Morgunblaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020 Horft yfir sundið Viðeyjarstofa er eitt elsta hús landsins og fyrsta steinhúsið sem reist var á Íslandi. Var hún byggð á árunum 1752-1755. Eyjan sjálf er hluti af Borgarsögusafni Reykjavíkur. Kristinn Magnússon Varnarmálaráðherrar Noregs, Svíþjóðar og Finnlands rituðu miðvikudaginn 23. september undir samkomulag um að auka hernaðarlegt samstarf sitt á norðurslóðum. Með því var stigið enn eitt skrefið til að styrkja samstöðu norrænna þjóða, innan NATO og utan, í öryggis- og varnarmálum. Norrænu ríkisstjórnirnar vilja að norðurslóðir séu lág- spennusvæði. Grípi þær hins veg- ar til aðgerða þar í öryggisskyni saka Rússar stjórnirnar um að vinna gegn lágspennustefn- unni. Þetta eru dæmigerð leikbrögð. Rússar vita sem er að aukin umsvif rússneska hersins kalla á norræn viðbrögð, eða eins og Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, sagði við undirritun samkomulagsins: „Þetta tengist auðvitað ástandi öryggismála sem hefur breyst undanfarið. Við erum vitni að auknum flotaherstyrk Rússa á Múrmansk- svæðinu auk annars viðbúnaðar þeirra, við sjáum uppbyggingu herstöðvar nálægt finnsku landamærunum […] hvert sem litið er á norðurslóðum sjáum við Rússa styrkja stöðu sína.“ Frank Bakke-Jensen, varnarmálaráðherra Noregs, var sömu skoðunar og Hultqvist. Hann sagði að vegna aukinna hernaðar- umsvifa Rússa yrði að styrkja norrænt varn- arsamstarf. Menn þyrftu að horfast í augu við þá staðreynd að myndaðist hættuástand eða til átaka kæmi í framtíðinni snerti það ekki að- eins eitt Norðurlandanna heldur þau öll, það hvetti þau til æ meiri samvinnu. Finnski varnarmálaráðherrann Antti Kaik- konen sagði að þessi þríhliða samvinna félli innan þess ramma sem ríkin hefðu sett sér í NORDEFCO-varnarsamstarfinu og miðaði að því að efla sameiginlegt bolmagn ríkjanna á tímum friðar, hættuástands og átaka. Ný Atlantshafsherstjórn NATO Í þessu sambandi er einnig ástæða til að líta til þess að 17. september sl. tók ný Atlants- hafsherstjórn NATO formlega til starfa í Nor- folk í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Hlutverk hennar er að tryggja öryggi og varnir sigl- ingaleiða yfir Norður-Atlantshaf, í GIUK-hliðinu og norður í Íshaf. Fyrri Atlantshafsherstjórn NATO í Norfolk var lokað árið 2003. Nú starfa hlið við hlið í Norfolk Atlantshafsherstjórn NATO og yfirstjórn 2. flota Bandaríkjanna, Atlantshafsflotans, sem varð að fullu starfhæfur að nýju í árs- byrjun 2020. Sem NATO- og norð- urslóðaþjóðir eiga Íslendingar, Norðmenn og Danir mikið undir samstarfi við Atlantshafs- herstjórnina og Atlantshafsflotann. Svíar og Finnar hafa gert samstarfssamninga við NATO og tvíhliða samninga um varnarmál við Bandaríkjamenn. NORDEFCO-samstarfið kom til sögunnar síðla árs 2009, sama ár og Stoltenberg- skýrslan svonefnda birtist. Í henni voru settar fram róttækar tillögur um norrænt samstarf í utanríkis- og öryggismálum miðað við það sem áður var þegar ekki þótti við hæfi að ræða varnarmál á sameiginlegum vettvangi ríkjanna. Nú er gengið að NORDEFCO- samstarfinu sem vísu og áform eru um að efla það stig af stigi eins og nýja samkomulagið frá 23. september sýnir. Fundur á Borgundarhólmi Norræni þátturinn í öllu er varðar öryggi Ís- lands vex jafnt og þétt. Hann kemur þó hvorki í stað NATO-aðildarinnar né tvíhliða varn- arsamningsins við Bandaríkin. Allar ákvarð- anir hér á landi um varnar- og öryggismál hafa hins vegar áhrif á samskipti okkar við hinar norrænu ríkisstjórnirnar. Við erum ekki að- eins þiggjendur í þessu samstarfi heldur ger- endur. Það krefst virkrar ígrundaðrar þátt- töku innan þess borgaralega ramma sem við höfum mótað um öryggi okkar. Þannig treyst- um við eigið fullveldi og hagsmunagæslu. Einmitt þetta gerðist haustið 2019 þegar norrænu utanríkisráðherrarnir samþykktu til- lögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanrík- isráðherra um að á árinu 2020 skyldi mér falið að semja nýja skýrslu um frekari þróun nor- ræns samstarfs á sviði utanríkis- og öryggis- mála. Í skýrslunni ætti að leggja