Morgunblaðið - 15.07.2020, Side 17
heimilum hvor annarrar. Við
fylgdumst að í Ísaksskóla og það-
an í Hvassaleitisskóla og Ármúla-
skóla. Á uppvaxtarárum okkar í
Hvassaleitinu var hverfið að
byggjast upp. Gríðarlegur fjöldi
barna og endalausir möguleikar til
leikja í hálfbyggðum húsum og svo
allt það óbyggða svæði sem þarna
var, þetta er svæðið þar sem
Kringlan, Borgarleikhúsið og öll
sú byggð er í dag.
Svo tóku fullorðinsárin við.
Þrátt fyrir að við værum að fast
við ólíka hluti í lífinu, og búsetu
beggja erlendis um skeið, héldum
við alltaf sambandi. Á milli okkar
var þráður sem aldrei slitnaði. Það
skipti engu máli þótt margir mán-
uðir gætu liðið milli þess að við
værum í sambandi, þegar við hitt-
umst var alltaf eins og við hefðum
hist daginn áður. Í seinni tíð þegar
um fór að hægjast hjá báðum urðu
svo samskipti okkar tíðari. Það
var alltaf tilhlökkunarefni að hitta
Bryndísi.
Hún var einhver eðlis-
greindasta manneskja sem ég
þekkti og nálgaðist alltaf hlutina
með skynsamlegum og öfgalaus
um hætti. Svo var svo gott að
hlæja með henni.
Það er ekki hægt að minnast
Bryndísar öðruvísi en að nefna
Kristján manninn hennar. Það var
svo gott að vera nálægt þeim
vegna þess að þau voru ástfangin
og þeim leið vel saman.
Það eru grimm örlög fyrir
Kristján og fjölskyldu Bryndísar
að missa hana allt of snemma.
Ég á erfitt með að trúa því að
samtöl okkar Bryndísar verði ekki
fleiri, við vorum alls ekki búnar að
ræða allt það sem þurfti að ræða.
Ég bið allar góðar vættir að
vaka yfir minningu Bryndísar og
yfir fólkinu hennar.
Þórunn Guðmundsdóttir.
Í dag kveð ég með sorg í hjarta
kæra vinkonu til margra ára. Við
Bryndís kynntumst þegar eigin-
menn okkar voru að fara í sérnám
til Bandaríkjanna. Það tókst mikill
vinskapur meðal okkar og fleiri
stelpna í sömu stöðu.
Eftir tveggja ára dvöl í Banda-
ríkjunum flutti hún ásamt fjöl-
skyldu sinni til Svíþjóðar. Við vor-
um duglegar að halda sambandi
þótt fjarlægðin væri mikil og eng-
ar tölvur til staðar. Við vorum
heimavinnandi með börnin og tók-
um upp á segulband sem við send-
um á milli landa.
Eftir heimkomu til Íslands tók-
um við vinkonurnar sex upp á að
hittast reglulega og var það ekki
síst Bryndísi að þakka, sem var
alltaf svo hress og drífandi.
Við fórum í nokkrar utanlands-
ferðir saman og þá var alltaf kíkt í
búðir. Þá var gott að hafa Bryndísi
með til að gefa sitt álit en hún var
mikil smekkmanneskja, alltaf svo
sæt og fín til fara.
Bryndís var mér mjög kær vin-
kona og mat ég það mikils þegar
hún bað mig að vera svaramaður
sinn þegar hún giftist seinni manni
sínum, Kristjáni, fyrir nokkrum
árum.
Bryndís og Kristján voru mjög
samrýnd hjón og áttum við hjónin
margar góðar stundir með þeim.
Við vorum dugleg að skella okkur
saman út að borða og í bíó. Eft-
irminnileg er ferð okkar til Parísar
og einnig til Frankfurt þar sem við
hittum bróður Kristjáns og mág-
konu.
