Morgunblaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2020
Halla
Lögg. fast.
659 4044
Ólafur
Sölu- og
markaðsstjóri
690 0811
Ellert
Sölustjóri
661 1121
Sigþór
Lögg. fast.
899 9787
Hafrún
Lögg. fast.
848 1489
Bárður
Sölustjóri
896 5221
Elín Urður
Lögg. fast.
690 2602
Elín Rósa
Lögg. fast.
773 7126
Lilja
Sölufulltrúi
820 6511
Kristján
Sölufulltrúi
691 4252
Grensásvegur 13 - 108 Reykjavík - Sími 570 4800 - gimli.is - gimli@gimli.is
Ógnvekjandi fyrir-
sagnir um aukið kyn-
bundið ofbeldi vegna
COVID-19 hafa sést
um allan heim, en það
er aðeins eitt dæmi um
að stúlkur og konur
hafa orðið hlutfallslega
harðast úti í faraldr-
inum.
Umskurður stúlkna
og barna-hjónabönd
voru dapurleg staðreynd áður en
COVID-19-faraldurinn skall á, en nú
bætist við að faraldurinn grefur und-
an viðleitni til að uppræta þessi
skaðlegu fyrirbæri. Þess vegna eru
enn fleiri stúlkur í hættu.
Að auki hefur skertur aðgangur
kvenna að getnaðarvörnum vegna
útgöngubanns eða tómra verslana
aukið hættuna á óæskilegri þungun.
Um allan heim hafa umönnunar-
störf að miklu leyti fallið í hlut
kvenna. Þau hafa lagst af auknum
þunga á konur því COVID-19 hefur
haft í för með sér lokun skóla og
aukna umönnunarþörf aldraðra.
Fleiri konur en karl-
ar voru fyrir í óörugg-
um störfum og í óform-
lega hagkerfinu við
götusölu, í húshjálp og
smábúskap. COVID-19
hefur enn grafið undan
fjárhag þeirra.
Á alþjóðlega mann-
fjöldadeginum í dag, 11.
júlí, eru allir hvattir til
að gefa hlutskipti
kvenna og stúlkna í
kjölfar COVID-19
gaum. Þessari hvatningu er hér með
komið til skila.
COVID-19 bitnar
harðast á konum
Eftir Pernille
Fenger
Pernille Fenger
» Skertur aðgangur
kvenna að getnaðar-
vörnum vegna útgöngu-
banns eða tómra versl-
ana hefur aukið hættuna
á óæskilegri þungun.
Höfundur er yfirmaður Norður-
landaskrifstofu Mannfjöldasjóðs
Sameinuðu þjóðanna (UNFPA).
Úrræðaleysi stjórn-
valda í málefnum yngri
hjúkrunarsjúklinga
hefur verið okkur of-
arlega í huga að und-
anförnu. MS-félag Ís-
lands og
Parkinsonsamtökin
eru bæði með skjól-
stæðinga yngri en 67
ára sem eru í mikilli og
bráðri þörf fyrir hjúkr-
unarrými en gengur erfiðlega að fá
pláss.
Í gegnum tíðina hafa birst fréttir
og umfjöllun af þessum málum en
ekki er hægt að sjá að gripið hafi
verið til raunverulegra aðgerða sem
hafa leyst þann vanda sem uppi er.
Það verður að segjast eins og er að
stefnuleysi ríkir í málefnum yngri
hjúkrunarsjúklinga og að í heil-
brigðisstefnu fyrir íslenska heil-
brigðisþjónustu til ársins 2030 er
ekki minnst einu orði á þann hóp
(fjöldi á biðlista kemur fram en ekki
er minnst á nein úrræði).
Hjúkrunarheimili falla undir lög
um málefni aldraðra nr. 125 frá
1999. Hjúkrunarheimili eru hönnuð
og rekin sem úrræði fyrir aldraða
lasburða einstaklinga. Með einfaldri
lagabreytingu frá 2018 voru ein-
staklingar yngri en 67 ára sem á
þurfa að halda felldir undir úrræðið
án nokkurrar aðlögunar á aðstöðu,
þjónustu, tekjum eða kostnaðarþátt-
töku, þrátt fyrir að það megi vera
öllum ljóst að yngra fólk sem á jafn-
vel ung börn og maka er í allt ann-
arri stöðu en aldraðir. Það er ljóst
að fara þarf fram greining á þörfum
þessa hóps og hvernig þeim verður
best mætt þannig að hann geti notið
réttrar þjónustu á réttum stað.
