Morgunblaðið - 11.07.2020, Page 41

Morgunblaðið - 11.07.2020, Page 41
ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2020 Þeir sem leggja fyrir sig at- vinnumannsferil í liðsíþróttum fara vandrataða leið. Að vera á réttum stað á réttum tíma og taka rétta ákvörðun um næsta skref á ferlinum er mikil kúnst. Það hefur verið gaman að fylgjast með ferli körfubolta- mannsins Martins Hermanns- sonar frá því hann hélt í atvinnu- mennsku til Frakklands árið 2016. Hann hefur tekið réttu skref- in. Fór í frönsku B-deildina, það- an í A-deildina, og frá Frakklandi til eins besta liðs Þýskalands, og um leið í Euroleague. Eftir að hafa unnið stóru titlana í Berlín og leikið til úrslita í Evrópu- keppni liggur leiðin í bestu deild í Evrópu, með Valencia á Spáni. Alls staðar hefur Martin fest sig í sessi sem lykilmaður og hefur vaxið og þroskast með hverju verkefni. Við höfum svo séð hann á sama tíma verða sí- fellt mikilvægari hlekk og leið- toga í íslenska landsliðinu. Hann mun án efa halda sínu striki hjá Valencia, sem hefur fengið Martin til sín til að gegna stóru hlutverki, ekki bara til að auka breiddina í hópnum. En svo er það mínusinn við velgengni körfuboltamanna. Þar sem deildirnar Euroleague og EuroCup eru reknar af sjálf- stæðu fyrirtæki, eins og NBA, án aðkomu Alþjóða körfuknattleiks- sambandsins, eru möguleikar þeirra sem þar spila á að leika með landsliðum sínum mjög tak- markaðir. Martin, Haukur Helgi og Tryggvi Snær eru á stærsta svið- inu í Evrópu, þeir eru allir í liðum sem eru í hópi þeirra bestu á Spáni og spila í Evrópukeppni. Þar með fáum við líkast til lítið að sjá til þeirra í landsliðsbúningi Íslands á næstu árum. Ekki er við þá að sakast og vonandi setja þeir sterkan svip á spænsku deildina á komandi vetri. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Handknattleiksmaðurinn Tumi Steinn Rúnarsson hefur gert tveggja ára samning við Val. Kemur hann til félagsins frá Aftur- eldingu, en Tumi er uppalinn hjá Val og lék þar áður en hann hélt í Mosfellsbæinn. Hefur Tumi verið á meðal bestu leikmanna Aftureld- ingar síðustu tvö ár og lykilmaður hjá yngri landsliðum Íslands. Tumi skoraði 45 mörk í 19 leikjum með Aftureldingu á síðustu leiktíð og var í fjórða sæti yfir markahæstu menn liðsins. Valur er ríkjandi deildarmeistari. Tumi aftur á heimaslóðir Morgunblaðið/Árni Sæberg Heim Tumi Steinn Rúnarsson er kominn heim á Hlíðarenda. Kjartan Henry Finnbogason og samherjar hans hjá Vejle þurfa að- eins eitt stig til viðbótar úr síðustu þremur leikjum sínum til að komast upp úr dönsku 1. deildinni í fótbolta og upp í úrvalsdeildina eftir 2:0- útisigur á Vendsyssel í gær. Viborg náði aðeins jafntefli gegn Fremad Amager og munar því níu stigum á liðunum þegar aðeins þrjár umferð- ir eru eftir. Kjartan komst ekki á blað í gær, en hann er markahæst- ur í deildinni með 17 mörk. Vejle féll á síðasta ári og virðist ætla að staldra stutt við í 1. deild. Þurfa eitt stig til viðbótar Ljósmynd/Vejle Nálægt Kjartan Henry Finn- bogason er nálægt sæti í efstu deild. SPÁNN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Martin Hermannsson hefur verið spenntur fyrir því að spila með spænska félaginu Valencia frá tólf ára aldri. Nú hefur sá draumur ræst því í gærmorgun tilkynnti Valencia formlega að samið hefði verið við Martin til næstu tveggja ára, auk þess sem þriðja árið er í samningn- um líka en Martin hefur möguleika á að fara annað að tveimur árum liðn- um. Um svokallaðan 2+1-samning er því að ræða. Martin sagði við Morgunblaðið í gær að áhugi sinn fyrir Valencia hefði vaknað þegar Jón Arnór Stef- ánsson