Morgunblaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2020 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ígegnum tíðina hef ég haftgaman að því að gera eitthvaðí höndunum og þegar mér varsagt upp í Arion banka í haust ásamt hundrað öðrum, þá þurfti ég að velta fyrir mér hvað ég ætlaði að fara að gera. Hvort ég vildi til dæmis setjast í einhvern öruggan skrif- stofustól eða gera eitthvað allt ann- að, jafnvel með höndunum,“ segir Þórhalla Sólveig Sigmarsdóttir, sem skellti sér í nám í húsgagnabólstrun, þá 55 ára. „Aðeins tveimur vikum eftir að mér hafði verið sagt upp í bankanum var ég beðin um að koma þangað aft- ur tímabundið, það var víst þörf fyrir fólk með reynslu. Ég varð við þeirri beiðni en var aðeins ráðin til ára- móta. Ég vissi ekki hvort ég yrði áfram með vinnu eftir áramót eða ekki og það komst svo seint á hreint hvort ég fengi fastráðningu, þannig að í millitíðinni skráði ég mig í Tækniskólann í nám í húsgagna- bólstrun. Þegar mér var svo loks boðin fastráðning í bankanum eftir áramótin, var það of seint og ég ákvað að þiggja hana ekki heldur halda mig við húsgagnabólstrunina. Ég sé ekki eftir að hafa tekið þetta alla leið,“ segir Þórhalla, sem er al- sæl á nýja vinnustaðnum. „Mér finnst gríðarlega gaman að vakna til að mæta í vinnuna á bólstraraverkstæðið þar sem ég starfa núna sem nemi.“ Hann er afar þolinmóður Þórhalla er nemi hjá Bólstur- verki á Kleppsmýrarvegi í Reykja- vík og þar þarf hún að starfa í 48 vikur. „Ég er búin með átta vikur hér á verkstæðinu þar sem ég er í læri hjá Lofti Þór Péturssyni. Ég sit við fótskör hans og hann miðlar mér af reynslu sinni. Hann er afar þolin- móður og góður leiðbeinandi,“ segir Þórhalla og bætir við að hún viti ekki um neinn annan sem er að læra þessa iðn núna. „Ég er eini skráði nemandinn á landinu í fullu námi húsgagnabólstr- un, en ég veit um tvær stúlkur í hús- gagnasmíði sem hafa hug á að bæta bólstrun við sig samhliða því námi. Þetta er orðin gömul stétt, starfandi húsgagnabólstrarar eru flestir karl- menn á sjötugs- og áttræðisaldri. Ég sá því tækifæri í þessu en þar fyrir utan langaði mig að breyta algerlega um vettvang. Mig langði að ráða mér alfarið sjálf, sinna því að vera amma og vera til staðar fyrir mitt fólk. Ég vil geta stýrt mínu lífi sjálf. Auk þess er gríðarlega gaman að fást við hús- gagnabólstrun, svo ég er mjög sátt við mitt val.“ Allir hafa sína sögu að segja Þórhalla segir að sér hafi komið á óvart hversu fjölbreytt starf hús- gagnabólstrara er og viðfangsefnin ólík, því stóll sé ekki bara stóll. „Mér finnst mjög gaman hversu margt og skemmtilegt fólk kemur til okkar. Allir hafa sína sögu að segja, ekki aðeins af húsgagni sem það kemur með, heldur líka af sér og sínum. Þetta er fyrir vikið virkilega líflegur vinnustaður, þó við séum að- eins þrjú sem störfum hér á verk- stæðinu. Mér finnst mjög gaman að geta endurvakið notagildi húsgagna sem kannski hafa legið lengi uppi á háalofti. Dæmi um það er ung stúlka sem kom hingað til okkar með gaml- an slitinn skrifborðsstól sem leynd- ist heima hjá henni. Hún hefði auð- vitað alveg getað farið og keypt sér nýjan skrifborðsstól, en henni fannst það alveg galið. Hún vildi miklu frekar láta yfirdekkja þann gamla og koma honum í gagnið aftur, fyrst hann var til, enda allt í lagi með hann þó setan væri slitin. Sem betur fer eru margir farnir að hugsa svona og stóllinn var eins og nýr þegar hún sótti hann til okkar. Þessi stóll tók fyrir vikið ekki pláss í gámi sem er siglt yfir hafið til förgunar í öðru landi,“ segir Þórhalla og bætir við að fólk liggi með ýmislegt á háloftum og í geymslum. „Hingað koma ótrúlegustu ger- semar sem kannski ömmur og afar fengu í fermingargjafir fyrir áratug- um síðan. Ýmislegt kemur til okkar, eldhússtólar, borðstofustólar og allt mögulegt annað.