Morgunblaðið - 30.10.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.10.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2020 Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Nýja Tokyo línan komin í sýningasal Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Stundum ertu svo þrjósk/ur að það gengur út í öfgar. Þú ættir að gera eitthvað í því, það nennir enginn að standa í stappi við þig til lengri tíma. 20. apríl - 20. maí  Naut Það sem þú aðhefst núna hefur áhrif á það sem þú átt ógert. Eftir alla sigra þína í lífinu er ekki nema von að leitað sé til þín. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú græðir lítið á því að láta alla hluti fara í taugarnar á þér. Mundu að gæði og magn fara ekki endilega saman. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú getur mætt hvaða áskorun sem er ef þú nýtir hæfileika þína til fulls. Nýttu allan þann tíma sem þú getur til að hvíla þig og safna kröftum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Forðastu loforð og skuldbindingar í einhvern tíma. Einhver kemur óvænt til þín og biður um hjálp eða álit á ein- hverju. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú þarft að læra að notfæra þér betur þá góðu strauma sem leika um þig. Hlutirnir eru þér hliðhollir og þér eru allir vegir færir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hlustaðu fyrst og fremst á þína innri rödd, jafnvel þótt hún sé ekki há- vær. Slökun í hvaða formi sem er er það sem gildir fyrir þig næstu vikur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það býr sofandi eldfjall í okkur öllum. Þú sérð stundum eftir því sem þú segir, æfðu þig í að telja upp að tíu áður en þú talar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur nú beðið nógu lengi eftir tækifærinu til þess að láta til skarar skríða. Mundu þó að Róm var ekki byggð á einum degi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert óvenju örlát/ur í dag og því er hætt við að þú eyðir um efni fram. Orð þín geta valdið misskilningi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Einhver gefur þér góð ráð varðandi fjármálin í dag. Reynið að líta hlutina jákvæðum augum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert hrókur alls fagnaðar og allir vilja vera nálægt þér. Brettu upp ermarnar, þú verður kraftmeiri en endra- nær á næstu vikum. Baby en flest lögin voru þýdd á ís- lensku af Agli bróður hennar. Kokkur til sjós Guðrún skrifaði reglulega greinar í Velvakanda Morgunblaðsins til margra ára sem og greinaþætti í sama blaði um reynslu sína sem „Kokkur til sjós“, enda var Guðrún skipskokkur á olíuflutningaskipinu Hamrafelli, sem var þá stærsta skip sinnar tegundar á landinu, og milli- landaskipinu Svaninum frá Grinda- húsinu. Guðrún söng í mörgum söng- leikjum og óperum, m.a. Kabarett, Kátu ekkjunni og Tosca. Hún ferðað- ist einnig með Þjóðleikhúskórnum til Kanada og Færeyja þar sem kórinn kom fram og flutti söngva úr vinsæl- um óperum og söngleikjum við góðan orðstír. Síðan var Guðrún djasssöngkona í hljómsveit með bróður sínum Agli Halldórssyni sem spilaði á trommur og fluttu þau vinsæl lög frá stríðs- árunum, meðal annars Shoo, Shoo G uðrún Jacobsen er 90 ára í dag, en hún fæddist í Reykjavík 30. október 1930. Guðrún hefur alla tíð búið í Reykjavík og lengst af í miðborginni. Guðrún er stórglæsileg og hæfileikarík kona og var margt til lista lagt á tíma þar sem lífsbaráttan var hörð. Hún hefur alla tíð verið lítil og nett og þekkt fyrir að vera frá á fæti. Hún hitti föður sinn aðeins einu sinni og móðir hennar var ung send til vandalausra og kom úr þeirri vist með fingurna kreppta af þrældómi. Þekktur dansari í Gúttó Guðrún bjó á sínum trúlofunar- árum í braggahverfinu Camp Knox og var vinsæll og þekktur dansari í Gúttó og fleiri dansstöðum. Jitterbug var hennar uppáhaldsdans og var henni sveiflað um allt enda fim, nett og grönn. Sagan segir að eitt kvöldið sveiflaði dansherrann henni gegnum klofið og upp í mikilli sveiflu. Fætur hennar lentu í afturenda hljómsveit- arstjórans sem missti sprotann inn í hljómsveitina! Á þessum tíma var sko dansað almennilega og sveiflan góð. Guðrún tók þátt í fyrstu