lék með liðinu tímabilið 2006- 2007. „Ég fór þá með fjölskyldunni í frí til Alicante og við fórum og hittum Jón Arnór í Valencia. Þetta hefur verið mjög spennandi félag í mínum augum alla tíð síðan og ég er afar spenntur fyrir því að leika með því næstu árin. Það er ekki bara körfuboltinn sem heillar í Valencia, heldur líka lífið og borgin, góða veðrið og ströndin. Þetta verður allt annað en í Frakk- landi og Þýskalandi að þessu leyti, og svo er deildin á Spáni sú sterk- asta í Evrópu,“ sagði Martin. Hann þekkir líka vel til Valencia, liðsins og heimavallarins, eftir að hafa spilað þar þrisvar með Alba Berlín undanfarin tvö ár. Liðin léku til úrslita í EuroCup vorið 2019 þar sem Valencia vann einvígið 2:1 og liðin unnu sína heimaleiki. Í Euro- league í vetur vann svo Valencia fjórtán stiga sigur á Alba á heima- velli en leikurinn í Þýskalandi fór ekki fram vegna kórónuveirunnar. „Þeir höfðu yfirhöndina í öllum leikjunum á sínum heimavelli á móti okkur, enda er það gríðarlega sterkt vígi hjá þeim,“ sagði Martin og veit því vel að hverju hann gengur en honum er ætlað stórt hlutverk í liði Valencia næstu árin. „Þeir lögðu mikla áherslu á að fá mig en í vikunni var útlit fyrir að ég væri á leið til Fenerbahce í Tyrk- landi. Þá komu upp atriði í samn- ingnum sem ég var ekki ánægður með og um leið kom Valencia fram með mun betra tilboð og yfirbauð allt sem aðrir höfðu boðið. Ég talaði við þjálfarann og fékk sama fiðring og ég fékk þegar ég ákvað að semja við Alba Berlín fyrir tveimur árum.“ Breiddin er mest á Spáni Hann sagði að breiddin á Spáni gerði útslagið um að deildin þar væri sterkari en annars staðar í Evrópu. „Já, þetta er eina deildin í Evrópu þar sem topplið getur ekki bókað sigur gegn botnliðinu, liðin eru öll það sterk. Svo á Spánn fjögur lið í Euroleague, fleiri en nokkur önnur þjóð. Munurinn á Spáni og Þýska- landi er sá að Spánverjar eiga svo mikið af góðum körfuboltamönnum sem dreifast vel á liðin á meðan breiddin er minni í Þýskalandi og bestu þýsku leikmennirnir safnast saman í sterkustu liðunum.“ Frábært að vera þrír íslenskir „Svo verður frábært að við skul- um verða þrír Íslendingarnir í þess- ari sterku deild í vetur,“ sagði Mart- in en Haukur Helgi Pálsson samdi fyrr í vikunni við Andorra, sem var í sjötta sæti þegar keppni var hætt í mars, og Tryggvi Snær Hlinason leikur með Zaragoza sem var í þriðja sætinu. Öll liðin verða í Evrópu- keppni, Valencia og Martin í Euro- league, Andorra og Haukur í Euro- Cup og Zaragoza og Tryggvi í Meistaradeild FIBA. Dettur ekki í hug að kvarta Martin fékk að kynnast miklu leikjaálagi á síðasta tímabili því í þýsku deildinni eru spilaðir 34 leikir og svo eru 34 leikir líka í Euro- league. Síðan bætist við úrslita- keppni ef vel gengur. Sami fjöldi liða er á Spáni og í Þýskalandi. „Já, þetta eru 70-80 leikir á tíma- bili ef vel gengur, nánast eins og fjögur tímabil á Íslandi, en þó varð þetta allt styttra á þessu ári út af kórónuveirunni. Álagið er mikið en það er vel hugsað um okkur. Við er- um með breiðan og góðan hóp, eins og hjá Alba Berlín þar sem reynt var að láta mann ekki spila mikið meira en 20 mínútur í hverjum leik og dreifa álaginu sem mest á hópinn. En mér dettur ekki í hug að kvarta, þetta er það sem ég vil gera í lífinu umfram allt annað,“ sagði Martin. Unnu spænsku deildina 2017 Valencia hefur verið í fremstu röð í Evrópu, sem og á Spáni, um árabil og leikið samfleytt í efstu deild frá 1996. Félaginu hefur ekki tekist að vinna spænska meistaratitilinn. Það vann spænsku ACB-deildina 2017 en tapaði úrslitaeinvíginu um titilinn. Liðið vann