“ Glápir á gaur með gormasófa Þórhalla er alsæl með að vera farin að nota skrúfvél, lofthefti- byssu, sagir, bora og ýmis önnur áhöld sem hún hafði ekki áður kunn- að að fara með. „Draumurinn er að geta ráðið mér sjálf, hvort sem það væri að setja upp verkstæði í bílskúrnum heima hjá mér eða vinna hjá öðrum. Þetta nám býður líka upp á ýmsa möguleika, ég gæti til dæmis unnið við að búa til leikmyndir í leikhúsum, það er eitt af því sem ég gæti vel hugsað mér að starfa við. Mig langar líka til að læra meira í tengslum við textílinn, efnin og grunninn, huga að því hvaðan það kemur og hvernig það er unnið. Í þessu námi opnast nýr heimur og fólkið mitt hlær að mér þegar ég horfi á myndbönd þar sem amerískur gaur er að byggja upp gamlan gormasófa. Yfir þessu ligg ég löngum stundum,“ segir Þór- halla og bætir við að þegar hún hafi kvatt sína samstarfsfélaga í bank- anum þá hafi margir sagt að þá lang- aði til að gera eitt og annað á öðru sviði en þeir störfuðu við. „Eina langaði að eiga bakarí, aðra langaði að eiga gistihús og ýmislegt fleira, en enginn ákvað að taka af skarið. Ég hefði eflaust aldrei gert það ef ég hefði ekki verið neydd í þessar aðstæður,“ segir Þór- halla, sem hefur saumað út marga myndina um dagana, en hún hannaði sitt eigið risastóra Íslandskort til að sauma út í krosssaum. Hún hélt dag- bók um verkið, sem tók 600 klukku- stundir að klára. Nánar er hægt að lesa um það á baksíðu blaðsins í dag. Hingað koma ótrúlegustu gersemar „Starfandi húsgagnabólstrarar eru flestir karlmenn á sjötugs- og áttræðisaldri. Ég sá því tækifæri í þessu en þar fyrir utan langaði mig að breyta algerlega um vettvang. Mig langaði að ráða mér alfarið sjálf, sinna því að vera amma og vera til staðar fyrir mitt fólk. Auk þess er gríðarlega gaman að fást við húsgagnabólstrun,“ segir Þórhalla, sem skellti sér í nám í húsgagnabólstrun þegar henni var sagt upp í banka. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Nemi Þórhalla er alsæl með að vera farin að nota skrúfvél, loftheftibyssu, sagir, bora og ýmis önnur áhöld. MÞetta er mín Íslandssaga »48 Borgarbókasafnið í miðbæ Reykja- víkur býður núna í júlímánuði gestum og gangandi að taka þátt í samvinnu- verki sem gengur út á það að skapa stóra klippimynd á fyrstu hæð í Gróf- inni. Fólk er hvatt til að koma og skoða og sjá hvað kemur upp í hugann. Spurt er: Hvernig líður okkur á óvissutímum? Hvaða tilfinningar brjótast fram við breyttar aðstæður í heiminum? Fáum við innilokunar- kennd, upplifum við einangrun? Hverju vildum við geta breytt og hvað vildum við geta sagt eða gert? Tekið er fram að á staðnum séu dagblöð, tímarit, póstkort og margt fleira til að nota í klippimyndina, en fólk er einnig hvatt til að koma með sína eigin mynd. Verkefnið er hugsað sem innlegg í fjölmenningu hér á landi, frítt fyrir alla og opið kl. 11-17. Má bjóða þér að taka þátt í að skapa klippimynd? Hvaða tilfinningar brjótast fram við breyttar aðstæður í heimi? Fjölmenning Ef ég bara gæti ... á mörgum tungumálum við mynd í mótun. Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is UMFERÐAREYJAR Sérlausnir fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki Henta vel til að stýra umferð, þrengja götur og aðskilja akbrautir. Til eru margar tegundir af skiltum, skiltabogum og tengistykkjum sem passa á umferðareyjarnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.