Morgunblaðið - 02.07.2020, Side 1

Morgunblaðið - 02.07.2020, Side 1
 Akraneskaupstaður og Brim hafa stofnað saman þróunarfélag um at- vinnuuppbyggingu og nýsköpun á Breið á Akranesi. Unnið hefur ver- ið að undirbúningi frá því síðast- liðið haust og hefur KPMG ráðgjöf leitt vinnuna með þátttöku íbúa og ýmissa hagaðila. Ætlunin er að félagið efli at- vinnutækifæri, nýsköpun og skap- andi greinar á svæðinu, auk þess sem gert er ráð fyrir nýrri íbúða- byggð á Breið. Fjöldi fyrirtækja, háskólar og opinberir aðilar hafa lýst yfir vilja til að eiga samstarf um að upp byggist á Akranesi nýsköpunar- og rannsóknarsetur, auk samvinnu- rýmis. Stofna saman þróunarfélag  „Markmið endurgreiðslufrum- varpsins var að efla íslenska bóka- útgáfu. Breytt eignarhald breytir engu um það að við erum áfram að gefa út íslenskar bækur eftir ís- lenska höfunda,“ segir Egill Örn Jónsson, framkvæmdastjóri For- lagsins, spurður hvort Forlagið sjái fram á að fá áfram endurgreiðslu frá ríkinu vegna útgáfu bóka ef kaup sænska fyrirtækisins Storytel á Forlaginu ganga í gegn. „Við höldum áfram að gefa út ís- lenskar bækur eftir íslenska höf- unda og erum sem betur fer í þeirri aðstöðu að geta sótt um endur- greiðslu vegna þeirra,“ segir Egill. Hann gat ekki svarað því hversu háa upphæð Forlagið hefði fengið frá ríkinu í formi endurgreiðslna vegna útgáfu. »6 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Samkomulag Frá kynningarfundi í gær. Gefa áfram út íslenskar bækur F I M M T U D A G U R 2. J Ú L Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  154. tölublað  108. árgangur  SUMARFRÍIÐ BYRJAR Í NETTÓ! Kjúklingalundir Danpo, 700 gr 989KR/PK ÁÐUR: 1.799 KR/PK Nautalund Fersk 3.599KR/KG ÁÐUR: 5.998 KR/KG Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 2. - 5. júlí -40% 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM MELÓNUM-45% SAFARÍKIR RÉTTIR FYRIR SUMARIÐ ÞETTA ERU BARA GJAFIR BESTA FÉLAGSLIÐ Í HEIMI NÝ PLATA HJALTALÍN 64 SARA BJÖRK Í LYON 63GRILLBLAÐIÐ 8 SÍÐUR Í mikilli blíðu í Keflavík hitti ljósmyndari Morg- unblaðsins fyrir metnaðarfullt körfuboltafólk sem líklega greindi eitthvað á um leikinn, af svip þeirra beggja að dæma. Stúlkan lætur ágrein- inginn þó ekki á sig fá og gerir sig líklega til að koma boltanum burt í snatri. Hvort hann hefur að lokum farið ofan í viðeigandi körfu eða hvort andstæðingur hennar hefur hlaupið hana uppi er ekki gott að segja. Morgunblaðið/Eggert Kátir krakkar kastandi körfubolta í Keflavík Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ráðgert er að reisa nýja þjónustu- miðstöð á Þingvöllum austan Þing- vallavegar. Með henni yrðu tvö að- komusvæði inn í þjóðgarðinn svo seinna megi með góðu móti sinna miklum og vaxandi fjölda ferða- manna í framtíðinni. Þar eiga að vera bílastæði fyrir 300 bíla og 10 rútur. Þetta er meðal tillagna í drögum að nýju deiliskipulagi Þingvalla sem kynnt hafa verið. Í samtali við Morg- unblaðið segir Einar Á.E. Sæmund- sen þjóðgarðsvörður að hugmynd- irnar séu enn í vinnslu og þær geti tekið breytingum í hefðbundnu um- sagnar- og kynningarferli. Rafskutlur ferðast um garðinn Frá hinni nýju þjónustumiðstöð verður, samkvæmt tillögunum, sett- ur upp „svífandi stígur“ eða göngu- brú niður gjána og að Langastíg. „Þessi leið yrði í raun önnur leið að gjánni og myndi auka flæðið enn bet- ur,“ segir Einar, en eftir sem áður verður hægt að ganga í Almannagjá. Framkvæmdunum er ætlað að tryggja vernd einstakrar náttúru og menningarminja þjóðgarðsins, en um 1,5 milljónir ferðamanna hafa sótt garðinn heim ár hvert síðustu ár. Samhliða er áætlað að taka í gagn- ið rafskutlur sem komið verður fyrir við Hakið, nýju þjónustumiðstöðina, Leirur, Furulund og Valhallarplan og munu ganga um skipulagssvæðið á 15-30 mínútna fresti, en með þeim geta gestir fengið að sjá brot af því besta í stuttri en skemmtilegri ferð. Svífandi brýr og rafskutlur  Drög að nýju deiliskipulagi á Þingvöllum kynnt  Ný þjónustumiðstöð verði reist Þingvellir Göngustígur á pöllum um gjá er meðal hugmynda. MNý þjónustumiðstöð og … »18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.