Morgunblaðið - 30.10.2020, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.10.2020, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2020 ✝ Sigurður Sam-úel Sigurðsson fæddist 30. október 1951. Hann lést á heimili sínu í Far- mers Branch í Tex- as 9. október 2020 eftir harða baráttu við krabbamein. Foreldrar Sig- urðar voru Lúvísa Möller, f. 19.8. 1914, d. 14.3. 1966, og Sigurður Samúelsson yfirlæknir, f. 30.10. 1911, d. 26.1. 2009. Þau eignuðust: Sif, f. 23.11. 1943, d. 10.5. 2018, Sjöfn, f. 14.12. 1945, d. 24.12. 1948 og Sigurð. Þann 16.12. 1971 kvæntist Sigurður Birnu Jónsdóttur lækni, f. 6.10. 1950. Börn þeirra eru: 1) Jón Örn, f. 24.1. 1970. Sonur Jóns og fyrrverandi sam- býliskonu hans, Ingu Hrannar Guðmundsdóttur, er Garðar Smári, f. 10.12. 1989. Börn Jóns og fyrrverandi eiginkonu hans, Steinu Rósu Björgvinsdóttur, eru Sindri Þór, f. 20.5. 1994 og Kolbrá Sól, f. 14.3. 1998. Sam- býliskona Sindra er Anna Mar- grét Ingólfsdóttir, dóttir þeirra er Anna Sól, f. 5.12. 2019. Dóttir Önnu frá fyrra sambandi er Emma Gabríela, f. 7.6. 2013. Börn Jóns og fyrrverandi sam- býliskonu hans, Kristínar Bjark- des. 1979 fór hann að landamær- um Taílands og Kambódíu í flóttamannabúðir á vegum Rauða kross Íslands og Inter- national Committee of the Red Cross. Þar var hann yfirmaður íslenska læknateymisins og sá um að veita flóttafólki og fórn- arlömbum stríðs læknisaðstoð fram á vor 1980. Sigurður starf- aði svo á Landspítalanum til árs- ins 1983 þegar hann flutti til New York og hóf sérfræðinám í svæfingalækningum. Árið ’87 tók hann við stöðu aðstoðar- prófessors við University of Iowa og starfaði einnig á há- skólasjúkrahúsinu í Iowa. Hann naut sín vel í kennarahlut- verkinu á svæfingadeildinni og var kosinn kennari ársins skóla- árið ’89-’90. Í lok árs 1991 fluttist fjölskyldan til Little Rock í Ark- ansas þar sem Sigurður starfaði á Veterans Administration Ho- spital og sem aðstoðarprófessor við University of Arkansas. Árið 1994 flutti fjölskyldan til Dallas í Texas og Sigurður hóf þar einkarekstur. Hann var með- eigandi í læknateymi sem sér- hæfði sig í hjartaskurðlækning- um og starfaði sem svæfinga- læknir sleitulaust fram í ágúst- mánuð síðastliðinn. Sigurður verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í Reykjavík í dag, 30. okt. 2020, og hefst at- höfnin kl. 11. Streymt verður frá útför: https://youtu.be/RMUeoZCijho Virkan hlekk á slóð má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat ar Ómarsdóttur, eru Ómar Gísli, f. 25.6. 2002, Alexand- er, f. 19.11. 2006, og Birna, f. 19.11. 2006. 2) Lúvísa, f. 29.6. 1973, gift Haf- liða I. Árnasyni, f. 18.10. 1970. Synir þeirra eru Björn Máni, f. 28.5. 2002 og Dagur Freyr, f. 16.11. 2004. Dóttir Hafliða frá fyrra sambandi er Guðbjörg Helga, f. 26.8. 1996. Þann 28.9. 1986 kvæntist Sig- urður Ágústu Dúu Jónsdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 18.5. 1956. Synir þeirra eru Sigurður Sam- úel, f. 9.11. 1987, Jón Þór f. 16.5. 1990, og Árni Muggur, f. 22.10. 1991. Þann 23.9. 2000 kvæntist Sig- urður Christine Savage, hjúkr- unarfræðingi og kennara, f. 17.7. 1974. Dætur þeirra eru Cather- ine Sif, f. 26.2. 2002, og Christine Stella, f. 5.2. 2004. Sigurður ólst upp í Reykjavík en var mörg sumur í sveit hjá frændfólki sínu á Reynisstöðum. Hann lauk stúdentsprófi frá MH 1971 og cand. med. frá HÍ 1977. Sigurður hóf störf sem kandídat á Landakoti, var síðan héraðs- læknir í Ólafsvík, þá læknir á Landspítala og Kleppsspítala. Í Siggi frændi hefur alltaf verið mikil fyrirmynd hjá mér. Sem ungur maður var hann með vöðva- dellu á háu stigi, sem dæmi. „Eins og stálfjöður - 30 stykki!