Morgunblaðið - 02.07.2020, Side 2

Morgunblaðið - 02.07.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020 DIMMALIMM Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 Skoðið úrvalið á facebook DimmalimmReykjavik 30% 60% afsláttur til ÚTSALAN ER HAFIN! Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fyrsti áfangi breikkunar Vestur- landsvegar á Kjalarnesi verður boð- inn út á allra næstu dögum, jafnvel fyrir helgina. Þetta staðfestir G. Pét- ur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Jafnframt verður sótt um framkvæmdaleyfi til Reykjavíkurborgar. Lengi hefur verið kallað eftir breikkun Vesturlandsvegar enda hafa orðið mörg alvarleg slys á veg- inum. Nú síðast varð þar banaslys um síðustu helgi. Um er að ræða breikkun veg- arins á um níu kílómetra kafla milli Varmhóla í Kollafirði og vegamóta Hvalfjarðarvegar. Fyrsti áfangi breikkunar verður frá Varmhólum að Vallá á Kjalarnesi, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Á stærstum hluta verður veginum breytt í 2+1 veg. Jafnframt verða gerð þrjú hringtorg, vegtengingum fækkað og lagðir hliðarvegir. Verkfræðistofan Efla vann frummatsskýrslu um umhverfisáhrif fyrir Vegagerðina og var henni skil- að til Skipulagsstofnunar 21. janúar sl. Stofnunin birti álit sitt í byrjun vikunnar. „Um er að ræða uppbygg- ingu umfangsmikilla vegamann- virkja sem munu ná yfir breitt svæði á um 9 km kafla. Fyrirhugað fram- kvæmdasvæði getur þó vart talist viðkvæmt m.t.t. áhrifa á flesta nátt- úrufarsþætti,“ segir m.a. í álitinu. Skipulagsstofnun telur að áhrif á umferðaröryggi verði talsvert já- kvæð. Útboð á allra næstu dögum Morgunblaðið/sisi Kollafjörður Vesturlandsvegur verður breikkaður að gangamunna. Um fjörutíu manns mótmæltu breytingum á stjórnarskrá Rússlands við rússneska sendiráðið í Túngötu í gær. Um er að ræða breytingar sem kosið var um í þjóðaratkvæðagreiðslu þar í landi í gær en ein þeirra gerir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, kleift að sitja á forsetastóli til ársins 2036. Önnur kveður á um að hjónaband megi einungis vera á milli karls og konu og bannar þannig samkynja hjónabönd. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Mótmæltu lengri setu Pútíns við rússneska sendiráðið Fólkið sem lést í umferðarslysinu á Vesturlandsvegi síðastliðinn sunnu- dag hét Finnur Einarsson, 54 ára, og Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir, 53 ára. Þau voru sambýlisfólk, búsett í Garðabæ, og láta eftir sig fjögur uppkomin börn. Létust í um- ferðarslysi „Það að þetta fer í samráðsgátt fel- ur í sér að það er verið að óska eft- ir hugmyndum og athugasemd- um en felur ekki í sér á þessu stigi neina skuldbind- ingu flokkanna um að leggja fram frumvarp í þessa veru,“ segir Birgir Ármanns- son, þingflokksformaður Sjálfstæð- isflokksins, í samtali við Morgun- blaðið. Kjörtímabil forseta verði lengt Forsætisráðuneytið setti í gær inn í samráðsgátt stjórnvalda til- lögur að frumvarpi um breytingar á II. kafla stjórnarskrár Íslands sem fjallar um forsetaembættið og fram- kvæmdarvaldið. Meðal breytinga sem lagðar eru til er að kjörtímabil forseta verði lengt í sex ár og að sami maður geti að hámarki gegnt embætti forseta í tólf ár. Einnig er lagt til að orðalag ákvæða um myndun ríkisstjórnar verði skýrt og fært til samræmis við áralanga framkvæmd. Breytingar sem kalli á um- ræðu Birgir lítur svo á að tilgangurinn með tillögunum sé fyrst og fremst sá að setja fram í formi frumvarps breytingar sem eigi að færa orðalag ákvæða stjórnarskrárinnar nær veruleikanum – „eins og fram- kvæmdin hefur verið síðustu 75 ár“. Hann segist persónulega vera fylgj- andi slíkum breytingum en segir að í frumvarpinu megi finna tillögur að ýmsum fleiri breytingum sem hann telur kalla á frekari umræðu. »34 Felur ekki í sér skuld- bindingu  Tillögur að breyt- ingum á stjórnarskrá Birgir Ármannsson Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur birt lokaskýrslu sína um alvar- legt flugatvik sem átti sér stað í að- flugi farþegaþotu Icelandair að Kefla- víkurflugvelli 19. október 2016. Vélin var á leið frá Glasgow í Skotlandi með 113 farþega innanborðs. Í skýrslunni er lýst hvernig röð at- vika leiddi til þess að flugvélin fylgdi ekki auglýstu aðflugssniði og var flog- ið of lágt miðað við fjarlægð frá flug- braut. Við undirbúning flugsins hafði verið ljóst að hliðarvindur í Keflavík var að nálgast það hámark sem leyfi- legt er samkvæmt handbókum flug- rekandans og ræddu flugmenn um það hvort þeir ættu að bíða veðrið af sér í Glasgow. Úr varð að vélin fór í loftið á áætlun enda átti veður, sam- kvæmt veðurspá, að versna eftir því sem leið á daginn. Flugmenn sáu ekki til jarðar Mikil úrkoma var í Keflavík og sáu flugmenn ekki til jarðar þegar þeir komu niður úr skýjunum. Einnig stóðu yfir framkvæmdir á vellinum sem ollu röskun á hefðbundnum að- flugsleiðum. Atburðarásin í lendingu leiddi til þess að sjálfvirkur jarðvari vélarinnar gaf frá sér viðvörun sem varð til þess að flugmenn vélarinnar hættu við að- flugið og hófu brottflug. Vélin var þá um 5 kílómetra frá flugbraut 19, þar sem áætlað hafði verið að lenda henni, en aðeins í 165 metra hæð frá jörðu og á niðurleið. Lægst náði vélin í 67 metra hæð frá jörðu áður en tókst að snúa henni við. Telur nefndin að „við- varanir frá framsýnum jarðvara hafi komið í veg fyrir flugslys“. Í skýrslunni kemur fram að rann- sóknin hafi gefið til kynna að flug- hermir, sem notast var við í verklegri þjálfun, hafi ekki hermt rétt eftir hegðun Boeing 757-flugvéla, líkt og flogið var, í aðflugi undir svokallaðri svæðisleiðsögu (RNAV). Flugstjór- inn hafi ekki verið viss um hvort flug- menn flygju rétt aðflug og telur nefndin líklegt að flugstjórinn hafi misst yfirsýn yfir aðflugið á örlaga- stundu þar sem hann þurfti að hand- velja flug- og fallhraða. Isavia tilkynnti atvikið til rann- sóknarnefndar samgönguslysa morg- uninn eftir, en þá hafði hvorki Ice- landair né áhöfn tilkynnt það, og gerir rannsóknarnefndin athugasemd við það. Aðeins 67 metra frá jörðu  Viðvaranir frá framsýnum jarðvara hafi komið í veg fyrir flugslys  Farþega- þota Icelandair 5 kílómetra frá flugbrautinni í Keflavík  113 farþegar um borð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.