Morgunblaðið - 30.10.2020, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2020
Evrópudeild UEFA
A-RIÐILL:
CFR Cluj – Young Boys .......................... 1:1
Roma – CSKA Sofia ................................. 0:0
Cluj 4 stig, Roma 4, Young Boys 1, CSKA
Sofia 1.
B-RIÐILL:
Arsenal – Dundalk................................... 3:0
Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Ars-
enal.
Molde – Rapid Vín.................................... 1:0
Arsenal 6 stig, Molde 6, Rapid Vín 0,
Dundalk 0.
C-RIÐILL:
Nice – Hapoel Beer Sheva....................... 1:0
Slavia Prag – Leverkusen ....................... 1:0
Leverkusen 3 stig, Hapoel 3, Slavia Prag
3, Nice 3.
D-RIÐILL:
Benfica – Standard Liege........................ 3:0
Rangers – Lech Poznan........................... 1:0
Benfica 6 stig, Rangers 6, Standad Liege
0, Lech Poznan 0.
E-RIÐILL:
Granada – PAOK..................................... 0:0
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn
með PAOK.
Omonia Nikósía – PSV............................. 1:2
Granada 4 stig, PSV 3, PAOK 2, Omonia
Nikósía 1.
F-RIÐILL:
AZ Alkmaar – Rijeka .............................. 4:1
Albert Guðmundsson lék í 89 mínútur
með AZ og skoraði tvö mörk.
Real Sociedad – Napoli ............................ 0:1
AZ 6 stig, Real Sociedad 3, Napolí 3, Rij-
eka 0.
G-RIÐILL:
AEK Aþena – Leicester........................... 1:2
Zorya Luhansk – Braga........................... 1:2
Leicester 6 stig, Braga 6, AEK 0, Zorya
Luhansk 0.
H-RIÐILL:
AC Milan – Sparta Prag .......................... 3:0
Lille – Celtic.............................................. 2:2
AC Milan 6 stig, Lille 4, Celtic 1, Sparta
Prag 0.
I-RIÐILL:
Qarabag – Villarreal................................. 1:3
Sivasspor – Maccabi Tel Aviv.................. 1:2
Villareal 6 stig, Maccabi Tel Aviv 6, Qara-
bag 0, Sivasspor 0.
J-RIÐILL:
LASK Linz – Ludogorets........................ 4:3
Antwerpen – Tottenham ......................... 1:0
Antwerpen 6, Tottenham 3, Linz 3, Lu-
dogorets 0.
K-RIÐILL:
CSKA Moskva – Dinamo Zagreb........... 0:0
Hörður Björgvin Magnússon lék allan
leikinn með CSKA og Arnór Sigurðsson
kom inn á sem varamaður á 75. mín.
Feyenoord – Wolfsberger ....................... 1:4
Wolfsberger 6, CSKA 2, Dinamo Zagreb
2, Feyenoord 0.
L-RIÐILL:
Rauða stjarnan – Slovan Liberec ........... 5:1
Gent – Hoffenheim................................... 1:4
Hoffenheim 6, Rauða stjarnan 3, Slovan
Liberec 3, Gent 0.
Svíþjóð
Sirius – AIK.............................................. 0:0
Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem
varamaður hjá AIK á 67. mínútu.
Bandaríkin
Toronto – New York City....................... 0:1
Guðmundur Þórarinsson kom inn á hjá
New York á 72. mínútu.
Efst í Austurdeild: Philadelphia 44, To-
ronto 41, Columbus Crew 35, Orlando City
35, New York City 33, New York RB 29.
Meistaradeild karla
A-RIÐILL:
Porto – Kielce ...................................... 32:32
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 3
mörk fyrir Kielce en Haukur Þrastarson er
meiddur.
Kielce 9 stig, Flensburg 8, Meshkov
Brest 6, Porto 6, Vardar Skopje 3, París SG
2, Elverum 2, Pick Szeged 0.
B-RIÐILL:
Barcelona – Aalborg........................... 42:33
Aron Pálmarsson skoraði 5 mörk fyrir
Barcelona og gaf 5 stoðsendingar.
Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal-
borg.
Barcelona 10, Veszprém 9, Aalborg 8,
Kiel 7, Nantes 2, Motor Zaporozhye 2,
Celje Lasko 2, Zagreb 0.
