Morgunblaðið - 11.07.2020, Síða 2

Morgunblaðið - 11.07.2020, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2020 www.kofaroghus.is - sími 553 1545 339.000 kr. Tilboðsverð 518.000 kr. Tilboðsverð 389.000 kr. Tilboðsverð 34mm 34mm44mm Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik má finna á vef okkar SUMARTILBOÐÁGARÐHÚSUM! Afar einfalt er að reisa húsin okka r Uppsetning teku r aðeins einn da g BREKKA 34 - 9 fm STAPI - 14,98 fm NAUST - 14,44 fm 25% afsláttur 25% afsláttur 30% afsláttur VANTAR ÞIGPLÁSS? Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. miklu stærri og hann mun standa jafnlengi og Ísland er byggt. Sá bautasteinn er lýðveldið okkar, byggt á lögum og rétti; lýðveldi frjálsrar og fullvalda þjóðar, sem ekki hikar við að skipa sér í fylkingu vestræns lýðræð- is og vill verja, varðveita og byggja upp það sem okkur kom í arf og ber að skila til komandi kynslóða,“ sagði Bjarni og bað Guð að blessa minningu Bjarna eldri, Sigríðar og Benedikts litla. sem reyndist geta unnið með flestum þegar til kom,“ sagði Katrín í ávarpi sínu. Fjármálaráðherra rakti feril nafna síns og afabróður í ávarpi sínu og sagði að Bjarni hefði verið óþreytandi í baráttu sinni fyrir fullveldi Íslands og sjálfstæði. „Við stöndum einmitt hér við minn- ingarstein nafna míns, konu hans og litla dóttursonar þeirra. En bauta- steinn dr. Bjarna Benediktssonar er Þess var minnst í gær að fimmtíu ár voru liðin frá því að Bjarni Benedikts- son forsætisráðherra, Sigríður Björnsdóttir, kona hans, og Benedikt Vilmundarson, fjögurra ára dóttur- sonur þeirra, létust í eldsvoðanum á Þingvöllum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra efndi af því tilefni til sérstakrar minningarathafnar á Þingvöllum og var forseta Íslands, ríkisstjórn og al- þingismönnum boðið til hennar auk afkomenda forsætisráðherrahjón- anna. Bjarni Benediktsson, fjármála- ráðherra og frændi Bjarna eldri, bar blómsveig að minnisvarðanum um þau Bjarna, Sigríði og Benedikt, og flutti ávarp ásamt forsætisráðherra. Greypti sig í minni þjóðarinnar Katrín sagði óhætt að segja að þessi sviplegi atburður sumarsins 1970 hefði greypt sig í minni þjóðar- innar, enda hefði Bjarni Benedikts- son verið risi í stjórnmálamenningu Íslands um 30 ára skeið. „Jafnvel þeir sem voru ósammála Bjarna um flest viðurkenndu gáfur hans, styrk og stjórnvisku. Hann gat verið átaka- maður en var líka samningamaður Morgunblaðið/Eggert Minningarathöfnin Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggur borðana á blómsveignum á minningarsteininn. Minntust harmleiks- ins á Þingvöllum  Bautasteinn Bjarna standi svo lengi sem Ísland er byggt Morgunblaðið/Eggert Þingvellir Bjarni Benediktsson ber blómsveig að minningarsteininum. Gunnlaugur Snær Ólafsson Ragnhildur Þrastardóttir Íslensk stjórnvöld fylgjast með þró- uninni hjá nágrannaþjóðum Íslands í tengslum við uppbyggingu 5G-nets og aðkomu kínverska fyrirtækisins Huawei, segir Guðlaugur Þór Þórðar- son utanríkisráðherra, en sífellt fleiri ríki hafa á undanförnum misserum takmarkað þátttöku fyrirtækisins vegna öryggissjónarmiða. „Afstaða okkar er skýr, að tekið skal tillit þjóðaröryggis við innleið- ingu 5G hér á landi, það snýr ekki að neinum stökum aðila sérstaklega. Tæknin er þess eðlis að það er mjög eðlilegt að stíga varlega til jarðar,“ segir Guðlaugur. Spurður hvort utanríkisráðuneytið þekki til þess að erlend ríki reyni að hafa áhrif á afstöðu íslenskra stjórn- valda í þessum málaflokki, sérstak- lega Bandaríkin eða Kína, svarar hann: „Afstaða þessara ríkja er alveg skýr, liggur fyrir og er öllum ljós. En utanríkisráðuneytið lítur eingöngu til íslenskra hagsmuna og það skiptir af- skaplega miklu máli í þessu máli, eins og öðrum, að líta til þjóðaröryggis- hagsmuna. Það er alltaf útgangs- punktur okkar.