Morgunblaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
., '*-�-��,�rKu�,
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
Iðnaðareiningar
í miklu úrvali
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hljómsveitin Hvanndalsbræður
fagnar 18 ára starfsafmæli nú í
október með nýrri breiðskífu sem
ber heitið Hraundrangi. Á umslagi
hennar má sjá drangann í allri sinni
dýrð, hina miklu prýði Öxnadals.
Á plötunni eru níu ný Hvanndals-
lög og eitt eistneskt þjóðlag í nýjum
búningi og var platan tekin upp í
Studio Tónverki í Hveragerði og sá
Bassi Ólafsson um upptökurnar,
hljóðblöndun og masteringu. Gesta-
söngkona er í einu lagi, Ása Elínar-
dóttir, og hljóm-
sveitina skipa
þeir Valur Freyr
Halldórsson, Arn-
ar Tryggvason,
Pétur Steinar
Hallgrímsson,
Sumarliði Helga-
son, Rögnvaldur Bragi Rögnvalds-
son, Valmar Valjaots og Gunnar
Sigurbjörnsson eða Valur, Addi,
Pétur, Summi, Röggi, Valmar og
Gunni Sig, eins og þeir kalla hver
annan. Allir eru þeir Hvanndal en
þó ekki bræður.
Að hafa gaman
Platan er sú áttunda sem hljóm-
sveitin sendir frá sér og segir Valur
að hún sé sú skemmtilegasta til
þessa.
–Er það ekki alltaf markmiðið hjá
ykkur, að vera skemmtilegir?
„Jú, fyrst og fremst,“ svarar Val-
ur. „Þetta snýst um það og snerist
um það í upphafi, að hafa gaman.
Þetta er enn þá gaman og við erum
aðeins farnir að færa okkur yfir á
alvarlegri nótur. Þótt við tökum
okkur hvorki hátíðlega né alvarlega
þá er þetta orðið örlítið fágaðra með
árunum, eins og gott rauðvín. Við
eldumst og tónlistin með.“
–Það er sjaldgæfara að þessi þró-
un sé í hina áttina …
„Já, ég held það, ég held að það
sé varla þekkt,“ svarar Valur.
–Hvernig lýsið þið ykkur tón-
listarlega séð?
„Það er rosalega erfitt að stað-
setja okkur. Eins og nýja platan
sýnir er þetta allt frá argasta
blöðrupoppi upp í Dropkick Murp-
hys sem er pönkrokk. Við erum til
dæmis með eitt kántrílag en höf-
um aldrei spilað kántrí áður.
Platan er svolítið síkópatísk, við
erum fimm sem syngjum á henni,
það eru tíu lög og fimm af sex
mönnum í bandinu syngja lögin á
plötunni. Áður fyrr sáum við
Summi um sönginn og Rögnvaldur
líka aðeins en núna höfum við ver-
ið að dreifa þessu meira eins og
við gerum á tónleikum. Það er
enginn forsöngvari í þessu bandi
og á þessari plötu og hún er mjög
kaotísk,“ svarar Valur. Platan sé
furðulega staðsett en líka
skemmtilegasta plata hljómsveit-
arinnar til þessa. Valur bætir við
að erfitt sé að skilgreina hálf-
vitapopp á Spotify.
Hugfanginn af dranga
–Eruð þið í sama flokki og Ljótu
hálfvitarnir?
„Við vorum það en ég myndi
segja að við séum komnir svolítið
langt frá þeim núna. Áður fyrr héld-
um við sameiginlega tónleika, þessar
hljómsveitir, og spiluðum um allt
land af því hljómsveitirnar voru
áþekkar. Á tónleikum er þetta alltaf
fíflagangur, Rögnvaldur er með sín-
ar sögur og margar sögur sagðar á
milli laga og hafa alltaf verið. Það
heyrist ekkert á plötunni, þar eru
bara lögin og þau eru öll flóran.“
Hvanndalsbræður koma víða að,
gera út frá Akureyri þótt þeir skil-
greini sig ekki endilega sem Akur-
eyringa, að sögn Vals. Hraundrangi
blasir við ferðalöngum skömmu áður
en eyrin og segir Valur að Pétur,
gítarleikari sveitarinnar, hafi lengi
verið hugfanginn af dranganum og
myndað hann í gríð og erg. „Við höf-
um hvatt hann til að setja upp sýn-
ingu á ljósmyndum sínum af Hraun-
dranga því hann á vel yfir þúsund
myndir af honum. Okkur fannst
þetta því upplagt, þetta er flottur
tindur og tignarlegur,“ segir Valur.
