Morgunblaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020 Nýlega birti Rolling Stone lista sinn yfir 500 bestu plötur allra tíma, lista sem var fyrst birtur 2003. Listinn nú hefur vakið mikinn úlfaþyt og skal engan undra. Í raun má tala um nokkuð gagngera uppstokkun á áherslum, sem sýnir sig m.a. í því að Mar- vin Gaye er með fyrsta sætið, kona (Joni Mitchell) hreppir þriðja sætið á meðan Sgt. Pepper Bítlanna er í 24. sæti. Bo- wie kemst fyrst á blað þegar sæti 40 er úthlutað! Ekki segja mér að svona listar skipti ekki máli. Þeir skipta okkur víst máli. Við elskum lista og þessi hér er í raun réttri allsvakaleg yf- irlýsing. Það er verið að breyta „kanónunni“ eins og það er kallað, verið að skrifa út listafólk sem hef- ur verið áskrifendur að svona upp- talningum síðan þær hófust. List- inn er yfirlýsing og vekur mikið af spurningum; félagsfræðilegar, sögulegar, menningarlegar, kynja- fræðilegar, listfræðilegar og svo má telja. Að vísu eru bara sjö konur á topp 50. Hægt þokast þar en þetta er ábyggilega hæsta talan til þessa. Listinn er afar Ameríkumið- aður, átta af tíu efstu sætum eru bandarísk. Mikið af kántríi, sálar- tónlist og hipphoppi, svartir áberandi, kon- ur aðeins meira en venjulega kannski. Svo ég einfaldi, ég var búinn að sjá þrjár Outkast-plötur áður en Kraftwerk var komin (Trans-Europe Express, nr. 238). Eðlilega er kvartað og kveinað. Það er verið að henda heilli kyn- slóð í ruslið og menn (karlmenn) eru hræddir. Eitt komment er gull: „Það er eins og listinn sé sniðinn til af taugaveikluðu hvítu fólki sem heldur að það geti breytt heiminum með plötulista.“ Hvað er RS að pæla? Jú, blaðið þarf að marka sér stöðu, gera sig gildandi, ætli það að halda velli. Hamparar „pabbarokksins“, Hend- rix, Dylans, Bítla, Stones o.s.frv., eru á leiðinni undir græna torfu og mistur tímans ógnar æ meir. Fólk undir fertugu, segjum þrítugu, rámar í þessi nöfn sem ég hef nefnt. Talking Heads, R.E.M., Buzzcocks, Randy Newman, Kinks? Aldrei heyrt þessi nöfn. Með öðrum orðum, hvítt karla- gítarrokk er hægt og bítandi á leiðinni út; tölvumiðað hipphopp- skotið taktpopp er að festa sig í sessi. RS reynir að endurspegla þetta. En um leið er RS að móta okkur, eins og blaðið hefur gert frá örófi. Sem ungur maður las ég svona lista og tók þá sem heilagan sannleik. Fjölmiðlafræðilegt vald í raun, það sem er sett á dagskrá og innrammað sem málið verður mál- ið. Ef einhver lesandi heldur að ég sé eitthvað framsækinn í popp/ rokk-smekk þá er það rangt. Ég gín yfir Bítlum, Velvet Undergro- und, Clash, Smiths, U2 og öllu þessu dóti. Þetta er mitt uppeldi, þetta er mín kanóna. Annað nær aldrei að slaga upp í það sem ég var … ja, heilaþveginn með, er mér skapi næst að segja. Það sem RS-listinn sýnir nefni- lega best er að „bestu“ plöturnar eru einfaldlega þær sem haldið er að þér. Listinn í dag meikar alveg jafn mikinn sens sem bestuplötul- isti. Hann getur ekki verið „rang- ur“ þó að skipt hafi verið um áherslur. Það eina sem hefur breyst í raun er að það er búið að færa hann út úr mínu héraði. „Ofurleiðrétting“ var einhvers staðar sagt. Er verið að þjóna ein- hverjum öflum á röngum for- sendum, slétta listann út með óljósa hugmynd um jafnrétti að leiðarljósi og þá á kostnað góðrar tónlistar? RS 500 endurspeglar eðlilega fyrst og fremst hagsmuni og smekk þeirra sem ráða. Sá veldur sem á heldur. RS hefur ver- ið stýrt af hvítum Bítlaelskandi karlmönnum svo lengi sem menn muna og auðvitað kemur það fram í öllum