Morgunblaðið - 02.07.2020, Side 20
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Birgir Þórarinsson, alþingismaður
Miðflokksins, hefur talað lengst
allra á 150. löggjafarþinginu, sem
frestað var aðfaranótt þriðjudags.
Birgir hefur talað í tæpar 30
klukkustundir. Birgir var ræðu-
kóngur 149. löggjafarþingsins og
talaði þá í 41 klukkustund.
Alþingi kom saman 10. september
sl. og kemur saman að nýju í lok
ágúst og mun þá m.a. ræða fjár-
málastefnu til næstu ára. Næsta
reglulegt Alþingi, 151. löggjafar-
þingið, verður svo sett 1. október í
haust. Er það nokkru seinna en
venjulega, en þingskaparlögin gera
ráð fyrir að nýtt þing komi saman
annan þriðjudag í september. Þessi
breyting er gerð vegna heimsfarald-
urs COVID-19 og óvissu í efnahags-
málum.
Að venju fylgir hér með listi yfir
þá 10 alþingismenn sem lengst hafa
talað á 150. þinginu. Röðin kann að
breytast eitthvað þegar þing-
stubbnum lýkur næsta haust. Hins
vegar má teljast ólíklegt að Birgi
Þórarinssyni verði haggað úr 1. sæt-
inu. Birgir steig 408 sinnum í ræðu-
stólinn í vetur og flutti 157 ræður og
gerði 251 athugasemd (andsvör).
Guðmundur Ingi var í efsta
sætinu lengi fram eftir vetri
Guðmundur Ingi Kristinsson,
þingmaður Flokks fólksins, var
lengi vel í efsta sætinu en Birgir
seig fram úr á lokasprettinum. Var
það ekki síst vegna þess að þing-
menn Miðflokksins efndu til málþófs
í nýliðnum júní um uppbyggingu
samgönguinnviða (borgarlínu) og
var þáttur Birgis drjúgur í þeim
umræðum. Hann var sömuleiðis öt-
ull í málþófi Miðflokksmanna um 3.
orkupakkann í fyrra, sem skilaði
honum í efsta sætið.
Fyrrverandi ræðukóngur, Björn
Leví Gunnarsson Pírati, er í 3. sæt-
inu. Hann fór 507 sinnum í ræðu-
stólinn, jafnoft og Guðmundur Ingi.
Aðeins ein kona er á lista yfir 10
efstu, Helga Vala Helgadóttir Sam-
fylkingu. Á 149. þinginu var engin
kona á „topp 10“ en Inga Sæland,
Flokki fólksins, var nálægt því líkt
og í vetur. Bjarni Benediktsson er
eini ráðherrann sem kemst á
listann.
Þá vekur athygli að Þorsteinn
Víglundsson Viðreisn er í 10. sæt-
inu, en hann afsalaði sér þing-
mennsku snemma í apríl og tók við
forstjórastarfi hjá fyrirtækinu
Hornsteini.
Af kjörnum alþingismönnum tal-
aði Þórunn Egilsdóttir Framsókn-
arflokki minnst, 17 mínútur, enda
var hún lengi fjarverandi vegna
veikinda. Jón Gunnarsson Sjálf-
stæðisflokki hafði hægt um sig, fór
15 sinnum í pontu og talaði samtals í
73 mínútur. Páll Magnússon Sjálf-
stæðisflokki talaði í 131 mínútu og
Lilja Alfreðsdóttir mennta-
málaráðherra í 170 mínútur.
Fram kemur í yfirlitinu á vef Al-
þingis að þingmenn hafi farið 11.567
sinnum í pontu í vetur. Fluttar hafa
verið 5.795 þingræður og gerðar
5.770 athugasemdir (andsvör). Þing-
menn hafa talað í 567 klukkustundir
samtals.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti
Alþingis, gerði upp hinn óvenjulega
þingvetur í ávarpi við þingfrestun.
„Hin efnahagslegu og samfélags-
legu áhrif kórónuveirufaraldursins
voru jafnframt snögg og mikil og á
vormánuðum snerust störf Alþingis
nær eingöngu um viðbrögð og ráð-
stafanir vegna heimsfaraldursins.
Starfsumhverfi og -aðstæður þing-
manna og starfsmanna Alþingis
voru einnig mjög krefjandi viðfangs-
efni,“ sagði Steingrímur m.a.
COVID-málin afgreidd
Tekist hafi að halda Alþingi starf-
hæfu gegnum faraldurinn sem ekki
var sjálfgefið. „Og það reyndist
gríðarlega mikilvægt, samanber þá
tugi þingmála sem við í daglegu tali
hér höfum nefnt Covid-mál, og náð-
um að afgreiða, þar á meðal þrenn
fjáraukalög,“ sagði hann.
