Morgunblaðið - 30.10.2020, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 30.10.2020, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2020 591063 KIA Picanto LX ‘16, beinskiptur, ekinn 100 þús. km. Verð: 599.000 kr. 550165 Toyota C-hr c-ult ‘19, sjálfskiptur, ekinn 50 þús. km. Verð: 3.690.000 kr. 446408 Opel Corsa Enjoy ‘15, beinskiptur, ekinn 117 þús. km. Verð: 690.000 kr. Opel Astra Innovation ‘18, beinskiptur, ekinn 80 þús. km. Verð: 2.190.000 kr. 446452 Opel Crossland X Innovation ‘18, sj.skiptur, ekinn 29 þús.km. Verð: 2.890.000 kr. 590964 446230 446525 446471 BMW X5 Xdrive ‘11, sjálfskiptur, ekinn 187 þús.km. Verð: 3.490.000 kr. 590500 112900 Notaðir bílar Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Bílasala Suðurnesja Sími: 420 3330 Opnunartímar: Virka daga 12-17Meira úrval á notadir.benni.is Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2035 Opnunartímar: Virka daga 9-18 Laugardaga 12-16 * Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl. Öryggi á góðum bíl í vetur! Nissan Navara Np300 Tekna ‘17, sj.skiptur, ekinn 103 þ. km. Verð: 5.590.000 kr. Jeep Grand Cherokee Laredo ‘09. sj.skiptur, ekinn 139 þús. km. Verð: 1.690.000 kr. SsangYong Tivoli DLX ‘18, sjálfskiptur, ekinn 9 þús. km. Verð: 2.990.000 kr. SsangYong Rexton DLX ‘18, sjálfskiptur, ekinn 53 þús. km. Verð: 4.790.000 kr. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þetta gekk ágætlega, enda byggist verkefnið á áratuga reynslu. Það er krefjandi að geta ekki átt í hefð- bundnum samskiptum við liðsaflann og það hefur kallað á nýtt skipulag og breyttar boð- leiðir sem við munum draga lærdóm af,“ segir Jón B. Guðnason, framkvæmda- stjóri varnar- málasviðs Land- helgisgæslunnar, en loftrýmis- gæslu NATO við Ísland lýkur í dag þegar þotur og liðsafli bandaríska hersins yfirgefa landið. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft sín áhrif á verkefnið, en Land- helgisgæslan annaðist framkvæmd þess í samvinnu við Isavia. Hér voru ríflega 260 liðsmenn bandaríska flughersins. Komu þeir frá Bretlandi og í loftrýmisgæslunni tóku fjórtán F15 orrustuþotur þátt. „Farsóttin hefur sett mikinn svip á öll varnartengd verkefni Land- helgisgæslunnar. Undirbúningur, skipulag og framkvæmd er mun flóknari og umfangsmeiri en áður. Allir liðsmenn sem hingað komu þurftu að fylgja ströngum sótt- varnareglum. Allir fóru í tvær skim- anir og sóttkví og jafnvel í sóttkví áður en komið var til landsins,“ segir Jón. Herinn hefur haft aðsetur á ör- yggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þar er hægt að hýsa um 200 manns en Jón segir að vegna aðstæðna hafi ekki öll gistirými verið nýtt. Fjöldi liðsmanna hefur einnig verið á hót- elum á Suðurnesjum og höfuðborg- arsvæðinu. Auk bandaríska flug- hersins tóku þátt starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem í Þýska- landi og liðsmenn úr eistneska flug- hernum. Að sögn Jóns var öryggissvæðinu skipt niður í sóttvarnahólf og svæði þar sem liðsmönnum var óheimilt að fara á milli. „Mikið eftirlit hefur verið með heilsu liðsmanna og skýrslur gerðar daglega fyrir hvern hóp. Bandaríski flugherinn og sjóherinn hafa verið með lækna og heilbrigðisstarfsmenn á sínum snærum. Þar sem um fjöl- mörg varnarverkefni er að ræða, og hóparnir margir, getur flækjustigið orðið töluvert,“ segir Jón. Aðspurður segir hann vel hafa gengið að halda mannskapnum inn- an sóttvarnahólfa. Samstarf við hér- lenda aðila hafi tekist vel, eins og við starfsmenn landlæknis og sótt- varnalæknis, heilbrigðisstarfsmenn og lögregluembætti. „Hjá Landhelgisgæslunni hefur byggst upp víðtæk sérfræðiþekking og reynsla í að taka á móti erlendum liðsafla og halda utan um alla ein- staklinga í samvinnu við alla þá aðila hér á landi sem að verkefninu og sóttvörnum koma,“ segir Jón enn- fremur. Norðmenn verða með næstu loft- rýmisgæslu NATO, koma hingað í lok febrúar og verða hér í fjórar til fimm vikur. Gæsla Fjórtán F15-orrustuþotur tóku þátt í loftrýmisgæslunni. Með þeim fylgdu um 260 manns. Faraldur flækti loftrýmisgæsluna  Bandaríski herinn lýkur loftrýmisgæslu fyrir NATO í dag  Gæslan segir verkefnið hafa tekist vel Ljósmyndir/Bandaríski flugherinn Æfingar Þoturnar sýna listir sínar yfir snævi þöktu hálendinu. Ekki amalegt útsýni sem flugmenn fengu. Jón B. Guðnason NATO Flugsveitin bandaríska kom frá Bretlandi vegna verkefnisins hér. Langjökull í bakgrunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.