Morgunblaðið - 11.07.2020, Blaðsíða 30
30 MESSUR Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2020
Það er ekki létt
verk fyrir mig að
skrifa minningar-
orð um Skafta,
þennan sómadreng sem ég
kynntist þegar hann hóf störf í
slökkviliðinu á Keflavíkurflug-
velli 1975.
Lengst af hefur það verið
veiðiskapur sem hefur tengt
okkur saman og þá allur veiði-
skapur í sjó, ám og vötnum.
Skafti var mikið náttúrubarn
og honum leið hvergi betur en
þegar hann var að lalla á milli
veiðistaða og naut þess að vera
úti í náttúrunni og ekki
skemmdi félagsskapurinn í
kringum Skafta, hann var allt-
af góður.
Ég man alltaf þegar við fór-
um saman í Eyrarvatn 1979 og
hann ætlaði að kenna mér að
veiða lax. Það mátti ekki á
milli sjá hvor okkar var glað-
ari, ég eða kennarinn, þegar 7
p hrygna lá á bakkanum á milli
okkar en ég veiddi.
Það var líka eftirminnilegt
þegar ég landkrabbinn fór með
Skafta í minn fyrsta og eina
róður á 11 tonna trillu sem
Skafti og Ragnar Ragnarsson
félagi okkar tóku á leigu og
voru á honum á línu einn
vetur.
Auðvitað bilaði báturinn í
skítabrælu og var báturinn
dreginn í land af 250 t netabát.
Við togið kastaðist þessi litla
skel út og suður og ég var viss
um að þetta væri mitt síðasta.
Ég kvartaði en hann skellihló
og dottaði í rólegheitum.
Svona var Skafti.
Ég var líka með Skafta í
fyrsta skipti sem ég fór í golf
en hann spilaði mikið golf og
mér fannst alltaf eins og að
hann þekkti hverja einustu
þúfu á sínum ástkæra Sand-
gerðisvelli en þar var hann
löngum stundum í sínum frí-
tíma.
Það var eins með golfið og
veiðina, alltaf var hann tilbú-
inn að leiðbeina og hjálpa ef
honum fannst eitthvað vera
eins og það átti ekki að vera.
Það var svo árið 2004 sem
við félagar í Veiðifélaginu Víð-
förla samþykktum að taka
Skafta inn í hópinn og var það
mikið gæfuspor og þá sérstak-
lega fyrir yngri félaga okkar.
Eins og áður sagði var Skafti
óþreytandi að kenna öllum og
leiðbeina með stangir, hjól, lín-
ur og þá sérstaklega veiðiað-
ferðir en það eru ekki margir
sem hafa veitt eins víða og
Skafti.
Þá var Skafti hrókur alls
fagnaðar í veiðiferðum fé-
lagsmanna spilaði gúrku við
hvert tækifæri og sagði enda-
lausar veiðisögur.
Skafti Þórisson
✝ Skafti Þóris-son fæddist 6.
september 1941.
Hann lést 29. júní
2020.
Útförin fór fram
10. júlí 2020.
Þegar hann var
kominn í sagna-
gírinn lá við að
andlitin dyttu af
mönnum sem ekki
höfðu heyrt þær
áður og efuðust
margir um sann-
leiksgildi sumra
þeirra. En það
veit ég, sem hef
hlustað á þær
flestallar, að þær
eru sannar og það sem gerir
þær svona skemmtilegar er að
Skafti lék þær oft líka með
miklum tilþrifum og þá var
mikið hlegið.
Öll börnin mín, tengdabörn
og sonasynir voru svo lánsamir
að kynnast og/eða vera í veiði
með Skafta og það er ósjaldan
sem þeir minnast á hann með
miklu þakklæti fyrir kennsluna
sem þeir að sjálfsögðu búa að
alla ævi.
Það var eins í slökkviliðinu,
hann var mikill félagi þar og
naut mikils traust hjá öllum
starfsmönnum liðsins og var
hann trúnaðarmaður slökkvi-
liðsmanna í nokkur ár. Þá var
Skafti kosinn formaður Félags
slökkviliðsmanna á Keflavíkur-
flugvelli á miklum umbrota-
tímum á vellinum og gegndi
þeirri stöðu í nokkur ár og
gerði hann það af mikilli prýði.