“ kallaði hann til mín og Nonna frænda. Þetta þýddi að við áttum að taka 30 „sit-ups“, hnébeygjur og upp- hífingar með látum. Í kyndiklefanum undir Sund- laug Vesturbæjar var lyftingaað- staða þar sem við Nonni æfðum á unglingsárunum undir forystu Sigga frænda. Eftir puðið var svo tekið skriðsund, einn eða tveir kílómetrar, með gulu sundblöðk- unum - til að fá stærri brjóst- vöðva. Latissimus dorsi og Pecto- ralis major eru aðalmálið, sagði hann. Þessu lauk svo iðulega með því að við vorum látnir éta hvor sitt kílóið af hreinu skyri eða hann tróð próteindufti ofan í okkur, sem okkur fannst auðvitað við- bjóðslegt, en kvörtuðum aldrei. Hann kom reglulega með pró- teindunk á Hávallagötuna. „Hérna kallinn minn. Éttu þetta svo þú fáir nú einhvern tímann vöðva, þú getur ekki litið svona út,“ sagði hann, glaður í bragði eins og alltaf. „Svo skulum við drífa okkur í bíó, það er verið að sýna Schwarzenegger-myndina Conan The Barbarian,“ sem hann vildi alls ekki missa af. Siggi og mamma ólust upp í Háuhlíðinni. Mamma var átta ár- um eldri. Það var ávallt mikil væntumþykja milli þeirra systk- ina sem átti eftir að verða enn meiri með árunum. Þegar amma Lúvísa veiktist var Siggi 9 ára gamall. Hún lá á spítalanum veik í 6 ár áður en hún dó. Mamma, vin- konur, frænkur, amma Erla, amma Guðný og ýmsar ráðskonur sáu mest um að passa litla prins- inn. Siggi var mikill fjörkálfur og líktist ömmu Lúvísu meira en afa Sigurði, er mér sagt. Afi Sigurð- ur, sem var ögn stífari í fasi, skemmti Sigga með lestri Íslend- ingasagna og kunni Siggi vel að meta þær. Sumarið 2017 fengum við systkinin þá hugmynd að fara með mömmu, Sigga og Christine, ásamt börnum, í fjölskylduferð til Mallorca. Það tók á að skipu- leggja þetta því fólk varð að leggja á sig langt ferðalag auk þess sem veikindi mömmu voru í brennidepli. Ég er feginn að hafa náð góðu spjalli við hann Sigga yf- ir nokkrum golfhringjum í sólinni. Hann var alltaf svo hvetjandi og áhugasamur. Þarna átti fjölskyld- an ómetanlegar stundir í góðu tómi. Ferðin gaf okkur ómetan- legar minningar. Siggi frændi bjó yfir einstökum frásagnarhæfileikum. Hann færði í stílinn með ýktu látbragði svo maður hristist um af hlátri í marg- ar mínútur. Sjálfur hneggjaði hann af hlátri, í þéttum takti, jafn- vel að sinni eigin frásögn. Það var bráðsmitandi að vera nálægt þessu. Það var ekkert sem toppaði að fá að hanga með Sigga frænda. Hann var óviðjafnanlega skemmtilegur og ljúfur. Ég votta ykkur krökkunum og Christine mína fyllstu samúð nú þegar við kveðjum hann Sigga frænda. Við munum öll sakna hans. Auðunn Árni Blöndal. Líf okkar allra stefnir til dauð- ans. Þótt hann sé stundum fyr- irsjáanlegur kemur fráfall náinna okkur oftast í opna skjöldu og úr jafnvægi. Þannig var það einnig þegar Siggi Sam æskuvinur minn lést í Bandaríkjunum 9. október sl. Lát hans kom óvænt þótt ljóst hafi verið í nokkurn tíma hvert stefndi. Kynni okkar Sigga hófust þeg- ar við vorum fjögurra ára gamlir. Þá var ég í nokkurra daga vistun hjá frænda mínum sem bjó í sömu götu og hann. Við þekktumst vel öll barnaskólaárin en vinskapur- inn varð þó ekki náinn fyrr en á menntaskólaárunum. Í MH urð- um við bekkjarfélagar og sessu- nautar. Alla daga eftir að skóla lauk fórum við saman heim til Sigga