Morgunblaðið - 30.10.2020, Side 8

Morgunblaðið - 30.10.2020, Side 8
Morgunblaðið/Eggert Hvítserkur Ferðamenn taldir. Næsta vor verða komnir teljarar við gönguleiðir á 24 vinsælum ferða- mannastöðum víða um land. Nýju teljararnir gefa mikilvægar upplýs- ingar strax daginn eftir um álag á viðkomandi stað og eru þær einnig dýrmætar fyrir fyrirtæki í ferða- þjónustu á viðkomandi svæði um fjölda einstaklinga á ferðinni. Um er að ræða samstarfsverkefni Ferða- málastofu og Umhverfisstofnunar og kostar hver nýr mælir um 600 þúsund krónur, að sögn Jakobs Rolfssonar á Ferðamálastofu. Áður voru teljarar komnir upp í Dimmuborgum, austan og vestan Goðafoss, við Gullfoss, í þjóðgarð- inum á Þingvöllum og í sumar var settur upp teljari við Geysi. Fyrsta áfanga verkefnisins lauk um miðjan október með uppsetningu á teljurum við Hvítserk, Dynjanda, Súgand- isey, Saxhól, Hraunfossa og Seltún. Talning er byrjuð að skila sér af fjórum áfangastöðum og bætast Dynjandi og Súgandisey við á næstu dögum. Annar áfangi hefst í byrjun nóv- ember og verða teljarar þá settir upp við Dettifoss, Stuðlagil, Jökuls- árlón, Skaftafell, Fjaðrárgljúfur, Reynisfjöru og í Reykjadal. Áætlað er að þriðja áfanga ljúki svo næsta vor en þá verða settir upp teljarar við Fimmvörðuháls, Laugaveginn, Látrabjarg og Hveravelli. aij@mbl.is Ferðamenn taldir á 24 stöðum  Upplýsingar um álag  Hver nýr teljari kostar um 600 þúsund krónur 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2020 SÖFNUNARÁTAK Á RAFTÆKJUM í október Í tilefni af alþjóðlegu átaki í söfnun raftækja 14. október Við hvetjum landsmenn til að skila inn raftækjum, ljósaperum og rafhlöðum til endurvinnslu á næsta gámasvæði. Lestu meira um átakið á: www.gamafelagid.is Í ritstjórnardálkinum Huginnog Muninn í Viðskiptablaðinu segir frá grein sem Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylk- ingarinnar, ritaði á dögunum undir fyrirsögninni „Milljón krónu spurningin“ og fjallar um kosti ESB-aðildar.    Um þetta segjahrafnarnir: „Eftir bankahrunið gengu Íslendingar í gegnum átta ára samfellt hagvaxtarskeið. Hrafnarnir muna ekki eftir því að Samfylkingarfólk hafi haldið ESB-aðildarstefnu sinni sérlega hátt á lofti á þessu tímabili. Þau héldu henni hins vegar nokkuð á lofti þegar bankahrunið skall á en sú umræða þagnaði á hagvaxt- arskeiðinu. Nú er ný kreppa skollin á og þá er rykið dustað af ESB-plagginu. Í byrjun grein- arinnar spyr Ágúst Ólafur: „Eig- um við að tala um Evrópusam- bandið núna? Er núna rétti tíminn? Vill þjóðin það?“ Stutta svarið er nei.“    Það er rétt hjá Viðskipta-blaðinu að þjóðin vill ekki ganga í Evrópusambandið, en það er alltaf jafn áhugavert að sjá fólk í Samfylkingu og systur- flokkunum viðra þessar skoðanir.    Ekki er síður athyglisvert aðþingmaður Samfylkingar skuli nú sjá tækifæri til að draga aðildarumsóknina fram á ný og vilji þvæla þjóðinni í gegnum þau átök aftur.    Er það virkilega svo að ESB-sinnarnir ætli aftur að efna til ófriðar í tilefni efnahags- samdráttar og gera þjóðinni þannig erfitt fyrir að standa sam- an í gegnum þrengingarnar? Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylking sundrungar STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Pétur Bjarnason mynd- höggvari er látinn, 65 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík 20. september árið 1955, sonur hjónanna Bjarna Kristinssonar og Ernu Árnadóttur. Pétur lést á Landspítalanum við Hringbraut 26. október sl. Hann ólst upp í Vest- urbænum, gekk í Mela- skóla og Hagaskóla, fór síðan í Verzlunarskólann, lauk versl- unarprófi og stundaði síðan nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hann nam myndlist við Fachhoch- schule í Aachen í Þýskalandi og öðl- aðist síðan MA-gráðu við National Higher Institute for Fine Arts í Ant- werpen í Belgíu þar sem hann lærði m.a. málmsteypu. Eftir heimkomu setti hann upp verkstæði á lóð fjölskyldufyrirtæk- isins Glerborgar ehf. í Hafnarfirði og kom sér síðan upp stærri aðstöðu á eigin verkstæði í Hafnarfirði þar sem hann hafði m.a. bronssteypu. Hann vann til verðlauna í sam- keppnum hérlendis og erlendis og var fenginn til þess að búa til lista- verk af ýmsum tilefnum fyrir fyrir- tæki og stofnanir. Eftir hann liggja m.a. mörg vegleg málmlistaverk sem bera vott um hæfileika hans sem listamanns. Má þar nefna verðlaunaverkið Farið við Pollinn á Akureyri, Partnership við Sæbraut í Reykjavík og í Flórída, vatnslista- verkið Uppsprettu við Vídalínskirkju í Garða- bæ, listaverkið Ægisdyr við Ásgarð í Garðabæ, listaverk við KR- heimilið við Frostaskjól og listaverkið Fyrir stafni við höfuð- stöðvar Eimskips í Sundahöfn og minnisvarða um Sigurjón Rist við Tungnaá. Auk þessa liggja eftir hann fjölmörg smærri listaverk. Pétur sinnti kennslu í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Listahá- skólanum. Hann hélt nokkrar einka- sýningar og tók þátt í samsýningum. Á seinni árum sinnti hann við- gerðum og viðhaldi á listaverkum eftir látna og núlifandi myndhöggv- ara. Pétur var bæjarlistamaður Garða- bæjar árið 1992. Eftirlifandi eiginkona Péturs er Sigríður Jóhannesdóttir og eru börn þeirra Jón Bjarni, Skúli Steinar og Guðrún María. Útför Péturs mun fara fram í kyrrþey. Andlát Pétur Bjarnason myndhöggvari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.