áherslum. Tölum næst um tónlistina sem slíka. Er forsvaranlegt að fyrsta plata The Notorious B.I.G. sé ofar en fyrsta plata Velvet Undergro- und? Hvernig er hægt að meta þetta? Var Velvet Underground- platan áhrifaríkari þegar hún kom út? Ja, það er manni sagt. Af fólk- inu sem er í kringum mann, af þeim sem skrifa söguna. En er hún það? Já, í karlmiðuðum hvítum heimi er hún það. En er Biggie kannski áhrifaríkari á einhvern máta? Einhvers staðar annars staðar og gagnvart einhverjum öðrum? T.d. ungu hipphoppelsk- andi fólki sem er að fara að taka við af okkur. „Er það ekki tónlistin sjálf sem á að ráða?“ heyri ég stundum sagt, sem er í besta falli barnalegur mis- skilningur. Hver er „tónlistin sjálf“? Ef þú heyrir aldrei neitt annað en hvítt karlarokk, hvernig í ósköpunum áttu að geta metið það sem er öðruvísi, hvað þá að komast á þann stað að það sé mögulega merkilegra en það sem þú ert að hlusta á? Og eitt að lokum: Af hverju eru svona fáar konur á listanum? Nú, því þær fá hreinlega ekki sömu tækifæri og karlarnir til að búa til, framleiða og koma tónlist sinni al- mennilega á framfæri. Hugsið ykk- ur öll þau meistaraverk sem hafa farið forgörðum vegna þess að sannanlega hæfileikaríkar stúlkur hafa bugast undan þeim endalausu hindrunum sem eru lagðar fyrir þær, meðvitað sem ómeðvitað. RS 500 hefur líka endurspeglað þenn- an veruleika rækilega allt frá upp- hafi og gerir enn. Og viðheldur honum jafnvel, með ritstjórn- arvaldinu. Merkilegt að svona listi, og þá sérstaklega þessi, er svo miklu meira en plötuupptalning. Hann er líka birtingarmynd á samfélags- legri þróun, tískusviptingum og kynslóðabreytingum. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen »Ef þú heyrir aldrei neitt annað en hvítt karlarokk, hvernig í ósköpunum áttu að geta metið það sem er öðruvísi? Arnar Eggert Thoroddsen Höfundur er aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands og doktor í tónlistarfræðum. aet@hi.is Er rokkið endanlega dautt? Morgunblaðið er farið að skrifa ekki- fréttir og það á for- síðu. Í fjögurra dálka fyrirsögn er okkur til- kynnt 24/9: Borgarlína leysir ekki vanda. Þar til viðbótar kemur svo að hún skapar heilmik- inn vanda, fjárhags- vanda, umferðarvanda og mengunarvanda. Vonandi kemur eitthvað um það í næstu blöðum. Eins og áður var getið (Mbl. 23.07. sl.) er lífsstílshópur – trúar- hópur – sem trúir því að einkabíll- inn sé af hinu vonda og vill útrýma honum. Þetta er réttlætt með að hreinleiki andrúmsloftsins og lofts- lagsvandinn krefjist þess. Menn eigi að hjóla, ganga eða fara með strætó. Strætó bs. hefur hlýðnast þessu og vill þétta kerfið svo helmingi fleiri séu innan 400 metra frá næstu stoppistöð (Ársskýrsla Strætó 2019, hér eftir nefnd Á19). Með þessu er strætó að ganga erinda hins póli- tíska meirihluta í Rvk. Hann vill með borgarlínu þrefalda not- endafjölda strætó, sem samkvæmt A19 er að bæta 24.000 við þá 12.000 manns sem nota strætó nú þegar. Trúarhópurinn fagnar þessu, hann hefur sömu afstöðu til einka- bílsins og hjálpræðisherinn til brennivínsins, þótt þeir falli stund- um sjálfir í freistni. Annað er varla hægt, með miklu fleiri bíla en brennivínsflöskur í kringum sig. Svo er syndin lævís og lipur eins og Jón Kristófer kadett í hernum fékk að reyna. En svo eru líka hinir van- trúuðu, þ.e. bíleigendur, þeir geta haft svo einbeittan brotavilja að þeir nota ekki strætó jafnvel þótt aðeins séu 4 metrar í stoppistöðina en ekki 400. Svo spyrja má: Mun fjölgunin takast og kemur einhver