sem bjó nánast við hlið skól- ans. Þar var ýmislegt brallað, fæst af því tengt námi. Meðal annars kenndi hann mér að spila brids. Áttum við margar ógleymanlegar stundir við spilaborðið. Siggi var mikill húmoristi og hafði gott lag á því að sjá spaugi- legar hliðar lífsins. Eitt tilvik er mér sérstaklega minnisstætt. Líkt og mörg ungmenni tókum við upp ósið reykinganna á unglings- árunum. Var það gert af krafti við litla hrifningu foreldra. Minnist ég sérstaklega eins síðdegis eftir skóla þegar mikið var búið að reykja og margir sígarettustubb- ar lágu í öskubakkanum. Sigurð- ur, pabbi Sigga, kom óvænt heim, svo óvænt að okkur gafst ekki tími til að losa öskubakkann áður en hann birtist. Þeim gamla, sem var doktor í hjarta- og lungnasjúk- dómum, varð litið á alla stubbana og leist greinilega mjög illa á dagsverk okkar félaganna. Hann lítur á okkur og spyr: „Eruð þið virkilega búnir að reykja allt þetta í dag?“ „Við?“ hváði Siggi, „nei, nei, ekki ég, bara Óli!“ Ekki hvarflaði að mér að koma vörnum við í málinu og fékk í framhaldinu langan og efnismikinn fyrirlestur um óhollustu reykinga. Á meðan á því stóð starði Siggi á gólfið og engdist sundur og saman af hlátri í hljóði þannig að tárin runnu nið- ur eldrauðar kinnar hans. Vart þarf að taka fram að ég átti sjálfur í stökustu vandræðum með hlátur. Því miður fór eins fyrir fyrirlestri þess gamla, eins og fyrir mörgum öðrum foreldrafyrirlestrum, inni- hald hans fór fyrir ofan garð og neðan hjá ungum hlustendum sem töldu sig með öllu ódrepandi. Reykingarnar héldu því óbreyttar áfram. Eftir læknanám í HÍ fór Siggi í framhaldsnám til Bandaríkjanna og sneri ekki aftur til búsetu á æskustöðvunum. Samverustund- irnar urðu því miður færri en ég hefði kosið en minningu um góðan vin mun ég varðveita. Christine og fjölskyldu Sigga allri sendum við Bobba innilegar samúðarkveðjur. Ólafur Haukur Johnson. Sigurður Samúel Sigurðsson ✝ Árni H. Bjarna-son fæddist í Hafnarfirði 19. mars 1933. Hann lést á Hrafnistu, Skógarbæ, 15. október 2020. Foreldrar Árna voru Valería Svan- hvít Árnadóttir húsmóðir, f. 1905, d. 1968, og Bjarni Þórðarson bifreið- arstjóri, f. 1900, d. 1974. Systk- ini Árna eru Sigríður Rósa, f. 1938, fv. bankastarfsmaður, og Sigurður Björgvin, f. 1947, húsasmíðameistari. Yngsta systkinið, drengur, lést í fæð- ingu árið 1951. Árni kvæntist árið 1956 Birnu G. Bjarnleifsdóttur, f. 1934, leið- sögumanni og fv. forstöðumanni Leiðsöguskólans í Kópavogi. Dætur þeirra eru: 1) Erla Svanhvít, f. 1959, hæstarétt- arlögmaður, gift Jóni Finn- björnssyni landsréttardómara. Dætur þeirra eru: a) Guðrún Hrönn, f. 1986, gift Ragnari Steini Ólafssyni, þau eiga tvö börn, Emilíu Kristbjörgu og stjóra, hann var skrifstofustjóri bankans á árunum 1966-1983, síðan útibússtjóri í útibúi bank- ans og síðar Íslandsbanka í Húsi verslunarinnar og loks í útibúi í Glæsibæ. Hann lét af störfum í bankanum á árinu 2000. Árni og Birna voru frumbyggjar í Breiðholtshverfi í Reykjavík og létu málefni hverf- isins til sín taka en hann var um tíma skoðunarmaður reikninga Breiðholtssóknar. Árni lauk prófi til réttinda á 30 rúmlesta skipi, átti um árabil skemmtibát ásamt öðrum og var virkur í starfi Snarfara, félagi skemmti- bátaeigenda í Reykjavík. Önnur áhugamál hans voru einkum jazztónlist, ljósmyndun, skíði og bílaviðgerðir auk þess sem hann stundaði sund daglega í Breið- holtslaug meðan heilsan leyfði. Árni veiktist alvarlega á ár- inu 2008 og naut