Morgunblaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020 Elsku afi Teddi, við söknum þín óendanlega mikið enda fáir sem komast í samjöfnuð við þig. Manngóði, trausti og yndislegi afi okkar. Allar þær minningar sem við eigum um þig eru dýr- mætar perlur sem við munum varðveita að eilífu. Við munum seint gleyma þeim hundruðum ólsen-spila sem við tókum saman við eldhúsborðið á Bessó, öllum púttferðunum í gamla Ísfélaginu þar sem var ávallt hægt að stóla á að væri til kandís og sögu- stundunum þínum sem voru allt- af jafn ævintýralegar hvort sem þær gerðust út á sjó eða á föstu landi. Við pössum upp á Högna fyrir þig. Litla gosann hans afa. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Við elskum þig. Þangað til næst, Salka og Klara Hjartans afi minn. Það er svo margt sem hægt er að segja, en einhvern veginn eru orðin svo fátækleg á stundum sem þessum. Í gegnum tíðina hef ég eytt ómældum tíma hjá ykkur ömmu á Bessó, sem hefur alltaf verið mitt annað heimili. Þar var alltaf hlýja, skjól og notalegt að vera. Þú hafðir áhuga á öllu sem ég gerði, spurðir og hlustaðir vel. Í slíkum samtölum skinu mann- kostir þínir í gegn. Hógværð og örlæti, dugur og þor, réttsýni og samkennd gagnvart samferða- fólki. Slík samtöl kenndu mér mikið um það hvernig mann- eskja þú varst og ekki síður hvernig manneskja ég vil reyna að vera. Að leggja mig ætíð fram, standa með sjálfri mér, fara vel með dótið mitt, bera höf- uðið hátt, vera stolt af því sem ég er og geri. Umfram allt að vera réttlát og sanngjörn og sætta mig aldrei við óréttlæti. Hvorki gagnvart mér né öðrum. Koma eins fram við alla og rétta fram hjálparhönd svo sem frekast er kostur. Þú varst félagslyndur og fannst gaman að kynnast fólki og heyra sögur þess. Þú gast t.d. gert þig skiljanlegan á öllum tungumálum og man ég eftir því að hafa verið í bíltúr með þér þegar við tókum upp Frakka sem var á ferðalagi. Á milli ykk- ar spunnust samræður þar sem þú sýndir honum hraunið, Eld- fellið, lunda og bátana. Maður- inn kvaddi þig með faðmlagi og miklu þakklæti. Eftir á spurði ég þig hvort þú kynnir í alvöru frönsku og svarið var stutt og laggott: „Nei-nei, en maður bjargar sér bara.“ Þrátt fyrir að vera mann- blendinn, þá leið þér hvergi bet- ur en í faðmi fjölskyldunnar á Bessó. Þú varst svo stoltur af okkur öllum, óspar á hrós og þú varst höfuð okkar allra á svo góðan og jákvæðan hátt, án alls hroka og yfirlætis. Ást þín til ömmu var svo sönn og ósvikin. Hvernig þú talaðir til hennar og um hana alla tíð, fallegasta og besta kona sem þú hafðir augum litið. Þú dáðir hana og dýrkaðir, eins og við öll gerum. Hjartans afi minn. Síðustu mánuði höfum við eytt miklum tíma saman, oft bara tvö, þar sem við vorum saman og púsluðum. Oft fylgdu góðar sögustundir sem ég geymi í hjarta mínu. Samverustundir sem þessar verða aldrei metnar til fjár. Vitrari og stórfenglegri maður og fyrirmynd er vand- fundinn. Tilveran er tómlegri án þín. Sorgin er sár, en það er heil- andi að hugsa til þess að þú ert