Morgunblaðið - 11.07.2020, Side 43
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Í fyrirlestrum mínum umsamfélagslegt mikilvægidægurtónlistar segi ég
gjarnan að regluharka og íhalds-
semi hvað útlit og ímynd varðar
sé hvergi jafn mikil og í þunga-
rokkinu. Ég segi þetta gjarnan
með grínaktugum svip, jafnvel
kersknislegum. En það er vissu-
lega mikið til í þessu. Hvað
veldur? Þungarokk er líklega
öflugasti og stærsti undirgeiri
samtíma dægurtónlistar, þeir sem
aðhyllast stefnuna láta sér tón-
listina einatt ekki nægja eina og
sér heldur hefur þetta að gera
með allsherjar lífsstíl; klæðnað,
hárgreiðslu, framkomu og hvers-
dagsheimspeki. Talað er um sen-
ur en hér eiga mannfræðileg ætt-
bálkafræði líka við, þar sem
reglur, siðir og venjur eru með
fastmótuðum hætti. En er hægt
að leiða líkur að því að óvenju
mikið sé um slíkt hugarfar í
þungarokki? Er þessi mikla
áhersla á reglur og rútínur
mögulega lykillinn að farsæld og
mikilli útbreiðslu þungarokksins?
Við erum dýr vanans og viljum
form og vissu, hvort sem við kjós-
um að viðurkenna það eða ekki.
Eru það þungarokkararnir sem
vita það best eftir allt saman?
Fyndið, að það sem átti upp-
runalega að tákna eitthvað villt
sé svo eftir allt saman svona fer-
kantað.
Ég þarf ekki að telja upp
tákn hins hefðbundna þungarokk-
ara, sem við sjáum í mönnum eins
og Lemmy, James Hetfield og
Bruce Dickinson. Fókussins vegna
skulum við hins vegar færa okkur
í átt að svartþungarokki, sem er
einslags undirstefna þungarokks
og nokkuð öfgakennt afbrigði
þess. Þar eru reglurnar jafnvel
enn stífari. Pistill þessi spratt
reyndar upp úr netspjalli á milli
mín og Morgunblaðskollega, hvar
ég var að senda honum mynd með
einhverjum svartþungarokkspistl-
inum. Þar stóðu fjórir piltar, á
svart/hvítri mynd, grimmúðlegir á
svip, að baki snævi þöktum fjöllum
(eða var skógur eða jafnvel
kirkja?). Dulúð og dulmögn yfir –
eins og á öllum þessum ljós-
myndum. Nú er ég að ýkja, en lík-
indin á milli kynningarmynda
svona sveita, veri þær frá Rúss-
landi, Noregi eða Íslandi eru iðu-
lega mikil. En, það er samt, þegar
vel tekst til, eitthvað svalt og
spennandi við þetta. Eins barna-
legt og það kann að hljóma. Það
er tendrað í tíu ára stráknum í
manni sem elskar skarplega fram
sett og einföld ævintýr með for-
ynjum og finngálknum. Teikni-
myndaveruleikinn gerir þessum
böndum síst einhvern miska.
Spyrjið bara Iron Maiden.
Svartþungarokkið er þó, eins
þversagnakennt og það kann að
hljóma, ein frjóasta undirstefnan
hvað tilraunastarfsemi í sjálfri
tónlistinni varðar. Ímyndarvinna
hefur hins vegar ekki sveiflast í
sömu átt. Sveitir eins og Liturgy
og Deafheaven, sem leika af-
brigði af svartþungarokki, hafa
verið úthrópaðar af reglugerðar-
riddurum þar sem sú fyrsta lítur
út eins og neðanjarðarrokkband
frá níunda áratugnum (hvítir bol-
ir!) og Deafheaven klæðir sig eins
og Interpol. Svartþungarokks-
löggan var ekki lengi að gefa út
handtökuskipun. Tónlistin skiptir
engu.