Bryndís var kletturinn í fjöl-
skyldunni, hélt vel utan um börnin
sín og ekki síður barnabörnin. Var
alltaf að gera skemmtilega hluti
með þeim, hvort heldur var hjóla-
ferðir, fjöruferðir, föndur eða
bakstur. Hún var dugleg að taka
myndir og senda og leyfa manni að
fylgjast með hópnum sínum sem
hún var mjög stolt af.
Hún sinnti móður sinni af mikilli
ást og umhyggju öll þau ár sem
hún lifði og einnig móðurbróður
sínum, Ara frænda, eins og hann er
alltaf kallaður.
Það var mikið reiðarslag að taka
á móti símtalinu um andlát hennar.
Hún var alltaf svo hress og dugleg,
stundaði líkamsrækt af fullum
krafti, snögg í hreyfingum og geisl-
andi af hreysti. Það mun taka lang-
an tíma að sætta sig við að hún sé
farin frá okkur.
Elsku Kristján, Ingigerður,
Edda, Rannveig Ása og Magnús
Ari, ykkar missir er mikill. Ég bið
góðan guð að styrkja ykkur í þess-
ari miklu sorg.
Takk fyrir allt, elsku vinkona.
Margrét Sigurðardóttir
(Gréta).
Fréttin um lát okkar elskulegu
vinkonu kom sem reiðarslag yfir
hópinn. Orð eins og umhyggjusöm,
hlý, hvetjandi og skemmtileg koma
upp í hugann. Bryndís hvatti okkur
áfram í ræktinni og var alltaf til í
einn kaffibolla eftir góða æfingu,
áður en hún dreif sig heim til Krist-
jáns svo hann vaknaði ekki einn.
Það lýsir elsku Bryndísi svo vel,
sinnti okkur ræktarfélögunum í 6-
hópnum með hlýlegri hvatningu og
gaf sér tíma sem var svo mikilvæg-
ur í andlegu heilsuræktinni. Síðan
dreif hún sig heim til að vekja ást-
ina sína. Alltaf tók hún brosandi á
móti öllum með sínum kærleika.
Fögur að utan sem innan. Barna-
börnin voru henni alltaf efst í huga
og missir þeirra er mikill. Margar
góðar minningar koma upp í hug-
ann eins og þegar þau hjónin buðu
okkur vinunum í 6-hópnum á sitt
glæsilega heimili í Kópavoginum.
Við stelpurnar orðlausar yfir
glæsileikanum og strákarnir
struku yfir vandaðan viðinn fullir
aðdáunar. Að öðrum ólöstuðum er
veislan hjá þeim Bryndísi og
Kristjáni sú skemmtilegasta, dýr-
mæt minning sem lifir í hjörtum
okkar. Stórt skarð er nú höggvið í
hópinn okkar en meiri er sorgin og
söknuðurinn hjá Kristjáni og
börnunum. Hugur okkar er hjá
þeim.
Með þakklæti í huga fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum
með elsku Bryndísi okkar sendum
við fjölskyldunni innilegustu sam-
úðarkveðjur. Minning um yndis-
lega vinkonu lifir.
Þínir vinir,
Þyrí, Íris, Ragnhildur, Erla,
Margrét, Andri, Valgerður,
Atli, Ásta K., Auður, Svava,
Sigurður, Kristín, Ingólfur,
Bjartur, Lárus, Kristján,
Kristinn, Patrick, Erla Leifs,
Heiða, Björn, Ásta Á.,
Ingólfur og Guðný Lára.
Í dag kveðjum við okkar góðu
vinkonu og félaga Bryndísi. Hver
hefði trúað því fyrir nokkrum dög-
um þegar við hittumst að örlög
Bryndísar yrðu slík.
Við vorum svo heppnar að
kynnast Bryndísi fyrir um 30 ár-
um í New York þegar við vorum
flestar búsettar þar. Við héldum
áfram að hittast þegar við fluttum
heim til Íslands, hver af annarri,
og höfum haldið hópinn undir heit-
inu Ameríkuklúbburinn.
