Morgunblaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 1
SMARTLAND
ur karlmaður segir frá klámfíkn sinni og hvernig hann náði bata.
ða klám hafði hugbreytandi áhrif á mig svipað eins og vímuefni.“
KLÁMFÍKNlensk
ð sko
F Ö S T U D A G U R 2. O K T Ó B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 232. tölublað 108. árgangur
NÆR ÚTDAUTT
EN DAFNAR
NÚ ÁGÆTLEGA
EINA MAMMAN
Í LEIKLISTAR-
SKÓLANUM
SMARTLAND 48 SÍÐURÍSLENSKT FELDFÉ 12
Ljósmynd/Gunnar Jónatansson
Söngur Frá tónleikum Kvennakórs Reykja-
víkur í Seljakirkju í desember á síðasta ári.
„Við viljum öll að lífið haldi
áfram og bíðum eftir að geta sungið
saman á ný,“ segir Kolbrún Hall-
dórsdóttir, sem syngur með
Kvennakór Reykjavíkur og er for-
maður Gígjunnar, landssambands
íslenskra kvennakóra.
Á tímum kórónuveirunnar hefur
þurft að gera ýmsar breytingar á
kórastarfi til að draga úr smit-
hættu. Í stað þess að kórfélagar
hittist á æfingum er algengt að fólk
sitji heima og syngi fyrir kórstjór-
ann í gegnum fjarfundabúnað. »4
Bíðum eftir að geta
sungið saman á ný
Baldur Arnarson
Ómar Friðriksson
Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun
verður afkoma ríkissjóðs neikvæð
um 264 milljarða á næsta ári og um
800 milljarða árin 2021 til 2025.
Sá uppsafnaði halli er á við 15
meðferðarkjarna við Landspítalann.
Ragnar Árnason, prófessor í hag-
fræði við Háskóla Íslands, segir það
áhyggjuefni að taka muni fimm ár að
ná jafnvægi í ríkisfjármálum. Afleið-
ingin verði að líkindum þyngri
skuldabyrði til langrar framtíðar.
„Ég tel að fyllsta ástæða sé til að
hafa áhyggjur af skuldasöfnun rík-
isins vegna þess að hún er í megin-
dráttum ávísun á skatta í framtíð-
inni. Þá er ekki ástæða til að sjá
ofsjónum yfir lágum vöxtum um
þessar mundir, enda munu vextir í
framtíðinni sennilega færast að
sögulegum venjum og verða kannski
þrisvar eða fjórum sinnum hærri en
þeir eru nú,“ segir Ragnar sem horf-
ir til næstu 3-5 ára í þessu efni.
Óvissa um áhrif skattalækkana
Fyrirhugað er að lækka tekju-
skatt á lægstu laun.
Ari Skúlason, sérfræðingur hjá
Landsbankanum, segir þessa aðgerð
auka ráðstöfunartekjur tekjulágra.
Vegna breyttra aðstæðna síðan að-
gerðin var boðuð sé erfitt að meta
áhrifin á sparnað og einkaneyslu.
Hitt sé ljóst að þetta styrki stöðu
tekjulágra enn frekar. Kjaratöl-
fræðinefnd hafi komist að þeirri nið-
urstöðu að þeir tekjulægstu hafi
fengið hlutfallslega mestar launa-
hækkanir í síðustu samningum.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og
efnahagsráðherra, benti á það í gær
þegar hann kynnti fjárlagafrum-
varpið og ríkisfjármálaáætlun til
fimm ára að leiðarljósið í opinberum
fjármálum væri að skuldir hættu að
hækka sem hlutfall af landsfram-
leiðslu í síðasta lagi á árinu 2025. Ef
ekki yrði gripið til ráðstafana yrði
skuldahlutfall ríkis og sveitarfélaga
komið í 65% af landsframleiðslu og
færi enn vaxandi á því ári. Lykilat-
riði væri að örva hagvöxt.
Nú er útlit fyrir að skuldir ríkis-
sjóðs hækki í 1.250 milljarða kr. í lok
þessa árs og verði um 430 milljörð-
um kr. hærri en gert var ráð fyrir í
fjárlögum. Á næsta ári er gert ráð
fyrir að þær aukist enn um 268 millj-
arða og verði komnar í 1.519 millj-
arða í lok ársins, sem jafngildir
41,1% af landsframleiðslu. Til sam-
anburðar voru heildarskuldir ríkis-
sjóðs í framhaldi af fjármálakrepp-
unni 1.501 milljarður þegar þær voru
mestar árið 2012 og 62% í hlutfalli af
landsframleiðslu á þeim tíma.
Skuldasöfnun áhyggjuefni
Prófessor segir vaxtahækkanir munu þyngja vaxtabyrði ríkissjóðs í kjölfar margra ára hallareksturs
Hallinn á næsta ári 264 milljarðar og heildarskuldir ríkissjóðs gætu farið yfir 1.500 milljarða á árinu
Heildarjöfnuður
ríkissjóðs
Áætlun í milljörðum króna
2021 2022 2023 2024 2025
Heimild: Fjármálaáætlun-264
-211
-154
-105
-68
802 ma.kr. alls
MFjárlagafrumvarpið kynnt »6, 10
Ríkissjóði verður beitt af fullum krafti til þess að
styðja við bakið á almenningi og fyrirtækjum í
landinu, í ljósi þeirrar efnahagslægðar sem nú
gengur yfir. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir for-
sætisráðherra í stefnuræðu sinni við setningu Al-
þingis í gærkvöldi, eftir setningu 151. löggjafar-
þings. Undir þetta tóku aðrir ráðherrar
ríkisstjórnarinnar, en þessi orð mættu mikilli
andspyrnu þingmanna minnihlutans, sem varð
um leið tíðrætt um kerfisbreytingar, loftslags-
mál, nýja stjórnarskrá og kjarkleysi ríkisstjórn-
arinnar í viðbrögðum sínum við faraldrinum. »2
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Ósammála um viðbrögð við veirufaraldrinum
Heimildir
Morgunblaðsins
herma að nafn
Steins Loga
Björnssonar,
fyrrverandi for-
stjóra fraktflutn-
ingafélagsins Blá-
fugls og
fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra
markaðs- og sölu-
sviðs Icelandair, sé nefnt í samhengi
við hugsanlegar breytingar á stjórn
Icelandair Group í kjölfar hlutafjár-
útboðs félagsins í síðasta mánuði.
Morgunblaðið spurði Stein Loga út í
málið og sagði hann að ekkert form-
legt hefði verið rætt, þó vissulega
hefðu einhverjir hluthafar sett sig í
samband og viðrað þennan kost. »14
Steinn Logi orðaður
við stjórn Icelandair
Steinn Logi
Björnsson