Morgunblaðið - 30.10.2020, Side 6

Morgunblaðið - 30.10.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2020 Öryggiskerfi 01:04 100% SAMSTARFSAÐILI Hringdu í síma 580 7000 eða farðu á firmavorn.is HVARSEMÞÚERT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Eins og fram kom í umfjöllun Morg- unblaðsins í gær um ónýtt tækifæri í upplýsinga- og fjarskiptatækniiðnaði eru Íslendingar miklir eftirbátar ná- grannaþjóðanna þegar kemur að einkaleyfum í iðnaðinum. Í nýútkominni greiningu Samtaka iðnaðarins segir að ástæðuna megi að einhverju leyti rekja til lítillar hlut- deildar fólks með STEM-færni (menntun í vísindum, tækni, verk- fræði og stærðfræði ) á íslenskum vinnumarkaði en Ísland rekur þar lestina í hópi OECD-landa. Þarf meiri fókus Árni Sigurjónsson, formaður Sam- taka iðnaðarins, segir að einkaleyfa- skráning þurfi að fá meiri fókus í at- vinnulífinu, sem haldist í hendur við uppbyggingu fjórðu stoðarinnar í ís- lensku hagkerfi, þ.e. útflutnings- stoðar sem byggist á hugviti og ný- sköpun. Aðrir grunnatvinnuvegir á Íslandi séu í minni mæli í einkaleyfa- drifinni starfsemi, en þar á Árni við stoðirnar þrjár; sjávarútveg, orku- og ferðaiðnað. „Með því að setja meiri fókus á fjórðu stoðina myndi það vafalaust ýta undir fjölgun einkaleyfaskráninga. Sumum fyr- irtækjum þykir einkaleyfaferlið langt og tímafrekt, auk þess sem það getur verið mjög sérhæft. Smæð landsins hjálpar ekki í því tilliti. En skráningar einkaleyfa ættu að vera fleiri en þessar tölur sýna, því við eig- um mörg frábær fyrirtæki og frum- kvöðla sem eru að vinna með verk- efni og hugmyndir sem vel gætu verið einkaleyfatækar.“ Ræða „Patent Box“ Spurður um yfirburði Svía og Finna í þessum efnum nefnir Árni að flestir þekki uppgang tæknifyrir- tækja í þeim löndum eins og Nokia og Ericsson, en sá uppgangur sé til- kominn að hluta til vegna þess að stjórnvöld hafi skapað hagfellt um- hverfi. Það sama þyrfti að gerast hér á landi. Það myndi svo aftur hafa í för með sér aukna skráningu einkaleyfa. „Sem dæmi um ívilnanir sem við höfum átt í viðræðum við stjórnvöld um, og eru notaðar víða í Asíu og Evrópu, er innleiðing sérstakra skattaívilnana til fyrirtækja vegna hagnaðar sem kemur til vegna skráðra hugverka. Þessar ívilnanir hafa almennt gengið undir nafninu „Patent Box“ og ýmis skilyrði eru fyrir því að fyrirtæki geti nýtt sér slíka ívilnun, t.a.m. að starfsemin skili hagnaði og að rannsóknir og þróun sem leiddu til einkaleyfis hafi átt sér stað hjá fyrirtækinu. Slíkar aðgerðir myndu skapa aukinn hvata fyrir fyrirtæki að sækja um einka- leyfi, og þau myndu þá að sama skapi leggja meira fjármagn í rannsóknar- og þróunarstarf. Við gætum þannig orðið samkeppnishæfari við önnur lönd á þessu sviði.“ Tekur undir með SI Jón Gunnarsson samskiptastjóri Hugverkastofunnar, sem heldur ut- an um einkaleyfaumsóknir hér á landi, segir að sú staðreynd að Finn- ar og Svíar standa framarlega í fjölda einkaleyfaumsókna í UT sé væntanlega merki um að UT- iðnaðurinn í þeim löndum sé þróaðri að einhverju leyti. „Þar hefur lengi verið fókus á tækniþróun og nýsköp- un og iðnaðurinn er kominn lengra í verðmætasköpun, en þar spila einka- leyfi lykilhlutverk.“ Jón segir að einkaleyfi og verndun hugverka geti verið grundvöllur fyrir verðmætasköpun, auk þess að hvetja til aukinna fjárfestinga í nýsköpun. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því þegar talað er um að ný- sköpun og iðnaður eigi að standa undir aukinni landsframleiðslu.“ Spurður hvort fyrirtæki kveinki sér undan kostnaði og tíma sem tek- ur að sækja um einkaleyfi segir Jón að það sé bæði og. „Einkaleyfi er fjárfesting í viðskiptatæki sem getur verið mjög verðmætt fyrir fyrirtæki. Að fá einkaleyfi á uppfinningu er í raun stimpill upp á það að tæknin sé ný í mannkynssögunni og þú hafir einkarétt á að hagnýta þér hana.“ Ættum að vera hærri en tölurnar sýna  Einkaleyfi stimplar að tæknin sé ný í mannkynssögunni Hugverk Í ársskýrslu Hugverkastofunnar fyrir árið 2019 segir að í lok þess árs hafi samtals 85 gild einkaleyfi verið í eigu íslenskra aðila. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Heimildir íslenskra skipa til veiða á túnfiski hafa aukist síðustu ár, en hins vegar hafa þau ekki stundað þessar veiðar síðan haustið 2016. Jó- hanna Gísladóttir GK, skip Vísis hf. í Grindavík, var á túnfiskveiðum í þrjú ár. 2014 veiddust 122 fiskar eða 22,2 tonn úr sjó, 2015 155 fiskar eða 27 tonn og 2016 veiddust 17 fiskar eða 3,1 tonn. Sjá má á vef Fiskistofu að íslensk skip hafa fengið nokkra tún- fiska sem meðafla í ár og landað alls 839 kílóum. Að sögn Péturs H. Pálssonar, framkvæmdastjóra Vísis, gengu veiðarnar að mörgu leyti ágætlega, en gáfu þó ekki mikið af sér og var því hætt. Fyrirtækið er enn með leyfi til þessara veiða. Pétur segir að kannaðir hafi verið möguleikar á að fá frystiskip hingað til lands til að nýta kvóta Íslendinga undir íslensk- um fána, en ekkert hafi orðið af því. Túnfiskurinn er veiddur á línu og eru veiðar heimilaðar frá 1. ágúst til 31. desember. Þá segir Pétur að það hafi hamlað þessum veiðiskap á sínum tíma að þröngur gluggi var til að koma tún- fiski úr veiðiskipi, sem ekki var búið frystitækjum, í flug til Japans. Þá hefur verð á túnfiski lækkað á mörk- uðum í ár í Japan í kjölfar kórónu- veirufaraldursins. Hlutur Íslands aukinn Um alllanga hríð hafði hlutur Ís- lands verið 0,23% í veiðum á úthafinu í Atlantshafi og máttu Íslendingar veiða 52 tonn 2017. Það er Atlants- hafs-túnfiskveiðiráðið (ICCAT) sem fer með stjórnun veiðanna og í samn- ingaferli innan ráðsins fyrir tveimur árum var samþykkt að heimila aukn- ar veiðar, en jafnframt var hlutur Ís- lands í kvótanum aukinn. Þannig komu 84 tonn (0,298%) í hlut Íslands fyrir árið 2018, 147 tonn (0,456%) 2019 og í ár er kvótinn 180 tonn (0,5%). Líklegt er að japanska túnfisk- veiðiskipið Chiyo Maru No. 18, sem liggur við bryggju í Reykjavík, hafi verið að veiðum djúpt suður og suð- austur af landinu undanfarið. Sam- kvæmt upplýsingum frá Landhelgis- gæslunni óskaði skipstjóri eftir því að komast í var við Íslandsstrendur. Vegna viðhalds fékk hann síðan leyfi til að koma inn til Reykjavíkurhafn- ar. Sjá má á Marine Traffic að skipið hélt frá Las Palmas fyrir tæpum mánuði. Morgunblaðið/sisi Túnfiskveiðar Japanska skipið Chiyo Maru 18 við bryggju í Reykjavík. Aukinn kvóti en engar veiðar  Túnfiskkvóti Íslendinga 180 tonn í ár Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Mörg tækifæri felast í samruna tæknifyrirtækisins Skagans 3X og þýska fyrirtækisins Baader, að sögn Ingólfs Árnasonar, forstjóra Skag- ans 3X. Aðgangur fyrir vörur fyrir- tækisins í mat- vælaiðnaði aukist mjög, en Baader er alþjóðlegt fyrirtæki með starfsstöðvar um allan heim og þjónar fiskiðnaði, kjúklingavinnslu og fleiri greinum. Ingólfur segir að Skaginn verði virk- ur þátttakandi í samstarfinu, sem skapi tækifæri til vaxtar. Í gær var greint frá því að Baader hefði keypt meirihluta í Skaganum 3X með fyrirvörum um samþykki op- inberra aðila. Ráðgert er að þeim fyrirvörum verði aflétt í ársbyrjun 2021, en þangað til verður núverandi starfsemi fyrirtækjanna óbreytt. Að sögn Ingólfs hefur verið unnið að málinu í 18 mánuði og aðgangur að sölukerfi Baader um allan heim hafi vegið þungt þegar kom að ákvarð- anatöku. „Með því að samtvinna ára- tuga sköpun, þekkingu og reynslu Baader við okkar sérþekkingu byggða á samstarfi og nálægð við öflugan sjávarútveg munum við efla þróun og nýsköpun til muna,“ er haft eftir Ingólfi í fréttatilkynningu. Fyrirtækið var stofnað 1998 og er með framleiðslu og hönnun á Akra- nesi og Ísafirði, en einnig með sölu- og söluhönnunardeild í Reykjavík og minni starfsstöð á Akureyri. Alls starfa um 200 manns hjá fyrirtækinu hér á landi. Fyrirtækið hefur verið í eigu Ingólfs og fjölskyldu, en nú eignast Baader meirihlutann. Kaup- verð fékkst ekki uppgefið, né hversu stór hlutur hvors aðila verður. Bæjarfulltrúar fagna Í sameiginlegri yfirlýsingu bæjar- stjórna Akraness og Ísafjarðarbæj- ar segir að um afar ánægjulegar fréttir sé að ræða. Ástæða sé til að fagna tímamótunum og óska fyrir- tækinu og bæjarbúum til hamingju með áfangann. Í samrekstri Skagans 3X og Baader felist mikil tækifæri til vaxtar með aukinni framleiðslu og sölu og til að stórefla rannsókna- og þróunarstarf. Eflir þróun og skapar tækifæri  Kaupa meirihluta í Skaganum 3X Ingólfur Árnason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.