–Lýsir titill plötunnar og myndin
á einhvern hátt innihaldinu?
Valur hugsar málið. „Þetta er
næsti dalur við Hvanndali en í raun
og veru ekki. Jú, kannski er inni-
haldið svolítið hrátt, sveitin og víð-
áttan, þetta er kannski skírskotun í
það,“ segir Valur.
Vikulegar æfingar
„Við erum ferlega sáttir við nýjan
hljóm í bandinu, við höfum alveg
verið þekktir fyrir að vera þéttir og
flottir á tónleikum en vorum það alls
ekki,“ segir Valur um hljómsveitina.
Á seinni árum og með fjölgun liðs-
manna hafi hljómurinn orðið betri
og Hvanndalsbræður betri hljóð-
færaleikarar. „Við æfum, ólíkt mörg-
um öðrum böndum, alltaf einu sinni
í viku og það skilar sér eins og með
fótboltamennina, aukaæfingarnar
skila sér. Þessi plata var spiluð
„live“ inn, við tókum hana upp á
þremur dögum og vorum vel æfðir.
Það er svolítill tónleikafílingur á
þessari plötu og Bassi kom inn með
nýjar hugmyndir og pælingar enda
algjör snillingur. Afraksturinn er
bara fínn, held ég.“
Margar góðar sögur
–Þú ert slökkviliðs- og sjúkra-
flutningamaður og þið í hljómsveit-
inni hljótið að koma úr ýmsum
greinum atvinnulífsins?
„Já, já, við erum með fram-
kvæmdastjóra Origo, grafískan
hönnuð og orgelleikara í Glerár-
kirkju og kórstjóra þannig að þetta
er bara öll flóran. Menn eru í fullri
vinnu annars staðar og svo spilum
við um helgar þegar það er hægt.“
–Skilar þessi fjölbreytta reynsla
ykkar sér í textagerðinni?
„Án efa, hún hefur gert það með
mörgum góðum sögum í gegnum
tíðina. Ég held að við séum komnir
með yfir 100 lög sem við höfum
samið, þau eru á Spotify og það eru
ansi margar sögur. Við eigum kata-
lóg og þegar við höldum tónleika
spilum við okkar efni, höfum aldrei
spilað annað og höfum verið heppnir
með að fá fullt hús í hvert sinn sem
við höldum tónleika,“ svarar Valur.
Hvanndalsbræður séu að taka 22-24
lög á tónleikum og segja ótalmargar
sögur.
–Hafið þið sungið um slökkviliðs-
störf og sjúkraflutninga?
„Óbeint,“ segir Valur glettinn, „en
við skulum segja nei, ekki enn þá og
það verður kannski ekki.“ Líklega
borgi sig ekki að fara inn á þær
slóðir. Valur segir hljómsveitina
fyrst og fremst félagsskap og mark-
miðið einfalt: að skemmta fólki. Vilji
fólk hlusta sé það frábært en auðvit-
að sé ekki hægt að hitta í mark hjá
öllum.
Hvanndalsbræður stefna að því að
halda útgáfutónleika í Hofi um miðj-
an mánuðinn og einnig stendur til að
halda tónleika í Reykjavík síðar
meir.
Frá blöðrupoppi til pönkrokks
Hvanndalsbræður Hér eru þeir saman komnir, Valur, Addi, Pétur, Summi, Röggi, Valmar og Gunni Sig.
Hvanndalsbræður senda frá sér breiðskífuna Hraundranga Fagna 18 ára starfsafmæli á árinu
„Hún er mjög kaotísk,“ segir einn hinna norðlensku Hvanndalsbræðra um plötuna nýju
Breski stjörnuarkitektinn Sir
David Adjaye hlýtur hin virtu
RIBA-arkitektúrverðlaun í ár.
