Morgunblaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020
Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is
Vefverslun
komin í loftið!
mostc.is
Gerið verðsamanburð
FULL BÚÐ
AF NÝJUM OG
FALLEGUM
VÖRUM
6.990 kr.
Peysur
Kreppan í efnahagslífinu vegna af-
leiðinga kórónuveirunnar veldur því
að ríkissjóður verður rekinn með
miklum halla og skuldir ríkissjóðs
vaxa á næstu árum. Útlit er fyrir
mikinn hallarekstur á yfirstandandi
ári og á næsta ári, eða samanlagt um
535 milljarða kr. á rekstrargrunni.
Nú er útlit fyrir að hallinn á rekstri
ríkissjóðs verði nærri 270 milljarðar
kr. á yfirstandandi ári og á næsta ári
nemur hallinn 264 milljörðum kr.
Þetta kemur fram í fjárlagafrum-
varpi árins 2021, sem Bjarni Bene-
diktsson, fjármála- og efnahagsráð-
herra, lagði fram á Alþingi í gær
ásamt ríkisfjármálaáætlun til ársins
2025. Þar er farið yfir líklega afkomu
ríkisins og sveitarfélaga landsins til
næstu fimm ára og kemur fram að
uppsafnaður halli á heildarafkomu
hins opinbera í ár og á næsta ári
verði um 600 milljarðar kr. Fram
kom í máli Bjarna í gær að nú stefndi
að óbreyttu í 900 milljarða króna
halla á næstu fimm árum.
Mikill viðsnúningur hefur orðið. Í
fjárlögum yfirstandandi árs var gert
ráð fyrir að heildarskuldir ríkissjóðs
myndu lækka um 72 milljarða í 820
milljarða í lok yfirstandandi árs.
Raunin hefur orðið önnur. Nú er
gert ráð fyrir að skuldir ríkissjóðs
hækki í 1.250 milljarða króna í lok
þessa árs eða um 430 milljarða frá
fjárlögum. Áætlað er í lánsfjárkafla
frumvarpsins að skuldir muni hækka
svo enn um 268 milljarða á árinu
2021 og verði komnar í rúmlega
1.519 milljarða í lok næsta árs. Það
jafngildir í 41,1% af vergri lands-
framleiðslu.
Vegna áhrifa kórónuveirufarald-
ursins dragast skatttekjur saman
vegna minni umsvifa í samfélaginu
um 192 milljarða. Gert er ráð fyrir að
útgjöld vegna atvinnuleysisbóta
verði 56,5 milljarðar á yfirstandandi
ári og tæpir 50 milljarðar á því
næsta. Aukin framlög vegna meira
atvinnuleysis nema 22,8 milljörðum.
Í fjárlagafrumvarpinau kemur fram
að ívilnanir til fyrirtækja vegna
rannsókna og þróunarstarfs eiga að
hækka um 7,3 milljarða á næsta ári
og framlög til nýsköpunarmála
hækka um níu milljarða frá fjárlög-
um 2020. Auka á fjárfestingar úr 76
milljörðum á yfirstandandi ári í 111 á
næsta ári. Tæpir 7 milljarðar fara í
byggingu nýs Landspítala, auka á
framlög í Ofanflóðasjóð um 1,6 millj-
arða og lækka á greiðsluþátttöku
sjúklinga um sem nemur 800 millj-
ónum kr. í heilbrigðisþjónustunni.
omfr@mbl.is
Fjárlagafrumvarp 2021
Afkoma ársins 2021, ma.kr.
Samsetning tekna ríkisins af sköttum og tryggingagjöldum árið 2021 í milljörðum króna Í þetta fara skattarnir: útgjöld á mann í þúsundum króna árið 2021
Húsnæðisstuðningur
Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál
Löggæsla
Umhverfi smál
Framhaldsskólar
Fjölskyldumál
Háskólar
Samgöngur
Örorkugreiðslur í alm. tryggingakerfi nu
Málefni aldraðra
Heilbrigðismál
35
48
50
67
103
126
140
154
204
250
753
Virðisaukaskattur
Tekjuskattar einstaklinga
Tryggingagjöld
Tekjuskattur lögaðila
Gjöld á ökutæki og eldsneyti
Áfengis- og tóbaksgjald
Fjármagnstekjuskattur
Aðrir neysluskattar
Launaskattar
Aðrir skattar
Eignaskattur
Bankaskattur
233
181
95
58
41
26
25
25
9
9
5
4
Samdráttur skatt-
tekna 2021 vegna
minni umsvifa:
192 milljarðarkróna
2,5% hækkun á útvar ps-gjaldi sem verður
18.350 krón ur árið 2021
2,5% hækkun á gjaldi
í framkvæmdasjóð
aldraðra sem verður
12.200
krón ur árið 2021
49,5 milljarða króna
útgjöld vegna
atvinnuleysisbóta
2021
274 millj arðar króna verður kostnaður ríkisins vegna heil brigðismála árið 2021
Frí tekju mark
erfðafjárskatts
hækkar úr 1,5
millj ón króna í
5 millj ón ir króna
7.868
millj ón ir króna
fram lag úr rík is-
sjóði til trú mála,
sem er hækkun
um 183 m.kr.
Mánaðarlaun listamanna fjölgar um
35% eða úr 1.600 mánaðar-launum í 2.150
19 milljarða kostnaður vegna lengingar fæðingarorlofs
4,9 milljarða lækkun tekna af bankaskatti
36 milljarða hækkun framlags til fjárfestinga
Skuldir ríkissjóðs 2007-2021 Heildarskuldir, ma.kr. Heildarskuldir, % af VLF Skuldir skv. skuldareglu
Afkomuþróun hins opinbera 1998-2024 Heildarafkoma Gjöld Tekjur
772
1.036
-264
Tekjur
Gjöld Afkoma
600 milljarða
halli á 2 árum
Skuldir ríkisins í 1.519 milljarða 2021
Fjárlagafrumvarp 2021 og Fjármálaáætlun 2021-2025