Morgunblaðið - 30.10.2020, Side 1
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Ógn Sóttvarnarlæknir hefur lagt til
harðari aðgerðir gegn veirunni.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
leggur til hertar aðgerðir á landsvísu
vegna kórónuveirufaraldursins. Bú-
ist er við því að tillögur Þórólfs verði
ræddar á fundi ríkisstjórnarinnar í
dag. Sóttvarnalæknir segir að hertar
aðgerðir muni gilda á landsvísu í
tvær til þrjár vikur hið minnsta.
Alls greindust 42 kórónuveirusmit
innanlands á miðvikudag. Þá lést
einn úr Covid-19 og hafa því alls þrír
fallið frá vegna sjúkdómsins í þess-
ari bylgju faraldursins hérlendis.
Ákveðið hefur verið að skima fyrir
kórónuveirunni með skipulögðum
hætti meðal starfsmanna Landspít-
alans. Skimanirnar ná til starfs-
manna á Landakoti og öðrum deild-
um spítalans, í ljósi hópsýkingar sem
kom upp á Landakoti. »4
Búist við að
aðgerðir
verði hertar
Starfsfólk Land-
spítala í skimun
F Ö S T U D A G U R 3 0. O K T Ó B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 256. tölublað 108. árgangur
SÖGULEGT
ÍÞRÓTTAÁR Í
LOS ANGELES
VILL
ÚRBÆTUR Í
SVIÐSLISTUM
MIKIL EFTIRSPURN
EFTIR HUNDUM
OG KÖTTUM
BIRNA HAFSTEIN 28 KETTIR Á 16.000 HEIMILUM 2TITLAREGN Í ENGLABORG 26
Loftrýmisgæslu NATO yfir landinu lýkur í dag þegar F15-
orrustuþotur bandaríska flughersins yfirgefa landið eftir
fjögurra vikna dvöl. Hér eru þrjár þeirra á flugi yfir hálend-
inu einn góðviðrisdag, með Langjökul í baksýn. Að sögn Jóns
B. Guðnasonar hjá Landhelgisgæslunni gekk loftrýmisgæslan
vel en veirufaraldurinn flækti hana þó töluvert. »10
Bandaríski flugherinn lýkur loftrýmisgæslu í dag
Ljósmynd/Bandaríski flugherinn
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Kaupfélag Skagfirðinga og dóttur-
fyrirtæki þess í matvælaframleiðslu
ætla að gefa fólki í erfiðleikum mat-
vöru, sem svarar til 40.000 máltíða,
fram til jóla. „Þetta er viðleitni okkar
til þess að aðstoða fólk sem á í tíma-
bundnum erfiðleikum vegna kórónu-
veirunnar og afleiðinga hennar,“
segir Þórólfur Gíslason, kaupfélags-
stjóri Kaupfélags Skagfirðinga. „Það
kreppir víða að í þjóðfélaginu þessa
dagana, en það á enginn að líða neyð
vegna þess. Það er mikilvægt að við
stöndum saman í þeirri baráttu.“
Ljóst er að verðmæti matvörunn-
ar er verulegt, en Þórólfur vill ekki
slá tölu á það.
Maturinn er bæði kjöt, fiskur og
mjólkurvara, allt íslensk hágæða-
matvara, en Þórólfur segir að þar
ræði ekki um mat, sem kominn er
nálægt síðasta söludegi. „Nei, þetta
er allt fyrsta flokks matur, hið sama
og við erum að flytja úr landi eða
selja í búðir hér innanlands.“
Hann telur mikilvægt að íslenskt
atvinnulíf og matvælaiðnaður standi
með þeim, sem standa höllum fæti í
því óvenjulega þjóðfélagsástandi,
sem við er að etja. Þessi gjöf sé
þannig hugsuð. „Skagafjörður er
mikið matvælaframleiðsluhérað og
við lítum á það sem skyldu okkar að
koma að liði við þessar aðstæður.“
Alger himnasending
Á næstu dögum verður unnið að
skipulagningu dreifingar matvör-
unnar og verður hjálparstofnunum
falið að koma matargjöfunum til
þeirra, sem á þurfa að halda. Til þess
þarf mikla skipulagningu, bæði við
að útbúa matarpokana og koma þeim
í réttar hendur, sem vitaskuld er enn
erfiðara en endranær vegna sótt-
varna.
„Þetta er alger himnasending,“
segir Ásgerður Jóna Flosadóttir,
formaður Fjölskylduhjálparinnar.
Þörfin fyrir aðstoð af þessu tagi sé
gríðarleg og aukist dag frá degi.
„Þetta er stærsta matargjöf allra
tíma og hún gæti ekki komið á betri
tíma. Ég veit ekki hvort fólk gerir
sér grein fyrir því hvað ástandið er
slæmt,“ segir Ásgerður og bætir við
að hún hafi ekki kynnst öðru eins á
26 ára ferli við hjálparstörf.
„Þörfin hefur aldrei verið meiri,
ekki einu sinni í hruninu,“ bætir hún
við, orðum sínum til áréttingar.
„Ég get eiginlega ekki lýst því
hvað ég varð glöð þegar Þórólfur
hringdi í mig, þetta bjargar öllu,“
segir hún og bætir við að hún voni að
þetta fordæmalausa örlæti verði öðr-
um hvatning til að gefa til þeirra,
sem nú þurfa á hjálp að halda.
Gefa fólki í neyð
40.000 máltíðir
Kaupfélag Skagfirðinga gefur íslensk matvæli fram til jóla
Þórólfur
Gíslason
Ásgerður Jóna
Flosadóttir „Ég ber sterkar tilfinningar til þre-
menninganna sem drápu tvo síðustu
geirfuglana. Nútímamenn hafa
gagnrýnt þá en ég tel það óréttmæta
gagnrýni,“ segir Errol Fuller, list-
málari, rithöfundur og fuglafræð-
ingur. Hann er einn helsti sérfræð-
ingur samtímans í geirfuglinum og
höfundur fjölda bóka. Fuller er
staddur hér í tengslum við útgáfu
bókar Gísla Pálssonar mannfræð-
ings um geirfuglinn, Fuglinn sem
gat ekki flogið. Fuller mun ávarpa
gesti í útgáfuhófi í Ásmundarsal á
laugardag og taka þátt í málþingi
um aldauða tegunda á sama stað á
sunnudag. Viðburðinum verður
streymt. »4
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Geirfugl Stytta Ólafar Nordal.
Óréttmæt
gagnrýni
Drápu síðustu
geirfuglana