Við höfum hist reglulega á kaffi-
húsum borgarinnar, heima hjá
hver annarri og átt margar góðar
stundir saman. Bryndís var alltaf
mætt og hafði frá mörgu skemmti-
legu að segja og skal þá helst
nefna barnabörnin sem hún unni
mikið og var dugleg að heimsækja
og sinna. Þau, eins og við öll, eiga
eftir að sakna hennar.
Árleg aðventu- eða jólaboð hafa
líka verið fastur liður hjá hópnum
okkar og þá eru eiginmennirnir
með og hafa þeir náð vel saman.
Síðasta boð var einmitt hjá Bryn-
dísi og Kristjáni og var vel veitt
hjá þeim, enda miklir gestgjafar.
Bryndís var dugleg að hvetja
okkur stelpurnar til að ferðast
saman til útlanda og fórum við í
nokkrar mjög skemmtilegar og
eftirminnilegar ferðir í gegnum ár-
in; París, Berlín, Kaupmannahöfn,
Barcelona og Boston. Næsta ferð
átti að vera til London nú í sept-
ember.
Það var því reiðarslag þegar
Bryndís var tekin svo snögglega
frá okkur á þessum fallega degi, 2.
júlí, í blóma lífsins.
Við erum þakklátar fyrir að
hafa kynnst þér elsku Bryndís
okkar. Fjölskylda þín á samúð
okkar allra.
Far þú í Guðs friði.
Þínar vinkonur,
Guðbjörg, Hafdís, Gréta,
Barbara og Oddný.
Stórt skarð hefur verið höggvið
í vinkvennahópinn!
Yndisleg vinkona og bekkjar-
systir frá unga aldri er skyndilega
horfin burt frá okkur, allt of
snemma – svo snöggt. Bryndís var
allra manna hugljúfi, falleg og
glæsilegur töffari, eiginkona, fjög-
urra barna móðir og margföld
yndisleg amma.
Við höfum fylgst að í gegnum
lífið, frá frumbernsku eða fyrstu
sporum í grunnskóla, en allar vor-
um við svo saman í bekk í Hvassa-
leitisskóla og höfum haldið hópinn
í ríflega hálfa öld. Þegar grunn-
skólagöngu lauk fórum við í ýmsar
áttir til þroska og mennta.
Um það leyti ákváðum við að
setja á stofn saumaklúbb svo við
myndum ekki missa hver af ann-
arri. Við hlógum að því að kannski
yrðum við enn í þessum sauma-
klúbbi um fimmtugt – það var
langt í það þá. Seinna fóru sumar
okkar til útlanda og allar bjuggum
við á ýmsum stöðum til lengri eða
skemmri tíma, en alltaf var taugin
sterka til staðar á milli okkar.
Fyrir 32 árum eignuðumst
fimm af okkur börn á rúmlega
þriggja mánaða tímabili. Okkur
fannst það fyndið og skemmtilegt
að mæta í saumaklúbb og komast
að því að svo margar ættu von á
sér á sama tíma. Þessir jafnaldrar
urðu skólafélagar í Ísaksskóla um
nokkurra ára skeið, sum líka
bekkjarfélagar. Flest hittust þau
svo aftur í Versló. Það fannst okk-
ur vinkonunum ekki leiðinlegt.
Vinskapur og kærleikur innan
hópsins hefur vaxið með árunum
og við hist reglulega, þótt við höf-
um verið hættar að þykjast
sauma.
Okkur þótti meira um vert að
hittast og deila upplifunum okkar
og fylgjast með lífi hver annarrar,
sitja saman og spjalla um gamla
daga og nýja. Síðustu 15 árin höf-
um við haldið hópinn og hist
nokkrum sinnum á ári, notið kær-
leikans og skilningsins hver hjá
annarri, eins og við hefðum aldrei
verið aðskildar.
Það var einstaklega ánægjulegt
þegar Bryndís og Kristján buðu
okkur ásamt mökum heim, í glæsi-
lega veislu á sínu fallega heimili.
Þessi kvöldstund verður alltaf í
minnum höfð.
Snöggt fráfall góðrar vinkonu
er mikið áfall.
