Morgunblaðið - 11.07.2020, Side 1

Morgunblaðið - 11.07.2020, Side 1
Vill lögleiðadánar- aðstoð Sá bestií sögunni Ingvi Hrafn Jónsson fjölmiðla- maður vill lögleiða dánaraðstoð á Íslandi að uppfylltum ströng- um skilyrðum en elsti bróðir hans, Jón Örn, þáði slíka aðstoð í Kanada í vor. Eiginkona Jóns Arnar, Guðrún Mjöll Guðbergs dóttir, er mági í 12. JÚLÍ 2020SUNNUDAGUR Fallegt heimili Muhammad Alivar ótrúleguríþróttamaðursem ruddileiðina fyriraðra semkomu áeftir. 12 Flogið í fisvélJónas Sturla Sverrisson hefur flogið fisvélí 14 ár og veit fátt skemmtilegra.Ásdís Ásgeirsdóttir brá sér með honum í háloftin. 14 Björg Bjarnadóttir hefurgert sér stílhreint og nota-legt heimili í Noregi. 18 L A U G A R D A G U R 1 1. J Ú L Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  162. tölublað  108. árgangur  Volkswagen ID.3 1ST Rafmögnuð framtíð Pantaðu núna og fáðu þinn í haust www.volkswagen.is/ID · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · HEKLA#NúGeturÞú AÐLÖGUN OFT ERFIÐ ÍSLÖMSK- UM KONUM VEIKUR STUÐN- INGUR VIÐ LISTAMENN ERFIÐ STAÐA 42NÝ MEISTARARITGERÐ 16 Baldur Arnarson Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir and- stöðu við kjarasamning yfirlögreglu- þjóna eiga rætur í valdabaráttu inn- an lögreglunnar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hafi leynt og ljóst unnið að því að rifta samkomulaginu. Samkvæmt lögfræðiáliti Forum lögmanna, sem unnið var að hennar beiðni, má ógilda samningana. Hreinsanir hjá lögreglunni „Sigríður Björk hefur boðað mikl- ar breytingar hjá Ríkislögreglu- stjóra. Hún kallar það ekki hreins- anir en stöður verða auglýstar og nýir menn eiga að koma inn,“ segir Óskar og vísar til tölvupósta. Óskar rifjar upp fund sinn og Snorra Magnússonar, formann Landssambands lögreglumanna, með Áslaugu Örnu Sigurbjörns- dóttur dómsmálaráðherra í nóvem- ber sl. Þar hafi ráðherrann gefið til kynna að ekki yrðu gerðar athuga- semdir við samninginn. Þá hafi ráðu- neytisstjórinn sagst hafa fengið sama svar frá Fjármálaráðuneytinu. Áslaug Arna sagði í samtali við mbl.is í gær hafa fengið þau í svör í október, þegar samningurinn komst í hámæli, að ríkislögreglustjóri hafi haft heimild til að gera slíkan samn- ing en að þegar forstöðumenn geri slíka samninga þurfi þeir að sam- rýmast markmiðum gildandi stofn- anasamnings. Sigríður Björk sendi yfirlögreglu- þjónum bréf sl. miðvikudag þar sem hún tilkynnti að embættið teldi sig ekki bundið af samkomulaginu. Var gefinn sjö daga frestur til svara. Andstaðan hluti af valdatafli  Yfirlögregluþjónn segir ríkislögreglustjóra hafa unnið gegn eftirlaunasamningi MLaunadeila hluti af … »10 Fræknar knattspyrnukonur úr 5., 6. og 7. flokki munu láta ljós sitt skína um helgina, en Síminn og Breiðablik standa nú að hinu árlega Síma- móti. Þetta er í 36. sinn sem mótið er haldið, og hefur það fyrir löngu fest sig í sessi sem einn af stærstu viðburðum hvers árs í yngri flokkunum. Keppendur að þessu sinni eru um 2.400 tals- ins, en að þessu sinni er hægt að fylgjast með völdum leikjum í Sjónvarpi Símans. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Knattspyrnukonur framtíðarinnar láta ljós sitt skína Ingvi Hrafn Jónsson fjölmiðlamaður og mágkona hans, Guðrún Mjöll Guðbergsdóttir, hvetja Íslendinga til að taka upp löggjöf um dánar- aðstoð, en eiginmaður Guðrúnar og bróðir Ingva, Jón Örn Jónsson, þáði slíka aðstoð í Kanada í vor, þar sem hann hafði búið undanfarin fimmtíu ár. Lög þess efnis voru samþykkt ár- ið 2016 vestra og eru sniðin að fólki með langt gengna ólæknandi sjúk- dóma sem vill fá að kveðja þennan heim með reisn og vera ekki upp á aðra komið. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að hópur fólks myndi vilja hafa þennan valkost – að fá aðstoð við að binda enda á líf sitt,“ segir Ingvi Hrafn í samtali við Sunnudagsblaðið. Hann hvetur til umræðu um málið og bein- ir orðum sínum sérstaklega til dóms- málaráðherra. „Ég er sannfærður um að hún myndi taka þessari um- ræðu með opnum huga.“ Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Sorg Ingvi Hrafn missti bróður. Vilja leyfa dánaraðstoð  Ingvi Hrafn hvet- ur til umræðu  Starfandi fækkaði mikið í bygg- ingarstarfsemi og mannvirkjagerð á undanförnum misserum. Í mars sl. varð 11,5% samdráttur í saman- burði við sama mánuð í fyrra. Ing- ólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, hefur áhyggjur af miklu atvinnuleysi í greininni. „Tölurnar sýna hvað það var komin mikil niðursveifla við upphaf Covid-19. Það er klárt mál að mánuðirnir á eftir, apríl og maí, líta verr út,“ segir Ingólfur. Stóra verkefnið sé að draga úr því mikla atvinnuleysi sem er hér á landi. »22 Mikið fækkaði í byggingargeira

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.