Morgunblaðið - 30.10.2020, Page 21

Morgunblaðið - 30.10.2020, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2020 ✝ Friðrika Judith Júlíus- dóttir fæddist á Atlastöðum í Fljótavík 19. mars 1920. Hún lést á heimili sínu á Seljahlíð 22. októ- ber 2020. Hún var dóttir hjónanna Júlíusar Geir- mundssonar og Guðrúnar Jóns- dóttur. Systkinahópurinn var stór, auk Judithar voru systk- inin 11 talsins: Ingibjörg, Geir- mundur, Sigurlína, Jón Ólafur, Jóhann, Guðmundína Sigur- fljóð, Júlíanna, Guðmundur Snorri, Þórður, Anna og Guð- mundur Þórarinn. Judith bjó hjá foreldrum sín- um fyrstu fjögur árin en fór þá „til láns“ eins og hún sagði sjálf til frændfólks, systkin- anna Margrétar og Hermanns Friðriksbarna sem bjuggu á Látrum í Aðalvík. Upphaflega átti þetta að vera tímabundin ráðstöfun en heimferðinni var sífellt frestað og svo fór að hún kom ekki aftur til Atlastaða nema sem gestur. Judith bjó á Látrum þar til eftir fermingu. 14 ára lá svo leið hennar til Ísafjarðar þar sem hún var í vist. Á Ísafirði kynnist hún þau lítið hús á Laufásvegi 12 og fluttu þangað heimili og rekstur. Árið 1957 fluttu þau svo á Laufásveg 61. Judith lagði stund á snyrtifræði og rak að auki snyrtistofu við Laufásveginn á tímabili. Stefán andaðist 27.7. 1974, þá aðeins 54 ára að aldri. Judith hélt áfram rekstrinum næstu árin og flutti í lítið hús við Haðarstíg í Reykjavík. Árið 1980 hófu Björn Ófeigs- son kaupmaður og Judith bú- skap sem stóð næstu 15 árin eða þar til Björn andaðist, 19. mars 1995. Bjuggu þau fyrst í Brekkugerði þar sem Björn átti hús en keyptu síðar saman íbúð í Hæðargarði. Björn átti sumarbústað við Elliðavatn sem hann nefndi Grenilund þar sem þau áttu saman góðar stundir. Þar er nú Björns- lundur sem er útivistasvæði í Norðlingaholti. Eftir andlát Björns flutti Judith í lítið par- hús við Seljahlíð þar sem hún bjó næstu árin eða þar til að hún flutti inn á Seljahlíð sem varð hennar hinsti dvalar- staður. Judith skilur eftir sig 4 börn, 15 barnabörn, 43 lang- ömmubörn og sex langa-lang- ömmubörn eða 68 afkomendur sem allir eru á lífi. Streymt verður frá útför- inni: https://tinyurl.com/y5ykqwg4 Virkan hlekk á slóð má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat væntanlegum eiginmanni sínum, Stefáni Ólafssyni iðnrekanda, sem þá stundaði nám í Verslunarskól- anum. Judith stundaði nám í snyrtifræði við Snyrtiskóla Mar- grétar Hjálmtýs- dóttur og var síðar prófdómari hjá henni. Hún var einnig formað- ur Félags íslenskra snyrtifræð- inga um skeið. Judith giftist Stefáni á tutt- ugu og þriggja ára afmæli sínu 19. mars árið 1943. Börn þeirra eru: 1) Þóra, fædd 31.10. 1943, gift Guð- mundi Óskari Skarphéðinssyni, f. 22.3. 1944 og síðar Hjalta Rögnvaldssyni, f. 21.2. 1949. Þóra var í sambúð með Grétari Vilhelmssyni, f. 15.5. 1943. 2) Anna, fædd 8.6. 1946, gift Ro- nald Ö. Símonarsyni, f. 29.3. 1945. 3) Ólafur Jón, fæddur 19.7. 1949 giftur Guðrúnu Þórsdóttur, f. 28.6. 1951, d. 25.5. 2010. 4) Margrét, fædd 30.1. 1957, gift Jóhanni H. Albertssyni, f. 24.7. 1958. Eftir námið í Verslunarskól- anum hófu Stefán og Judith að framleiða skó og töskur. Þau byrjuðu smátt en árið 1949 eft- ir að Ólafur fæddist keyptu Ekki er það létt að kveðja mömmu mína þótt hún hafi verið á 101. aldursári. Mamma var fallegasta kona sem ég hef séð. Hún var skörp, fylgdist vel með öllu sem var að gerast og ekki síst fylgdist hún með afkomendum sínum sem eru um 60 talsins og ekki allir á Íslandi heldur einnig í Svíþjóð, Noregi, Ástralíu og Kanada. Mamma var voða stolt af öllu sínu fólki. Mamma var aldrei iðjulaus meðan hún gat unnið, prjónaði, saumaði og gerði fjölmarga fal- lega muni úr leir sem hún hélt áfram að gera eftir að hún lam- aðist vinstra megin. Hún hélt eftir sem áður áfram að móta leirinn og þá bara með hægri hendi. Endalaust er hægt að segja frá henni mömmu minni, mikil athafnarkona og vinamörg og vildi allt gera fyrir alla. Elsku mamma, ég og öll mín fjölskylda kveðjum þig með miklum söknuði og þökkum þér fyrir allar góðar minningar og allt sem þú varst fyrir okkur. Anna Stefánsdóttir. Við skiljum öll eftir okkur spor í heiminum. Í umhverfi okkar og í hjörtum þeirra sem elska okkur. Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu djúp spor hún amma hafði skapað á 100 árum. Spor sem enginn mun ná að fylla upp í. Amma var einstök kona, en það vita allir sem þekktu hana og þekktu til hennar. Það er ekki oft sem þið sjáið 93 ára gamla konu helluleggja gangveg upp á eigin spýtur, en það kom að sjálfsögðu ekki til greina að þiggja aðstoð frá okkur ung- lömbunum. „Þetta verða mínar hinstu flísar hér á jörð,“ sagði hún þrjósk og bandaði okkur frá. Það var líklega erfiðara fyrir okkur að fylgjast með henni puða við stíginn, heldur en það var fyrir hana að leggja hann. Hún skyldi gera allt sjálf á með- an hún enn gæti það, og þegar amma ákvað eitthvað þá skyldi það standa. Hún var aðdáunar- verð og mikil fyrirmynd sem þekkti það ekki að gefast upp. Styrkur hennar var stórkostleg- ur. Frá svona karakterum koma bestu ráðleggingarnar, og það var gott að eiga hana í sínu horni þegar lífið hristi upp í manni. Hún var á þeirri skoðun að maður mætti taka sér sólar- hring til að finna til og gráta, en svo ætti maður að standa beinn í baki „og bara búpp!“ Halda ótrauður áfram. Amma var gullfalleg að innan sem utan og lagði alltaf mikið upp úr því að koma vel fram og líta vel út. Það var ekki vandað verk fyrir hana. Allt sem frá henni kom bjó yfir sömu fegurð, en hún var svo skapandi og hæfileikarík. Hvort sem það voru töskur í denn, perlufestar og nælur eða hátískufatnaður á Barbie-dúkk- ur, það var vandað, fallegt og einstakt. Eins og hún. Heimurinn hefur tapað mikl- um feng. Umhyggjan sem streymdi út frá ömmu, sem var alltaf með opinn faðm fyrir alla, líka strokuköttinn Jón Jakobs- son og litlu fuglana sem trítluðu inn í Hjallaselið. Aldrei hall- mælti amma nokkrum manni, upphátt, og aldrei hækkaði hún róminn. Binna systir prísar sig þó enn yfir því að vera sú eina, af svo ótalmörgum afkomend- um, sem náði að láta krullurnar rísa á ömmu, en þar fyrir utan var skap ömmu eins og lygn sjór. Þú fannst heldur hvergi eins mikla ró og heima hjá ömmu, en þangað var ofboðslega gott að koma og næra sig. Raun- veruleikinn snerti mann ekki hjá henni, hvort sem það var í Hjallaselinu eða Seljahlíð, eða þegar hún kom og passaði okkur heima í Holtaseli. Andrúmsloftið var svona yndislegt vegna ömmu, ekki staðsetningarinnar. Vonandi finnum við enn þessa ró um komandi ár þegar við hugsum til hlýrra minninga sem amma skapaði með okkur. Elsku amma, vonandi veistu hversu þakklát við erum fyrir allt sem þú gerðir, sagðir og varst fyrir okkur. Við kveðjum þig nú, með knúsum og nebba- kossum, og lofum því að heiðra minningu þína, því að mann- eskja eins og þú ætti aldrei að falla í gleymsku. Frelsi Mér finnst þetta enn vera erfiður draumur, að þú standir mér ekki við hlið. En nú er ei fastur við þig þessi taumur sem lengdi þá erfiðu bið. Þakklát ég er fyrir allar þær stundir sem ég fékk að njóta með þér. En nú munu bíða þín endurfundir, en ég geymi þig alltaf hjá mér. Gengið þú hefur nú skrefin þín þungu, þá frelsið þér tekur loks við. Ég veit að við rúmið þitt englarnir sungu er þeir sátu þér ætíð við hlið. Þeir tóku loks við þér með faðmandi örmum, þú með sannindum fagnaðir þeim. Þú veist vel að missinn við ætíð hörmum, en nú loks ert þú komin heim. (Judith Ingibjörg Jóhannsdóttir) Barnabörnin úr Holtaselinu, Brynhildur, Stefán, Ásdís, Katrín og Judith. Elsku Júdda amma. Ég sit hér í tómleika þrátt fyrir að öll höfum við vitað að tíminn þinn væri sannarlega kominn og þú tilbúin að kveðja. Ég er full þakklætis og stolt af að tilheyra stórum hópi af- komenda þinna. Þú varst okkur öllum sterk fyrirmynd, sjálfstæð, dugleg, listræn og skapandi. Mikill fagurkeri með allt svo fal- legt í kringum þig. Glæsileg og tignarleg svo um var talað og alltaf stutt í húmorinn, allt fram á síðustu stund. Ég er þakklát fyrir sambandið okkar sem dýpkaði með árunum og hvernig við studdum hvor aðra. Takk fyrir allt, elsku amma, ég mun sakna þín. