Morgunblaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020 Fyrirhugað er að breyta fæðing-arorlofslögum þannig að orlofið lengist, sem er gert með hagsmuni barnsins fyrir augum, en um leið að takmarka millifærslu tímans á milli foreldra, sem er ekki gert barnsins vegna heldur af öðrum ástæðum. Fé- lags- og barna- málaráðherra segir að þetta verði að gera til að „þvinga“ feður í fæðingarorlof því að þeir hafi ekki verið nógu duglegir að nýta sér það.    Kjartan Valgarðs-son, fram- kvæmdastjóri Geð- verndarfélags Íslands, er ánægður með lengingu orlofs- ins og telur raunar að hún hefði mátt vera meiri, en við hitt er hann ósáttur og færði fyrir því áhugaverð rök í samtali við mbl.is í gær.    Hann sagði að markmið fæðing-arorlofsins væri tvíþætt, vel- ferð barnsins og kynjajafnrétti. „Við lítum þannig á að vegirðu þessi sjón- armið, þá skiptir velferð barnsins meira máli, að velferð, tilfinningalegt heilbrigði og tengslamyndun barns- ins eigi að koma númer eitt, og jafn- réttisbaráttan svo. Með þessu erum við ekki að segja að við höfum eitt- hvað á móti jafnréttisbaráttunni, en hún á ekki að koma niður á barninu.“    Hann bendir á ýmsar ástæðurþess að feður taki minna fæð- ingarorlof en mæður, geti jafnvel ekki tekið neitt fæðingarorlof eða séu hreinlega ekki til staðar, enda bendir Kjartan á að börn einstæðra mæðra fái minna en önnur börn.    Sagt er að velferð barna eigi aðvera í fyrsta sæti. Hvers vegna þarf hún að vera í öðru sæti í þessu máli? Ásmundur Einar Daðason Börnin í 2. sæti? STAKSTEINAR Kjartan Valgarðsson Persónuvernd hefur úrskurðað í tveimur málum þar sem kvartað var yfir að notendur samfélagsmiðilsins Facebook birtu persónuupplýsingar um aðra einstaklinga. Var notend- unum í báðum tilfellum gert að fjar- lægja upplýsingarnar þar sem þær stönguðust á við lög um persónu- vernd. Í öðru málinu birti notandi á Facebook skjöl þar sem m.a. komu fram upplýsingar um heimilisfang annars einstaklings. Sá hafði áður fjarlægt nafn sitt úr símaskrá af ör- yggisástæðum. Í hinu málinu birti Facebook-not- andi upplýsingar um kennitölu og bankareikningsnúmer annars ein- staklings og yfirlit greiðslna inn á þann reikning. Í úrskurðunum er tekið fram að skoðanir einstaklings og gildisdóm- ar um annan einstakling teljist ekki til persónuupplýsinga um þann síð- arnefnda og falli þar af leiðandi ekki undir gildissvið laga um per- sónuvernd og vinnslu persónuupp- lýsinga. Upplýsingarnar um heim- ilisfangið og bankareikninginn teljist hins vegar til persónuupplýs- inga og því sé Persónuvernd bær til að úrskurða um lögmæti vinnslu þeirra. vidar@mbl.is Bannað að birta heimilisfang  Persónuupplýsingar á Facebook komu til kasta Persónuverndar Morgunblaðið/Ernir Facebook Ekki var heimilt að birta heimilisfang kvartanda á Facebook. Héraðssaksóknari hefur með til- kynningu í Lögbirtingablaðinu lýst eftir nafngreindum erlendum manni fæddum 1976, sem ákærður er fyrir ósiðlegt athæfi í Hressó. Maðurinn er ákærður fyrir kyn- ferðislega áreitni, „með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 11. nóv- ember 2018 á skemmtistaðnum Hressingarskálanum, Austurstræti 20, Reykjavík, komið aftan að […] þar sem hún stóð við barborð stað- arins, fært sig þétt upp að henni þannig að mjaðmsvæðið hans nam við rass […] og strokið mjaðmir hennar og maga með báðum hönd- um.“ Telst þetta varða við 1. mgr. 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Að auki er þess krafist að hinn ákærði greiði allan málskostnað. Af hálfu konunnar er gerð krafa um að ákærða verði gert að greiða henni skaða- og miskabæt- ur samtals að fjárhæð 800.000 kr., að viðbættum vöxtum. Málið verður tekið fyrir í sal 203 í Héraðsdómi Reykjavíkur 29. októ- ber klukkan 10. „Ákærði er kvaddur til að koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Sæki ákærði ekki þing má hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður á málið að honum fjarstöddum,“ segir í fyr- irkalli héraðsdóms. Þar sem minni líkur en meiri eru á því að umrædd- ur maður lesi Lögbirtingablaðið má leiða líkum að því að þetta gangi eft- ir. sisi@mbl.is Ákærður fyrir ósið- legt athæfi á Hressó  Fyrirkall héraðs- saksóknara birtist í Lögbirtingablaðinu Morgunblaðið/sisi Hressó Staðurinn er lokaður nú um stundir vegna heimsfaraldursins. Öryggiskerfi 01:04 100% SAMSTARFSAÐILI Hringdu í síma 580 7000 eða farðu á firmavorn.is HVARSEMÞÚERT Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.