Vandinn sem skjólstæðingar okk-
ar standa frammi fyrir er tvíþættur.
Í fyrsta lagi hentar núverandi kerfi
ekki yngri hjúkrunarsjúklingum,
enda var það hannað fyrir aldraða
lasburða einstaklinga. Í öðru lagi
geta verið takmarkanir á mögu-
leikum og komast margir yngri
hjúkrunarsjúklingar ekki inn á
hjúkrunarheimili vegna reglna um
inntöku á hjúkrunarheimili og dag-
gjaldagreiðslna.
Nauðsynlegt er að breyta kerfinu
en það tekur töluverðan tíma og
þarf þá að horfa til margra atriða,
þar á meðal þörf á húsnæði fyrir
yngri hjúkrunarsjúklinga auk
breytinga á lögum og reglugerðum.
Verulegra breytinga er þörf á hús-
næði, lögum og reglugerðum. Félög-
in MS-félagið og Parkinsonsamtökin
eru í samstarfi um að vinna þessum
breytingum framgang.
Reglugerð nr. 466 frá 2012 um
færni- og heilsumat á um að þegar
hjúkrunarrými losni á stofnun skuli
stofnunin fá aðgang að upplýsingum
um tvo einstaklinga sem óskað hafa
eftir að dvelja þar og eru metnir í
mestri þörf fyrir slíkt rými. Ákvörð-
un um þessa tvo einstaklinga skal
byggð á stigafjölda samkvæmt
færni- og heilsumati, einnig skal
höfð hliðsjón af því hvort viðkom-
andi hafi legið lengur en sex vikur á
sjúkrahúsi án möguleika á útskrift
nema í hjúkrunarrými eða beðið
lengi í mikilli þörf fyrir dvöl. Ekki
virðist að finna nein ákvæði í þess-
um lögum eða reglugerðum sem
verja rétt einstaklingana, t.d. með
hámarki á fjölda hafnana eða að
tímafrestur sé settur um útvegun
hjúkrunarrýmis að fenginni nið-
urstöðu úr færni- og heilsumati.
Heilbrigðisráðherra hefur það t.d. á
sínu valdi að setja slík ákvæði í
reglugerðina um framkvæmd á lög-
um um málefni aldraðra. Einnig
hefur heilbrigðisráðherra það á sínu
valdi að semja við hjúkrunarheim-
ilin um hærri daggjöld fyrir þennan
hóp til að koma til móts við auknar
þarfir um hjúkrun og margvíslega
þjónustu, sem gæti liðkað fyrir inn-
töku.
8. júní síðastliðinn sendum við
ákall um viðbrögð til heil-
brigðisráðherra, Landlæknis og
Velferðarnefndar Alþingis um mál-
efni tveggja skjólstæðinga í neyð en
þegar þetta er skrifað, rúmum mán-
uði síðar, höfum við enn ekki fengið
nein efnisleg svör og skjólstæðingar
okkar eru enn á vergangi í kerfinu.
Að okkar mati er úrvinnsla mála
skjólstæðinga okkar klárlega mann-
réttindabrot og krefjumst við þess
enn og aftur að úr málum þeirra
verði leyst hið fyrsta, þar sem þessir
einstaklingar og aðstandendur
þeirra búa við mikla neyð.
Í dag eru 146 einstaklingar yngri
en 67 ára á hjúkrunarheimilum, 91
karlar og 55 konur, skv. upplýs-
ingum frá Landlækni, og 33 eru á
biðlista eftir hjúkrunarrými. MS-
félags Íslands og Parkinson-
samtökin telja mikilvægt að stjórn-
völd leggi áherslu á að mæta þörf-
um yngri hjúkrunarsjúklinga og
horfa til þess hvernig hægt sé
bregðast við þeirri neyð sem uppi
er.
Neyð yngri
hjúkrunarsjúklinga
Eftir Björgu Ástu
Þórðardóttur og
Vilborgu Jónsdóttur
» Að okkar mati er úr-
vinnsla mála skjól-
stæðinga okkar klárlega
mannréttindabrot og
krefjumst við þess enn
og aftur að úr málum
þeirra verði leyst hið
fyrsta, þar sem þessir
einstaklingar og að-
standendur þeirra búa
við mikla neyð.
Björg Ásta
Þórðardóttir
Björg Ásta er formaður MS-félags
Íslands og Vilborg formaður
Parkinsonsamtakanna.