ekki langt undan. Ég mun enn leita ráða til þín, með því að hugsa til þín veit ég hvernig þú myndir bregðast við hinu og þessu. Það var þungt skarð höggvið í fjölskylduna okkar í sumar þeg- ar Sibbi frændi lést. Ég veit að það var þér þungbært. Nú eruð þið sameinaðir, eflaust að rifja upp sögur af sjónum eða að dást að ömmu sem þið elskuðuð báðir svo heitt. Ég hlakka til að hitta ykkur seinna. Veittir mér svo oft af þínum vizku- brunni, kenndir mér og hvattir æ til dáða og mín kaun græddir þá þurfti við. Alltaf mátti leita hjá þér ráða og ég eigna þér svo ótal margt í mínu lífi. (Stefán Hilmarsson) Takk fyrir allt, hjartans besti afi minn. Ég elska þig. Þín Margrét Rós. Það haustar og kólnar og hug- ur minn hefur reikað til svo margra þessa dagana eftir þá frétt 16. september að kæri frændi minn hann Teddi, bróðir pabba, væri látinn. Allt er þetta svo óraunveru- legt, þar sem ekki er langt síðan við kvöddum son hans, Sibba Tedda, fyrir örfáum mánuðum. Stundum á maður ekki til orð til að lýsa eða segja, enn eitt á maður sem verður aldrei tekið frá manni það eru minningar. Margar hlýjar og góðar minn- ingar á ég um frænda sem var mér ávallt ljúfur og þau Magga konan hans. Já, sem lítil strákur í kaffi þar sem öllu var til tjald- að, já, góðu skonsurnar í Bessa- hrauninu. Já, þessar minningar um góð- ar sögur og held ég að hann hafi verið einn skemmtilegasti sögu- maður sem ég hef hitt, já, þeir eru ágætir þessir bræður og pabbi er nú ekki síðri svo það er spurning hvaðan þessa sagna- gáfa kemur. Ég gleymi ekki sögunni þegar mamma var 70 ára og við sem viðstödd vorum grétum úr hlátri og Magga hans kippti reglulega í hann og sagði, Teddi minn var þetta nú alveg svona… og hlóg- um við mikið. Teddi var ekki bara frændi, heldur mikill öðlingur og vinur allra, stoltur af fólkinu sínu, stóru sem smáu og var alltaf gott að spjalla og fá fréttir þegar við hittumst sem var allt of sjaldan sl. ár. Við vorum nú samt svo heppin fjölskyldan að eiga ykkur Möggu sem nágranna í Bessa- hrauninu og áttum þar oft gott spjall um daginn og veginn, já, lífið og tilveruna, og ekki fannst frumburði mínum henni Fríðu Rún leiðinlegt þegar frændi kall- aði á hana og bauð henni sleikjó. Hún sagði „pabbi, hann frændi á sko næstum þúsund sleikjóa.“ „Ertu nú viss um það?“ sagði ég, „Já hann á það, ég veit það,“ sagði sú stutta þá og sagði „Ég hef séð þá.“ Barns- auga sér svo margt stórt og mik- ið á barnsárum sínum og fallegt að eiga slíkar minningar. Teddi var mikill höfðingi á bátum sínum að sögn pabba og er hann stoltur af að hafa verið með þeim ásamt bræðrum sínum á Sæbjörgu. Árið 1960 fór Teddi í útgerð með þáverandi mági sin- um, Hilmari Rósmundssyni, og voru þeir aflakóngar í nokkur ár á Sæbjörgu og hef ég fengið margar skemmtilegar sögur frá pabba af sjómennsku þeirra, já, margar stórar og miklar, og líka miklar raunir, enn sem betur fer fórst enginn í þeim sjóslysum sem þeir urðu fyrir í róðrum sín- um. Hjartans frændi, minning um þig mun ávallt lifa í