Morgunblaðið - 07.10.2020, Page 13

Morgunblaðið - 07.10.2020, Page 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 2020 Smitvarnir Vissara er að viðhafa grímunotkun á ferðum sínum utanhúss. Eggert Í dag, 7. október, er forvarnardagurinn. Fimmtán ár eru frá því að forvarnardagurinn hóf göngu sína að frum- kvæði þáverandi for- seta Íslands, hr. Ólafs Ragnars Grímssonar. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, hefur síðan tekið við kyndlinum og sinnt for- varnardeginum af krafti. Áhugi Ólafs Ragnars kom meðal annars til vegna þeirrar staðreyndar að á Íslandi hafði gögnum um hagi og líðan barna og ungmenna verið safnað í sjö ár, eða síðan árið 1998, og því hægt að skoða áhrif breytinga í samfélaginu á hagi og líðan barna og ungmenna milli ára. Gott dæmi er fall bankanna árið 2008. Með þessum gögnum gátum við svar- að spurningunni um hvernig börnum og ungmennum leið í hruninu. Íslend- ingar voru nefnilega eina þjóðin á þeim tíma sem safnaði reglulega gögnum um börn og ungmenni. Núna 22 árum síðar eru Rannsóknir og greining enn að safna sömu gögnum og geta bætt við sérstökum spurn- ingum þegar nýjar hættur steðja að. Tilgangur forvarnardagsins er tví- þættur. Annars vegar eru nið- urstöður rannsóknanna túlkaðar fyrir almenning og settar fram á auðskil- inn máta. Niðurstöður rannsókna Rannsókna og greiningar hafa sagt okkur hverjir þeir þættir eru sem vernda börn og ungmenni þegar kemur að notkun áfengis- og vímu- efna. Þeir þrír þættir sem eru mest verndandi fyrir íslensk börn og ung- menni eru samvera með fjölskyldu, þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tóm- stundastarfi og að seinka notkun áfengis- og vímuefna. Það er mik- ilvægt að leyfa heilanum að þroskast án slíkrar truflunar, því heilinn er ekki fullþroskaður fyrr en eftir 20 ára aldur og áfengi og vímuefni hafa slæm áhrif á þroska hans. Hins vegar er tilgangur forvarnardagsins að beina sjónum að því sem „blikkar“ í mælaborði Rannsókna og greiningar um hagi og líðan barna og ungmenna. Hvaða hætta steðjar að núna? Hvað er það sem við þurfum að einblína á? Fyrir 22 árum var áhersla lögð á tóbaksreykingar en síðan þá hafa raf- rettur, neftóbak, nikótínpúðar og orkudrykkir, sem eiga það sameig- inlegt að hafa áhrif á líkama og líðan barna okkar, gert usla í mælaborðinu og sagt okkur að við sem samfélag þurfum að bregðast við. Þessi mik- ilvægu gögn hafa gert okkur það kleift að gera það. Foreldrar og gras- rótin hafa þannig fengið upplýsingar, beðið um breytingar og stefnumót- endur og yfirvöld brugðist við. Þann- ig hafa allir lagt sitt af mörkum og þannig á upplýst samfélag að virka. Ísland á enda heimsmet í því hversu lítið ungmennin okkar nota áfengi. Nú á þessum skrýtnu og krefjandi tímum megum við alls ekki láta deig- an síga þegar kemur að forvörnum. Frekar þarf að gefa í og efla allt for- varnarstarf. Þess vegna hefur verið opnuð ný vefsíða, www.forvarnar- dagur.is, þar sem kennarar hafa að- gang að endurnýjuðu fræðsluefni, kynningu, veggspjöldum og umræðu- spurningum ásamt nýju myndbandi með fyrirmyndum í samfélagi okkar. Vitundarvakning um verndandi þætti vegna notkunar áfengis og vímuefna barna og ungmenna mun fara fram á samfélagsmiðlum á næstu vikum. Hér eftir sem hingað til hvetjum við kennara og skólayfirvöld til að leggja áherslu á forvarnarstarf. Kæru landsmenn – verndum æsk- una og stuðlum að farsæld í lífi þeirra til framtíðar. Með öflugum forvörnum byggjum við heilbrigt samfélag. Við erum öll forvarnir! Til hamingju með forvarnardaginn! Eftir Ölmu D. Möll- er og Sigríði Kr. Hrafnkelsdóttur »Hvetjum við kennara og skólayfirvöld til að leggja áherslu á for- varnarstarf. Alma D. Möller Alma D. Möller er landlæknir. Sigríð- ur Kr. Hrafnkelsdóttir er verkefna- stjóri heilsueflandi framhaldsskóla. Við erum öll forvarnir Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir Kannski er það ósanngjarnt að halda því fram að umræða um stefnuræðu forsætis- ráðherra í liðinni viku