Morgunblaðið - 30.10.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.10.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2020 VINNINGASKRÁ 31 10005 17622 28416 37453 51933 62434 70992 226 10155 17743 28483 37770 52185 62490 71410 624 10225 18341 28716 38762 52293 62689 71730 666 10242 18447 28935 39112 52471 62801 71875 1552 10253 19409 29411 39376 52492 62857 72566 1582 10386 19532 29770 39934 52563 62960 72600 2336 10548 19552 29991 40047 53044 62964 72991 2489 10613 19821 30461 41893 53160 63378 73127 2989 10760 19824 30630 42148 53442 63582 73223 3784 11246 19829 30665 42420 54287 63673 73244 3811 11307 20071 30774 42471 54584 64074 74780 3871 11609 20200 31441 42489 54762 64310 74818 4149 12088 20397 32264 42597 54837 64607 74975 4432 12102 20471 32623 42659 55050 64820 75320 4549 12235 20482 32731 42913 55189 64889 75432 4637 12358 21349 32765 43190 55320 65367 75592 5458 12379 21451 32969 43460 55726 65672 76378 5529 13219 21925 33232 43744 55772 65798 76444 5659 13543 22084 33676 44009 56472 65969 76688 5684 14286 22175 33742 45083 56736 66383 76693 5692 14301 22315 33808 45391 56778 66423 76892 6005 14595 22569 33820 45507 57048 66445 77156 6449 14897 22963 33941 45805 57599 66497 77199 6450 15042 23474 34264 46428 59090 66571 77443 6595 15200 24414 34433 46504 59153 66735 77631 7192 15334 24897 34516 46621 59405 67255 77753 7618 15369 25811 34521 46777 59500 67398 78120 8024 15907 25948 34536 47108 59749 67430 78596 8026 16452 26321 35342 48452 59779 67874 78621 8075 16513 26379 35421 48847 60107 67955 78709 8287 16747 26459 35452 49254 60212 69080 79552 8542 16785 26558 35675 49942 60375 69278 8600 16953 26771 35954 50183 60651 69871 9215 17196 27683 36041 50301 61184 70221 9344 17359 27907 36092 50418 61236 70280 9774 17412 28127 37395 51369 61503 70509 9850 17466 28358 37450 51541 61571 70785 896 10766 17551 25879 39940 51689 60457 70850 2169 11705 18121 26203 40211 53603 60864 71583 2676 11726 19059 26834 41200 53605 61239 71849 2949 11926 19706 26948 43248 54434 62383 71992 3556 12313 20746 27271 43344 54602 63099 72925 3785 12844 21363 28130 45190 54763 64059 75126 4816 12918 21611 29668 45342 56665 64623 75154 6020 13433 22955 32458 45511 58158 64929 78947 6360 15817 22956 35025 47920 58641 64938 79898 6891 16156 23882 35998 48150 58867 65358 7148 16404 25125 36760 48893 59754 66480 7943 17004 25146 37412 49856 59899 67200 9331 17084 25432 38560 50908 59990 68647 Næstu útdrættir fara fram 5., 12., 19., 26. nóv & 3. desember 2020 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 6060 24917 39223 55051 60246 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 361 8895 25071 46491 51996 63423 3532 17513 30175 48486 52391 65417 5007 21124 42129 49716 54288 66317 5668 21525 46177 50861 56545 69880 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 5 6 8 1 2 26. útdráttur 29. október 2020 BAKSVIÐ Sighvatur Bjarnason sighvaturb@mbl.is Senn líður að gildistöku laga um hlutdeildarlán sem eru einhverjar mestu kerfisbreytingar á íslenskum fasteignamarkaði um langt skeið. Blaðamaður hefur átt fjölmörg samtöl við aðila sem koma að fast- eigna- og byggingamarkaði og al- mennt verður ekki annað séð en að jákvæðni ríki í garð hins nýja kerfis. Þrátt fyrir að ýmsar útfærslur séu umdeildar er ein spurning sem trón- ir á toppi efasemda: hvaðan koma lóðir til byggingar nýrra íbúða? Umfang nýrra íbúða í kerfinu Eitt af yfirlýstum markmiðum laganna er að stuðla að uppbyggingu nýrra og hagkvæmra íbúða, sem einnig er skilyrði fyrir lánveitingu á höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir því að ríkið muni veita lán til ca. 400 slíkra íbúðarkaupa á ári, næstu tíu árin. Til þess að átta sig betur á sam- hengi hlutanna er gagnlegt að horfa til þess hvert umfang nýbyggðra íbúða hefur verið á ári, t.d. í Reykja- vík, en þær hafa verið öðrum hvorum megin við 2.500 síðustu ár. Viðmæl- endur eru á því að sú viðbót sem þetta kerfi geti haft í för með sér sé hófleg og raunhæf en benda þó á að samdráttur í byggingariðnaði sé staðreynd sem megi rekja til tveggja meginþátta: torsóttrar fjármögnun- ar og lóðaskorts. Viðhorf byggingariðnaðarins Samtök iðnaðarins (SI) hafa kann- að viðhorf félagsmanna sinna til stöðu mála í byggingargeiranum. Í ljós kemur mjög afgerandi af- staða til núverandi ástands. Um 80% hallast að því að skortur á lóðafram- boði komi í veg fyrir hagkvæma hús- næðisuppbyggingu og hagkvæm hús verði ekki byggð á þéttingarreitum. Einnig telur svipað hlutfall svarenda að strangir deiliskilmálar komi í veg fyrir