hjarta okkar og trúi ég að þú hafir fengið gott faðmlag hjá þeim sem farnir eru. Við systkinin munum gæta að bróður þínum og okkur og hafa ávallt í huga þann kærleik og vinskap sem þú gafst mér og okkur. Elsku hjartans Magga mín, Tobba, Haffi, Júlla, Björk, Harpa og fjölskyldan öll, megi allt það góða umvefja ykkur með kærleik og styrk. Minning um góðan mann mun lifa. Samúðarkveðjur, Friðþór Vestmann, Ragnheiður, Fríða Rún Vestmann og Ingi Steinn. Að morgni 16. september sl. fékk ég þá sorgarfregn að Theo- dór Ólafsson móðurbróðir minn væri látinn eftir stutta en erfiða þrautagöngu. Ég vissi í hvað stefndi en sorgin var og er óum- flýjanleg. Á meðan tárin þrýst- ust fram í augnkrókana tók hug- ur minn yfir og ég var komin aftur til áranna 1965 og 1966, þegar við Þorbjörg vorum óað- skiljanlegar frænkur og vinkon- ur. Æskuheimili hennar var á Hólagötu 24, en húsið byggðu Teddi og Magga fyrir stækkandi fjölskyldu sína. Fyrstu fjögur börnin fæddust jú í tröppugangi, Þorbjörg 1959, Sigurbjörn 1960, Hafþór 1961 og Júlíanna 1962. Í minningunni er allt samt svo rólegt og yfirvegað í númer 24 og dýrðarljóminn yfir og allt í kring. Ég er helst á því að ég hafi haldið að systkinin á 24 hafi líka verið systkini mín. Auðvitað hlýtur stundum að hafa verið hasar og mikið fjör á stóra heim- ilinu og Teddi oftast á sjó, en á sinn yfirvegaða hátt þá hélt Magga þétt utan um börnin sín og aldrei munaði um þó ein auka-stelpuskotta fengi að vera með þó ég trúi að hún hafi oft verið þreytt, en hún lét það ekki uppi. Það létti eflaust á heim- ilishaldinu þegar Teddi var í landi því ég man eftir krökkun- um og auðvitað mér, en ekki hvað, sitjandi við matarborðið í eldhúskróknum á Hóló og Teddi að skræla kartöflur og bein- hreinsa ýsuna fyrir hvert okkar svo við gætum stappað með smjöri. Á þessum tíma var Bára fædd og börnin því orðin fimm. Seinna bættust við þær Björk og Harpa, samtals sjö til yndisauka hjá hjónunum Tedda og Möggu. Ég á ótal minningar frá árum áður bæði frá Hólagötunni, heiman frá mér og frá útgerð pabba og Tedda, en þar sem minningargreinar mega bara innihalda ákveðinn fjölda stafa þá munu gamlar sögur verða rifjaðar upp með Hóló-Bessó- hópnum síðar. Ég vil þakka Tedda af alhug fyrir kærleika og vinsemd pabba mínum til handa í gegnum þeirra samtíð, sem mágar, vinir og útgerðareigend- ur Sæbjargar VE 56. Þegar pabbi flutti á Hraunbúðir, dval- arheimili aldraðra í Vestmanna- eyjum, þá voru þeir ekki margir dagarnir, sem Teddi kíkti ekki í heimsókn til pabba, hann vildi jú vita að allt væri í lagi. Þetta gerði mér búandi á fastalandinu allt svo miklu auðveldara og fyr- ir það er ég ævarandi þakklát. Ég vil líka trúa að elsku Sibbi minn, sem lést 22. júní sl. tæpum þremur mánuðum á undan pabba sínum, hafi með sinni sterku hendi og hlýjum faðmi tekið á móti föður sínum og leitt hann inn í æðri heima til móts við forfeður sína, systur og vin. Vonandi heldur Teddi áfram að grúska þarna hinum megin og segja sögur. Hann var nefnilega ótrúlegur hvað