Morgunblaðið - 11.07.2020, Page 24

Morgunblaðið - 11.07.2020, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Battavöllurvið Ísaks-skóla hefur valdið íbúum miklu ónæði. Nánast mætti ætla að völl- ur þessi hafi dottið af himnum ofan því að við lagningu hans virðist öllu regluverki hafa verið ýtt til hliðar og réttur ná- granna til að hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi að engu hafður. Völlurinn er í aðeins átta metra fjarlægð frá næsta íbúðarhúsi. Umsögn húseiganda við völl- inn segir það sem segja þarf: „Að setja fótbolta, battavöll, þrjá metra frá lóðarmörkum og átta metrum frá húsinu okkar er alveg forkastanlegt. Hér eru boltaspörk og hávaði frá átta á morgnana og til að minnsta kosti ellefu á kvöldin.“ Skipulagsfulltrúi talar um óleyfisframkvæmd og eftir mikla baráttu íbúa hefur nú verið ákveðið að völlurinn verði fjarlægður. Í frétt um þetta mál í Morgunblaðinu í fyrradag er vitnað í greinargerð skipulags- fulltrúa um málið og er það ekki fögur lesning. „Ekki var farið að skipulags- lögum við nú áorðnar fram- kvæmdir,“ segir þar. „Verk- lagsreglum Reykjavíkur- borgar við undirbúning framkvæmda var ekki fylgt eftir er varðar t.a.m. verðfyrir- spurn fram- kvæmda. Ekki er hægt að rekja upp- runa verkefnisins á deild opinna svæða sem fer jafnan með slík verkefni á skrifstofu framkvæmda og við- halds. Ekki er unnt að rekja samþykki skrifstofunnar um hver veitti formlegt samþykki á byggingu battavallar. Eins er ekki ljóst hvers vegna vil- yrði fyrir byggingu mann- virkisins var hafið yfir deili- skipulagsgerð og hvers vegna mannvirki af slíkri stærð var undanþegið lögbundnu kynn- ingarferli sem gildandi skipu- lagslög kveða á um þrátt fyrir að mannvirkið kunni að vera færanlegt.“ Hér virðist allt hafa farið úr- skeiðis sem gat farið úrskeiðis. Við lesturinn vaknar sú tilfinn- ing að borgarkerfið sé ein- hvers konar lífvera, sem fari sínu fram án mannlegs at- beina. Það getur þó varla verið. Það eina góða við þetta mál er að völlurinn eigi að víkja. Það gerist allt of oft að borgar- búar lúti í lægra haldi fyrir yfirgangi borgarinnar. En það er óskiljanlegt að völlurinn hafi verið settur þarna þvert á allar verklagsreglur og auðvit- að endar reikningurinn fyrir þessa vitleysu hjá borgar- búum. Þegar allt fer úr- skeiðis sem getur farið úrskeiðis } Óleyfisframkvæmd Áhersla á ný-sköpun og að hugvit fái að njóta sín er grunnþáttur í öflugu efnahags- lífi. Í Morgun- blaðinu á fimmtu- dag mátti lesa tvær frásagnir um íslenskt hugvit og afrakstur þess. Á fimmtudag tók gríska land- helgisgæslan við fyrsta björg- unar- og eftirlitsbátnum af gerð- inni Rafnar 1100 af tíu. Afhending bátsins þótti slíkur viðburður að Kyriakos Mitsotak- is, forsætisráðherra Grikklands, hélt ávarp við sjósetningu hans á fimmtudag í beinni útsendingu gríska ríkissjónvarpsins. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu á fimmtudag eru bátarn- ir smíðaðir samkvæmt hönnun Össurar Kristinssonar, stofn- anda Rafnar ehf. og Össurar hf., og þykir lagið á skrokknum bylt- ingarkennt. Sagði Haukur Al- freðsson, framkvæmdastjóri Rafnars, í fréttinni að mikill áhugi væri á bátunum og þegar væri hafin sókn inn á nýja og spennandi markaði. Í 200 mílum í Morgunblaðinu á fimmtudag var sagt frá tækni- og sjálfvirknivæðingu Vísis í Grindavík, sem hefur verið umfangsmikil undanfarin ár. Fyrirtækið hefur verið í vöruþróunarsamstarfi við Marel frá 2006 og var síðustu viðbótinni komið fyrir í