Við vottum Kristjáni, börnum,
barnabörnum og öðrum aðstand-
endum innilega samúð.
Minning okkar góðu vinkonu
mun lifa!
Arnheiður E. Sigurðardóttir,
Álfheiður Magnúsdóttir,
Erna M. Viggósdóttir,
Guðrún Jóhannsdóttir,
Halldóra Björnsdóttir,
Hjördís Fenger,
Ólöf G. Hafsteinsdóttir og
Þórunn Guðmundsdóttir.
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2020
✝ Hörður ÞórHelgu
Jóhannesson fædd-
ist á Akureyri 23.
janúar 1982. Hann
lést á heimili sínu á
Spáni 1. júní 2020.
Foreldrar hans
eru Elínrós Helga
Harðardóttir, f. 12.
febrúar 1964, d.
26. mars 1995, og
Jóhannes Stein-
grímsson, f. 8. desember 1961.
Bróðir Harðar er Steingrímur
Jóhannesson, f. 30. september
1984.
Á unglingsárum bjó Hörður í
Hrísey hjá ömmu
sinni og afa, Þór-
dísi Sólveigu
Valdimarsdóttur,
f. 4. ágúst 1945, og
Herði Þór Snorra-
syni, f. 27. júní
1941, d. 15. júní
2011.
Synir Harðar
eru Kristófer
Freyr Ástuson, f.
7. júlí 2010, og Elv-
ar Andri Harðarson Ísdal, f. 24.
febrúar 2015.
Útför Harðar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 15. júlí
2020, klukkan 13.30.
Elsku bróðir.
Nú ertu farinn, en ég finn
samt ennþá fyrir þér hjá mér.
Þú hefur alla tíð verið sjó-
maður inn að beini. Ég á þús-
und minningar af þér tengdar
sjómennsku. Við vorum saman
á sjó í nokkur ár, bæði á Ís-
landi og í Noregi. Fyrsta minn-
ingin er kannski þegar þú varst
um tíu ára gamall og við bjugg-
um í Móasíðunni. Þú týndist í
heilan dag og það var leitað og
leitað. Það var ekki fyrr en
mamma keyrði niður á smá-
bátahöfn sem hún fann þig, en
þá varst þú bara að spjalla við
trillukarlana og kynna þér
starfsemina þar. Kannski hefur
þetta verið byrjunin á sjó-
mennskuferlinum þínum.
Þú hefur alla tíð verið rokk-
ari og ég man eftir því að þú
stilltir upp glösum og diskum í
herberginu hjá þér, hækkaðir
græjurnar í botn og trommaðir
á glösin og diskana í takt með
trommukjuðum. Mamma þurfti
endalaust að koma og segja þér
að hætta þessum hávaða og
tína upp glerbrot.
Eins fékk ég Mikka mús-
trommusett frá pabba í af-
mælisgjöf sem þú varst fljótur
að skemma með trommukjuð-
unum.
Þú áttir það til að vera frek-
ar langrækinn og standa fast á
þínu. Í eitt skipti fékk ég lánuð
jakkaföt hjá þér. Það var rign-
ing og þau blotnuðu og þegar
ég kom heim hengdi ég þau út
á snúru til þerris. Það var há-
sumar og ég gleymdi þeim þar í
4-5 daga í sólinni. Þú hringdir
svo í mig og þurftir að nota þau
en ég var ekki heima og sagði
þér að sækja þau á snúruna.
Eftir smá tíma hringdir þú svo
í mig, ekki sáttur og sagðir mér
að jakkafötin væru orðin upp-
lituð og mislit út af sólinni. Um
þetta talaðirðu í 18 ár.
Við bræðurnir höfum alltaf
verið nánir og hringt hvor í
annan ef eitthvað bjátar á. Við
höfum gengið í gegnum marga
erfiðleika. Við misstum móður
okkar mjög ungir sem tók mjög
á okkur bræðurna og hann tal-
aði um það alla sína ævi. En við
höfum alltaf staðið saman í
gegnum súrt og sætt.
