Morgunblaðið - 02.07.2020, Side 10

Morgunblaðið - 02.07.2020, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020 FRÉTTASKÝRING Pétur Magnússon petur@mbl.is Hryðjuverk eru enn mikil og viðvar- andi ógn við öryggi Evrópubúa. Berg- mál hernaðaraðgerða Vesturlanda í Mið-Austurlöndum og breytt umsvif alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka eru enn áhyggjuefni öryggisyfirvalda, en hlutverk internetsins í skoðanamynd- um róttæklinga og endurkoma ísl- amskra vígamanna til heimalanda sinna í Evrópu draga upp nýja mynd af þessari víðtæku ógn. Europol telur einnig að kórónuveirufaraldurinn sé líklegur til að breyta aðstæðum í álfunni, þegar litið er til hryðjuverkaógnar, og að efnahagsleg áhrif veirunnar muni mögulega kynda undir róttækni ein- staklinga og hópa, óháð hugmynda- fræðilegum bakrunni þeirra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Europol um hryðjuverkaógn í Evrópu. Í segir að mesta öryggisógnin í álfunni stafi af jíhadistum og öfga-hægri- hryðjuverkamönnum. Einnig stafi nokkur hætta af norðurírskum þjóð- ernissinnum. Í aðildarríkjum Evrópusambands- ins voru tilkynntar 113 hryðjuverka- árásir árið 2019. Þar eru taldar árásir sem heppnuðust, árásir sem mis- heppnuðust og árásir sem voru stöðv- aðar, en löggæslulið kom í veg fyrir stóran hluta þessara árása. 1.104 ein- staklingar voru handteknir fyrir tengsl við hryðjuverkaárásir á árinu. Vígamenn snúa aftur til Evrópu Hryðjuverk framin af svokölluðum jíhadistum ollu flestum dauðsföllum af völdum hryðjuverkaárása árið 2019. Tíu manns létu lífið í slíkum árásum, en þrjár árásir voru framkvæmdar á tímabilinu og fjórar misheppnuðust. Þá kom lögregla í veg fyrir fjórtán slíkar árásir á árinu. Jíhadistar í Evrópu mynda laus tengslanet sem falla inn í breiðara um- hverfi íslamskra öfgahópa. Þessi tengslanet eru yfirleitt ótengd stærri hryðjuverkasamtökum á borð við al- Kaída eða Ríki íslams, og einstakling- ar eða smærri hópar geta orðið rót- tækir af sjálfdáðum í gegnum inter- netið, án þess vera hluti af stærri tengslanetum. Europol greinir frá að hryðjuverka- ógnin í Evrópu gæti aukist talsvert þegar evrópskir ríkisborgarar sem hafa gengið til liðs við hryðjuverka- samtök á borð við Ríki íslams snúi aft- ur til heimalanda sinna. Hundruð Evr- ópubúa eru enn á vígstöðvum í Írak og Sýrlandi og er heimkoma þeirra líkleg til að auka ógn í ríkjum Evrópusam- bandsins. Enn fremur gæti öryggis- ógnin aukist vegna aðstæðna innan evrópskra fangelsa, þar sem jíhadistar gera samfanga sína róttæka. Gæti þá hætta myndast þegar róttækum föng- um verður sleppt úr haldi. Vandamálið er sérstaklega brýnt í Belgíu, Dan- mörku, Frakklandi, Hollandi, og Spáni, en talið er að um 1.400 róttækir fangar sitji í frönskum fangelsum. Öfga-hægrihryðjuverkamenn eru einnig sagðir ógna öryggi Evrópubúa. Í skýrslunni segir að hugmyndafræði öfga-hægri róttæklinga sé ekki eins- leit, heldur séu margar undiröldur meðal slíkra hópa, en flestir eigi það sameiginlegt að „hafna fjölbreytileika og réttindum minnihlutahópa“. Þá sé trú á yfirburði hvíta kynstofnsins ríkjandi, og ofbeldisverk, sem byggi oftast á hatri á gyðingum, múslimum og innflytjendum, séu oft unnin í þágu kynþáttastríðs. Þrír létu lífið í öfga-hægriárásum, en slíkar árásir eru sagðar ógna einkum öryggi í Belgíu, Frakklandi, Ungverjalandi, Litháen, Póllandi, Noregi, Slóveníu og Bretlandi. Skýrslan greinir frá árásum í Nýja- Sjálandi, Bandaríkjunum, Noregi og Þýskalandi sem voru tengd bylgju ofbeldisverka þar sem ger- endur voru hluti af alþjóðlegum, stafrænum samfélögum og drógu innblástur af verknaði hver annars. Europol hefur varað við að „ein- farar“ geti orðið róttækir af sjálfs- dáðum í gegn um internetið. Flestir þeirra sem framkvæmdu hryðju- verk á árinu 2019 voru menn á aldr- inum 16 til 28 ára, á sakaskrá og fæddir innan Evrópusambandsins, margir hverjir fengu hugmyndir sínar frá stafrænum samfélögum á netinu. Stærstur hluti hryðjuverkaárása innan Evrópusambandsins tengdist róttækri þjóðernis- eða aðskilnaðar- stefnu. Lýðveldissinnar á Norður- Írlandi