nýsköpun í hönnun sem gæti lækkað byggingarkostnað. Könnunin gefur einnig sterklega til kynna að bæta þurfi samræm- ingu milli sveitarfélaga, stytta ferla og gera þá rafræna. Athygli vekur að 80% svarenda telja að huglægt mat byggingarfulltrúaembætta hafi áhrif á yfirferð hönnunargagna. „Þetta undirstrikar það sem við höfum verið að segja undanfarin ár,“ segir Jóhanna Klara Stefáns- dóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs hjá SI. Hún segir það vilja fé- lagsmanna að mæta eftirspurn eftir hagkvæmu húsnæði, en lóðaskortur og kröfur um þéttingu byggðar séu flöskuháls í þeirri þróun. Hvað hlut- deildarlánin varðar segir hún að hugmyndir verktaka séu ekki að byggja upp heilu hverfin fyrir það úrræði, heldur sé almenna stefnan sú að viðhalda blandaðri byggð eins og hún hefur þróast undanfarin ár. Þann 20. október sl. sendu SI bréf til sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu með ákall um samtal til lausna. Að sögn Jóhönnu hafa engin viðbrögð borist. Ógnir við yfirlýst markmið Fyrir utan það markmið að veita efnaminni kaupendum tækifæri til fyrstu íbúðarkaupa standa vænting- ar til þess að úrræðið muni örva byggingariðnaðinn og jafnvel draga úr sveiflum. Viðmælendur blaða- manns eru á því að jafn víðtækt úr- ræði og fjárhagsleg innspýting rík- isins inn á fasteignamarkaðinn muni hafa áhrif og skila árangri. Efasemdirnar snúa að því að hve miklu leyti núverandi ástand hafi áhrif. Samdráttur sé nú þegar mjög mælanlegur og vísbendingar um meiri eftirspurn en framboð íbúða á komandi misserum. Spurningin sé þá sú hvort fasteignaverð muni hækka umfram þann ramma sem hlutdeildarlán gera ráð fyrir og ekk- ert verði eftir fyrir efnaminni kaup- endur, sem sitji eftir með sárt ennið. Víst er að allir þurfa að leggjast á árarnar til þess að markmiðin nái fram að ganga. Enn virðast nokkrir keipar lausir. Hlutdeildarlán háð framboði á lóðum  Margir þættir þurfa að koma saman til að úrræðið virki „Það mætti vera meiri sveigjan- leiki í kerfinu,“ segir Grétar Jóns- son, formaður Félags fast- eignasala, um álit sitt á hlutdeildarlánum. Lánin afmarkast við nýjar bygg- ingar á höfuðborgarsvæðinu sem Grétar segir að þrengi óþarflega að búsetuúrræðum fólks. Hann segist skilja að „gamlar og þreytt- ar“ eignir eigi ekki erindi í kerfið, en óttast að krafan gæti leitt til þess að félagslega einsleit hverfi geti myndast í kjölfarið. Að sama skapi telur hann of þröngar skorður settar við búsetu- skilyrðum og takmörkunum á út- leigu. Aðstæður fólks geti auð- veldlega breyst á stuttum tíma, en „vistarbönd“ geri því erfitt um vik þegar í kerfið er komið. Sem mild- ari leið telur Grétar að Húsnæðis- og mannvirkja- stofnun ætti að hafa frjáls- ari hendur við að meta ein- staka tilvik innan markmiða lag- anna. Að öðru leyti segir hann úrræðið merkilegt og að það boði margar jákvæðar breytingar fyrir þá sem hafa verið fastir á leigumarkaði um langt skeið og ekki haft raun- hæfar leiðir til að koma sér þaki yfir höfuðið. Telur stakkinn of þröngan FORMAÐUR FÉLAGS FASTEIGNASALA Grétar Jónsson Allt um sjávarútveg Bláa lónið hefur sagt upp 26 starfs- mönnum til viðbótar við þá sem sagt hefur verið upp frá því kórónuveiru- faraldurinn skall á. Lónið verður lok- að í nóvember og aðeins opið um helgar í desember. Þetta staðfesti Grímur Sæmundsen, forstjóri fyrir- tækisins og stærsti hluthafi, í gær. „Í ljósi stöðunnar og vegna fyr- irmæla stjórnvalda hefur verið ákveðið að halda Bláa lóninu áfram lokuðu í nóvember og á virkum dög- um í desember. Þess ber að geta að Bláa lónið hefur verið lokað frá því 8. október í þessari bylgju. Lokunin tekur til allrar starfsemi fyrirtækis- ins í Svartsengi. Þá hefur verslun- inni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar einnig verið lokað. Verslun okkar á Laugavegi 15 verður þó áfram opin.“ Segir Grímur að reynt hafi verið að halda í ráðningarsamband við sem flesta starfsmenn eftir að kór- ónuveirufaraldurinn hófst en nú þurfi að grípa til þessara aðgerða vegna samdráttarins. „Það er einlæg von mín að við get- um endurráðið þá áður en uppsagn- arfrestur þeirra rennur út og helst fleiri þegar birta tekur á ný. Eftir þessar uppsagnir verða þó rúmlega 100 manns áfram að störfum hjá Bláa lóninu hf.“ Bláa lónið segir upp 26 manns – lokað í nóvember  Rúmlega 100 manns við störf  Opið um helgar í desember Morgunblaðið/Eggert Bláa lónið Alls var 26 starfsmönnum sagt upp í vikunni. Vonast er til að hægt verði að endurráða þá áður en uppsagnarfrestur þeirra rennur út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.