menn og málefni varðaði og kunni skil á flestu. Elsku hjartans Magga mín, börnin þín og allur flotti hópur- inn sem að ykkur Tedda stend- ur. Ég bið þess að kærleikurinn umvefji ykkur öll og að allar góðu minningarnar um báða strákana Tedda og Sibba fram- kalli hjá ykkur bros og jafnvel hlátur. Þeir eru pottþétt sameinaðir feðgarnir og örugglega að stúss- ast í ansi mörgu. Blessuð sé minning þessara yndislegu frænda minna. Sædís María Hilmarsdóttir. ✝ IngigerðurStefanía Ósk- arsdóttir (Inga) fæddist 5. febrúar 1937 í Reykjavík. Hún lést á Hjartadeild Land- spítalans 15. sept- ember 2020. Foreldrar henn- ar voru Jóna Guð- rún Stefánsdóttir, f. 16. maí 1915 í Skálavík, d. 2. febrúar 1994 og Guðjón Kristinn Óskar Valdi- marsson, f. 30. okt. 1909 í Vest- mannaeyjum, d. 5. apríl 1946. Fósturfaðir Ingigerðar var Guðlaugur Guðmundsson, f. 21. nóv. 1917, d. 26. sept. 2006. Systur Ingigerðar eru Sigrún Guðrún, f. 2. ágúst 1935, d. 27. sept. 2016, Jónína, f. 16. des. 1940, Ósk Maren, f. 25. okt. 1948 og Jónína Íris, f. 28. okt. 1957. Ingigerður giftist Konráði Páli Ólafssyni hinn 11. júlí apr. 1964, var kvæntur Krittiya Huadchai Konráðsson, þau slitu samvistum. Börn þeirra: a) Tinna, f. 20. okt. 2003, b) Inga, f. 6. nóv. 2008. Fyrir átti Guð- mundur dótturina c) Henný, f. 9. sept. 1984. Ingigerður ólst upp í Reykja- vík. Hún og Konráð hófu bú- skap í Höfnunum en Konráð vann þá á Keflavíkurflugvelli. Þaðan fluttu þau í Blesugróf og 1974 í Grýtubakka 2 í Breið- holti. Sumarið 2001 fluttu þau svo í Asparás í Garðabæ. Ingi- gerður bjó í eigin íbúð í Asp- arási til dánardags. Hún var lengst af heimavinnandi. Inga hafði verið í námi til smur- brauðsgerðar á Brauðstofu við Rauðarárstíg í Reykjavík á fyrri árum en ástin tók völdin svo ekkert varð af fyrirhugaðri Danmerkurferð þar sem ljúka átti náminu. Hún fór á vinnu- markaðinn þegar börnin urðu stálpuð. Fyrst í stað var hún í heimilishjálp og síðar sem að- stoð í eldhúsi og þá lengst af á Hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í Breiðholti. Útför Ingigerðar (Ingu) verð- ur gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 2. október 2020, kl. 13. 1958. Þau eign- uðust fjögur börn: 1) Guðjón Árni, f. 16. jan. 1959, 2) Jónas Sigurður, f. 4. des. 1960, d. 8. júlí 2000, 3) Jóna Ósk, f. 16. apr. 1962, hún var gift Augusti Håkans- son, þau slitu sam- vistum, þeirra börn: a) Óli Gunn- arr Håkansson, f. 14. okt. 1982, eiginkona Óla Gunnars er Lena H. Håkansson. Óli Gunnarr á með fyrri konu sinni, Crystal Elaine M. Håk- ansson, börnin Konráð Páll, f. 9. júlí 2008 og Eriku Ísafold, f. 21. okt. 2013. b) Hildur Arna Håkansson, f. 10. des. 1987, maki Andri Buch- holz, þeirra börn eru Logi Rafn, f. 18. apr. 2011 og Hafrún Erna, f. 7. febr. 2014. c) Frantz Adolf Håkansson, f. 11. júní 1990. 