Evrópubikarinn (Euro- Cup) 2019 og þar áður 2014, 2010 og 2003. Eftir sigurinn 2019, þar sem Martin og félagar í Alba Berlín töp- uðu áðurnefndu úrslitaeinvígi gegn Valencia, færðist liðið upp í Euro- league, sterkustu deild Evrópu. Þar var liðið í tíunda sæti þegar keppni var hætt í marsmánuði, sex sætum og sex stigum ofar en Alba Berlín. Valencia hefur af og til leikið í Euro- league á undanförnum árum en ekki verið með fastan keppnisrétt þar. Valencia var í 7. sæti í spænsku deildinni þegar keppni var hætt í mars og lék í úrslitakeppninni sem fór fram í júní en komst ekki í undanúrslitin. Sömdu við NBA-leikmann Valencia hefur verið stórtækt á leikmannamarkaðnum í sumar. Martin er þriðji leikmaðurinn sem félagið semur við á nokkrum dögum. Bandaríski framherjinn Derek Williams er kominn frá Fenerbahce í Tyrklandi en hann hefur leikið með sex liðum í NBA-deildinni, Minne- sota, Sacramento, New York Knicks, Miami og Cleveland, og síð- ast nokkra leiki með Los Angeles Lakers árið 2018. Slóvenski lands- liðsbakvörðurinn Klemen Prepelic er kominn frá Real Madrid þar sem hann hefur verið á mála í tvö ár en hann lék síðasta tímabil sem láns- maður með Joventut Badalona í sömu deild. Fleiri Íslendingar í Valencia Eins og áður kom fram lék Jón Arnór Stefánsson með Valencia tímabilið 2006-2007 og lauk síðan at- vinnuferlinum með liðinu tímabilið 2015-2016. Tryggvi Snær Hlinason var í röðum Valencia frá 2017 til 2019 en var lánaður þaðan til Obradorio seinna árið. Þá er Hilmar Smári Henningsson á meðal leik- manna varaliðs Valencia og spilar með því í fjórðu efstu deild. Nýtir tímann á Íslandi Martin er í góðu fríi á Íslandi eftir að hafa átt stóran þátt í að tryggja Alba Berlín þýska meistaratitilinn í úrslitakeppninni í München í lok júní. „Ég á að mæta til Valencia 10. ágúst til að hefja undirbúnings- tímabilið en það er ekki komin end- anleg dagsetning hvenær við byrjum að æfa og svo á eftir að koma í ljós hvort ég þarf að fara fyrr til að fara í sóttkví. Euroleague á að byrja í október og væntanlega byrjar spænska deildin í lok september. En ég einbeiti mér fram að því að lifa í núinu hér á Íslandi og nýta tímann sem best með fjölskyldu og vinum áður en við förum til Spánar,“ sagði Martin Hermannsson. Martin spenntur fyrir Valencia frá 12 ára aldri  Heimsótti Jón Arnór og er nú sjálfur orðinn leikmaður spænska stórliðsins AFP Flytur Martin Hermannsson í síðasta leiknum með Alba Berlín, seinni úr- slitaleiknum gegn Ludwigsburg um þýska meistaratitilinn 28. júní. Real Madrid, Manchester City, Juv- entus, Lyon, Napoli, Barcelona, Chelsea og Bayern München munu bítast um eitt sæti í úrslitaleik Meistaradeildar karla í fótbolta í ágústmánuði. Á meðan eru aðeins fjögur lið sem koma til greina sem hitt liðið í úrslitaleiknum en það eru Atlético Madrid, RB Leipzig, Atalanta og París SG. Þetta varð niðurstaðan í gær þegar dregið var til átta liða úrslita og undanúrslita keppninnar sem leikin verða í Portúgal 12.-19. ágúst. Þar verður síðan úrslitaleik- urinn spilaður 23. ágúst. Fjögur einvígi eru óútkjáð í 16- liða úrslitum, Man.City – Real Mad- rid (2:1), Juventus – Lyon (0:1), Bayern – Chelsea (3:0) og Barce- lona – Napoli (1:1). Þeim verður lokið 7. og 8. ágúst. Í 8-liða úrslitum mætast: Real /Man.City – Lyon/Juventus Napoli/Barca– Chelsea/Bayern RB Leipzig – Atlético Madrid Atalanta – París SG Í undanúrslitum leika sigurveg- arar tveggja efri leikjanna við sigurvegara í leik hinna tveggja. Alls staðar er um einn leik að ræða. Stærstu fé- lögin mætast innbyrðis

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.