maí, sjálfvirkum pökkunar- og sam- valsróbóta. Góður árangur Marels í þróun búnaðar til fisk- vinnslu er ekkert leyndarmál. Í frétt 200 mílna segir að fisk- vinnsla Vísis sé nú ein sú tæknivæddasta í heimi. Hafa afköstin tvöfaldast frá 2015. „Störfum hefur ekki fækkað, en virðisaukningin sem kemur úr verksmiðjunni er gríðar- leg,“ segir Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel. Þetta eru tvö skýr dæmi um hvað getur gerst þegar hugvit- ið er óbeislað. Það er mikilvægt að starfsemi, sem byggist á hugviti, séu settar sem minnst- ar skorður svo það fái að njóta sín. Leggja á áherslu á að greiða fyrir starf- semi sem byggð er á hugviti} Íslenskt hugvit F rumvarp til nýrrar heildarlöggjafar á sviði lyfjamála, nýrra lyfjalaga, var samþykkt á Alþingi í lok júní. Heildarendurskoðun löggjafar á sviði lyfjamála var orðin tímabær, en miklar breytingar hafa orðið á sviðinu frá því að eldri lyfjalög tóku gildi árið 1994. Frá árinu 1994 hefur margt breyst á þessu sviði. Til dæmis tilkoma Lyfjastofnunar, stofnun sérstakrar sjúkratryggingastofnunar, stofnun lyfjagagna- grunns og síðast en ekki síst aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og gildistaka ýmissa tilskipana og reglugerða Evr- ópusambandsins sem Ísland hefur innleitt á grundvelli aðildar sinnar að samningnum EES. Mikil og góð vinna liggur að baki þessu nýsam- þykkta frumvarpi, og víðtækt samráð var haft við þá sem vinna að lyfjamálum hérlendis, undir- stofnanir heilbrigðisráðuneytisins, hagsmunaaðila og fleiri. Gildistaka nýrra lyfjalaga er 1. janúar 2021 en fram undan er enn mikil vinna við endurskoðun fjölmargra reglugerða þeim tengdum. Meginmarkmið nýrra lyfjalaga er að tryggja lands- mönnum nægt framboð af nauðsynlegum lyfjum með ör- yggi sjúklinga að leiðarljósi, með sem hagkvæmastri dreif- ingu lyfja á grundvelli eðlilegrar samkeppni. Það er jafnframt markmið laganna að tryggja eftir föngum gæði og öryggi lyfja og lyfjaþjónustu, auka fræðslu um lyfjanotkun, sporna við óhóflegri notkun og halda lyfjakostnaði í lág- marki. Markmið laganna taka einnig mið af þingsályktun um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 og þings- ályktun um lyfjastefnu til ársins 2022. Meðal helstu nýmæla nýju laganna er að lyfjagreiðslunefnd verður lögð niður í núver- andi mynd og tekur Lyfjastofnun við hlut- verki nefndarinnar. Lyfjanefnd Landspítala fær aukið hlutverk og aukna ábyrgð þar sem henni verður falið að bera faglega og fjár- hagslega ábyrgð á ákvörðunum um notkun lyfja á opinberum heilbrigðisstofnunum og notkun nýrra og kostnaðarsamra lyfja í heil- brigðisþjónustunni. Landspítalanum er þannig falið að bera fjárhagslega ábyrgð á út- gjöldum til leyfisskyldra lyfja á öllum heil- brigðisstofnunum landsins. Stofnuð verður lyfjanefnd hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu sem skal vinna að öruggri og skynsamlegri notkun lyfja á öllum heilsu- gæslustöðvum og dvalar- og hjúkrunarheimilum. Loks má nefna ákvæði sem skyldar alla heilbrigðisstarfsmenn til að tilkynna tilteknar aukaverkanir lyfja til Lyfjastofn- unar. Eins og komið hefur fram liggur mikil vinna að baki þessu frumvarpi og vandað hefur verið til verka á allan hátt. Það er fagnaðarefni að Alþingi hafi nú samþykkt nýja heildarlöggjöf um lyfjamál og ég er sannfærð um að samþykkt laganna mun leiða til enn betri heilbrigðis- þjónustu og verður okkur öllum til hagsbóta. Svandísi Svavarsdóttir Pistill Ný lyfjalög samþykkt á