“ Guðlaugur Þór árétt- ar vegna fréttar blaðsins í gær að hann hafi verið utan símasambands á fimmtudag og ekki getað svarað skilaboðum blaðsins af þeim sökum. Frumvarp í haust Gert er ráð fyrir að ríkisstjórnin leggi fram frumvarp í haust er snýr að „heildarlöggjöf á fjarskiptasviði og þar er meðal annars fjallað um örygg- ismál varðandi farnet, það er að segja 5G, og sérstöku samstarfi komið á á milli utanríkis-, dómsmála-, sam- göngu- eða fjarskiptaráðherra og for- sætisráðuneytis um þau efni,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- ráðherra í samtali við Morgunblaðið. Benti hann á að talsverður hluti af lagasetningu er næði til fjarskipta væri evrópskur og að Evrópusam- bandið hefði gefið út „sérstaka verkfærakistu sem er búist við að muni þróast nú á næstu mánuðum og misserum og við munum taka mið af því í okkar löggjöf“. Í svari við fyrirspurn Morgun- blaðsins segir talsmaður fram- kvæmdastjórnar ESB að „verkfæra- kassinn“ sé niðurstaða samvinnu ríkja og netöryggisstofnunar sam- bandsins og feli í sér mögulegar mót- vægisaðgerðir sem hægt er að grípa til í þeim tilgangi að draga úr áhættu sem getur fylgt uppbyggingu 5G inn- viða. Þá hafa ríkin sem taka þátt í sam- stilltu átaki sambandsins skuldbundið sig til þess að innleiða mikilvægustu mótvægisaðgerðirnar og gera fram- kvæmdastjórninni grein fyrir áhrif- um þess fyrir október. Er spurt var um aðkomu Huawei svaraði talsmaðurinn: „Við höfum enga afstöðu til einstakra fyrirtækja. Við höfum reglur í ESB til að draga úr öryggisáhættu. Allir sem fara eftir þessum reglum geta verið á evrópsk- um markaði. Jafnframt hafa aðildar- ríki ESB rétt til að ákveða hvort úti- loka fyrirtæki frá mörkuðum sínum af þjóðaröryggisástæðum.“ Samstillt átak með ESB vegna 5G  Utanríkisráðherra segir ráðstafanir vegna þjóðaröryggis Íslands ekki til höfuðs einstaka fyrirtækjum  ESB hannar mótvægisaðgerðir  Ríki ákveða hvort fyrirtæki er útilokað vegna öryggissjónarmiða Guðlaugur Þór Þórðarson Sigurður Ingi Jóhannsson Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið haldin nær sleitulaust síðast- liðin 145 ár, en nú stefnir í að rof komi í þá löngu sögu. Í samtali við blaðið segir Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhá- tíðarnefndar, að boðuð rýmkun fjöldatakmarkana í 2.000 manns hafi haldið glóðum í þeirri von að halda mætti hátíðina í breyttri mynd. Hann bætir við að hún verði varla haldin innan þeirra marka sem nú ríkja. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir hafði áður talið mögulegt að eftir 13. júlí mættu allt að 2.000 manns koma saman, en fjöldasmit á íþróttakappleik virðist hafa sett bak- slag í þau áform. Fjárhagslegt högg Hörður segir að einhver fjöldi miða hafi þegar verið seldur í for- sölu, en þegar faraldurinn hafi gert vart við sig hafi sú sala fallið niður. Ljóst sé að endurgreiða þurfi keypta miða. Aðspurður um áhrifin segir Hörð- ur að fjárhagslegt tjón íþróttafélags- ins verði gríðarmikið, enda sé hátíð- in hryggjarstykkið í fjáröfluninni. „Þetta er einnig mikið tjón fyrir samfélagið, en hingað kemur mikið af fólki sem kaupir vörur og þjón- ustu í Eyjum“. Þjóðhátíðin er einnig snar hluti af menningu Eyjamanna sem litar bæjarlífið löngu áður en eiginleg setning fer fram. Þannig hafa Eyja- menn eigið tímatal þar sem talað er um „fyrir og eftir Þjóðhátíð“. Að sögn Harðar hefur formleg ákvörðun ekki verið tekin en búast megi við yfirlýsingu í næstu viku. Fólk getur „lesið milli línanna“ í það hvernig þetta fer, segir hann von- lítill. Illa horfir um Þjóðhátíð í ár  Fjöldatakmarkanir gefa litlar vonir um samkomuhald í Herjólfsdalnum Morgunblaðið/Ófeigur Þjóðhátíð Einn af hápunktum Þjóðhátíðar er flugeldasýning.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.