Kannski er þetta ekki mikið
öðruvísi annars staðar. Tónlistar-
tegundum fylgir ávallt ákveðin
tíska sem er alveg sæmilega
niðurnjörvandi. Hefðir skapast
sem fylgt er í blindni. Lengi vel
litu allir klassískir geisladiskar
eins út, allir kántrílistamenn voru
með hatt og allir svartþunga-
rokkarar stafa sveitarnöfn sín
með letri sem minnir á kræklótt-
ar trjágreinar. Ég á enn eftir að
fá íslenska kynningarmynd af
svartþungarokkssveit hvar með-
limir eru skellihlæjandi og með
fíflagang. Mér rann kalt vatn á
milli skinns og hörunds eftir að
hafa skrifað þessa setningu. Ég
held að ég myndi ekki meika
þannig ljósmynd...
Þunga- og öfgarokks-
sveitir fylgja venjulega
afar stífum fagurfræði-
legum reglum þegar
kemur að því að vinna
að ímynd sinni út á við.
Af hverju stafar þetta
og er þetta eitthvað
skárra í öðrum geirum?
Ljósmynd/Valhallartworks
Ljósmynd/Hafsteinn Viðar - Verði ljós.
Ljótleiki fegurðarinnar
Misþyrming Svartklæddir huldumenn, með nostagísk kúlnabelti.
» Fyndið, að þaðsem átti uppruna-
lega að tákna eitthvað
villt sé eftir allt saman
svona ferkantað.
Nyrst Kunnugleg minni hjá svartþungarokkssveitinni Nyrst.
MENNING 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
©2019 Disney/Pixar
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
Póstkortamorðin , hörkuspennandi þriller byggð
á sögu eftir Lizu Marklund og James Patterson,
sem komið hefur út í íslenskri þýðingu.
EXTENDED EDITION EXTENDED EDITION
Í FYRSTA SINN Í BÍÓ Á ÍSLANDI Í FYRSTA SINN Í BÍÓ Á ÍSLANDI
Sýnd með
íslensku tali
Í TILEFNI AF 40 ÁRA AFMÆLI
ÞESSI STÓRKOSTLEGA MYND SÝND Í ÖRFÁA DAGA.90% Variety
Píanóleikarinn Magnús Jóhann
Ragnarsson og bassaleikarinn
Skúli Sverrisson koma fram á
stofutónleikum á Gljúfrasteini á
morgun, sunnudag, og hefjast þeir
klukkan 16.
Magnús og Skúli hafa komið víða
við í sinni tónlistarsköpun sem flytj-
endur, höfundar og útsetjarar, en
leiða nú hesta sína saman sem
tvíeyki. Þeir munu leika frumsamin
verk Magnúsar sem hann samdi
sérstaklega fyrir flutning þeirra fé-
laga. Þeir hafa einnig hafist handa
við hljóðritun á tónlistinni sem flutt
verður.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bassaleikarinn Skúli Sverrisson treður
upp með Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni.
Magnús og Skúli
á Gljúfrasteini
Sönghátíð í
Hafnarborg lýk-
ur með tvennum
tónleikum. Á
laugardag kl. 17
eru tónleikar
ástralska stór-
söngvarans
Stuarts Skelton
sem kemur fram
með Matthildi
Önnu Gísladóttur píanóleikara. Á
sama tíma á sunnudag heiðra lista-
menn tónskáldið ástsæla Jón Ás-
geirsson. Fram koma söngvararnir
Kristinn Sigmundsson, Herdís
Anna Jónasdóttir, Guðrún Jóhanna
Ólafsdóttir, Hrólfur Sæmundsson
og Gunnlaugur Bjarnason, Anna
Guðný Guðmundsdóttir píanóleik-
ari og Francisco Javier Jáuregui
gítarleikari.
Skelton syngur
og Jón hylltur
Jón Ásgeirsson