umhverf- isbót út úr þessu? Strætó rak 28 daglínur innan- bæjar 2019, þar af má ætla út frá tölum í Á19 að meðalfarþegafjöldi yfir árið í þeim tólf vinsælustu hafi verið um 10 manns í vagni, 14 mest, 8 minnst, eftir línum. Hljómar lítið, en vandinn í rekstri áætlunarvagna er ná- kvæmlega þessi, þar sem álagið er mjög breytilegt í rúmi og tíma. Svo nýtingin á þessum 12 leiðum er alveg viðunandi, því Strætó er í gangi 16 tíma á sólarhring en álagstíminn er ekki nema um 6 tímar á dag, auk þess sem fjöldi stoppistöðva hef- ur minna en 60 farþega á dag, en þangað eru sendir um 60 vagnar daglega. Tíu manns í vagni svarar til elds- neytiseyðslu 4,5 l/100 km á farþega. Tiltölulega svipað, e.t.v. heldur betra en sparneytinn einkabíll. Við förum aftur í Á19, þar eru 16 línur af 28 eftir. Þar eru tölurnar meðalfjöldi 3, mest 5 minnst 1. Með- aleldsneytiseyðsla 15 l/100 km á far- þega, sama og eyðslufrekustu bens- ínhákar. Hætt er við að viðbótarfarþegarnir 24.000 sem sækja á með stækkuðu kerfi, verði eitthvað nær þessari eyðslutölu en hinni. Þá verður stækkun strætó- kerfisins ægivond fyrir umhverfið og loftslagið. Meðaleyðsla á farþega hjá strætó er 325 lítrar á ári. Sparneytinn bíll sem notar 325 lítra á ári í innanbæj- arakstri í að fara með eigandann í vinnuna 250 sinnum á ári eyðir 1,3 l á ferð og kemst 13 km, sem verður að telja nálægt þeirri vegalengd sem meðal Reykvíkingur þarf að ferðast fram og til baka í vinnuna. Strætó og einkabíllinn eru þar nokkuð í jafnvægi hvað útblást- ursmengun varðar. Miðað við töl- urnar að ofan gæti talan 325 farið upp í 350-380 lítra á ári ef ferðum er fjölgað. Þetta svarar til umfram- eyðslu jarðefnaeldsneytis, 1.400.000 lítra á ári, miðað við óbreytt ástand eða um 3,5 tonn á dag, sem bætist þá ofan á þá 10-20 tonna umfram- eyðslu jarðefnaeldsneytis á degi sem fyrir er nú þegar. Hún er vegna umferðartafa sem 25 ára aðgerða- leysi í málefnum stofnbrautaum- ferðar í Reykjavík hefur orsakað. Því miður er þetta ekki eina dæmið um að velmeinandi trúar- hópar fari villur vegar í sinni pre- dikun. Hið erfiða í slíkum málum er hin trúarlega sannfæring predik- aranna: Að það sé siðferðileg skylda þeirra að berja sína skoðun í gegn, hvað sem tautar og raular. Þeir ganga einfaldlega út frá því að trúin sé rétt, stækkun strætókerfisins minnki mengun og bæti umhverfið. Eins og sjá má hér að ofan eru eng- ar líkur á því. Nokkuð öruggt er að útblástursmengun eykst. Svipað má segja um rykmengun. Í því máli má Rvk. skammast sín fyrir að þvo nán- ast aldrei göturnar. Trúin að mengun væri einkabílum að kenna átti ákveðinn rétt á sér fyrir 50-60 árum. Að sá trúarlegi ka- non sem smíðaður var þá skuli lifa enn er e.t.v. ekki mikið, miðað við að Biblían var gefin út eftir kirkjuþing- ið í Nikeu 325 e. Kr. og lifir enn eftir nær 17 aldir. Það sem gera þarf er að draga nefið út úr erlendum trú- ar- og fræðibókum, vinna úr gögn- um, leggjast yfir ástand íslenskra samgöngumála, og finna út það sem gera þarf hér á Íslandi, með ný- sköpun og frjóa hugsun að vopni. Sem dæmi má nefna að engin raun- veruleg rannsókn á mengunar- ástandi vegna almennings- samgangna hefur farið fram hér í Reykjavík. Þetta er þrátt fyrir að afkastamesta verkfræðistofan í skrifum á borgarlínuguðspjöllum, sem væntanlega verða gefin út í einni Biblíu á sínum tíma, á í sínum fórum nýjustu tækni og vísindi í tölvuforritum til mengunarrann- sókna. Þau voru á sínum tíma unnin fyrir Rvk. En í dag er það trúin sem gildir hjá borgarstjórn