Morgunblaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020 2. júlí 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 138.58 Sterlingspund 170.21 Kanadadalur 101.29 Dönsk króna 20.852 Norsk króna 14.248 Sænsk króna 14.8 Svissn. franki 145.76 Japanskt jen 1.2863 SDR 190.68 Evra 155.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.4282 Hrávöruverð Gull 1770.7 ($/únsa) Ál 1589.0 ($/tonn) LME Hráolía 41.33 ($/fatið) Brent ● Úrvalsvísitala aðallista íslensku kauphallarinnar hækkaði um 3,4% í júní og stendur nú í 2.089 stigum. Þetta kemur fram í viðskiptayfirliti kauphallarinnar fyrir júnímánuð. Heildarviðskipti með hlutabréf í mánuðinum námu 43,7 milljörðum króna, eða 2,2 millj- örðum á dag. Það er 26% hækkun frá fyrri mánuði, en í maí námu viðskipti með hlutabréf 1,7 milljörðum á dag. Í yfirlitinu segir að þarna sé um að ræða 49% aukningu á milli ára, en við- skipti í júní 2019 námu 1,5 milljörðum króna á dag. Mest viðskipti voru í júní með bréf Marels, 8,6 milljarðar, Arion banka, 7,2 milljarðar og Heimavalla, 4,1 milljarður. Heildarfjöldi viðskipta með hlutabréf í júní voru 3.507 talsins eða að jafnaði 175 á dag. Það er 25% lækkun frá fyrri mánuði, en í maí voru viðskipti með hlutabréf 4.675 talsins. Milli ára fjölgaði viðskiptum um 93%. Flest viðskipti í mánuðinum voru með bréf Icelandair Group, 641 talsins, og næst flest voru með bréf Marel, 521. Úrvalsvísitala aðallista hækkaði um 3,4% í júní Vísitala Flest við- skipti voru með bréf Icelandair. STUTT BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Mink Campers, sem framleiðir og þróar samnefnd sporthýsi, hefur hafið fjármögnun á fjármögnunar- síðunni Funderbeam. Um er að ræða 500 þúsund til 1,25 milljóna evra inn- spýtingu í fyrirtækið, eða um 13-27% af hlutafé fyrirtækisins, sem nýta á til þess að ljúka efniskaupum og ráða starfsfólk vegna fyrirhugaðrar fjöldaframleiðslu og samsetningar í Lettlandi. Nú þegar hefur Mink Campers safnað um 50% af lág- marksfjárhæðinni sem þarf til þess að hópfjármögnunin gangi í gegn. Ljóst er að áhugi fjárfesta á fyrir- tækinu er mikill en upphaflegar áætlanir fyrirtækisins gerðu ráð fyr- ir að fara í útboðið í marsmánuði. Vegna kórónuveirunnar var því frestað í ljósi þess mikla óvissu- ástands sem skapaðist á mörkuðum víða um heim þar sem áhættufælni var í hámarki. Veiran hefur aftur á móti gert það að verkum að eftir- spurn eftir sporthýsunum hefur vax- ið mikið samhliða minni ferðalögum fólks með flugsamgöngum. Að sögn Önnu Hrefnu Ingimundardóttur fjárfestis, sem fer fyrir Eldhrímni ehf., stærsta hluthafanum í Mink Campers með 26% hlut, kom það þægilega á óvart. „Til að byrja með vorum við ekki alveg viss hvaða eftirspurnaráhrif þetta ástand myndi hafa á okkur. En svo kemur í ljós að með öllum þess- um ferðatakmörkunum þá höfum við fundið fyrir gríðarmikilli aukningu á eftirspurn eftir vörunni, bæði innan- lands, í Bandaríkjunum og einnig á þeim mörkuðum sem við horfum til í Norður-Evrópu,“ segir Anna Hrefna. Allt að 500 Minkar á næsta ári „Þú getur ferðast algjörlega á eig- in forsendum. Þú þarft