Að lokum viljum við Björg
þakka Skafta fyrir samveruna
og vonum að hann eiga góða
heimkomu hvert sem hann fer.
Þá viljum við veiðifélagar hans
í Víðförla votta börnum hans
og mökum þeirra og fjölskyldu
hans allri okkar dýpstu sam-
úðarkveðjur og þökkum fyrir
lánið á þessum góða dreng. Við
öll höfum misst góðan félaga
og vin en minningin lifir.
Jónas Marteinsson.
Það var sárt að fá fréttir af
andláti Skafta vinar míns og
vinnufélaga til margra ára.
Fyrstu kynni okkar Skafta
voru þegar ég byrjaði í slökkvi-
liði Keflavíkurflugvallar árið
1978. Það sem einkenndi
Skafta var gleði og jákvæðni.
Við misjafnar aðstæður á vakt-
inni að nóttu sem degi sá
Skafti alltaf ljósið, gerði gott
úr hlutunum og lagði sig alltaf
fram um að leysa sem best úr
málum.
Margar góðar stundir áttum
við saman við bridsborðið en
Skafti var góður á því sviði
sem og í öðru sem hann tók sér
fyrir hendur. Við Anna eigum
margar góðar minningar um
Skafta frá þeim tíma þegar við
byggðum húsið okkar. Skafti
sá um að múra húsið að utan
og ég var handlangarinn og
lærlingurinn en Skafti kenndi
mér margt á þessum tíma
varðandi múrverk.
Bestu minningar mínar um
Skafta eru frá þeim tíma þegar
hann var formaður Félags
slökkviliðsmanna á Keflavíkur-
flugvelli. Þegar Skafti tók að
sér formennsku í félaginu voru
erfiðir tímar hjá okkur slökkvi-
liðsmönnum á Keflavíkurflug-
velli og þar fengum við mann í
forystu sem lagði sig fram af
lífi og sál með hagsmuni félag-
anna í fyrirrúmi.
Á þessum árum starfaði ég
náið með Skafta og dáðist að
áhuga hans og drifkrafti í okk-
ar þágu, vil ég þakka Skafta
fyrir ómetanlegt framlag hans
til Félags slökkviliðsmanna á
Keflavíkurflugvelli.
Eftir að leiðir okkar skildi
við starfslok í slökkviliðinu
lágu leiðir okkar saman stöku
sinnum á golfvellinum en eins
og á öðrum sviðum var Skafti
mjög liðtækur í golfi.
Nú hefur Skafti kvatt okkur
en minningin um frábæran fé-
laga lifir áfram og kveð ég
þennan mikla meistara með
miklum söknuði.
Ég votta öllum ættingjum og
vinum Skafta mína innilegustu
samúð.
Ó. Ingi Tómasson.
Vertu sæl, vor litla ljúfan blíða,
líf sé Guði, búin ertu’ að stríða.
Upp til sælu sala
saklaust bam án dvala.
Lærðu ung við engla Guðs að tala.
(Matthías Jochumsson)
Elsku Bjarghildur Vaka, litla
stelpuskott, með sterkt nafn, svo
brothætt og viðkvæm frá fyrstu
tíð, svo hlédræg og þögul með
fallegan rauðljósan makkann.
Við sitjum eftir vanmáttug
með sálarsár og spyrjum okkur
spurninga sem engin svör eru við
og óskir sem ekki verða.
Hvíl í friði, elsku litla hjarta.
Minning þín er ljós þess lífs
sem þú lifðir, elsku Bjarghildur
Vaka.
Afi Hákon
og Kristín (Stína).
Þú komst í heiminn samferða
bróður þínum. Lífið faðmaði ykk-
ur og bauð velkomin. Við tóku
falleg æskuár og margs góðs er
að minnast.
Ég man litla rauðhærða snót í
sveitinni hjá ömmu sinni og afa;
vaða í læknum, hlaupa berfætta
Bjarghildur Vaka
Einarsdóttir
✝ BjarghildurVaka Einars-
dóttir fæddist 16.
janúar 1998. Hún
lést 27. júní 2020.
Útför Bjarghild-
ar fór fram 9. júlí
2020.