4) Guðmundur Kristinn, f. 8. Elsku mamma mín. Margt fer í gegnum hugann á þessari stundu og orð verða ansi fátæk- leg. Þú varst kona sem alltaf var til staðar. Við vorum fjögur systkinin og ég eina stelpan í hópnum. Þú treystir á mig með ýmislegt. Síðustu þrjú árin varst þú mér ekki minni styrkur en ég þér. Það mátti alltaf laga hluti, stóra sem smáa. Og tími eða peningar voru aldrei vandamál. Eitthvað til að vinna með. Þig vantaði aldrei neitt. Það höfðu allir nóg að gera og þú vildir ekki trufla fólk. Þú hafðir alltaf nóg af öllu fyrir aðra. Elsku mamma, það er svo skrítið hvað maður verður lítill og hjálparvana þegar allt í einu koma upp veikindi á borð við þín. Þú sem varla fékkst kvef öll þau ár sem ég hef lifað. Þú varst hress laugardaginn 12. september, hringir svo um kl. 12.30 á sunnudeginum og segir mér að þú hafir dottið fyrir um tveimur tímum og nýlega vökn- uð eftir fallið. Síðar þennan dag kemur í ljós að þú hafðir fengið STEMI-hjartaáfall og varst drifin í aðgerð þar sem hver mínúta skipti máli. Fátt er hægt er að gera á svona stundu nema vera til staðar. En marg- ar dýrmætar stundir á ég í far- teskinu. Þú sem aldrei tjáðir tilfinn- ingar fórst allt í einu að tala um allt það fallega líf sem þú hafðir átt. Þú áttir besta vin og eiginmann sem til var. Hann hafði kvatt fyrir níu árum og þú saknaðir hans mikið. Börnin þín fjögur, sem væru þér svo mikils virði. Og barnabörnin þín og barnabarnabörnin sem þú hafð- ir ekki hitt svo lengi. Og eig- inlega værum við börnin þín fimm, þar sem þú ættir tölu- vert í Stínu. Þú talaðir líka um að það væru 20 ár síðan þú hefðir hitt Sigga bróður. Það væri langur tími og þú saknaðir hans mikið. Hann var aðeins 39 ára þeg- ar hann kvaddi. Síðan sagðir þú: „Jóna Ósk mín, ég kem ekki aftur heim í Asparás. Þú sérð um Asparás og Simba.“ (Simbi er hundur mömmu.) Það er skrítið að hugsa til baka og skoða í huganum hvað þú hefur talað á þessu ári 2020. Þú saknaðir margra náinna og varst viss um að þú ættir ekki eftir að fá að sjá þá. Það er sárt til þess að vita að það reyndist rétt. Við getum aldrei þakkað nóg þá tilviljun að Frantz Adolf kom heim til Íslands tveimur vikum áður en þú kvaddir. Hvað það gladdi þig að hann Frantz þinn væri kominn. Þú talaðir líka mikið um ferðina okkar til Flórída í desember 2018. Það var svo gaman að vera hjá Sveinu og Kevin á Fruitland Park þessi jól. Og Ír- is (Freyja) sem kom frá North Dakota. Nú, prjónarnir voru auðvitað til staðar. Og þegar Kevin setti Bubba Morthens á fóninn var dansað. Þú gafst þeim Kevin og Írisi ekkert eftir í dansinum. Þú naust hverrar mínútu. Í ár hafði ég ætlað í aðra slíka ferð og þú varst staðráðin í að þú gætir ekki farið með þetta árið. Tímans á Flórída verður lengi minnst. Margt það sem þú hefur sagt á þessu ári 2020 segir mér á þessari stundu að þú varst að undirbúa þig fyrir þá löngu ferð sem þú hefur nú lagt upp í. Ég get haldið svona áfram lengi! Minning þín mun ætíð fylgja mér og ég vona að ég geti verið mínum börnum og barnabörnum eitthvað í líkingu við ykkur pabba. Það var þér þungbær reynsla þegar Siggi bróðir kvaddi þennan heim sumarið 2000 og síðan þegar pabbi kvaddi 2011. Nú hittist þið í sumarlandinu og getið