Rvk., ekki raunveruleikinn. Án Borgarlínu bætum við loftið og samgöngurnar Eftir Jónas Elíasson » Andstæðingar einka- bílsins trúa því að stækkun strætókerf- isins minnki mengun og bæti umhverfið, en engar líkur eru á því. Mengun mun aukast. Jónas Elíasson Höfundur er prófessor. jonaseliassonhi@gmail.com Þekkir þú tilfinn- inguna að þurfa að berjast við að rifja upp hluti, eins og nafnið á myndinni á Netflix sem þú horfðir á í gær eða hvar þú lagðir bíl- lyklana frá þér? Eða hefur þú labbað inn í herbergi og velt fyrir þér hvað þú ætlaðir að gera þar? Þú ert lík- lega ekki ein(n) um það. Minnið er margbrotið og gerður er greinarmunur á ólíkum af- brigðum þess. Þegar við gúglum en munum ekki hvað við vorum að leita að er það skammtímaminnið sem bregst okkur. Skammtímaminnið geymir aðeins upplýsingar í 20-30 sekúndur og því má líkja við vinnsluminni tölvunnar. Í lang- tímaminninu, sem má líkja við harða diskinn, eru geymdar upplýsingar sem hafa varðveist í lengri eða skemmri tíma. Ef þú manst ekki af- mælisdag góðs vinar eða notaðir sól- gleraugu í gær en finnur þau ekki í dag tengist það langtímaminninu. Svefn er stór áhrifaþáttur þegar kemur að langtímaminninu. Með aldrinum verða breytingar á minn- inu sem geta haft áhrif á hæfni okk- ar til að læra nýja hluti, halda ein- beitingu og muna hluti. Streita og kvíði eru eitur fyrir minnið Sálfræðileg fyrirbæri eins og streita og kvíði geta skert minn- isgetu. Þegar við erum undir miklu eða langvarandi álagi er algengt að við gleymum. Viðbragð líkamans við álagi er að auka framleiðslu svokall- aðra streituhormóna eins og adr- enalíns og kortisóls, sem hjálpa okk- ur við að takast á við álag en geta haft neikvæð áhrif á athyglisgáfuna og minnisgetu. Undir álagi neitar heilinn að taka við nýjum upplýs- ingum og varðveita nýjar minn- ingar. Kvíði truflar vitræna virkni okkar og eykur árvekni, sem hefur þau áhrif að við veitum neikvæðum hlutum meiri athygli, eins og t.d. óvæginni færslu á fésbókinni eða dónalegum tölvupósti sem kemur okkur í uppnám. Þegar heilinn einblínir á slíkar trufl- anir á hann erfiðara með að fá aðgang að því sem hefur varðveist í minninu. Höldum minninu í toppformi Við getum gert ým- islegt til að halda minn- inu í góðu formi:  Regluleg hreyfing eykur framleiðslu á endorfíni sem dregur úr áhrifum streitu á líkam- ann.  Hollur og næringarríkur matur sem er ríkur að andoxunarefnum er góður fyrir minnið.  Hugleiðsla og jógaæfingar draga úr áhrifum streitu og róa taugakerfið.  Slökun er jafn mikilvæg fyrir heilabúið og hreyfing.  Félagsleg virkni hjálpar til við að halda heilanum virkum.  Góður og nægur svefn hefur áhrif á hversu vel heilinn getur munað hluti.  Það borgar sig að gera eitt í einu því þegar við gerum margt í einu eigum við erfiðara með að muna upplýsingar.  Minnisaðferðir eru gagnlegar, eins og að setja bíllyklana alltaf í skálina á stofuborðinu, segja hlutina upphátt eða skrá niður það sem við þurfum að muna.  Minnisleikir eins og t.d. su- doku, krossgátur eða þjálf- unartölvuforrit eins og Lumosity og Peak eru hönnuð til að bæta minni og einbeitingu.  Að læra nýja hluti hefur einnig jákvæð áhrif á minni okkar. Gleymum ekki minninu Eftir Ingrid Kuhlman Ingrid Kuhlman » Við getum gert ým- islegt til að halda minninu í toppformi. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistara- gráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. ingrid@thekkingarmidlun.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.