Morgunblaðið - 07.10.2020, Side 4

Morgunblaðið - 07.10.2020, Side 4
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 2020 Freyr Bjarnason Hallur Már Hallsson Oddur Þórðarson Viðar Guðjónsson Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra féllst í gærkvöldi á þær takmarkanir sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til í minnis- blaði sínu, en hann kynnti meginefni þeirra á upplýsingafundi almanna- varna í gær. Ástæðan er mikil aukning í smit- um vegna kórónuveirunnar á undan- förnum dögum. Hinar ýmsu hömlur voru kynntar á fundi almannavarna í gær. Aðgerðirnar sem kynntar voru í gær munu gilda í tvær vikur eða til 19. október. Búast við mörgum smitum Ástæða hertra aðgerða nú er sú að tilkynnt var í gær að 99 smit hefðu greinst á mánudag. Þórólfur segir ekki ólíklegt að smit verði áfram mörg, jafnvel fleiri, á næstu dögum. Meðal þess sem er gert, er að ekki mega fleiri en 20 koma saman í einu og tveggja metra reglan verður sett á að nýju. Sundlaugum verður lokað, keppnisstarfi í íþróttum hætt og grímuskylda verður hert. Þá verður einungis heimilt að vera með veit- ingahús opin til kl. 21 í stað kl. 23 áð- ur. Þórólfur segir ekki ólíklegt að smit verði áfram mörg, jafnvel fleiri en greindust á sunnudag. Þungt hljóð var í honum og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni á almannavarna- deild ríkislögreglustjóra á fundinum í gær. „Það eru allir orðnir mjög þreyttir á þessu og við finnum það al- veg að þolinmæðin fyrir aðgerðunum hefur minnkað,“ segir Víðir. Hins vegar segir hann að næstu skref séu mikilvæg og árangur þeirra ætti að birtast eftir viku. Mikil fjölgun í sýnatöku Mikil fjölgun hefur orðið í ein- kennasýnatöku að sögn forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgar- svæðinu. Um 1.500 manns fara nú í einkennasýnatöku á dag sem er um helmingi meira en fyrir viku. „Það hefur verið mikið að gera, já,“ segir Óskar Reykdalsson, for- stjóri Heilsugæslunnar á höfuðborg- arsvæðinu, í samtali við mbl.is. Ósk- ar segir að mikil aukning hafi verið á einkennasýnatökum, þ.e. að þeir sem telja sig hafa einkenni kórónuveir- unnar bóki skimun hjá Heilsugæsl- unni. „Við vorum að fá líklega svona 7-800 manns á dag í einkennasýna- tökur í síðustu viku en nú koma ríf- lega 1.500 manns á dag,“ segir Ósk- ar. Þá séu nokkur hundruð til viðbótar sem fari í sýnatöku við lok sóttkvíar á hverjum degi.“ Óskar segir að þeir sem bóki ein- kennasýnatöku snemma dags geti átt von á því að komast í skimun samdægurs þótt engin eiginleg regla sé á því. „Til að skipuleggja þetta sem best höfum við reynt að boða þá, sem bóka einkennasýnatöku fyrir hádegi, í skimun samdægurs. Svo þeir sem bóka síðar yfir daginn fara yfirleitt snemma daginn eftir. Ef fólk er svo með mikil eða alvarleg ein- kenni þá er auðvitað tekið á því alveg sérstaklega,“ segir hann. Hertar sóttvarnaaðgerðir skella á  99 smit greindust  Tveggja metra reglan aftur í gildi  Afgreiðslutími veitingahúsa skertur frekar, sundlaugar ekki opnar og ekki mega fleiri en 20 koma saman  1500 skimaðir á degi hverjum Kórónuveirusmit á Íslandi Staðfest smit frá 30. júní 3.081 staðfest smit Heimild: covid.is Nýgengi innanlands 5. október: 173,2 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 15 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, þar af 4 á gjörgæslu 99 ný inn an lands smit greindust 5. október 292.244 sýni hafa verið tekin Þar af í landamæraskimun 154.705 sýni, samtals í skimun 1 og 2 1.913 einstaklingar eru í skimunarsóttkví 100 80 60 40 20 0 99 75 16 3.571 er í sóttkví 747 einstaklingar eru með virkt smit og í einangrun júlí ágúst september Fjöldi smita innanlands Fjöldi smita á landamærum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Aðgerðir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir. IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 Litur: Silver/ Dark walnut að innan. 2020 GMC Denali, magnaðar breytingar t.d. 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleira. Samlitaðir brettakantar, gúmmimottur í húsi og palli. VERÐ 13.250.000 m.vsk ATH. ekki „verð frá“ ATH. ekki „verð frá“ 2020 GMC Denali Ultimate Litur: Carbon Black/ Walnut að innan. 2020 GMC Denali , magnaðar breytingar t.d. 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. Samlitaðir brettakantar, gúmmimottur í húsi og palli. VERÐ 13.250.000 m.vsk ATH. ekki „verð frá“ 2020 GMC Denali Ultimate Litur: Silver/ Grár að innan. 6,7L Diesel, 450 Hö, 925 ft of torque, 4X4, 10-speed Automatic transmission, 6-manna. Heithúðaður pallur. VERÐ 11.290.000 m.vsk 2020 Ford F-350 XLT Áhrif sóttvarnaaðgerða vegna kór- ónuveirufaraldursins má sjá víða, en allt vatn hefur verið tæmt úr heita pottinum í Nauthólsvík, þar sem hann er klórlaus. Gera má ráð fyrir að svo verði áfram, þar sem bað- og sundstöðum á höfuðborg- arsvæðinu hefur nú verið lokað fram til 19. október. Morgunblaðið/Árni Sæberg Heiti potturinn tómur í Nauthólsvík „Við viljum að allir borgarar lands- ins hagi sér skynsamlega og nú er best að halda sig heima,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Talsverður straumur hefur verið af ferðamönnum til Akureyrar síð- ustu vikur, innlendra sem erlendra. Virðist jafnvel sem einhverjir hópar hafi séð sér leik á borði þegar skellt var í lás á skemmtistöðum í Reykja- vík og flutt gleðina norður yfir heið- ar. Páley segir í samtali við Morgunblaðið að Akureyri sé þannig staður að þangað komi fólk allan ársins hring og sæki í afþreyingu. „Hingað koma alls konar hópar og gera sér glaðan dag. Í venjulegu árferði myndi maður skilja það en nú er staðan þannig að allir ættu að stilla ferðalögum í hóf. Fólk er enda hvatt til að takmarka ferðalög milli svæða. Svo vonandi náum við tökum á baráttunni og getum farið að þvælast um allt á ný,“ segir hún. hdm@mbl.is Best að halda sig heima  Talsverður straumur af ferðamönnum til Akureyrar síðustu vikur  Einhverjir flutt gleðina norður yfir heiðar Páley Borgþórsdóttir Morgunblaðið/Eggert Akureyri Brögð eru að því að hópar skemmtanaglaðra Reykvíkinga hafi heimsótt höfuðstað Norðurlands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.