síðustu árin umönnunar á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ. Útför Árna verður gerð frá Seljakirkju í dag, 30. október 2020, kl. 15. Athöfninni verður streymt á slóðinni: http://www.seljakirkja.is/seljasokn/ streymi Virkan hlekk á athöfnina má nálgast á https://www.mbl.is/andlat Árna Gunnar, b) Birna, f. 4. júlí 1990, í sambúð með Einari Inga Davíðs- syni. 2) Anna Sól- veig, f. 1967, bankastarfsmaður, gift Þorkeli Jó- hannssyni flug- stjóra. Synir þeirra eru: a) Jóhann Árni, f. 1993, í sam- búð með Önnu Gunnarsdóttur, þau eiga ný- fæddan son, b) Bjarnleifur Þór, f. 2000. Árni lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla 1949, versl- unarprófi frá Verzlunarskóla Ís- lands 1953 og stúdentsprófi frá sama skóla 1955. Hann starfaði um skamma hríð við skrifstofu- störf hjá Einari Sigurðssyni út- gerðarmanni en hóf störf sem gjaldkeri hjá Verzlunarspari- sjóðnum skömmu eftir að hann tók til starfa, eða í ágúst 1957. Rekstur sparisjóðsins fluttist síðar yfir í Verzlunarbanka Ís- lands. Við opnun fyrsta útibús bankans á Laugavegi 172 árið 1962 tók Árni við starfi útibús- Elsku afi minn. Ég veit eig- inlega ekki hvar ég á að byrja. Minningarnar eru svo ótal marg- ar og gætu auðveldlega fyllt heila bók. Þær tengjast mörgum stöð- um, enda varstu ævinlega eitt- hvað að stússast. Hvort sem það var í stóra kjallaranum í Brúna- stekknum, á skíðum, með mér í æfingaakstri eða úti á sjó á bátn- um Dýra. Við barnabörnin feng- um öll að prófa að taka aðeins í stýrið á Dýra og fara í stuttar veiðiferðir á honum. Sumarið 2005 sigldirðu með nokkrum fé- lögum þínum til Ísafjarðar, þang- að sem við amma flugum og hitt- um ykkur í bátnum. Við sigldum m.a. um Jökulfirðina og fórum í land á Hesteyri. Þú sast einfald- lega aldrei auðum höndum, og dagurinn þar sem allt breyttist og tilveru ykkar ömmu var mis- kunnarlaust snúið á hvolf var engin undantekning. Þú hafðir farið í sund um morguninn og varst niðri í kjallara að stússast þegar þú skynjaðir að ekki væri allt með felldu. Rúmri viku áður höfðum við verið í æfingaakstri, eins og við gerðum svo oft eftir að ég byrjaði að læra á bíl. Þol- inmæði þín var ótrúleg og þig munaði ekkert um að keyra aftur og aftur að stóru brekkunni á Rafstöðvarveginum svo ég gæti æft mig í að taka af stað í brekku. Og jafnaðargeðið sem þú bjóst yfir var aðdáunarvert, það eru ekki allir sem geta verið pollró- legir þegar 17 ára unglingur er undir stýri. Reyndar man ég ekki eftir því að þú hafir nokkrum tímann skipt skapi. Umhyggju- semi er eitt af þeim orðum sem lýsa þér einnig vel. Ég var einnig 17 ára þegar þú keyrðir mig á menntaskólaball og brýndir fyrir mér að skilja aldrei drykk eftir á borðinu, frekar að kaupa nýjan. Hjálpsemi þín, hlýja og húmor skein einnig alltaf í gegn. Þú varst alltaf boðinn og búinn að rétta fram hjálparhönd. Hvort sem það var að hjálpa okkur við iðnaðarmannastörf, keyra okkur og sækja út á flugvöll eða annað. Þú keyrðir og sóttir okkur barnabörnin á íþróttaæfingar, þegar við veiktumst varstu alltaf tilbúinn að leysa foreldrana af og við vorum alltaf velkomin í styttri og lengri heimsóknir í Brúnastekkinn. Alltaf sýndirðu íþróttum okkar og öðrum tóm- stundum mikinn áhuga. Þið amma mættuð ævinlega á fremsta bekk með vídeóupptöku- vélina á íþróttaviðburði. Alltaf gladdistu yfir góðum árangri okkar og hrósaðir okkur fyrir. Þú hafðir einnig gaman af því að horfa með mér á Tomma og Jenna-spóluna sem var til hjá