Morgunblaðið - 11.07.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 11.07.2020, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2020 Dalir eru eitt söguríkasta hérað landsins. Þessi bók vísar veg um Dalabyggðir með sögulegan fróðleik í hverju skrefi. Árni Björnsson menningarsagnfræðingur skrifar hér um heimahaga sína. Söguslóðir í Dölum er bók fyrir forvitna ferðalanga og heima- menn í Dölum, og ekki síður fyrir áhugamenn um þjóðlegan fróðleik, íslenskt samfélag og breiðfirska náttúru. Bókin fæst á skrifstofu FÍ Mörkinni og í vefverslun á www.fi.is SÖGUSLÓÐIR Í DÖLUM Ferðafélag Íslands www.fi . is „Mér hugnast ágætlega þær áherslur Þórólfs að endurmeta skim- anir um mánaðamót og það fyrir- komulag sem tekið verður upp á mánudag,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir covid- deildar Landspít- alans þegar svör Þórólfs Guðna- sonar sóttvarna- læknis og Kára Stefánssonar, forstjóra Ís- lenskrar erfða- greiningar, við gagnrýni hans og fleiri lækna á skimanir á landa- mærum voru bor- in undir hann. Hann vísaði að öðru leyti á færslu á Facebook-síðu sinni sem hann setti inn eftir upplýsinga- fund Almannavarna í fyrradag þar sem Þórólfur skýrði tillögur sínar. Þar sagðist Ragnar Freyr geta stutt heilshugar tillögu Þórólfs um að hætta skimunum í lok mánaðarins og tekur fram að gagnrýni hans hafi endurspeglað ótta hans við að þess- um skimunum yrði haldið áfram fram eftir hausti. Sé því ljóst að þær muni kosta minna en hann hafi ótt- ast. Ragnar gagnrýndi upphaflega að Landspítalinn væri látinn skima fríska ferðamenn við landamæri og verja til þess milljörðum. Það væri ekki hlutverk háskólasjúkrahússins að sinna frísku fólki enda hefði það næg verkefni önnur. Í færslu sinni í fyrradag viður- kenndi Ragnar að hann hafi ekki les- ið samninga sóttvarnalæknis og rannsóknarstofa Landspítalans en þar standi að LSH beri að taka þátt í aðgerðum sem varða almannaheill. Sagði hann sér ljúft og skylt að taka undir það en sagðist þó hnjóta um þá túlkun sóttvarnalæknis að skilgreina skimum frískra ferðamanna sem slíka aðgerð. helgi@mbl.is Styður tillögu sóttvarna- læknis um endurskoðun  Læknir segir kostnað við skimanir minni en óttast var Morgunblaðið/Íris Keflavíkurflugvöllur Starfsmenn undirbúa skimun fyrir kórónuveirunni. Ragnar Freyr Ingvarsson Team Rynkeby kom til Víkur í Mýr- dal síðdegis í gær eftir að hafa farið norður og austur um land frá Reykjavík. Ferðin hófst laugardag- inn 4. júlí. Hópurinn fékk gott veð- ur á leiðinni. Hjólaleið dagsins í dag hefst við Gullfoss og verður hjólað þaðan niður að Laugarvatni, sem er 38 km leið. Hringferð Team Rynkeby 2020 lýkur svo með þátttöku í KIA Silfurhringnum, sem er 66,5 km langur. Liðið ætlar því að leggja 105 km að baki á hjólum sínum í dag. Tilgangur ferðarinnar er að safna fé fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB). Í fyrra safnaði Team Rynkeby 23,6 milljónum fyrir SKB. Hægt er að heita á Team Rynkeby með því að hringja í eftirfarandi styrktar- númer: 907-1601 til að gefa 1.500 kr., í síma 907-1602 til að gefa 3.000 kr. og síma 907-1603 til að gefa 5.000 kr. gudni@mbl.is Team Rynkeby á Íslandi fór hringinn og safnaði áheitum fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna Til styrkt- ar veikum börnum Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Pétur Magnússon petur@mbl.is Fundur samninganefndar Flug- freyjufélags Íslands og Icelandair í gær gekk ágætlega að sögn Aðal- steins Leifssonar ríkissáttasemj- ara. Fundurinn var sá fyrsti eftir atkvæðagreiðsluna á miðvikudag- inn, en þar felldu meðlimir FFÍ nýjan kjarasamning, sem samn- inganefndir beggja aðila höfðu skrifað undir hinn 25. júní, með af- gerandi hætti. Fundurinn stóð yfir í um þrjá klukkutíma og var honum lokið um sexleytið í gærkvöldi. Aðalsteinn sagði í samtali við mbl.is að staðan sem myndaðist eft- ir að samningurinn féll í atkvæða- greiðslu hefði verið greind á fund- inum og um leið viðraðar hugmyndir um mögulegar breyt- ingar á samningnum. Annar fundur hefur verið boð- aður klukkan tvö á þriðjudaginn næstkomandi. Sáttur við vinnu nefndanna Í umræðunni hefur komið fram sú ásökun á hendur forsvarsmönn- um Icelandair að þeir hafi svikið heiðursmannasamkomulag sem gert hafi verið við undirritun samn- ingsins, og þess í stað skilið vísvit- andi eftir atriði sem bæta hafi átt við samninginn eftir undirritun samningsaðila. Ríkissáttasemjari vildi ekki tjá sig um hvort þessar sögusagnir hefðu haft áhrif á samningaviðræð- urnar í gær, en sagði að samtalið á öllum fundum samningaraðila hefði verið opinskátt, hreinskipt og virkt. Þá sagðist hann vera mjög sáttur með þá vinnu sem samninganefnd- irnar hefðu unnið, bæði á milli funda og á fundum. Aðalsteinn sagði stöðuna engu að síður vera flókna og þrönga, en að fundurinn í gær hefði verið ágætur. »22 Opinskáar viðræður í flókinni stöðu  Samninganefndir FFÍ og Icelandair ræddu stöðuna í gær  Nefndirnar hittast næst á þriðjudaginn Ljósmynd/Flugfreyjufélag Íslands Undirritun Frá undirritun samningsins sem felldur var á miðvikudaginn. Samninganefndir funduðu aftur í gær í fyrsta sinn frá atkvæðagreiðslu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.