Morgunblaðið - 11.07.2020, Page 38
38 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2020
Góð þjónusta í tæpa öld
10%afslátturfyrir 67 ára
og eldri
60 ára Júlía ólst upp í
Nígeríu fyrstu árin en
síðan í Reykjavík og er
búsett í Kópavogi. Júlía
er hjúkrunarfræðingur
og ljósmóðir að mennt
og er verkefnastjóri á
Heilsugæslunni í
Garðabæ.
Maki: Stefán Jóhannesson, f. 1963,
framkvæmdastjóri Þekkingar.
Börn: Helga Þórey, f. 1978, Sara María, f.
1980, Jóhannes, f. 1988, Alexander, f.
1990, Hugrún Hanna, f. 1992, og Stefán
Örn, f. 1998. Stjúpbarn er Andri, f. 1985.
Barnabörn eru átta og eitt langömmu-
barn.
Foreldrar: Ómar Tómasson, f. 1934, d.
1970, flugstjóri, og Patricia Ann Hardy, f.
1940, fv. bókari, bús. í Manchester.
Júlía Linda Ómarsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ert svo sjálfstæður að stundum
manstu ekki eftir því að biðja um hjálp.
Reyndu að minna þig á forgengileika hlut-
anna.
20. apríl - 20. maí
Naut Ákafi þinn kallar á hrifningu annarra
og aðdáun svo það er eins gott að þú getir
fylgt honum eftir af fullum krafti. Gerðu
þitt til að ná fram jákvæðum breytingum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Deilur um eignir eða peninga
geta spillt vináttu. En líttu ekki of lengi um
öxl því það er framtíðin sem skiptir máli.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Vertu ekki stífur og þver því með
því ertu að grafa þína eigin gröf. Gættu
þess bara að ganga ekki á rétt annarra.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er undir sjálfum þér komið hvort
samskipti þín eru góð eða slæm við annað
fólk. Samstarfsfólk þitt getur líka komið
þér á óvart með einhverjum hætti.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Samstarfsmenn þínir bera traust til
þín og leita aðstoðar þinnar þegar á
bjátar. Gættu þess samt sem áður að fara
varlega með fé annarra.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ekki reyna að sannfæra aðra um þitt
sjónarmið núna. Sýndu þínar bestu hliðar
til þess að allt fari vel.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú þarft að leggja þitt af
mörkum til þess að vináttan dafni. Ef þú
misstígur þig hvergi muntu uppskera
ánægjuleg laun erfiðis þíns í aðdáun
vinnufélaga þinna.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Til að komast af er þér nauð-
synlegt að hafa frelsi. Vertu samt við-
búin/n því að stórir og góðir hlutir geti
reynst erfiðir meðan á þeim stendur.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þér kann að finnast eigin til-
finningasemi fullmikil í dag. En það er
nauðsynlegt svo krefjandi verkefni verði
leyst eins og vera ber.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Gættu þess að ganga ekki svo
hart fram að þú bíðir tjón á heilsu þinni.
Reyndu að skapa sjálfum þér sóknarfæri
og fylgdu þeim svo fast eftir.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér finnast of margir sækja að þér
í einu og vilt því leita uppi einveruna. Hug-
urinn dvelur hugsanlega við ferðaáætlanir
eða einhvern sem er langt í burtu.
50 ára starf varðandi skip, þá fylgist
maður eins og hægt er með afla-
brögðum þeirra skipa sem maður
hefur hannað og sjóhæfni þeirra. Í
síðustu viku las ég mér til ánægju
að þrír aflahæstu ísfisktogararnir í
síðasta mánuði voru ms. Drangey,
ms. Málmey og ms. Björgúlfur, sem
eru allir hannaðir af mínu fyrir-
tæki.“
Bárður er hluthafi og situr í
stjórn Nautic ehf., sem er hönn-
unarfyrirtæki í skipahönnun, sem
starfar aðallega á erlendum mark-
aði, einkum í Rússlandi með stóra
skrifstofu í Pétursborg.
Bárður tók þátt í rekstri Hand-
knattleiksdeildar ÍR um nokkra ára
skeið og hefur verið virkur í stjórn
sumarhúsafélags í Skorradal í þó
stúdent frá stærðfræðideild MA
1965, tók fyrrihlutapróf í vélaverk-
fræði frá Háskóla Íslands 1968 og
MS-próf í skipaverkfræði í janúar
1972 frá DTH í Kaupmannahöfn.
Bárður starfaði þrjá mánuði á
Siglingamálastofnun Íslands 1972
og var ráðinn eftirlitsmaður með ný-
smíði á sex skuttogurum fyrir ís-
lenska útgerðarmenn, sem byggðir
voru í Flekkefjord í Noregi 1972-
1974. Hann stofnaði verkfræðistof-
una Skipatækni ehf. ásamt Ólafi H.
Jónssyni 1974 (d. 1984) og hefur
starfað þar síðan við hönnun á ný-
smíði skipa og breytingar á skipum,
eftirlit, samningagerð o.fl. Skipa-
tækni hefur hannað stóran hluta af
farsælustu og endingarbestu fiski-
skipum íslenska flotans. „Eftir nær
B
árður Hafsteinsson
fæddist 11. júlí 1945 á
Ísafirði og bjó þar
samfellt þar til hann
fór í Menntaskólann á
Akureyri. „Það var gott að alast
upp á Ísafirði sem var lítið sam-
félag, þar sem allir þekktust. Ég
bjó alla tíð í Túngötu nr. 1, efri-
bæjarpúki, eins og það var kallað.