Þýskaland
Göppingen – Lemgo............................ 28:28
Janus Daði Smárason skoraði 3 mörk
fyrir Göppingen.
Bjarki Már Elísson skoraði 7 mörk fyrir
Lemgo.
Stuttgart – Leipzig.............................. 30:24
Viggó Kristjánsson skoraði 7 mörk fyrir
Stuttgart en Elvar Ásgeirsson skoraði
ekki.
Efstu lið: Stuttgart 9, RN Löwen 8,
Flensburg 8, Kiel 8, Lemgo 8 Leipzig 7,
Bergischer 7, Melsungen 7, Magdeburg 6.
Danmörk
Tvis Holstebro – Lemvig .................... 30:23
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 2 mörk
fyrir Tvis Holstebro.
Sara Björk Gunnarsdóttir lands-
liðsfyrirliði er í hópi tuttugu bestu
leikmanna í Evrópu á þessu ári,
samkvæmt mati FourFourTwo, út-
breiddasta knattspyrnutímarits á
Bretlandseyjum. FourFourTwo
gengst fyrir kjöri á besta leikmanni
Evrópu í kvennaflokki árið 2020 og
fær sérfræðinga víðsvegar að úr
álfunni til að greiða atkvæði. Tíma-
ritið hefur valið tuttugu leikmenn
sem það telur þá bestu á þessu ári
og Sara Björk er í þeim hópi, en
sérfræðingarnir velja síðan fimm
bestu leikmennina, hver fyrir sig.
Sara í hópi 20
bestu í Evrópu
AFP
Lyon Sara Björk Gunnarsdóttir
varð Evrópumeistari í ágúst.
Handknattleiksmennirnir Bjarki
Már Elísson og Viggó Kristjánsson
voru markahæstir í sínum liðum í
Þýskalandi í gær.
Göppingen og Lemgo gerðu jafn-
tefli 28:28 og var Bjarki marka-
hæstur hjá Lemgo með sjö mörk en
Janus Daði Smárason skoraði þrjú
mörk fyrir Göppingen.
Viggó var markahæstur hjá
Stuttgart þegar liðið vann Leipzig
30:24 og skoraði sjö mörk gegn sínu
gamla liði. Elvar Ásgeirsson skor-
aði ekki fyrir Stuttgart en kom við
sögu í leiknum. kris@mbl.is
Bjarki og Viggó
markahæstir
Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson
7 mörk Viggó Kristjánsson var
markahæstur hjá Stuttgart.
LA 2020
Gunnar Valgeirsson
Los Angeles
Hafnaboltaliðið Los Angeles Dod-
gers vann sinn fyrsta meistaratitil í
32 ár eftir sigur á Tampa Bay Rays í
svokallaðri „Heimsrimmu“ MLB-
deildarinnar á þriðjudagskvöld. Þar
með kórónaði liðið Englaborgina
sem meistaraborg Bandaríkjanna í
ár, en Los Angeles Lakers vann
NBA-meistaratitilinn sextán dögum
fyrr. Þessi lið endurtóku því söguna
með því að vinna meistaratitilinn í
sínum deildum, rétt eins og 1988.
Það ár vann Lakers sinn fimmta
titil á áratugnum og Dodgers sinn
annan. Þetta var tímabil Pat Riley,
Magic Johnson og Kareem Abdul-
Jabbar hjá Lakers (sá kafli liðsins
endaði þegar Johnson fékk alnæmi
1991), og Dodgers virtist ávallt í bar-
áttunni um titilinn í þjóðaríþróttinni.
Þetta eru því góðir dagar fyrir
íþróttaunnendur hér í bæ og endur-
koma þessara titla hingað til borg-
arinnar kærkomin íþróttaunnendum
nú eftir erfitt ár hér í borg sem og
annars staðar.
Af rakettum og kvöldmat
Ég hafði annað augað á loka-
leiknum í MLB á þriðjudag í imban-
um á meðan kvöldmatur var undir-
búinn, en setti leikinn svo á pásu í
sjónvarpinu seint í honum á meðan
við skötuhjúin hér skammt austur af
miðborginni nutum kvöldmatarins.
Rétt þegar við vorum að klára hóf-
ust miklar rakettusprengingar
hérna í austuhluta borgarinnar og
þá vissi ég um leið að Dodgers-liðinu
hefði tekist að innbyrða sigurinn eft-
ir að hafa tekið forystuna seint í
leiknum. Vegna farsóttarinnar í
sumar var mun minna um rakettu-
sprengingar hér í bæ á lýðveldisdeg-
inum 4. júlí og því áttu víst margir
enn slatta eftir.