Hörður var hjá okkur í
nokkra daga núna um daginn,
rétt áður en hann fór til
Spánar. Við fórum út að borða,
á söfn og ég sá ekki annað en
að lífið léki við hann. Við áttum
yndislegan tíma saman. Svo fór
ég út á sjó og við töluðum mik-
ið saman. Svo fæ ég fréttirnar.
Elsku Hörður minn. Nú ertu
kominn til mömmu.
Við sjáumst þegar minn tími
kemur.
Ég sakna þín.
Þinn bróðir.
Steingrímur (Steini)
Jóhannesson.
Hörður Þór
Jóhannesson
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
MÁLFRÍÐUR EMILÍA BRINK,
Súsý,
Tröllakór 8,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
föstudaginn 10. júlí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 16. júlí klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir.
Rúnar Sigurðsson
Björn M. Sveinbjörnss. Brink Tinna Dahl Christiansen
Einar Freyr Sveinbjörnsson Sukanya Nuamnui
John Arnar Sveinbjörnsson
María Katrín Sveinbjörnsdóttir
Sveinbjörn Sophus Björnsson
Jóhann Sophus Björnsson
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför okkar elskulegu eiginkonu,
móður, tengdamóður, ömmu, langömmu
og langalangömmu,
ÖNNU ELÍNAR EINARSDÓTTUR
HAUKDAL,
sem lést mánudaginn 8. júní.
Sigurður Haukdal
Hólmfríður Haukdal Eðvald Smári Ragnarsson
Benedikta Haukdal Runólfur Maack
Anna Björg Haukdal Gísli Gíslason
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
SNORRI EDVIN HERMANNSSON
húsasmíðameistari,
lést fimmtudaginn 9. júlí á
hjúkrunarheimilinu Eyri, Ísafirði. Útför hans
fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 18. júlí klukkan 11.
Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á
Björgunarfélag Ísafjarðar eða önnur líknarfélög.
Auður H. Hagalín
Hrafn Snorrason Rannveig Björnsdóttir
Ingibjörg S. Snorra Hagalín Hávarður G. Bernharðsson
Snorri Már Snorrason Kristrún H. Björnsdóttir
Heimir Snorrason Hagalín Fjóla Þorkelsdóttir
Hermann Þór Snorrason Helga Harðardóttir
afa- og langafabörn og aðrir ástvinir
Ástkær eiginmaður, faðir okkar og afi,
GUNNAR SIGURÐSSON,
áður til heimilis á Tindstöðum,
Kjalarnesi,
lést í Danmörku 21. júní. Útförin hefur farið
fram frá heimabæ hans Tølløse.
Minningarathöfn verður haldin í Laugarneskirkju fimmtudaginn
30. júlí klukkan 11.
Anne-Marie Sigurdsson
Sigurður Gunnarsson Carmen Isabell Schmidt
Tryggvi Þór Gunnarsson Linda Björk Ómarsdóttir
Gígja Gunnarsdóttir Þorkell Guðjónsson
Guðlaug Dröfn Gunnarsd.
Eymar Birnir Gunnarsson Dagný Kristín Jakobsdóttir
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur,
bróðir, mágur, tengdasonur og frændi,
BALDVIN HRÓAR JÓNSSON,
Vogagerði 33, Vogum,
varð bráðkvaddur á heimili sínu
fimmtudaginn 9. júlí. Útförin fer fram frá
Kálfatjarnarkirkju föstudaginn 17. júlí klukkan 13.
Viktoría Ólafsdóttir
Jón Hilmar Baldvinsson
Ólína Auður Baldvinsdóttir
Jón Ingi Baldvinsson Guðrún Egilsdóttir
Magnea Jónsdóttir Weseloh Friedhelm Weseloh
Erna Margrét Gunnlaugsd. Kristinn Þór Guðbjartsson
Arnar Daníel Jónsson Binný Skagfjörð Einarsdóttir
Ólafur Auðunn Þórðarson Hilda Emilía Hilmarsdóttir
og frændsystkini