Ég man eftir því að Torfnes-slipp-
urinn var vinsælt leiksvæði okkar
strákanna í þessum bæjarhluta.
Rækjuverksmiðja var byggð á
Torfnesinu á þessum árum og fékk
maður vinnu þar á sumrin við að
pússa dósirnar eftir að þær komu
úr suðunni. Þetta var fyrsta laun-
aða starfið að mig minnir. Síðan tók
við vegavinna og uppskipun úr síðu-
togurunum Ísborgu og Sólborgu,
sem voru nýsköpunartogararnir á
Ísafirði. Stundum fékk maður ekki
vinnu við löndun og þá fór maður
heim og hnýtti net, sem var notað í
trollið á þessum síðutogurum. Ég
var handlangari hjá múrurum í
nokkur sumur og var það mjög góð-
ur skóli, sérstaklega er maður fór
sjálfur að byggja sitt eigið hús.“
Í kringum fermingu vann Bárður
á sumrin hjá Skipasmíðastöð
Marselíusar á Ísafirði. „Þá var enn
verið að smíða tréskip þar og var
það fróðlegt að kynnast því hand-
verki. Ég man svo eftir því þegar
fyrsta stálið fyrir fyrstu nýsmíðina
kom frá Noregi og við vorum settir
í það að landa því á Ísafirði. Þarna
var hugurinn farinn að reika um
framtíðarstarf varðandi skipin.
Sumarstörfin á menntaskólaárun-
um voru í skipasmíðastöðinni á Ísa-
firði. Þetta voru mjög lærdómsrík
störf fyrir unglinga á þessum árum
og sá maður það glöggt, er ég hóf
nám við DTH í Kaupmannahöfn,
hvað við Íslendingarnir höfum fjöl-
breytta starfsreynslu miðað við
dönsku félaga okkar.“
Bárður var virkur í starfi
skátafélagsins Einherja á Ísafirði á
meðan hann var á Ísafirði, spilaði í
Lúðrasveit Ísafjarðar um skeið og
stundaði skíðaíþróttina á Ísafirði.
Eftir nám við barna- og gagn-
fræðaskóla Ísafjarðar varð Bárður
nokkur ár. „Vegna starfsins hef ég
ferðast víða um heiminn, auk
Evrópulanda, til Kína, Nýja-
Sjálands, Chile og nú síðustu árin
Tyrklands. Helsta áhugamálið síð-
ustu árin hefur verið fjölskyldulífið,
fylgjast með uppvexti barnabarn-
anna, sumarbústaðurinn í Skorra-
dal, svo og ferðalög til útlanda með
eiginkonunni og gömlum skóla-
félögum.“
Fjölskylda
Eiginkona Bárðar er Edda Gunn-
arsdóttir, f. 2.10. 1948, leikskóla-
kennari. Þau eru búsett í Reykjavík.
Foreldrar Eddu: Hjónin Gunnar
Tómasson, f. 26.3. 1919, d. 14.9.
1989, vélaverkfræðingur, og Doris
Jessen, f. 25.9. 1925 í Kaupmanna-
Bárður Hafsteinsson, skipaverkfræðingur og framkvæmdastjóri – 75 ára
Ljósmynd/Bjarni Felix Bjarnason
Fjölskyldan Myndin er tekin 2018 en á hana vantar yngsta barnabarnið, Arnar Felix Pálmason.
Hannar endingargóða togara
Kaldbakur EA-1 Það fyrsta af fjórum systurskipum sem voru smíðuð í Tyrk-
landi fyrir Íslendinga, hannað af Skipatækni, á heimleið í febrúar 2017.
Hjónin Edda og Bárður þegar hann
hlaut fálkaorðuna 17. júní sl.
50 ára Svanur er
Vestmannaeyingur,
fæddur þar og uppal-
inn. Hann er vélfræð-
ingur að mennt frá
Vélskóla Íslands og er
vélstjóri á Herjólfi.
Svanur situr í knatt-
spyrnuráði ÍBV, er frímúrari og er vara-
maður í stjórn Félags vélstjóra og málm-
iðnaðarmanna.
Maki: Ingunn Arnarsdóttir, f. 1976, skóla-
liði í Grunnskóla Vestmannaeyja.
Dætur: Helga Sigrún, f. 2002, Anna Mar-
grét, f. 2006, og Lilja Kristín, f. 2009.
Foreldrar: Helga Björgvinsdóttir, f. 1941,
d. 2000, fiskvinnslukona, og Gunnsteinn
Jón Ársælsson, f. 1923, d. 1996, fiski-
matsmaður. Þau voru búsett í Vest-
mannaeyjum.
Svanur Gunnsteinsson
Til hamingju með daginn
Garðabær Pétur Darri fæddist 23. ágúst
2019 kl. 3.53. Hann vó 4.455 g og var 52
cm langur. Foreldrar hans eru Guðrún
Sigurðardóttir og Þröstur Pétursson.
Nýr borgari