Morgunblaðið - 15.07.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps hef-
ur samþykkt að úthluta lóð á at-
hafnasvæði við Innri-Gleðivík á
Djúpavogi fyrir byggingu frauð-
plastskassaverksmiðju. Kassarnir
eru ætlaðir fyrir flutning á laxi en
rekið er laxasláturhús fyrir Austur-
land á Djúpavogi. Stefnt er að því að
hefja framleiðslu á kössum næsta
vor.
„Það hafa verið áform hjá okkur
lengi um að koma þessu í gang. Ýmis
áföll sem dunið hafa yfir hafa frestað
þeim,“ segir Elís Hlynur Grétars-
son, einn af eigendum sjávarútvegs-
fyrirtækisins Ósness sem hyggst
standa fyrir uppbyggingunni í sam-
vinnu við norskt fyrirtæki sem rekur
slíkar verksmiðjur um alla Evrópu.
Kórónuveirufaraldurinn er eitt
þeirra áfalla sem fyrirtækið varð
fyrir.
Tvær verksmiðjur framleiða
frauðkassa fyrir fiskeldi og annan
fisk hér á landi en Elís segir að
vandræði séu með flutninga yfir
endilangt landið. Hver kassi er fyrir-
ferðarmikill þótt hann sé aðeins um
600 grömm að þyngd og því er að-
allega verið flytja loft frá Hafnar-
firði til Djúpavogs þegar kassarnir
eru fluttir austur.
Samvinna við Norðmenn
Ósnes stendur að rekstri Búlands-
tinds ásamt fleirum og þar er rekið
laxasláturhús fyrir Fiskeldi Aust-
fjarða og Laxa fiskeldi og unninn
annar fiskur.
Æskilegt hefði verið að byggja
kassaverksmiðjuna við hús Búlands-
tinds en ekki er pláss þar og þess
vegna var sótt um fimm þúsund fer-
metra lóð fyrir verksmiðjuhús og at-
hafnasvæði við Innri-Gleðivík. Sótt
var um lóðina í nafni félagsins
BWEI box Iceland. Þar eru jafn-
framt áform um byggingu laxa-
sláturhúss og tók sveitarstjórn einn-
ig vel í þau áform. Gengið verður í að
gera deiliskipulag þannig að hægt
verði að ganga frá lóð fyrir kassa-
verksmiðjuna.
Elís segir að gera megi ráð fyrir
að uppbygging kassaverksmiðj-
unnar kosti upp undir milljarð
króna. Aðkoma norska fyrirtækisins
sé nauðsynleg. Þeir hafi þekkinguna
og muni eignast helming hlutafjár.
Í upphafi er aðeins hugsað um að
framleiða hefðbundna laxakassa
sem taka 23 kíló. Elís vill ekki úti-
loka að síðar verði hafin framleiðsla
á fiskikössum í öðrum stærðum.
Reiknað er með að fjórir starfsmenn
verði við framleiðsluna til að byrja
með.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Pökkun Allur lax fer í frauðplastskössum og þarf laxeldið því marga kassa. Myndin er frá pökkun á Bíldudal.
Áform uppi um
kassaverksmiðju
fyrir laxeldið
Fengin lóð fyrir framleiðsluna
við Innri-Gleðivík á Djúpavogi
Gunnlaugur Snær Ólafsson
Sighvatur Bjarnason
Vinnudeila milli Flugfreyjufélags Íslands og
Icelandair er enn óleyst og fátt vitað um fram-
haldið, en deiluaðilar funduðu í húsakynnum
Ríkissáttasemjara í dag. „Við áttum ágætan
fund í dag [gær] sem byrjaði klukkan tvö og
var til hálf sex en framhaldið er óráðið. Ég ætla
að vera í sambandi við samninganefndirnar
með tímasetningu á næsta fundi, en hún hefur
ekki verið ákveðin. Ég ætla aðeins að sjá til og
vera í góðu sambandi [við samningsaðila],“
segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.