áherslu á loftslagsmál, fjölþáttaógnir og netöryggi og fjölþjóðasamstarf og virðingu fyrir alþjóða- reglum. Hún átti með öðrum orðum að snúast um borgaralega þætti öryggismálanna, enda er tekið á hernaðarlega þættinum innan NOR- DEFCO. Eins og óskað var lágu tillögurnar, 14 tals- ins, fyrir í júlí 2020 og birtust þá opinberlega. Fyrir rúmum tveimur vikum, 17. september, var efnt til norræns utanríkisráðherrafundar á Borgundarhólmi til að ræða tillögurnar og úr- vinnslu þeirra. Skilgreindar verða boðleiðir og ferlar í þessu skyni á milli landa og milli ráðu- neyta í einstökum löndum. Verkaskipting verður milli ríkja við framkvæmd tillagna. Fylgst verður með framvindunni með skýrslu- gjöf á fundum utanríkisráðherranna. Fasta- nefndir Norðurlandanna hjá Sameinuðu þjóð- unum í New York styðjast þegar við tillögurnar í störfum sínum. Fundarmenn sögðu að skýrslan og tillög- urnar skiptu jafnvel meira máli um þessar mundir, vegna COVID-19, heldur en þegar lagt var á ráðin um skýrslugerðina. Það væri mikils virði að eiga þennan efnivið til úrvinnslu bæði til að styrkja norrænt samstarf innbyrðis og til að auka norræn áhrif út á við. Í tilkynningu frá utanríkisráðherrafund- inum segir að með skýrslunni hefjist „nýr kafli norrænnar samvinnu í utanríkis- og öryggis- málum“. Ný heimsmynd Tillögur skýrslunnar taka mið af nýrri heimsmynd þar sem áhrif Kína hafa margfald- ast miðað við það sem var árið 2009 þegar Stol- tenberg-skýrslan birtist. Ein tillagan gerir ráð fyrir því að norrænu ríkisstjórnirnar leitist við að samræma afstöðu sína til aukins áhuga Kín- verja á norðurslóðum nú þegar loftslagsbreyt- ingar opna þar siglingaleiðir og aðgang að auð- lindum. Fyrsta skref stefnumótunar er að sjálfsögðu að koma sér saman um forsendur og skilgreina þær. Lagt er til í skýrslunni að stuðlað verði að auknum samnorrænum rannsóknum á sviði ut- anríkis- og öryggismála. Þannig má móta sam- eiginlegan staðreyndagrunn að baki ákvörð- unum. Innan Norðurlandanna allra takast sérfræð- ingar og stofnanir á um áherslur og markmið við mótun norðurslóðastefnu og einstaka þætti öryggismála. Umræður um þessi mál eru miklu takmarkaðri hér en annars staðar á Norðurlöndunum. Segja má að frá því að Ör- yggismálanefnd var aflögð fyrir tæpum 30 ár- um starfi engin innlend rannsóknarstofnun á sviði utanríkis- og öryggismála hér á landi. Fjölmiðla- og stjórnmálaumræður um þessa mikilvægu málaflokka eru auk þess miklu minni á innlendum vettvangi en áður var. Að íslenskir hagsmunir séu greindir og skýrðir út frá nýrri heimsmynd heyrir til undantekninga. Spurningar hafa vaknað um þörf á sam- norrænum viðbúnaði vegna heimsfaraldra. Þar sem norrænu utanríkisráðherrarnir vildu ekki tillögur um nýjar stofnanir er í skýrslunni hvergi minnst á samnorræna viðbragðs- miðstöð í þágu allsherjarvarna. COVID-19- faraldurinn hvetur þó til umræðna um slíka miðstöð. Í skýrslunni er hins vegar bent á að CO- VID-19-ástandið kalli á aukna árvekni vegna fjölþáttaógna eða netöryggis. Réttmæti ábendingarinnar hefur margsannast. Þannig grípa ríkisstjórnir ýmissa landa til sérstakra ráðstafana til að verja heilbrigðisstofnanir gegn tölvuárásum nú á tímum heimsfaraldurs- ins. Nú í október verður efnt til sérstakrar ráð- stefnu í Danmörku til að skerpa umræður um tölvuvarnir í heilbrigðiskerfinu. Sífellt meiri stafræn umsvif, æ meiri tölvuvinna að heiman, notkun stafrænna myndskeiða og aðrar staf- rænar samskiptaleiðir geri strangari kröfur til tölvu- og netöryggis auk árvekni starfsfólks. Tölvuþrjótar reyni að nýta sér heimsfarald- urinn til alls kyns árása. Þetta er enn ein áminningin til íslenskra stjórnvalda um nauðsyn stórátaks til að efla netöryggi hér á landi. Íslendingar eru ekki fullgildir í norrænu netöryggis-samstarfi eins og nú háttar. Eftir Björn Bjarnason » Í tilkynningu frá utanrík- isráðherrafundinum segir að með skýrslunni hefjist „nýr kafli norrænnar samvinnu í ut- anríkis- og öryggismálum“. Björn Bjarnason Norræn skýrsla sögð marka kaflaskil Höfundur er fv. ráðherra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.