ekki að treysta á flugsamgöngur eða hótel og kemst mjög víða á þessu þar sem sporthýsið er hannað til þess að komast upp um fjöll og firnindi. Allir vagnar sem við áttum seldust upp í apríl. Okkar vandamál er því að geta ekki framleitt nógu mikið,“ segir Anna Hrefna. Kórónuveiran krafðist þess þó að breyta þurfti áætlunum fyrirtækis- ins. „Við þurftum að breyta fram- leiðsluplönunum út af öllum þessum ferðatakmörkunum. Við munum hefja frumgerðarframleiðslu á Ís- landi í stað þess að fara strax til Lettlands en þangað ætluðum við að fara í vor. Við stefnum á að fara með framleiðsluna til Lettlands í haust.“ Alls hefur fyrirtækið selt 20 full- gerð sporthýsi og nokkrar eldri frumgerðir. Þá hefur fyrirtækið einnig selt 20 sporthýsi til viðbótar í forsölu til Noregs og Þýskalands, sem stendur til að framleiða á Ís- landi á næstunni. Fyrirtækið stefnir á að framleiða um 400-500 sporthýsi á næsta ári en til lengri tíma er stefnan sett á 1.500 stykki á ári. Sölutekjur af hverju sporthýsi eru áætlaðar um 12.500 evrur, eða um 1.945 þúsund á gengi gærdagsins, og því ráðgerir fyrirtækið til lengri tíma að velta um þremur milljörðum króna á ári. Kórónuveiran jók eftir- spurn eftir Minknum Sporthýsi Áætlanir Mink Campers gera ráð fyrir að fjöldaframleiðsla á sporthýsinu geti hafist í Lettlandi í haust.  Fjármögnun á Funderbeam hafin  Stefna á um þriggja milljarða veltu á ári Nýjustu hagvaxtarspár gera ráð fyr- ir 8% samdrætti á landsframleiðslu í ár og hafa aðgerðir Seðlabankans og stjórnvalda vegna COVID-19 aukið svigrúm fjármálafyrirtækja til þess að styðja við heimili og fyrirtæki á tímum kórónuveirunnar, að því er fram kemur í ritinu Fjármálastöð- ugleiki 2020:1 sem gefið var út í gær. Þar kemur m.a. fram að eiginfjár- og lausafjárstaða stóru bankanna þriggja sé sterk en þó að óvissa ríki um raunvirði útlánasafns fjármála- fyrirtækja við núverandi aðstæður bendi sviðsmyndagreining Seðla- bankans til þess að eiginfjárstaða þeirra standist álagið vel. Fram kemur að áhrifanna vegna kórónuveirunnar gæti þegar í upp- gjörum fyrsta ársfjórðungs með aukinni virðisrýrnun útlána og tapi af fjármálastarfsemi. Fram undan sé frekari virðisrýrnun útlána. Í ljósi þess að Seðlabankinn hafi aflétt sveiflujöfnunaraukanum auk þess sem allir bankarnir hafi hætt við fyrirhugaðar arðgreiðslur hafi þeir því bæði svigrúm til afskrifta og veit- ingar nýrra útlána og hafi þannig getu til þess að styðja atvinnulíf og heimili í gegnum þá erfiðleika sem nú blasa við. Í ritinu segir að vaxta- lækkanir Seðlabankans hafi unnið á móti minnkandi útlánagæðum en á sama tíma sett þrýsting á hreinar vaxtatekjur. Þá segir að lausafjár- staða bankanna hafi styrkst það sem af er ári en að bankarnir muni þó að öllum líkindum þurfa að ganga á lausafjárforða sinn á næstu mánuð- um, m.a. vegna aukinna vanskila út- lána og útlánavaxtar. Morgunblaðið/Golli Útlán Vaxtalækkanir SÍ hafa unnið á móti minnkandi útlánagæðum. Stóru bankarnir vel í stakk búnir  Hafa svigrúm til afskrifta og veit- ingar nýrra útlána
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.