Vilborg
Jónsdóttir
Þann 6. júlí síðast-
liðinn birti Morgun-
blaðið ritstjónargrein
með titlinum „Eitt
ríki, eitt vont kerfi“
þar sem komið var
fram með óréttmætar
ásakanir og stað-
reyndir túlkaðar með
hlutdrægum hætti,
varðandi nýja löggjöf
til varnar þjóðaröryggi
í Hong Kong. Auk
þessa voru settar fram órökstuddar
athugasemdir varðandi málefni
Hong Kong. Kína harmar sterklega
þessi ummæli og lýsir andstöðu við
þessa túlkun.
Í ritstjórnargreininni er því haldið
fram að löggjöfin vegi að kerfinu
„eitt ríki, tvö kerfi“ og hafi umbreytt
því í kerfi sem kalla mætti „eitt ríki,
eitt vont kerfi“ og gagnrýndi Beijing
fyrir að brjóta í bága við skuldbind-
ingar og skyldur Kína sem kveðið
var á um í hinni sameiginlegu yfir-
lýsingu milli Bretlands og Kína
vegna Hong Kong. Þessar ásakanir
eiga við engin rök að styðjast og
hafa þann eina tilgang að valda rugl-
ingi.
Í fyrsta lagi, í öllum ríkjum, bæði
sjálfstæðum ríkjum og ríkja-
samböndum, hefur ríkislöggjafinn
einn lögsögu í þeim málum er varða
þjóðaröryggi. Ríkisstjórn Kína inn-
leiddi þessa löggjöf með löglegum
hætti og í samræmi við stjórnarskrá
landsins, og stefnunni „eitt ríki, tvö
kerfi“ er á engan hátt stefnt í voða,
eða snúið upp í hið svokallaða „eitt
ríki, eitt kerfi“. Tilgangur lagasetn-
ingarinnar er að loka mikilvægum
glufum í lagasetningu Hong Kong
varðandi þjóðaröryggi, festa í sessi
grundvöll „eins ríkis“ og hámarka
öryggi fyrir Hong Kong, en á sama
tíma beisla styrkleika „tveggja
kerfa“ sem eru byggð á grunninum
„eitt ríki“, sem mun efla kerfið „eitt
ríki, tvö kerfi“ til lengri tíma litið.
Í öðru lagi er hinn lagalega grunn
fyrir því að kínverska ríkisstjórnin
stjórni í Hong Kong að finna í kín-
versku stjórnarskránni og í
stjórnarskrá sjálfstjórnarhéraðsins
Hong Kong. Hin sameiginlega
bresk-kínverska yfirlýsing hefur
ekki gildi í þessu samhengi. Þegar
Kína tók við yfirráðum aftur yfir
Hong Kong árið 1997 voru öll skil-
yrði varðandi Bretland í sameig-
inlegu yfirlýsingunni uppfyllt. Bret-
land hefur engin yfirráð, lögsögu eða
rétt til eftirlits í Hong Kong eftir að
héraðinu var skilað aftur heim.
Grundvöllur stefnunnar sem snýr að
Hong Kong, sem kveðið er á um í
sameiginlegu yfirlýsingunni, snýr á
engan hátt að Bretlandi, heldur yfir-
lýsingu Kína. Þessi stefna hefur
ekkert breyst og mun Kína halda
áfram að virða stefnuna.
Í ritstjórnargreininni koma fram
órökstuddar ásakanir og rangtúlk-
anir varðandi það að löggjöfin grafi
undan mannréttindum og frelsi íbúa
Hong Kong.
Grunnur þjóðaröryggislagasetn-
ingarinnar er að mannréttindi séu
virt og stuðlað sé að jafnvægi á milli
frelsis og regluverks. Í reglugerð-
inni kemur skýrt fram að íbúar
Hong Kong skuli njóta réttinda og
frelsis, og þar með talið frelsis til
tjáningar, fjölmiðlunar, útgáfu-
starfsemi, félagafrelsis, réttarins til
að koma saman og til að mótmæla á
friðsamlegan hátt samkvæmt lögum.
Lagasetningin er í samræmi við
grundvallarreglu þeirra mannrétt-
inda sem réttarríkið er byggt á.
Þjóðaröryggi má ekki vera ógnað
undir yfirskyni mannréttinda og
frelsis. Það er því nauðsynlegt að
gera skýran greinarmun á tjáning-
arfrelsi og málflutningi sem grefur
undan almannahagsmunum og rétt-
indum og hagsmunum annarra íbúa.