Spurður hver staðan sé nú segir hann hana
óbreytta. „Það fór kjarasamningur í atkvæða-
greiðslu sem var felldur og við erum ekki búin
að ná samningum. Sú staða er óbreytt, þannig
að verkefnið fer ekki í burtu. Okkur fannst
ekki skynsamlegt að ákveða tímasetningu á
næsta fundi núna. Við ætlum að sjá hvernig
málin þróast en, enginn formlegur fundur hef-
ur verið ákveðinn.“ Þá kveðst hann ekki geta
sagt neitt um það hvort samningsaðilar hygg-
ist halda viðræðum áfram. „Við verðum bara
að sjá hvernig málin þróast á næstu dögum.“
Fátt gefið upp
Samningsaðilar gefa lítið upp um framgang
viðræðna og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
blaðamanns tókst ekki að ná sambandi við full-
trúa Flugfreyjufélagsins.
Jens Bjarnason, formaður samninganefndar
Icelandair, sagði í samtali við mbl.is í gær að
hann gæti ekki annað gert en að tilkynna for-
stjóra félagsins að ekki hefði tekist að ná samn-
ingum. Var hann afdráttarlaus með að Ice-
landair gæti ekki teygt sig lengra og ljóst væri
að hagræðingu yrði að ná fram til að tryggja
framtíð reksturs félagsins. Tækist það ekki
væri það í höndum stjórnar að ákveða fram-
haldið. Bætti Jens því við að mikill fjöldi fé-
lagsmanna Flugfreyjufélagsins hefði sett sig í
beint samband og lýst yfir vonbrigðum með
ástandið og spurt um úrræði sín.
Óvíst um næstu fundi í deilunni
Fundi flugfreyja og Icelandair hjá Ríkissáttasemjara lauk án lausnar Formaður samninganefndar
Icelandair segir félagið ekki geta teygt sig lengra Næsti fundur hefur ekki verið tímasettur
Morgunblaðið/Eggert
Deilumál Ekki er vitað hvenær samninga-
nefndirnar munu hittast til fundar á ný.
Giljaböðin skammt frá Húsafelli í Borgarfirði
njóta vaxandi vinsælda meðal ferðamanna.
Búnar voru til jarðhitalaugar, með mismunandi
hitastigi, auk einnar kaldrar uppsprettu. Böðin
eru byggð úr náttúrusteini úr gilinu og í þau er
veitt vatni úr heitum uppsprettum á staðnum.
Gengið er frá Húsafelli að laugunum um 1,5 km
leið. Farnar eru skipulagðar ferðir með leið-
sögn, sem taka um tvo tíma.
Morgunblaðið/Eggert
Giljaböðin í Húsafelli njóta vaxandi vinsælda
Íslensk stjórn-
völd fylgjast
grannt með þró-
un mála hjá ná-
grannaþjóðum
Íslands í
tengslum við upp-
byggingu á 5G-
kerfi og aðkomu
kínverska fjar-
skiptarisans Hua-
wei að þeirri upp-
byggingu, sagði Guðlaugur Þór
Þórðarson utanríkisráðherra í sam-
tali við mbl.is í gær inntur álits á
ákvörðun breskra yfirvalda um að
útiloka Huawei frá uppbyggingu 5G
í landinu.
„Okkar afstaða hefur verið mjög
skýr og hún breytist ekkert: Net-
öryggismál eru alvöru öryggismál
og þjóðaröryggi er eitthvað sem við
eigum alltaf að hafa í forgangi. Það
er sömuleiðis þjóðaröryggismál fyrir
Ísland að geta áfram átt greið fjar-
skipti við bandalagsríki og að þau líti
á Ísland sem öruggt fjarskiptaum-
hverfi. Það er ekkert nýtt hvað okk-
ur varðar,“ sagði hann. »11 & 12
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Fjarskipti
Íslands
séu örugg