Adjaye, sem er 54 ára gamall,
fæddist í Tansaníu og er fyrsti
hörundsdökki arkitektinn sem
hlýtur verðlaunin í 173 ára sögu
þeirra.
Adjaye hefur verið meðal um-
töluðustu arkitekta samtímans
og hefur safnbyggingin sem
hann teiknaði fyrir Smithsonian-
safnið í Washington-borg, Nat-
ional Museum of African Americ-
an History and Culture, til að
mynda vakið mikla eftirtekt.
Í umfjöllun um helstu verk
Adjaye í The Guardian, segir að
eftir að hann lauk námi í London
hafi hann rétt rúmlega þrítugur
teiknað afar áhugaverð og frum-
leg einbýlishús þar í borg fyrir
stjörnur í listheiminum á borð
við Chris Ofili, Ewan McGregor
blokk á Sugar Hill í Harlem í
New York, nýja dómkirkju í
Accra í Gana, fjármálamiðstöð í
Dakar í Senegal og Thabo
Mbeki-forsetabókasafnið í Suður-
Afríku.
og Alexander McQueen, hús sem
enn séu meðal hans bestu.
Adjaye blandar meðvitað saman
afrískum og evrópskum hefðum í
byggingum sínum en meðal ann-
arra markverðra má nefna íbúða-
David Adjaye hlýt-
ur RIBA-verðlaunin
Stjörnuarkitektúr Adjaye teiknaði hina nýju safnbyggingu National Museum of African
American History and Culture, sem er eitt Smithsonian-safnanna í Washington DC.
Myndlistarráð hefur úthlutað 22
milljónum til 74 verkefna í seinni
úthlutun sjóðsins á árinu. Sjóðnum
barst 171 umsókn og sótt var um
rúmar 124 milljónir alls. Styrkir til
sýningarverkefna eru 37 að
heildarupphæð 12,4 milljónir og
þar af fer 21 styrkur til minni sýn-
ingarverkefna og 16 til stærri. Að
auki veitir myndlistarráð 20 undir-
búningsstyrki að heildarupphæð
2,2 milljónir, 14 útgáfu- og rann-
sóknarstyrki að heildarupphæð 6,6
milljónir króna. Tvö verkefni hljóta
styrk til annarra verkefna, samtals
800 þúsuns krónur. Meðal helstu
verkefna sem hljóta styrk má nefna
Myndhöggvarafélagið í Reykjavík
sem hlaut eina milljón fyrir fjórðu
sýninguna í röðinni Hjólið, félag um
Listasafn Samúels Jónssonar hlaut
einnig eina milljón til útgáfu bókar
um Samúel og afmælisnefnd Leir-
listafélags Íslands hlýtur styrk í til-
efni af 40 ára afmæli félagsins til
sýningarhalds og bókaútgáfu.
Lista yfir allar úthlutanir sjóðs-
ins má finna á myndlistarsjodur.is.
22 milljónum úthlutað til 74 verkefna
Morgunblaðið/Ómar
Einstakur Í Brautarholti í Selárdal bjó
Samúel Jónsson (1884-1969) og þar má
sjá minjar um listiðkun hans og húsagerð.
Jazzklúbburinn
Múlinn heldur
áfram haust-
dagskrá sinni í
kvöld kl. 20 með
tónleikum gítar-
leikarans Mika-
els Mána og
hljómsveitar í
Flóa á jarðhæð
Hörpu. Leiknar
verða nýjar tónsmíðar eftir Mikael
sem eru á annarri sólóplötu hans en
hún var tekin upp í september. Tón-
listin flokkast sem „jarm“ en það er
ný tónlistarstefna sem blandar sam-
an djassi, impressjónisma og rokki,
skv. tilkynningu. „Lögin eru samin
um fólk, kvikmyndir og setningar
sem mótað hafa líf og persónuleika
Mikaels – hlutir sem vekja hann til
umhugsunar og láta honum líða vel
og illa,“ segir þar. Hljómsveitin
mun líka flytja lög af fyrstu plötu
Mikaels Mána, Bobby, sem hann gaf
út í fyrra. Sérstakur gestur verður
Svanhildur Lóa og mun hún leika á
metalafón og víbrafón.
Mikael Máni og hljómsveit í Múlanum
Mikael Máni