hafi verið leiðinleg. Vonandi höfðu ein- hverjir nokkra skemmtun af henni. En hafi einhverjir beðið spenntir eftir að fá skýra sýn á stefnu stjórnarandstöðunnar, ekki síst í glímunni við efnahagslegar þreng- ingar vegna kórónuveirunnar, hefur sá hinn sami orðið fyrir vonbrigðum. Ekkert nýtt, aðeins gömul uppfærð handrit og innihaldslaus slagorð. Leikurinn var endurtekinn síðasta mánudag þegar fyrsta umræða um fjárlög komandi árs fór fram. Þegar staðið er frammi fyrir mikl- um samdrætti – þar sem verðmæti þjóðarframleiðslunnar dregst veru- lega saman – reynir á ríkisstjórn, stjórnarflokka og stjórnarandstöðu. Ríkisstjórn undir forystu Samfylk- ingarinnar valdi leið niðurskurðar og hærri skatta þegar tekist var á við djúpstæða kreppu í kjölfar falls bank- anna. Allir þekkja hvaða afleiðingar sú stefna hafði. Eldri borgarar og ör- yrkjar, heilbrigðiskerfið og mennta- kerfið fundu mest fyrir hníf nið- urskurðar. Fjárfestingar voru frystar. Það var í raun skrúfað fyrir súrefni efnahagslífsins. Tekið utan um samfélagið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tekst á við erfiðleikana með allt öðr- um hætti. Þrátt fyrir samdrátt aukast útgjöld á komandi ári, fjárfestingar eru stórauknar og skattar lækkaðir. Sem sagt: Í stað þess að minnka súr- efnið er það aukið hressilega. Þannig er viðnámsþróttur heimila og fyr- irtækja aukinn. Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra var skýr í þessum efnum í umræðum um stefnuræðu forsætis- ráðherra. Loforð ríkisstjórnarinnar sé að gera meira en minna: „Það er mikilvægt að taka þannig utan um samfélagið, bæði fólk og fyrirtæki, að þau komist hratt á fæturna aftur þegar glaðnar til. Að við töp- um ekki verðmætum að óþörfu, að hjarta líf- vænlegrar starfsemi geti haldið áfram að slá. Án atvinnulífsins verð- ur engin viðspyrna. Án atvinnulífsins eru engin störf, hvorki núna né til að snúa aftur í. Þess vegna er mikilvægt að við gerum núna það sem hægt er að gera til að milda áfallið og stytta at- rennuna að næsta hagvaxtarskeiði. Það er okkur öllum því lífs- nauðsynlegt að atvinnustarfsemin taki aftur við sér. Þeir sem gera lítið úr vanda atvinnulífsins eða telja rangt af stjórnvöldum að standa með fyrirtækjum skilja einfaldlega ekki þetta mikilvæga samband milli þess að sköpuð séu verðmæti í einkageir- anum og lífskjara okkar allra.“ Fjárlög og stefna í ríkisfjármálum er töluverð jafnvægislist, ekki síst í samsteypustjórn þriggja ólíkra flokka. Auðvitað er margt sem sá er hér ritar hefði viljað sjá með öðrum hætti, ekki síst þegar kemur að tekju- öflunarkerfi ríkisins og skipulagi rík- isrekstrar. En heildarmyndin er skýr. Góð staða ríkissjóðs er nýtt til að bregðast kröftuglega við sam- drætti efnahagslífsins vegna kór- ónuveirunnar. 34 milljörðum lægri skattar Þeim sem eru óþolinmóðir finnst oft ganga hægt að létta skattbyrði launafólks og fyrirtækja. Oft er varn- arbaráttan erfið. Ríkisstjórnin hefur hins vegar fylgt þeirri skýru stefnu að auka ráðstöfunartekjur almenn- ings (ekki síst þeirra lægst launuðu) og styrkja samkeppnisstöðu atvinnu- lífsins. Þannig lækka álögur var- anlega á komandi ári um 34 milljarða króna. Hlutfall skatttekna og trygg- ingagjalds af vergri landsframleiðslu hefur lækkað hressilega á kjör- tímabilinu eins og sést á meðfylgjandi mynd. Mest munar um þær skattkerfis- breytingar sem gerðar hafa verið á tekjuskattskerfi einstaklinga sem kemur að fullu til framkvæmda í byrjun komandi árs. Breytingarnar tryggja 21 milljarðs króna lækkun tekjuskatts á ári auk tveggja millj- arða sérstakrar hækkunar persónu- afsláttar á síðasta ári. Lækkunin kemur fyrst og fremst þeim tekju- lægri til góða og munu ráðstöfunar- tekjur þeirra aukast um rúmlega 120 þúsund krónur á ári. Alls nemur lækkun trygginga- gjalds um átta milljörðum á ári en stefnt er að enn frekari lækkun (tíma- bundinni) til að mæta áhrifum samn- ingsbundinna launahækkana á al- mennum vinnumarkaði. Lækkun er áætluð um fjórir milljarðar sem þýðir að