Morgunblaðið - 07.10.2020, Page 21
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 2020
Húðin Hátún 6b, 105 Reykjavík 519-3223
www.hudin.is
Dekraðu við húðina í hlýlegu og
notalegu umhverfi.
„HEFUR EINHVER INNRITAÐ SIG OG
ÞÓST VERA ÉG?”
„SLÁÐU Á ÞRÁÐINN TIL RÖNTGEN-
DEILDARINNAR. BRJÓSTMYNDATAKAN
SÝNIR BARA HVIRFILINN Á HONUM.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þinn flippaði betri
helmingur.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG GÆTI BREYTT HEIM-
INUM EF ÉG REYNDI ÞAÐ!
Ó, ÉG TRÚI ÞVÍ VEL AÐ
ÞÚ GÆTIR ÞAÐ, JÓN
… GERT HANN
LEIÐINLEGRI, EF
EITTHVAÐ ER
VITUR MAÐUR SAGÐI EITT SINN
VIÐ MIG: „ÞAÐ ER VEGURINN
SEM ÞÚ FETAR EKKI SEM ÞÚ
MUNT HARMA”
JAH, EKKI GET ÉG
ANDMÆLT ÞVÍ!
VELKOMIN
Á
RÁÐ STEFNU
UM
AUÐKENNIS-
ÞJÓFNAÐ
MÓTTAKA
lengra en í Mosfellsbæinn. „Hér er
örstutt upp í Reykjalundarskóginn
og þá er maður kominn út í allt ann-
an heim, og hér líður mér vel.“
Eins og fram hefur komið líður
Ásgeiri hvergi betur en uppi á fjöll-
um og þegar toppnum er náð er oft-
ar en ekki tekin upp pönnuköku-
pannan og bakaðar pönnukökur.
„Ég hef líklega bakað pönnukökur
uppi á 15 fjallstoppum, en núna er ég
farinn að baka þær þegar ég kem á
sérstaka og skemmtilega staði,“ seg-
ir Ásgeir, sem hefur bakað á Drang-
jökli, Langajökli, Eiríksjökli, Vatna-
jökli og Snæfellsjökli. „Ég hef
ákveðið að sleppa Hofsjökli, því
hann er svo sprunginn og ég er var-
kár maður.“
Fjölskylda
Eiginkona Ásgeirs er Berglind
Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur,
f. 26.5. 1976. Foreldrar hennar eru
Gunnar Hinriksson rafvirki, f.
23.7. 1943, og Bertha Vigfúsdóttir
húsmóðir, f. 20.1. 1945. Þau búa í
Mosfellsbæ.
Börn Ásgeirs og Berglindar eru
Ari Ásberg, f. 17.1. 2011, og Agnes
Aðalbjörg, f. 8.8. 2014. Bræður Ás-
geirs eru Bjarni Sæmundsson, raf-
iðnfræðingur í Kópavogi, f. 4.12.
1973; Einar Þór Sigurgeirsson, f.
16.3. 1979, verslunarmaður í Kópa-
vogi; Davíð Sæmundsson, f. 23.4.
1981, verkamaður í Borgarnesi; Ei-
ríkur Sæmundsson, f. 15.8. 1984, raf-
magnstæknifræðingur í Mosfellsbæ,
og Jóhann Hólmar Ragnarsson, f.
23.9. 1978, vélvirki Grund á Blöndu-
ósi.
Faðir Ásgeirs er Sæmundur Ás-
geirsson, f. 12.2. 1950, rafveitu-
virkjameistari í Borgarnesi, var gift-
ur Steinunni Jóhannsdóttur, f. 23.11.
1959, verkakonu í Borgarnesi. Þau
skildu. Móðir Ásgeirs er Þóra Ingi-
björg Guðnadóttir, f. 11.8. 1952,
skólaritari í Kópavogi, og fósturfaðir
Sigurgeir Ólafsson, f. 15.5. 1938, bif-
reiðastjóri.
Ásgeir
Sæmundsson
Sæmundur Tómasson
trésmiður í Reykjavík
Guðný Sigurðardóttir
húsmóðir í Reykjavík
Ásgeir Sæmundsson
rafmagnstæknifræðingur
í Reykjavík
Anna S. Jóhannsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Sæmundur Ásgeirsson
rafveituvirki í Borgarnesi
Jóhann Jóhannsson
verkamaður á Siglufirði
Guðrún
Sigmundsdóttir
verkakona á Siglufirði
Theodór Jónsson
verkamaður í Reykjavík
Ingveldur
Valdimarsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Guðni Þ. Theodórsson
verslunarmaður í Reykjavík
Sigurborg Einarsdóttir
matráðskona í Reykjavík
Einar Vídalín Einarsson
loftskeytamaður í Rvík
Þóra I. Gísladóttir
húsmóðir í Reykjavík
Úr frændgarði Ásgeirs Sæmundssonar
Þóra I. Guðnadóttir
skólaritari í Kópavogi
Menn og menntir“ heitir ágættritsafn eftir Pál Eggert Óla-
son sem gott og gaman er að
fletta upp í. Oftar en ekki staldra
ég við Þórð Magnússon á Strjúgi,
en þar stendur: „Þórður hefur
verið einna nafnkunnastur og vin-
sælastur með alþýðu manna af
skáldum á 16. öld. Jafnvel Páll
lögmaður Vídalín, sem var manna
vandlátastur um kveðskap, hælir
mjög kveðskap Þórðar í vísu
einni“:
Þórður undir arnarhramm
aldrei hreitti leiri;
skaraði langt úr skáldum fram
sem skírast gull af eiri.
Í kvæði Þórðar „Mæðgnasennu“
er þessi vísa:
Við skulum ekki hafa hátt,
hér er margt að ugga;
í allt kvöld hef ég andardrátt
úti heyrt á glugga.
Fjósarímur Þórðar varðveittust
á vörum alþýðu. Efnið er skop.
Maður kemur að bæ að heimta
skuld og hittir skuldaþrjót sinn í
fjósi; verður þeim brátt sundur-
orða og lenda í handalögmáli. –
„Rekur skáldið síðan kappa úr
fornsögum, þá er hann veit mesta,
en enga finnur hann jafningja
þessara tveggja, því að aldrei
hafa þeir átt vopnviðskipti í fjós-
um.“
Karlamagnús keisari dýr
kenndi trúna hreina;
aldrei hann fyrir aftan kýr
orrustu háði neina.
Þórður hreða þegna vo,
þessi bjó að Ósi;
breytti aldrei bóndinn svo
að berði menn í fjósi.
Rollant bjó með Dýrumdal,
drjúgum vakti hildi;
bardagann í baulusal
byrja aldrei vildi.
Síðasta vísa Þórðar, hina síðustu
hvítasunnu er hann lifði, er svo:
Kær bið ég ráði Kristur því,
kóngurinn öllum meiri,
hvort ég lifi heimi í
hvítasunnur fleiri.
Þessi alkunna vísa er oft eignuð
Þórði og telur Sveinbjörn Ben-
teinsson svo vera:
Þó slípist hestur og slitni gjörð
slettunum ekki kvíddu
hugsaðu hvorki um himin né jörð,
haltu þér fast og ríddu.
Árni Jónsson Stóra-Hamri kvað:
Öslaði gnoðin, beljaði boðinn,
blikaði voðin, kári söng,
stýrið gelti, aldan elti,
inn sér helti á borðin löng.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Þórði á Strjúgi