ykkur. Við horfðum nokkuð oft á þetta saman og skellihlógum yfir uppátækjum þeirra félaga. Þeg- ar Lísa bættist við fjölskylduna sýndirðu henni mikinn áhuga og þið urðuð strax góðir vinir. Eins og barnabörnin var hún ávallt velkomin í heimsókn og leið vel í jazztónlistinni sem einkenndi Brúnastekkinn. Við minnumst þín með miklu þakklæti og munum vera dugleg að tala um þig við langafabörnin þín, þau Emilíu Kristbjörgu, Árna Gunnar og litla snáðann þeirra Jóhanns Árna og Önnu. Hvíldu í friði, elsku afi minn, og Guð geymi þig. Hjartans þakkir fyrir allt. Ég trúi því að það komi sá dagur að við hittumst á ný. Þín Birna. Nú þegar elskulegur bróðir minn hefur kvatt langar mig að minnast hans með nokkrum orð- um. Árni eða Onni eins og hann var jafnan kallaður af fjölskyldu og vinum fæddist í Hafnarfirði. Hann var elstur af okkur þrem systkinum sem ólumst upp í ná- lægð við Klaustrið og St. Jósefs- spítala. Gengum við öll í skóla St. Jóefssystra við góðan aga. Á heimilinu var móðurafi, amma og móðurbróðir. Gott var að alast upp við þær aðstæður. Við systkinin vorum svo lánsöm að alast upp á þeim tíma þegar mæður voru yfirleitt heima að hugsa um börn og bú, veita þeim aðhald, ást og hlýju. Onni var eina barnið í fimm ár, þegar allt í einu kemur lítil stelpuskotta í heiminn. Sagði hann mér löngu seinna að hann hefði aldeilis ekki verið hrifinn að fá systur sem tók athyglina frá honum sjálfum, en aldrei lét hann mig finna fyrir því á nokk- urn hátt. Talsvert seinna, eða um það bil níu árum, eignuðumst við bróður. Þar með var Onni orðinn stóri bróðir og var bara nokkuð sáttur með það. Hann var góður bróðir, ein- staklega bóngóður og hjálpsam- ur við alla, enda var hann róleg- ur, yfirvegaður og ljúfur með þægilega nærveru og aldrei féll styggðaryrði á milli okkar systk- inanna. Hann var handlaginn með ein- dæmum, sama hvað hann tók sér fyrir hendur, hvort það var að gera við eða taka í sundur bíla og setja saman, eða hvað annað sem þurfti lagfæringar við. Hann var mikill jazzáhuga- maður og dillaði gjarnan fæti í takt við tónlistina. Hann eignaðist bát ásamt fé- laga sínum og hafði mjög gaman af að renna fyrir fisk úti á flóa. Hann var bankastarfsmaður alla sína starfsævi, fyrst hjá Verzlunarsparisjóði, og seinna Verzlunarbanka, en síðustu árin útibússtjóri hjá Íslandsbanka. Síðustu árin voru honum erfið svo ég held að hann hafi verið hvíldinni feginn. Elsku bróðir, ég bið Guð að blessa minningu þína og vaka yf- ir ástvinum þínum. Vertu kært kvaddur, hafðu hjartans þökk fyrir allt. Sigríður Rósa og Sigurður Herlufsen. Árni H. Bjarnason Elskuleg móðir okkar og amma, JÓHANNA GUÐJÓNSDÓTTIR, til heimilis á Hrafnistu í Hafnarfirði, lést mánudaginn 26. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Börn, barnabörn og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, SIGURÐUR HALLUR SIGURÐSSON, brúarsmiður og yfirmaður vinnuflokka Vegagerðarinnar, lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu föstudaginn 23. október eftir harða baráttu við krabbamein. Útför hans fer fram mánudaginn 2. nóvember klukkan 13 og verður streymt á slóðinni sonik.is/hallur Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið eða Krabbameinsfélagið. Stella Steingríms Ása Guðmundsdóttir Eva Björg Sigurðardóttir Jón Viðar Hreinsson Sigurður Örn Sigurðsson Sara Rut Kristbjarnardóttir Tristan, Dagur og Arnar Guðmundur Sigurðsson Jónína Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.