tryggingagjald á komandi ári verður um 12 milljörðum lægra en það hefði orðið að óbreyttu. Áhrif sjálfvirkrar sveiflujöfnunar á tekjur ríkisins eru mikil en auk þess hafa stjórnvöld lækkað álögur um rúma 17 milljarða með beinum að- gerðum. Þar vegur full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna vinnu við íbúðarhúsnæði þungt. Gleði hinna óþolinmóðu Það er sérstaklega ánægjulegt að stefnt er að því að stíga fyrsta skref í að lækka erfðafjárskatt með því að hækka frítekjumark úr 1,5 milljónum í fimm milljónir króna. Þessi lækkun gagnast hlutfallslega best eignaminni búum. Lækkun er í anda frumvarps þingmanna Sjálfstæðisflokksins um lækkun þessa óréttláta skatts, ekki síst á eignir launafólks. Fjármála- ráðherra hefur einnig boðað um tveggja milljarða lækkun á fjár- magnstekjuskatti með endurskoðun á skattstofni. Útfærslan liggur ekki fyrir, en hún skiptir miklu. Með því að auka skattalega hvata fyrirtækja og einstaklinga verður styrkari stoðum rennt undir starf- semi almannaheillafélaga. Þannig styttist í að gamall draumur þess er hér skrifar og margra annarra rætist. Gert er ráð fyrir að vegna þessa verði „tekjutap“ ríkissjóðs á næsta ári um 2,1 milljarður. Og við þessi óþolinmóðu getum ekki annað en glaðst yfir að ríkis- stjórnin stefni að því að innleiða skattalega hvata til að örva þátttöku almennings í atvinnulífinu með kaup- um á hlutabréfum. Þetta er í sam- ræmi við frumvarp sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram á síð- asta ári um skattafrádrátt vegna hlutabréfakaupa. Auknar ívilnanir (hvatar) vegna rannsóknar og þróun- ar eru af sama meiði en gert er ráð fyrir að þær hækki í sjö milljarða á komandi ári. Áætluð framlög til ný- sköpunarmála eru 25 milljarðar sem er um fimm milljarða hækkun milli ára. Súrefnið er ekki aðeins aukið með lægri álögum heldur verður fjárfest- ing ríkisins á komandi ári í sögulegu hámarki eða um 111 milljarðar króna. Stærsta einstaka fjárfestingarverk- efnið er bygging nýs Landspítala. Í greinargerð fjárlagafrumvarpsins er bent á að framlög til ýmissa fjárfest- inga aukist um ríflega 36 milljarða frá fjárlögum yfirstandandi árs. „Aukn- ingin á milli ára skýrist að miklu leyti af mótvægisráðstöfunum ríkisstjórn- arinnar og þeirri stefnumörkun stjórnvalda að styðja við hagkerfið þar til atvinnulífið hefur tekið við sér, m.a. með sérstöku fjárfestingaátaki í innviðum, hugviti og þekkingu.“ Stundum þakkar maður fyrir Um 60% af útgjöldum ríkissjóðs er varið til velferðar-, heilbrigðis- og menntamála. Á nær öllum sviðum verða útgjöld aukin, þrátt fyrir erfiða stöðu. Þannig hækka framlög til heil- brigðismála á næsta ári um ríflega 15 milljarða að frátöldum launa- og verðlagsbreytingum. Um 10,5 millj- arða hækkun verður á framlagi til málefna aldraðra og öryrkja sam- kvæmt fjárlagafrumvarpinu og gert er ráð fyrir að útgjöld vegna mennta- og menningarmála hækki um tæpa sex milljarða. Ríkisstjórnin er sem sagt að beita ríkisfjármálunum og auðvelda heim- ilum og fyrirtækjum að veita við- spyrnu á erfiðum tímum og gera þeim kleift að grípa tækifærin til upp- byggingar á náinni framtíð. Sundruð stjórnarandstaða leggur lítið til ann- að en uppboðsmarkað loforða þar sem lykilorðin eru: aukin útgjöld, hærri skattar og fjölgun opinberra starfa. Oft þakkar maður fyrir hverjir sitja ekki við stýrið. Eftir Óla Björn Kárason » Álögur lækka varan- lega á komandi ári um 34 milljarða. Hlut- fall skatttekna og trygg- ingagjalds af vergri landsframleiðslu hefur lækkað hressilega. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Það skiptir máli hver er við stýrið Skatttekjur og tryggingagjöld 2010–2025 Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, án óreglulegra liða 28% 27% 26% 25% 24% 23% '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 '22 '23 '24 '25 Fjármálaáætlun Heimild: Hagstofa Íslands og fjármálaáætlun 2021-2025 Meginsviðsmynd Án kerfisbreytinga frá 2018

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.