausra leyfa og gjaldþrota hefur skapað aukið atvinnuleysi. Konur eru í meirihluta í þjónustustörfum, karlar í framleiðslu og flutningum en allir þessir atvinnuvegir finna fyrir því þegar dregur úr hreyfan- leika og spurn eftir vörum og þjónustu. Áður en kreppan skall á var munur á ævitekjum, sparnaði og ellilífeyri karla og kvenna. Fyrir vikið standa konur verr að vígi á atvinnuleysistímum en karlar. Við vitum einnig af fyrri reynslu að ofbeldi karla gegn konum, heiðurstengt ofbeldi og kúgun eykst á krepputímum. Fljótlega eftir að faraldurinn braust út juku öll Norðurlandaríkin viðbúnað til að stemma stigu við ofbeldi og vernda konur og börn. Brýnt var að ná fljótt til þolenda ofbeldis og þess vegna var veitt aukið fé til hugsjónastofnana sem sinna þar mikilvægu starfi. Styrkur norræns samstarfs í jafnréttismálum er sameiginleg sannfæring þjóðanna um að jafn- rétti sé grundvallarréttur – og nauðsynlegt gangvirki öflugs sam- félags. Samstarf þjóðanna byggist á margvíslegum stefnum og aðferð- um til að ná fram jafnrétti. Við lærum hvert af öðru og í samein- ingu finnum við aðgerðir sem vænlegar eru til árangurs í jafn- réttismálum. Það munum við einnig gera þeg- ar faraldrinum linnir en nú þegar hafa löndin hvert um sig gripið til margs konar jafnréttisaðgerða: Með tilliti til foreldra sem gegna lykilstörfum í samfélaginu völdu sum löndin að auka framboð á barnagæslu og skólanámi en í öðr- um löndum var grunnskólum og leikskólum haldið opnum. Sum löndin fundu skjótvirkar leiðir til að útvega hlífðarbúnað fyrir starfsfólk í hjúkrunar- og umönnunarstörfum. Í nokkrum löndum var kynja- gleraugum beitt á neyðarpakka fyrir fyrirtæki og fjölskyldur. Dæmi þessi sýna hvernig löndin finna ólíkar leiðir til að forðast bakslag í jafnréttismálum. Við njótum góðs af því að geta verið hvert öðru fyrirmynd og hvatning til að gera betur í jafnréttismálum. Auk þess vinnum við saman á norrænum vettvangi að því að brjóta upp mynstur sem koma í veg fyrir jafnrétti. Þar má nefna kynjað námsval, kynbundinn launamun, ójafna ábyrgð á ólaun- uðum heimilisstörfum, ofbeldi í nánum samböndum og mun á heilsu karla og kvenna. Djúpstæðar samfélagskreppur geta valdið bakslagi í jafnrétt- ismálum en við látum það ekki gerast. Við vinnum okkur saman út úr kreppunni og stöndum vörð um jafnréttið, hornstein norrænn- ar samfélagsgerðar. Eftir Katrínu Jakobsdóttur, Mogens Jensen, Åsa Lindhagen, Thomas Blomqvist og Abid Q. Raja » Við njótum góðs af því að geta verið hvert öðru fyrirmynd og hvatning til að gera bet- ur í jafnréttismálum. Katrín Jakobsdóttir Katrín Jakobsdóttir er forsætisráð- herra Íslands. Mogens Jensen er ráð- herra matvæla, fiskveiða, jafnréttis og norræns samstarfs í Danmörku. Åsa Lindhagen er ráðherra jafnrétt- ismála og vinnu gegn mismunun og aðgreiningu í Svíþjóð. Thomas Blomqvist er ráðherra norræns sam- starfs og jafnréttismála í Finnlandi. Abid Q. Raja er menningar- og jafn- réttisráðherra í Noregi. Kórónukreppan má ekki verða að jafnréttiskreppu Åsa LindhagenMogens Jensen Thomas Blomqvist Abid Raja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.