Það eru sambærileg ákvæði í
stjórnarskrá yfir 100 annarra þjóð-
ríkja, í alþjóðasáttmálanum um
borgaraleg og stjórn-
málaleg réttindi og í
mannréttindasáttmála
Evrópusambandsins og
kveða þau á um að
grundvallarmannrétt-
indi og frelsi þegna
skuli ekki ógna þjóðar-
öryggi, eða almanna-
hagsmunum.
Í ritstjórnargreininni
er ýjað að því að laga-
setningin taki til óljóst
skilgreindra brota og
því geti kínversk yfirvöld misnotað
lagasetninguna til að kúga þegnana.
Hræðsluáróður sem þessi gerir ekk-
ert annað en að ýta undir ónauðsyn-
legan ótta og áhyggjur. Ríkisstjórn
Kína hefur veitt heimastjórn Hong
Kong lögsögu yfir miklum meiri-
hluta þeirra mála sem tengjast
þjóðaröryggi á svæðinu og fram-
fylgir þeim einungis í undantekn-
ingartilfellum samkvæmt ströngu
samþykktarferli. Löggjöfin sem um
ræðir tekur til nútíma réttarfars-
reglna, svo sem viðeigandi skilgrein-
ingum og refsingum fyrir skilgreind
afbrot, að menn séu saklausir uns
sekt er sönnuð, og að lögin séu ekki
afturvirk. Löggjöfin setur skýr
mörk og reglur um framkvæmd lag-
anna og sér til þess að skrifstofa
þjóðaröryggismála ríkisstjórnar-
innar í sjálfstjórnahéraðinu Hong
Kong muni fylgja lögunum í hví-
vetna og skuli sæta eftirliti til að
tryggja það. Lagasetningin tekur
einungis til afmarkaðra glæpa og
starfsemi sem gæti stefnt þjóðar-
öryggi ríkisins alvarlega í hættu.
Lagasetningin felur alls ekki í sér að
sjálfkrafa sé litið á mótmælendur
eða lýðveldissinna sem „óvini“ og
lagasetningin mun engin áhrif hafa á
löghlýðna íbúa Hong Kong. Hong
Kong býr yfir fjölbreyttu pólitísku
kerfi og hefur kerfið „eitt ríki, tvö
kerfi“ í Hong Kong nú þegar endur-
speglað pólitískan sveigjanleika kín-
versku ríkisstjórnarinnar.
En eins og öll önnur kerfi hefur
kerfið „eitt ríki, tvö kerfi“ sín tak-
mörk. Eins og annars staðar ber
íbúum að virða lögin og ættu að
virða grundvallarreglur ríkisins.
Lagasetningin dregur skýr mörk
eins og hið tvíeggja sverð Damókles-
ar sem hangir yfir höfðum þeirra
and-kínversku afla sem hafa staðið
fyrir upplausninni í Hong Kong.
Þeir sem halda áfram að ögra lög-
unum geta átt von á því að vera
dregnir til ábyrgðar.
Hong Kong er hluti af Kína. Mál-
efni Hong Kong eru innanríkismál í
Kína. Þessi lagasetning er til að
styrkja löggjöf til verndar þjóðar-
öryggi í einu héraði Kína, og er í
fullu samræmi við væntingar íbúa
Hong Kong um friðsælt líf, en því
hefur verið stefnt í hættu síðasta ár-
ið vegna óróa í þjóðfélaginu. Ég von-
ast til að stofnskrá Sameinuðu þjóð-
anna verði að fullu virt þar sem sú
grundvallarregla er sett fram að
virðing skuli ríkja gagnvart fullveldi
og að ekkert ríki hafi rétt til að
hlutast til um innanríkismál annarra
ríkja. Ég vonast einnig til að mönn-
um auðnist að líta á löggjöfina með
yfirveguðum og óhlutdrægum hætti
og að það náist að vinna að því lang-
tímamarkmiði að í Hong Kong ríki
friður og velmegun.
Ritstjórnargrein um
Hong Kong svarað
Eftir Le Shuang
Le Shuang
» Talsmaður kín-
verska sendiráðsins
á Íslandi svarar ómak-
legri gagnrýni í rit-
stjórnargrein Morgun-
blaðsins vegna nýrrar
lagasetningar til varnar
þjóðaröryggi í Hong
Kong.
Höfundur er talsmaður kínverska
sendiráðsins á Íslandi.