fegurðar- samkeppninni sem haldin var í Tív- olíinu í Vatnsmýri, en var svo feimin að hún þorði varla að ganga yfir svið- ið, og hreppti hún því ekki hnossið. Bróðir hennar, Egill, var að fylgjast með og sagðist hafa skammast sín svo fyrir feimni systur sinnar að hann hefði farið út og ákveðið að sturta í sig úr heilum brennivínspela á bak við hús. Sópran, djass og söngleikir Guðrún lærði söng hjá Guðrúnu Á. Símonar en það var í söngnámi hjá Sigurði Vincenzo Demetz að hún lærði að anda með þindinni og náði hæsta sópran. Guðrún söng með Pólýfónkórnum sem efsti sópran á gullaldarárum þess kórs, undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar, og ferðaðist með kórnum um alla Ítalíu við frábærar viðtökur heimamanna. Guðrún söng um tuttugu ára skeið með Dómkirkjukórnum auk þess að syngja nánast frá upphafi með Þjóð- leikhúskórnum sem þá var í Þjóðleik- vík. Á sjóferðunum kynntist hún eig- inmanni sínum, Karli Júlíussyni bryta, og þau tóku saman. Þau eign- uðust þrjú börn og ráku um tíma Hótel Þröst í Keflavík, en þau skildu síðar. „Þrælsjóuð í lífsbaráttunni“ Guðrún er dugnaðarforkur og lét ekkert stoppa sig. Hún seldi litla íbúð í bakhúsi á Laugaveginum til að kaupa lítið einbýlishús í Bergstaða- stræti því hennar stærsti draumur var að búa í einbýlishúsi sem hún ætti sjálf. Eins og hún segir sjálf í grein í Lesbók Morgunblaðsins frá 21.6. 1980: „Þá var maður líka orðinn þrælsjóaður í lífsbaráttunni. Búin að flækjast íbúð úr íbúð, frá kjallara upp á háaloft – og af kvisti niður í kjall- arann aftur, með tilheyrandi kola- eldavél og útikamri.“ Húsið var í algjörri niðurníðslu og moldargólf í kjallaranum, en Guðrún lét það ekki á sig fá heldur vann sleitulaust í húsinu, málaði, veggfóðr- aði, lagði gólfdúk og setti sinn list- ræna svip heimilið, sem var hennar og einungis hennar. Rithöfundur og málari Guðrún var feikigóður penni og eftir hana hafa verið gefnar út meðal annars skáldsagan Listamanns- raunir (1955) og heimildarsagan Píla- grímsferð til Lourdes (1961) sem er um ferðalag sem Guðrún fór með móður sína til Lourdes í von um að fá lækningu við krabbameini. Skáldsag- an Alþýðuheimilið kom út 1963 og smásagnasöfnin Gulltárin (1957), Smáfólk (1963) og List trúður Drott- ins var gefið út í Danmörku í þýðing- unni Den Lille Mester (1977). Guð- rún myndskreytti Alþýðuheimilið og eftir hana liggja bæði teikningar og málverk. Hraðlestin í póstinum Guðrúnu féll aldrei verk úr hendi. Á tímabili sá hún um mötuneytið hjá Flugmálastjórn á þeim tíma sem Agnar Kofoed-Hansen var flugmála- stjóri. Hún var vinsæl í vinnunni, svo- lítill flautaþyrill en hörkudugleg og fékk alltaf fólk með sér. Seinna var hún næturvörður á Grund, kom svo Guðrún Jacobsen rithöfundur og sópransöngkona – 90 ára Listakonan Guðrún Jacobsen var listhneigð með afbrigðum og hún skrif- aði, teiknaði, málaði, dansaði og söng bæði djass og óperu og samdi tónlist. Kraftmikil kona og listræn Til hamingju með daginn 30 ára Guðrún Eyja ólst upp á Hvamms- tanga en flutti til Reykjavíkur 2011. Hún er sjúkraliði og vinnur á Vogi, en er í fæð- ingarorlofi sem stendur. Hún hefur mikinn áhuga á útivist og hreyfingu og prjónaskap og sundi. Maki: Ásgeir Óttar Ásgeirsson, f. 1981, húsasmiður. Börn: Mikael Máni, f. 2009, Gabríel Jakob, f. 2014, Rafael Bjarmi, f. 2015, eru börn Ásgeirs úr fyrra hjónabandi. Síðan eiga þau Guðrún Margréti Rós, f. 2020. Foreldrar: Margrét Þóra Jakobsdóttir, f. 1963 og Erlingur Sverrisson, f. 1966. Guðrún Eyja Erlingsdóttir 30 ára Guðrún ólst upp á Snæfellsnesi og í Fljótsdalshéraði. Hún er nýflutt til Seyð- isfjarðar út af Covid, en Guðrún er í námi í Dublin í upptökutækni (music production) og er núna í fjarnámi. „Ég ákvað að fara bara í minnsta og rólegasta bæinn til að sinna tónlistinni, en hér er mjög virkt menningarlíf.“ Svo vinnur Guðrún fyrir Synfóníu Nord í kvikmynda- upptökum á Akureyri sem tæknikona og sviðsstjóri. Foreldrar: Ragnheiður Haraldsdóttir, f. 1954, grunnskólakennari og Veturliði Rúnar Kristinsson, f. 1957, sauð- fjárbóndi. Þau búa á Surtsstöðum í Jökulsárhlíð. Guðrún Veturliðadóttir Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.