Morgunblaðið - 02.07.2020, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020
ESTRO Model 3042
L 164 cm Leður ct. 10 Verð 339.000,-
L 198 cm Leður ct. 10 Verð 379.000,-
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði.
af honum verið mjög áhugavert,“
segir Einar Á.E. Sæmundsen þjóð-
garðsvörður á Þingvöllum við Morg-
unblaðið.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Svipur Þingvalla breytist talsvert,
verði af framkvæmdum skv. drögum
að breyttu deiliskipulagi staðarins.
Talin er þörf á nýrri þjónustumiðstöð
á Þingvöllum en með henni verða til
tvö aðkomusvæði inn í þjóðgarðinn
svo seinna megi með góðu móti sinna
miklum og vaxandi fjölda ferða-
manna í framtíðinni. Frá miðstöðinni
kæmu svo stígar, brýr og pallar um
nágrennið sem skapa myndu áhuga-
verðar tengingar. Þessar hugmyndir
voru kynntar í gær á Þingvöllum,
jafnhliða því sem nýr útsýnispallur
við Hrafnagjá, austanvert í þjóðgarð-
inum, var tekinn formlega í notkun.
Uppbygging við Langastíg
Gert er ráð fyrir að ný þjónustu-
miðstöð, með bílastæði sem taki 300
bíla og 10 rútur, verði austan Þing-
vallavegar við enda Langastígs,
skammt áður en ekið er niður brekk-
una niður á svonefndar Leirur. Það-
an verður, tillögunum samkvæmt,
settur upp „svífandi stígur“ eða
göngubrú niður gjá og að Langa-
stígnum.
„Þegar komið er niður að Langa-
stíg er gert ráð fyrir því að setja upp
annan svífandi stíg í gegnum furu-
lundinn sem þarna er. Stígurinn yrði
í hæð trjátoppanna og getur útsýnið
Vegna nýrrar þjónustumiðstöðvar
er gert ráð fyrir að núverandi upp-
lýsingastöð og veitingastofa á Leir-
unum verði lögð af og hús þar nýtt
sem starfsmannaaðstaða. Allt er
þetta hluti af stærri áætlun, það er
breytingum á deiliskipulagi Þing-
valla sem hófust á síðasta ári. Í því
ferli hafa margir verið kallaðir að
borðinu, en formleg deiliskipulag-
stillaga verður tilbúin til kynningar
nú á haustdögum. Kynningin í gær
hafði því öðrum þræði það inntak að
sýna hvað er í deiglunni og skapa
umræður um málið.
Létta álagi af svæðinu
Í stóra samhenginu sagt miða
breytingarnar á deiliskipulaginu að
því að tryggja vernd einstakrar nátt-
úru og menningarminja og bæta að-
gengi að og um vesturhluta þjóð-
garðsins og auka þjónustu við gesti
þar. „Meginstef uppbyggingar í þjóð-
garðinum samkvæmt stefnumótun er
sú að landið og sérkenni þess, vist-
kerfi og menningarminjar séu vernd-
uð,“ segir Einar.
Skv. talningum mæta 70-75%
þeirra erlendu ferðamanna, sem
koma til Íslands, á Þingvelli eða um
1,5 milljónir manns. Þótt slegið hafi í
bakseglin með kórónveirufaraldr-
inum er búist við fjölgun gesta til
lengri tíma litið og á Þingvelli komi
allt að þrjár milljónir eftir aðeins tíu
ár. Til að létta álagi af svæðinu er því
margt í skoðun. Eitt er til dæmis að
þegar ný þjónustumiðstöð hefur ver-
ið reist verði rafskutlur í ferðum það-
an á 15 til 30 mínútna fresti. Leggi
upp frá Hakinu, verði ekið þaðan að
þjónustustöðinni góðu, á tjaldsvæðið
á Leirum, að furulundinum góða og
að Valhallarplani. Þannig fái fólk
brot af því besta í skemmtilegri ferð.
Veglega byggt
Útsýnisstaðurinn við Hrafnagjá
sem opnaður var í gær er veglega
byggður og af honum blasir við nýtt
sjónarhorn yfir sigdældina norður af
Þingvallavatni, þar sem eru skil jarð-
fleka Evrópu og Ameríku. Arkitekt-
ar hjá Landslagi ehf. hönnuðu útsýn-
ispallinn en smíði og uppsetning hans
var í höndum Andra Þórs Gestssonar
húsasmiðs og Kolbeins Sveinbjörns-
sonar verktaka á Heiðarási í Þing-
vallasveit. Alls um 19 millj. kr. kostn-
aður hlaust af þessari framkvæmd
sem er hluti af verkefnaáætlun um
landsáætlun um uppbyggingu inn-
viða.
Ný þjónustumiðstöð og svífandi brú
Framkvæmdir fram undan á Þingvöllum Breytingar á deiliskipulaginu tryggi vernd einstakrar
náttúru og menningarminja Útsýnispallur við Hrafnagjá tekinn í notkun Sést yfir sigdældina
Framtíðarsýn Göngustígar á pöllum um gjár og yfir þétt gróinn furulund eru meðal nýstárlegra hugmynda að breyttu deiliskipulagi á Þingvöllum sem nú hafa verið kynntar til umræðu.
Íslandslag Smiðir hins nýja útsýnispalls við Hrafnagjá tóku lagið við form-
lega opnun mannvirkisins í einstakri veðurblíðu í gærdag.
Hér um bil 200.000 Íslendingum
með bílpróf býðst nú að vera með
stafrænt ökuskírteini í símanum.
Það ógildir ekki gamla kortið en
losar mann við þörfina á að hafa
það meðferðis öllum stundum.
Þrír ráðherrar og ríkislögreglu-
stjóri kynntu nýju lausnina í fjár-
málaráðuneytinu í gær. Einn þeirra
er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
dómsmálaráðherra, en ráðuneyti
hennar útfærði skírteinin. „Það er
mjög gaman að þetta sé orðið að
veruleika. Vonandi einfaldar þetta
líf fólks og gerir það að verkum að
það geti skilið veskið eftir heima,“
sagði hún í samtali við mbl.is eftir
blaðamannafundinn.
Íslendingar eru númer tvö á eftir
Norðmönnum að koma svona kerfi
á fót. Sótt er um stafræn öku-
skírteini á vefnum Ísland.is þar
sem notendur auðkenna sig með
rafrænum skilríkjum. „Stafræn
ökuskírteini verða jafngild hefð-
bundnum ökuskírteinum á Íslandi
en megintilgangurinn er að not-
endur geti sannað ökuréttindi sín
gagnvart lögreglu,“ segir í frétta-
tilkynningu.
Þessi mál eru enn ekki komin
eins langt innan Evrópusambands-
ins, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson
samgönguráðherra, og því er enn
ekki hægt að bera stafræna skír-
teinið fyrir sig í útlöndum.
Morgunblaðið/Eggert
Skilríki í símanum Áslaug Arna kynnir nýju stafrænu ökuskírteinin.
Ökuskírteinin eru
komin í símann