Í apríllok fór þinghaldið að færast
í venjubundnara horf, þrátt fyrir
óvenjulegar kringumstæður á
stækkuðu þingfundasvæði, og fleiri
mál að komast að en þau ein sem
vörðuðu kórónuveirufaraldurinn
beint. Frá lokum maímánaðar hafi
þingmenn síðan getað komið saman
í þingsal, með hefðbundinni sæta-
skipan, og fastanefndir komið sam-
an á fundarstað. Starfsfólk Alþingis
eigi mikinn heiður og mikinn sóma
skilið fyrir sitt framlag.
Alþingi stóðst erfitt próf
„Ágætu þingmenn. Margt er um
Alþingi skrifað og skrafað eins og
eðlilegt er og stundum erum við
þingmenn býsna hörð í dómum um
okkur sjálf. Það er sjaldnar sem Al-
þingi er hrósað en það skal nú gert
og eins þótt það sé forseti Alþingis
sjálfur sem það gerir. Ég tel að Al-
þingi hafi staðist með ágætum erfitt
próf, reyndar mörg próf sem fyrir
okkur hafa verið lögð á þessum sér-
stæða strembna þingvetri sem nú er
að baki og verður væntanlega eft-
irminnilegur öllum þeim sem hlut
áttu að máli,“ sagði þingforsetinn.
Birgir hefur talað mest allra
Þingmenn hafa staðið í ræðustólnum í 567 klukkutíma Birgir Þórarinsson, ræðukóngur
Alþingis 2019, hefur talað lengst allra 150. löggjafarþinginu lýkur með „þingstubbi“ í ágústlok
Morgunblaðið/sisi
Ræðukóngur Birgir Þórarinsson í ræðustól Alþingis. Hér er hann að ræða 3. orkupakkann í fyrra en á þessu þingi
héldu þingmenn Miðflokksins uppi málþófi þegar fjallað var um innviði í samgöngum, sem kennt er við borgarlínu.
1 Birgir Þórarinsson 1.769 mín. (29.4 klst.)
2 Guðmundur I. Kristinsson 1.383 mín. (23.1 klst.)
3 Björn Leví Gunnarsson 1.303 mín. (21.7 klst.)
4 Bjarni Benediktsson 1.128 mín. (18.8 klst.)
5 Helgi Hrafn Gunnarsson 1.098 mín. (18.3 klst.)
6 Karl Gauti Hjaltason 1.041 mín. (17.4 klst.)
7 Þorsteinn Sæmundsson 978 mín. (16.3 klst.)
8 Helga Vala Helgadóttir 834 mín. (13.9 klst.)
9 Ólafur Þór Gunnarsson 775 mín. (12.9 klst.)
10 Þorsteinn Víglundsson 766 mín. (12.7 klst.)
Þingmenn sem töluðu lengst á Alþingi
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020
Horfur eru góðar í vatnsbúskap
Landsvirkjunar, þótt enn sé of
snemmt að segja til um aðstæður í
rekstri orkuvinnslunnar næsta vetur.
Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu
fyrirtækisins.
Innrennsli í miðlanir Landsvirkj-
unar var mjög slakt síðastliðinn vetur.
Eftir þurran vetur komu vorleys-
ingar snemma sunnan og norðan
heiða. Snjóalög voru vel yfir meðal-
lagi í lok vetrar og leysingar hafa skil-
að drjúgt í lónin í maí og júní. Lítið
vantar upp á að Blöndulón fyllist og
má búast við að það gerist um eða fyr-
ir miðjan júlí. Sunnan heiða er líklegt
að Þórisvatn fyllist fyrir lok júlí.
Á Austurlandi lauk niðurdrætti í
Hálslóni 21. maí og hefur söfnun þar
einnig verið með ágætum. Að venju er
undirstaða fyllingar Hálslóns jökul-
bráð í júlí og ágúst og er líklegt að lón-
ið fyllist um miðjan ágúst.
Hægt er að fylgjast með vatnshæð
lóna daglega á vöktunarsíðu vefs
Landsvirkjunar: www.landsvirkj-
un.is/rannsoknirogthroun/voktun
sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hálslón Líkur eru á að lónið fyllist um miðjan ágúst verði tíðin hagstæð.
Betri horfur með
vatnsbúskapinn
Leysingar hafa skilað drjúgt í lónin
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Tímapantanir í síma 533 1320
Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2
Fitueyðing
Fitueyðing er byltingarkennd
meðferð sembyggðer á nýjustu
tækni á sviði náttúrulegrar
fitueyðingar án skurðaðgerðar.
Frábært tilboð fyrir þig!
30% afsláttur
af 4 skiptumaf Fitueyðingu
Eyðir fitu á erfiðum svæðum
Fyrir / eftir