út á túni, fara í
hestaferðir um fjöll
og firnindi þar sem
sagðar voru sögur,
sungið og hlegið. Þá
var gott að vera til.
Svo urðu kafla-
skil. Þú varðst út
undan, utanvelta og
varðst fyrir einelti.
Þú varðst fyrir
meinsemd sem nær-
ist í einföldu sam-
félagi manna. Eftir sast þú með
opið sár og brosið þitt bjarta
dofnaði. Mömmukoss dugði ei til
og verndarvængur bróður þíns
var fjöðrum sínum reyttur.
Nýtt upphaf á nýjum stað og
vonin kviknaði á ný. Lífið spurði
eftir þér og vildi fá þig með út að
leika.
En skugginn lét þig ekki í
friði. Enginn leitar augna minna,
sagðir þú og skuggavera þín
leiddi þig í djúpan dal. Lífið tók á
sig ýmsar skuggamyndir. Þetta
er tímabil sem líður hjá vonuðum
við.
En þig hafði vetur merkt,
grimmur geirsoddur. Pabba-
faðmur dugði ei til og þú heyrðir
ekki umhyggjuorð systkina
þinna. Skuggamynd þín teymdi
þig í burtu frá okkur og þú
hvarfst inn í eilífðina.
Ég er þakklát fyrir þann
stutta en dýrmæta tíma sem við
áttum með þér, elsku Bjarg-
hildur.
Minning þín mun lifa áfram í
hjörtum okkar. Góða ferð í
sumarlandið.
Ragnhildur Helgadóttir.
ÁRBÆJARKIRKJA | Sumarleg helgi-
stund og ferming kl. 11. Sr. Petrína
Mjöll Jóhannesdóttir flytur hugvekju og
þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Árbæj-
arkirkju leiða sönginn og Benjamín Gísli
Einarsson leikur á flygilinn. Kaffi og
spjall eftir stundina.
ÁSKIRKJA | Helgihald fellur niður
vegna sumarleyfa sóknarprests og
starfsfólks Áskirkju. Næst verður
messað í kirkjunni sunnudaginn 9.
ágúst 2020 kl. 11.
BÚSTAÐAKIRKJA | Kvöldmessa
sunnudaginn 12. júlí kl 20. Kvöld-
messa með léttri stemmingu, séra Eva
Björk Valdimarsdóttir leiðir stundina,
Anna Sigríður Helgadóttir syngur létt
sumarlög við undirleik Þórðar Sigurðs-
sonar orgelleikara og messuþjónar að-
stoða í helgihaldinu.
DIGRANESKIRKJA | Yfir sumar-
tímann er samstarf milli kirknanna í
Kópavogi um helgihald. Sunnudaginn
12. júlí kl. 11. er guðsþjónusta með
skírn í Hjallakirkju. Guðsþjónustan er í
umsjá sr. Gunnars Sigurjónssonar og
Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista.
Boðið er upp á kaffi og meðlæti að lok-
inni guðsþjónustu.
DÓMKIRKJA KRISTS KONUNGS,
Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30
á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á
pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl.
18, og má., mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 18
er vigilmessa og messa á pólsku kl.
19.
DÓMKIRKJAN | Guðsþjónusta klukk-
an 11. Prestur séra Elínborg Sturlu-
dóttir, félagar úr Dómkórnum leiða
sönginn.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Hádegisbæn í
Safnaðarheimili alla þriðjudaga kl.
12:15. Orgeltónleikar í kirkjunni sunnu-
daginn 12. júlí kl. 20. Jónas Þórir og ís-
lensku þjóðlögin. Aðgangseyrir 2.500
kr.
EGILSSTAÐAPRESTAKALL | Árleg
útimessa í dreifbýli Egilsstaðapresta-
kalls fer að þessu sinni fram á flötinni
við Geirsstaðakirkju í landi Litla-Bakka í
Hróarstungu (við Tunguveg nr. 925)
sunnudaginn 12. júlí kl. 16. Prestur er
Þorgeir Arason og Torvald Gjerde leikur
á harmoniku undir sálmasöng. Skúli
Björn Gunnarsson segir frá Geirsstaða-
kirkju og tilgátunum að baki bygging-
unni.