Alþingi Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is Umfangsmikið net hjólaleiðamun tengja samansveitarfélög og hverfi áhöfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdir eru hafnar. Vinnuhóp- ur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu og Vegagerðarinnar hefur látið útbúa kort sem sýnir forgangsröðun við uppbyggingu stofnhjólaleiða allt til ársins 2033. Katrín Halldórs- dóttir, verkfræð- ingur hjá Vega- gerðinni, leiðir vinnuhópinn sem hóf störf í byrjun þessa árs. Hann naut aðstoðar verkfræðistof- unnar Eflu. Við skipulagningu leiðanna var fyrst og fremst horft til samgöngu- hjólreiða, samkvæmt frétt Vega- gerðarinnar. Katrín sagði að sveitar- félögin og Vegagerðin hefðu mótað sameiginlega sýn um uppbygging- una. Gerðar voru hönnunarleiðbein- ingar og þar skilgreindar kröfur sem uppfylltu öryggisatriði. Í þeim efnum var stuðst við erlendar fyrirmyndir. Efla hafði samráð við sveitar- félögin við gerð kortsins og gátu þau komið óskum sínum á framfæri. For- gangsröðun verkefna er deilt á þrjú tímabil. Verkefni í fyrsta forgangi á að framkvæma á árunum 2020-2024, í öðrum forgangi frá 2024-2029 og í þriðja forgangi frá 2030-2033. Hjólaleiðakerfið nær suður undir Straumsvík og norður undir Leir- vogstungu. Katrín sagði að sam- göngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins, sem ríkið og sveitarfélögin á svæðinu skrifuðu undir haustið 2019, næði til þessa svæðis. „Það er ekki þar með sagt að hjólastígarnir nái ekki lengra,“ sagði Katrín. „Það er á ábyrgð sveitarfélaganna að skipu- leggja framhaldið og geta þau sótt um styrki til Vegagerðarinnar. Slíkir stígar geta vel verið samstarfsverk- efni en fjármagnaðir með öðrum hætti en á grundvelli samgöngu- sáttmálans.“ Blandaðir og aðskildir stígar Í leiðbeiningunum er hönnuðum leiðbeint um hvaða útfærsla á hjóla- leið hentar best á hverjum stað, það er sameiginlegur göngu- og hjólastíg- ur eða aðskildir stígar fyrir hjólreiða- fólk og gangandi. Eins koma til greina hjólareinar eða einstefnu- stígar með götum. Katrín sagði að blandaðir stígar þyrftu að ná ákveð- inni breidd og geta annað álaginu. Til greina kæmi að gera blandaðan stíg en uppfæra hann og setja þá aðskilda stíga fyrir gangandi og hjólandi ef umferðin eykst. Katrín sagði að Efla hefði víða mælt umferð gangandi og hjólandi og niðurstöður talninganna verið hafðar til hliðsjónar. Hún sagði að flestar leiðanna á kortinu væru með aðskildar reinar fyrir gangandi og hjólandi. Sveitarfélögin eiga stígana og sjá um rekstur þeirra og viðhald. Katrín sagði að Vegagerðin hyggðist vinna að því með sveitarfélögunum að sam- ræma atriði eins viðhald og þjónustu á stígunum. Þeir verða þá settir í ákveðna þjónustuflokka, líkt og gildir um vegakerfið. Nú er verið að leggja hjólastíg við Geirsgötu í Reykjavík og fljótlega verður haldið áfram stígagerð við Eiðisgranda. Þá á að gera hjólastíga á tveimur stöðum við Bústaðaveg, með- fram hluta Fífuhvammsvegar í Kópa- vogi og í gegnum Ævintýragarðinn í Mosfellsbæ. Breikka á og laga hjóla- stíginn meðfram Strandgötunni í Hafnarfirði. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við hjólastíga á Sel- tjarnarnesi og í Garðabæ á næsta ári. Heimild: Vegagerðin Stofnhjólaleiðir á höfuðborgarsvæðinu Forgangsröðun uppbyggingar 2020 til 2033 Núverandi stígar, aðskildir Forgangur Framkvæmdatímabil 2020 til 2024 2024 til 2029 2030 til 2033 1 2 3 Greitt fyrir samgönguhjólreiðum Katrín Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.