Morgunblaðið - 02.07.2020, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 02.07.2020, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020 DIMMALIMM Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 Skoðið úrvalið á facebook DimmalimmReykjavik 30% 60% afsláttur til ÚTSALAN ER HAFIN! Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fyrsti áfangi breikkunar Vestur- landsvegar á Kjalarnesi verður boð- inn út á allra næstu dögum, jafnvel fyrir helgina. Þetta staðfestir G. Pét- ur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Jafnframt verður sótt um framkvæmdaleyfi til Reykjavíkurborgar. Lengi hefur verið kallað eftir breikkun Vesturlandsvegar enda hafa orðið mörg alvarleg slys á veg- inum. Nú síðast varð þar banaslys um síðustu helgi. Um er að ræða breikkun veg- arins á um níu kílómetra kafla milli Varmhóla í Kollafirði og vegamóta Hvalfjarðarvegar. Fyrsti áfangi breikkunar verður frá Varmhólum að Vallá á Kjalarnesi, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Á stærstum hluta verður veginum breytt í 2+1 veg. Jafnframt verða gerð þrjú hringtorg, vegtengingum fækkað og lagðir hliðarvegir. Verkfræðistofan Efla vann frummatsskýrslu um umhverfisáhrif fyrir Vegagerðina og var henni skil- að til Skipulagsstofnunar 21. janúar sl. Stofnunin birti álit sitt í byrjun vikunnar. „Um er að ræða uppbygg- ingu umfangsmikilla vegamann- virkja sem munu ná yfir breitt svæði á um 9 km kafla. Fyrirhugað fram- kvæmdasvæði getur þó vart talist viðkvæmt m.t.t. áhrifa á flesta nátt- úrufarsþætti,“ segir m.a. í álitinu. Skipulagsstofnun telur að áhrif á umferðaröryggi verði talsvert já- kvæð. Útboð á allra næstu dögum Morgunblaðið/sisi Kollafjörður Vesturlandsvegur verður breikkaður að gangamunna. Um fjörutíu manns mótmæltu breytingum á stjórnarskrá Rússlands við rússneska sendiráðið í Túngötu í gær. Um er að ræða breytingar sem kosið var um í þjóðaratkvæðagreiðslu þar í landi í gær en ein þeirra gerir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, kleift að sitja á forsetastóli til ársins 2036. Önnur kveður á um að hjónaband megi einungis vera á milli karls og konu og bannar þannig samkynja hjónabönd. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Mótmæltu lengri setu Pútíns við rússneska sendiráðið Fólkið sem lést í umferðarslysinu á Vesturlandsvegi síðastliðinn sunnu- dag hét Finnur Einarsson, 54 ára, og Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir, 53 ára. Þau voru sambýlisfólk, búsett í Garðabæ, og láta eftir sig fjögur uppkomin börn. Létust í um- ferðarslysi „Það að þetta fer í samráðsgátt fel- ur í sér að það er verið að óska eft- ir hugmyndum og athugasemd- um en felur ekki í sér á þessu stigi neina skuldbind- ingu flokkanna um að leggja fram frumvarp í þessa veru,“ segir Birgir Ármanns- son, þingflokksformaður Sjálfstæð- isflokksins, í samtali við Morgun- blaðið. Kjörtímabil forseta verði lengt Forsætisráðuneytið setti í gær inn í samráðsgátt stjórnvalda til- lögur að frumvarpi um breytingar á II. kafla stjórnarskrár Íslands sem fjallar um forsetaembættið og fram- kvæmdarvaldið. Meðal breytinga sem lagðar eru til er að kjörtímabil forseta verði lengt í sex ár og að sami maður geti að hámarki gegnt embætti forseta í tólf ár. Einnig er lagt til að orðalag ákvæða um myndun ríkisstjórnar verði skýrt og fært til samræmis við áralanga framkvæmd. Breytingar sem kalli á um- ræðu Birgir lítur svo á að tilgangurinn með tillögunum sé fyrst og fremst sá að setja fram í formi frumvarps breytingar sem eigi að færa orðalag ákvæða stjórnarskrárinnar nær veruleikanum – „eins og fram- kvæmdin hefur verið síðustu 75 ár“. Hann segist persónulega vera fylgj- andi slíkum breytingum en segir að í frumvarpinu megi finna tillögur að ýmsum fleiri breytingum sem hann telur kalla á frekari umræðu. »34 Felur ekki í sér skuld- bindingu  Tillögur að breyt- ingum á stjórnarskrá Birgir Ármannsson Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur birt lokaskýrslu sína um alvar- legt flugatvik sem átti sér stað í að- flugi farþegaþotu Icelandair að Kefla- víkurflugvelli 19. október 2016. Vélin var á leið frá Glasgow í Skotlandi með 113 farþega innanborðs. Í skýrslunni er lýst hvernig röð at- vika leiddi til þess að flugvélin fylgdi ekki auglýstu aðflugssniði og var flog- ið of lágt miðað við fjarlægð frá flug- braut. Við undirbúning flugsins hafði verið ljóst að hliðarvindur í Keflavík var að nálgast það hámark sem leyfi- legt er samkvæmt handbókum flug- rekandans og ræddu flugmenn um það hvort þeir ættu að bíða veðrið af sér í Glasgow. Úr varð að vélin fór í loftið á áætlun enda átti veður, sam- kvæmt veðurspá, að versna eftir því sem leið á daginn. Flugmenn sáu ekki til jarðar Mikil úrkoma var í Keflavík og sáu flugmenn ekki til jarðar þegar þeir komu niður úr skýjunum. Einnig stóðu yfir framkvæmdir á vellinum sem ollu röskun á hefðbundnum að- flugsleiðum. Atburðarásin í lendingu leiddi til þess að sjálfvirkur jarðvari vélarinnar gaf frá sér viðvörun sem varð til þess að flugmenn vélarinnar hættu við að- flugið og hófu brottflug. Vélin var þá um 5 kílómetra frá flugbraut 19, þar sem áætlað hafði verið að lenda henni, en aðeins í 165 metra hæð frá jörðu og á niðurleið. Lægst náði vélin í 67 metra hæð frá jörðu áður en tókst að snúa henni við. Telur nefndin að „við- varanir frá framsýnum jarðvara hafi komið í veg fyrir flugslys“. Í skýrslunni kemur fram að rann- sóknin hafi gefið til kynna að flug- hermir, sem notast var við í verklegri þjálfun, hafi ekki hermt rétt eftir hegðun Boeing 757-flugvéla, líkt og flogið var, í aðflugi undir svokallaðri svæðisleiðsögu (RNAV). Flugstjór- inn hafi ekki verið viss um hvort flug- menn flygju rétt aðflug og telur nefndin líklegt að flugstjórinn hafi misst yfirsýn yfir aðflugið á örlaga- stundu þar sem hann þurfti að hand- velja flug- og fallhraða. Isavia tilkynnti atvikið til rann- sóknarnefndar samgönguslysa morg- uninn eftir, en þá hafði hvorki Ice- landair né áhöfn tilkynnt það, og gerir rannsóknarnefndin athugasemd við það. Aðeins 67 metra frá jörðu  Viðvaranir frá framsýnum jarðvara hafi komið í veg fyrir flugslys  Farþega- þota Icelandair 5 kílómetra frá flugbrautinni í Keflavík  113 farþegar um borð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.