juku umfang sitt mikið á milli ára, en 55 árásir voru tengdar við norðurírska lýðveldissinna í Bretlandi á árinu. Einnig jukust árásir sem raktar eru til öfga-vinstri hópa eða anark- ista á árinu 2019. Slíkar árásir voru oftar en ekki tengdar ofbeldisfullum mótmælum, sérstaklega í Ítalíu, Grikklandi og Spáni. Öfga-vinstri- menn og anarkistar hafa í auknum mæli ferðast til að ganga til liðs við Kúrda á vígstöðvum í Sýrlandi. Ógnin á Íslandi í meðallagi Ítarlegt mat Ríkislögreglustjóra á hættu á hryðjuverkaárásum og öðrum stórfelldum árásum á Íslandi var birt árið 2015 og var uppfært árið 2017. Að sögn Ríkislögreglustjóra hefur matið þegar verið uppfært í byrjun þessa árs en upplýsingar hennar verða ekki gerðar aðgengilegar fyrr en síðar. Verið er að vinna að útgáfu skýrslunn- ar sem hægt verði að birta opinber- lega. Í mati Ríkislögreglustjóra frá 2017 er fjallað um hryðjuverkaógn í Evr- ópu, með sérstöku tilliti til Norður- landa, og mat er lagt á mögulega hryðjuverkaógn á Íslandi. Þar kemur fram að hættustig vegna hryðjuverka- ógna á Íslandi sé í meðallagi, sem þýð- ir að almennt sé talið að „ekki sé hægt að útiloka hættu á hryðjuverkum vegna ástands innanlands eða í heims- málum“. Sé það lægra hættustig en á öðrum Norðurlöndum, þar sem hryðjuverkaógnin hafi stóraukist á síðustu árum. Þá er hryðjuverkaógn á Norður- löndum talin stafa fyrst og fremst af „herskáum íslamistum“ og að yfirvöld á Norðurlöndum hafi vaxandi áhyggj- um af ríkisborgurum sem snúi heim eftir að hafa tekið þátt í bardögum í nafni hryðjuverkasamtaka. Takmörkuð rannsóknarheimild Ógnarmyndin á Íslandi er nokkuð frábrugðin þeirri sem dregin er upp á hinum Norðurlöndunum. Ekki sé vitað til þess að Íslendingar hafi gengið til liðs við hryðjuverkasamtök og því stafi lítil ógn á heimasnúnum vígamönnum. Þá er samsetning þess hóps sem sækir alþjóðlega vernd á Íslandi önnur en á hinum Norður- löndunum. Á Íslandi eru flestir þeirra sem leita alþjóðlegrar vernd- ar frá löndum þar sem friður ríkir, eins og ríkjum Balkanskaga, á en flóttafólk frá Mið-Austurlöndum er stærsti hópurinn annars staðar á Norðurlöndunum. Þó kemur fram að lögreglan hafi ekki jafn víðtækar rannsóknarheim- ildir og lögregla í nágrannalöndun- um og skorti þess vegna möguleika til að fyrirbyggja hryðjuverk, samanborið við hin Norðurlöndin. „Þessu fylgir að íslenska lögreglan hefur takmarkaðar upplýsingar um mögulega ógn eða hættulega ein- staklinga sem kunna að fremja hryðjuverk,“ segir í matinu, en slíkur upplýsingaskortur getur leitt til þess að lögregla geti ekki brugðist við og komið í veg fyrir árásir. Þess ber að nefna að staðan á átakasvæðum í Mið-Austurlöndum hefur breyst mikið síðan mat Ríkis- lögreglustjóra var uppfært árið 2017. Ríki íslams hefur beðið ósigur á víg- stöðvum í Sýrlandi, og leiðtogi sam- takanna, Abubakr al-Baghdadi, var veginn í október síðastliðnum. Sam- tökin hafa þó ekki horfið af kortinu, og ógna enn öryggi í Evrópu, sem og víðar í heiminum. Mannskæð hryðju- verkaárás í Srí Lanka, sem varð sautján evrópskum ríkisborgurum að bana, sýnir fram á að Ríki íslams býr enn yfir getu að framkvæma al- varlegar hryðjuverkaárásir. Ríkislögreglustjóri gat ekki tjáð sig hvaða upplýsingar yrðu uppfærð- ar í nýju mati um hryðjuverkaógn á Íslandi, né um upplýsingar sem fram komu í ESB-skýrslunni. Mest ógn stafar af jíhadistum  Europol óttast að hætta aukist þegar vígamenn snúa aftur til Evrópu  Ógnin á Íslandi er frábrugð- in öðrum norrænum löndum  Ríkislögreglustjóri vinnur að uppfærðu mati á hryðjuverkaógn á Íslandi AFP Hryðjuverk Lögregla leggur blómvönd á vettvang stunguárásinnar í Reading í síðustu viku. Bresk yfirvöld hafa flokkað atburðinn sem hryðjuverkaárás. Þrír létust í árásinni og þrír í viðbót slösuðust. 64 281 7 224 3 91 4 7 1 11 45 1 1 5 1 4 28 132 3 35 2 4 2 37 2 21 1 1 1 4 1 99 Hryðjuverk í Evrópu Fjöldi hryðjuverkaárása* Handtökur 0 0 *Framkvæmdar árásir, árásir sem misheppnuðust og árásir sem komið var í veg fyrir Heimild: Europol MAGNAÐAR BRAGÐTEGUNDIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.