notið samvistanna þar. Takk fyrir allt sem þú hefur verið mér, börnunum mínum og barnabörnunum. Minning þín mun verða ljós í lífi okkar. Þín dóttir, Jóna Ósk. Það er alltaf erfitt að kveðja en þessi kveðja er mér einna erfiðust. Frá því ég man eftir mér hef ég verið mikill heimalningur hjá þér og afa. Ég man fyrst eftir mér þegar þið bjugguð á Grýtubakkanum. Þangað var alltaf svo gott að koma og nóg að brasa. Ég mun aldrei gleyma skemmtaranum sem ég glamr- aði á og sönglaði þegar ég var ponsa. Og hvað það var gaman þegar þú settist hjá mér þegar ég var sex ára og kenndir mér að spila Góða mamma. Þá var það ósjaldan þegar við systkinin komum í heimsókn að þú lagðir kapal og það var alltaf gaman að hjálpa þér við að fá kapalinn til að ganga upp og svo að læra að leggja þá. Þú elskaðir að prjóna, prjón- aðir á alla þá sem þess óskuðu og passaðir alltaf að barna- börnin ættu nýja vettlinga og ullarsokka. Ef börn bættust í hópinn í kringum einhvern varstu búin að skella í prjóna- sett og varst snögg að því. Þeg- ar ég bað þig að kenna mér að prjóna var það hinn sjálfsagð- asti hlutur. Þú varst svo stolt af mér þegar ég prjónaði mína fyrstu peysu. Svo þegar ég var ólétt að börnunum mínum nutum við þess að sitja saman, prjóna og spjalla. Það er ómetanlegt að hafa haft þig til að taka upp týndar lykkjur, hjálpa mér við hnappa- götin og leiðbeina mér. Eftir að þið fluttuð í Asparás í Garðabæ var mikið styttra heim til ykkar afa. Mér þótti alltaf vænt um það að vita að ef eitthvað bjátaði á gat ég alltaf komið til ykkar, sem var afar hentugt á unglingsárunum þeg- ar ég var ekki alltaf sammála mömmu og pabba. Eftir að afi dó varð heim- urinn þinn dálítið innantómur enda voruð þið tvö eins og eitt. En ég gleymi því aldrei hvað þú varst þakklát þegar þú fékkst chihuahuahundinn Simba hjá bróður mínum Frantz sem veitti þér fé- lagsskap til lokadags. Þegar börnin mín fæddust urðu þau heimalningar í Asp- arásnum. Þú passaðir að eiga alltaf nóg af kexi handa þeim og það skorti aldrei ís í frystin- um. Það var ekki óalgengt að Logi og Hafrún sætu við eld- húsborðið hvort með sinn Maryland-kexpakkann og ef ég reyndi að skipta mér af því sagðir þú alltaf að þau mættu ekki vera svöng. Þar með þurfti ekki að ræða það frekar. Ég gæti örugglega skrifað heila bók um minningarnar mínar um þig elsku amma og er afar þakklát fyrir tímann okkar saman og allt sem þú kenndir mér. Þótt ég sé ekki tilbúin til að kveðja þig veit ég að ég þarf þess samt. Ég trúi því að þið afi séuð alsæl yfir því að vera sameinuð á ný með honum Sigga ykkar. Himnarnir gráta grimmilegum tárum og kalla þig upp til sín. Við sitjum hér eftir eins og fuglar í sárum, dofin og ófleyg er hugsunin. Þó farin sértu þá í hjörtum okkar ertu er huggun að í himnaríki varstu vel- komin. Við kveðjumst að sinni og sjáumst svo aftur þegar tíminn minn er uppurinn. (Hildur Arna Håkansson) Þín ömmustelpa, Hildur Arna Håkansson. Ingigerður Stef- anía Óskarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.