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið, elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Helena. Judith amma var merkileg kona og bjó yfir visku þeirra sem hafa fæðst á öðrum tíma, inn í annan heim en við þekkjum. Hún var trúuð, bæði á Guð og álfa. Hún var fríðari en fólk er flest, vinnusöm, með gott við- skiptavit, jákvæð, drífandi, list- ræn og traust. Það er fjársjóður að eiga jafn flotta fyrirmynd og Júdd-ömmu. Í henni var fallegur galdur og dagurinn varð betri með heim- sókn til ömmu. Heimili hennar var stórkostlegur töfraheimur, Neskaffi í sparibolla, pokadjús fyrir krakkana og nammiskúffan alltaf full. Minningarnar eru margar, allar góðar og allar dýr- mætar. Amma boðaði jólin með því að setja upp englaborð og það mun- um við gera áfram í minningu hennar. Elísabet Ronaldsdóttir, Þorsteinn Máni, Sindri, Birta, Þórbergur Logi, Ronald Bjarki og Zoey Elísabet. Judith (Júdda) Friðrika Júl- íusdóttir fæddist í Fljótavík árið 1920, dóttir Júlíusar Geirmunds- sonar og Guðrúnar Jónsdóttir. Foreldrar hennar voru bændur á Atlastöðum í Fljóti þar sem hún ólst upp með ellefu systkinum. Fyrir nútímamanninn hefur lífið í Fljóti verið erfitt en haft er eft- ir Júddu að hún hefði hvergi annars staðar viljað alast upp og að allir hafi verið ánægðir með sitt. „Við höfðum nóg að borða, vorum bæði með sjóinn og land- búnaðinn,“ og haft er eftir henni að allir af hennar kynslóð hafi verið ánægðir í Aðalvík og Fljótavík. „Þar var gott að vera.“ Júdda fór í vist til Ísafjarðar 14 ára gömul og flutti síðan suður á mölina 17 ára. Þó vistin væri góð á Hornströndum voru takmark- aðir möguleikar fyrir unga stúlku og enga vinnu að fá og því þurfti að leita tækifæra annars staðar. Fljótavík hefur verið byggð frá landnámstíð þó með nokkr- um hléum, enda harðbýl og ekki heiglum hent að stunda þar bú- skap og sjósókn. Frændurnir og félagarnir Júlíus Geirmundsson og Jósep Hermannsson keyptu Atlastaði árið 1906 og hófu þar búskap hvor á sínum bænum. Samstaða og samlyndi einkenndi alla tíð sambýli Júlíusar og Jós- eps og segja þeir sem til þekktu að aldrei hafi þeir vitað til þess að misklíð kæmi upp á milli þeirra. Ef skoðað er lífshlaup af- komenda þeirra er hægt að full- yrða að engin kynslóð hefur lifað aðrar eins breytingar í sögunni. Fæðast nánast í torfkofa við erf- iða lífsbaráttu þar sem margir bjuggu við örbirgð, í allsnægtir og tækni nútímans. Júdda er síð- ust af sinni kynslóð til að kveðja og því ákveðnum kafla í sögu Fljótavíkur lokið. Við systkinin eigum ljúfar minningar um föðursystur okkar og minnumst lífsgleðinnar sem fylgdi henni og ekki síður glæsi- leikans og þeirrar reisnar sem hún bjó yfir. Það var alltaf gam- an að fá Júddu í heimsókn og ekki laust við að pabbi ljómaði allur þegar fundum þeirra bar saman. Það er eitthvað svo notalegt að vera innan um vel gert fólk sem sér allt í jákvæðu ljósi. Það er sama við hvern er rætt um Judith, allir bera henni vel sög- una og hennar er minnst sem einstakrar konu, lífsglaðrar, heiðarlegrar og skemmtilegrar. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Eiginmaður Judithar var Stefán Ólafsson, sem lést árið 1974, og áttu þau fjögur börn. Blessuð sé minning Júddu frænku. Gunnar Þórðarson og systkini. Judith Júlíusdóttir ✝ Hlynur ElísGuðlaugsson fæddist 9. október 2020. Hann lést um- vafinn ást og um- hyggju 19. október 2020 á Barnaspítala Hringsins. For- eldrar hans eru Lilja Eggertsdóttir tónlistarmaður, f. 15. nóvember 1977 í Reykjavík, og Guð- laugur Ingi Harð- arson prentsmiður, f. 30. júní 1972 í Reykjavík. Systir hans er Aðalheiður Fríða, f. 9. mars 2018 í Reykjavík. Í ljósi aðstæðna verða einungis nán- ustu aðstandendur viðstaddir útförina. Í dögun friðarsúlu Johns Len- nons fæddist fallegur drengur sem ákvað að berja heiminn aug- um stutta stund. Þótt honum hafi ekki verið veitt sú náð að vera hjá okkur lengi, þá setur líf hans og fráhvarf mark á okkur öll sem fengum af tilveru hans snert. Hlynur Elís fæddist á afmæl- isdegi langalangafa síns, Elísar Gíslasonar, stór, kraftmikill og heilbrigður. Fjölskyldan beið komu hans með eftirvæntingu, sérstaklega litla systirin Heiða Fríða, og jókst spennan enn meira meðal ættingjanna, ekki síst hjá ungum frænkum og frændum, því ekki gátu þau heim- sótt hann vegna þess faraldurs sem geisar nú um heiminn. Sum okkar voru svo gæfusöm að fá að sjá hann í gegnum myndsamtöl, horfa í augun á honum og heyra hann kalla eftir meiri mat. Sex dögum eftir fæðingu var honum svo ekki hugað lengra líf. Hann var þó ekki tilbúinn að gefast strax upp og sýndi betri lífsmörk daginn eftir og fór með mömmu sína og pabba í stutta rússíbana- reið í gegnum von og kvíða, en 10 daga gamall kvaddi hann þennan heim í fangi foreldra sinna. Það er nær ómögulegt að setja sig spor Lilju systur og Gulla mágs, harmur þeirra verður seint læknaður að fullu. Þessi vanmátt- arkennd sem grípur mann er áþreifanleg; það er ekkert hægt að laga, engu hægt að breyta, engum um að kenna, engan hægt að skamma. En maður lærir. Smæð mannsins gagnvart nátt- úrunni er ógnvænleg og maður fyllist fljótlega þakklæti fyrir heilbrigð börn, foreldra, systkini, ættingja, vini og eigin heilsu. Þannig lýsir Hlynur Elís veginn áfram. Um það leyti sem hjarta hans hætti að slá, ákvað móðir jörð að hrista sig kröftuglega svona eins og hún vildi senda honum hinstu kveðju. Við tökum öll undir hana. Megi öll orka heimsins veita Lilju, Gulla og Heiðu Fríðu styrk. Hvíl í friði, Hlynur Elís. Þú lýs- ir veginn. Snorri Pétur, Svava María, Jóhanna Björk, Einar Elís, Kolfinna Björk og Hrafntinna Björk. Hlynur Elís Guðlaugsson Elsku pabbi okkar, tengdapabbi og afi, EINAR GUÐMUNDSSON frá Kvígindisfirði, lést á Eir hjúkrunarheimili 26. september. Útförin fer fram frá Lindakirkju föstudaginn 30. október klukkan 15. Útförinni verður streymt á slóðinni https://www.facebook.com/g roups/455774152062566/?ref=share. Aðalsteinn Einarsson María Einarsdóttir Þorsteinn Einarsson barnabörn og systkini Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN ARNAR BERGSSON rafvirki, lést fimmtudaginn 22. október á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, umvafinn ástvinum sínum. Útförin fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 3. nóvember klukkan 15. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur verða viðstaddir athöfnina. Ingibjörg Ingólfsdóttir Sesselja Björnsdóttir Sara Björnsdóttir Gulleik Løvskar Inga Birna Björnsdóttir Ámundi Guðmundsson Ingólfur Arnar Björnsson Caryna Gladys Bolivar barnabörn og barnabarnabörn Ástkær sonur okkar, bróðir og mágur, SIGURJÓN ÞORGILSSON, Þingvallastræti 6, Akureyri, sem lést á Landspítalanum 25. október, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 9. nóvember klukkan 13:30. Vegna aðstæðna og fjöldatakmarkana sem þeim fylgja verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Björk Sigurjónsdóttir H. Þorgils Sigurðsson Gunnar Þorgilsson Berglind Hanna Jónsdóttir Heiðrún Gígja Ragnarsdóttir Sigurgeir Orri Sigurgeirsson Guðmundur Jóhannsson Hjördís Halldóra Guðlaugsd. og systkinabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.