Gott að taka með sér til messunnar
eitthvað til að sitja á og ekki spillir
nestisbiti fyrir messukaffi í lokin.
GRAFARVOGSKIRKJA | Kaffihúsa-
messa verður í Grafarvogskirkju sunnu-
daginn 12. júlí kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sig-
urðardóttir þjónar.
GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta
sunnudag kl. 11. Organisti er Ásta Har-
aldsdóttir, félagar úr kór Grensáskirkju
syngja. Prestur er Eva Björk Valdimars-
dóttir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Sumar-
kirkjan, samstarfsverkefni kirkna í
Hafnarfirði og Garðabæ. Guðsþjónusta
í Garðakirkju á Álftanesi kl. 11. Sr. Þór-
hildur Ólafs leiðir stundina. Organisti er
Kristín Jóhannesdóttir. Kaffisopi á eftir
í Króki.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11.
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og
þjónar fyrir altari. Messuþjónar að-
stoða. Félagar úr Mótettukór Hallgríms-
kirkju syngja. Organisti er Tómas Guðni
Eggertsson. Hádegismessa miðvikud.
kl. 12. Bænastundir kl. 12 fimmtudag
og föstudag. Orgeltónleikar fimmtudag
kl. 12.30. Matthías Harðarson leikur.
HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11. Una Dóra Þorbjörnsdóttir syngur
einsöng og leiðir safnaðarsöng. Gísli
Magna leikur á píanó. Prestur er séra
Helga Soffía Konráðsdóttir.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Yfir
sumartímann er samstarf milli kirkn-
anna í Kópavogi um helgihald. Sunnu-
daginn 12. júlí kl. 11. er guðsþjónusta
með skírn í Hjallakirkju. Guðsþjónustan
er í umsjá sr. Gunnars Sigurjónssonar
og Láru Bryndísar Eggertsdóttur organ-
ista. Boðið er upp á kaffi og meðlæti að
lokinni messu.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu-
dagaskóli. Guðsþjónusta kl. 20. Tónlist
er í höndum Óskars Einarssonar . Sr.
Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.
NESKIRKJA | Kaffihúsaguðsþjónusta
í safnaðarheimilinu kl. 11. Söngur,
hressing og samfélag um Guðs orð.
Kaffi og myntute úr garði Neskirkju auk
vatns og safa í boði. Börnin fá myndir
og liti. Ef veður er mjög gott verður
guðsþjónustan færð út í garð. Félagar
úr kór Neskirkju syngja og leiða söng á
stundinni, prestur er sr. Steinunn Arn-
þrúður Björnsdóttir.
NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarð-
vík | Kvöldmessa í Njarðvíkurkirkju kl.
20. Sr. Baldur Rafn þjónar til altaris og
félagar úr kirkjukórnum leiða söng undir
stjórn Stefáns H. Kristinssonar.
SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson predikar
og sönghópur undir stjórn Hjördísar
Geirsdóttur syngur. Fermd verður ein
stúlka í athöfninni.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa
kl. 11. Sr. Egill Hallgrímsson annast
prestsþjónustuna. Organisti er Jón
Bjarnason. Í messunni verður flutt tón-
list frá sumartónleikum helgarinnar er
Hildigunnur Halldórsdóttir og Halldór
Bjarki Arnarson flytja tónlist eftir Jo-
hann Sebastian Bach.
SLEÐBRJÓTSKIRKJA í Jökulsár-
hlíð | Sumarmessan á Sleðbrjót verður
sunnudaginn 12. júlí kl. 14. Prestur Þor-
geir Arason. Organisti Jón Ólafur Sig-
urðsson. Kór Kirkjubæjar- og Sleð-
brjótskirkna syngur. Meðhjálpari
Margrét Dögg Guðgeirsd. Hjarðar.
VALLANESKIRKJA | Messa laugar-
daginn 11. júlí kl. 14. – Ferming. Sr.
Þorgeir Arason. Organisti Torvald
Gjerde. Kór Vallaness og Þingmúla
syngur.
Morgunblaðið/Brynjar GautiSkálholtskirkja.
á morgun
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Emilía Jónsdóttir,
félagsráðgjafi
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017