Maður fór að heyra þessar
sprengingar í borginni eftir sigur-
leiki Lakers í lokarimmu NBA-
deildarinnar og að nýju síðustu daga
eftir sigurleiki Dodgers gegn Tampa
Bay. Hér í borg rekur stór hluti
borgarbúa ættir sína til Mexíkó og
það er lenskra margra þeirra að
verða sér úti um ólöglegar rakettur
og blys sunnan landamæranna til
notkunar um áramót og 4. júlí. Þess-
ar vörur eru ólöglegar hér í Kali-
forníu vegna hættunnar á íkveikju í
kjarri víðsvegar hér í Suður-
Kaliforníu, en hér loga nú eldar bæði
sunnan og austan borgarinnar.
Þetta stöðvar hinsvegar ekki
margan íþróttaeðjótinn hér í bæ
þennan mánuð, enda virðist svo sem
erfitt að halda aftur af sér eftir langa
bið eftir meistaratitlum.
Dodgers yfirvinnur loks
óheppni og svindl
Þessi meistaratitill Dodgers var
stuðningsfólki liðsins afar kærkom-
inn, en Dodgers hafði lent í stöðu
sem margt stuðningsfólk íþróttaliða
þekkir, þar sem lið berst ár eftir ár
um meistaratitilinn en eitthvað rétt
vantar upp á, eða að heppnin er ekki
á bandi liðsins. Við sem höfum verið
stuðningsfólk liða í langan tíma höf-
um sjálfsagt flest upplifað þetta þeg-
ar uppáhaldsliðið okkar loks kemst
yfir hjallann. Þá er ekki laust við að
titillinn verði manni því kærkomn-
ari.
Þetta var staða sem Dodgers-liðið
gekk í gegnum undanfarin ár. Liðið
hafði verið í lokaúrslitunum þrjú af
síðustu fjórum árum og ávallt klúðr-
að því í lokin. Verst gegn Houston
Astros fyrir þremur árum, en eftir
þá úrslitakeppni komst rannsóknar-
nefnd MLB-deildarinnar að því að
leikmenn og þjálfarar Houston
hefðu svindlað allt það keppnistíma-
bil með því að „stela“ ólöglega
fingramerkingum grípara andstæð-
inganna. Af þeim sökum vissu leik-
menn Astros hverskonar kast var að
koma til þeirra þegar þeir voru að
reyna að slá boltann.
Þetta væri álíka og að markmaður
í knattspyrnu vissi hvar leikmaður
væri að skjóta í vítaspyrnu.
Vegna þessarar reynslu aðdáenda
Dodgers hér í bæ var þessi sigur
liðsins því enn kærkomnari.
Sögulegt íþróttaár
Los Angeles er mikil íþróttaborg,
enda slatti af atvinnu- og háskólalið-
um í borginni og íþróttamannvirkin
eftir því. Ólympíuleikarnir munu
fara fram hér í þriðja sinn eftir sjö
ár og Los Angeles Rams og Char-
gers í NFL-ruðningsdeildinni voru
að taka í notkun nýjan fimm millj-
arða dala leikvang fyrir fáeinum vik-
um. Við upphaf ársins voru áhang-
endur Lakers, Clippers og Dodgers
vongóðir um lið sín þetta árið, og
bygging nýja leikvangs NFL-
liðanna var smám saman að klárast.
Þyrluslys breytti því öllu 26. jan-
úar. Þann sunnudagsmorgun flaug
þyrla með Kobe Bryant, fyrrverandi
stjörnuleikmann Lakers, og átta
aðra einstaklinga í fjallshlíð norðan
við borgina. Allir um borð létust og
var andlát Bryants mikið andlegt
áfall fyrir marga hér í bæ, en Bryant
var mikið lofaður eftir fimm meist-
aratitla með Lakers og Óskars-
verðlaun í þokkabót.
Það var þá sem LeBron James
sýndi hvað í honum bjó þegar hann
tók að sér að halda Lakers-liðinu
saman og notaði nákvæmlega réttu
orðin þegar hann ávarpaði borg í
sorg fyrir næsta leik Lakers í Stapl-
es Center.
LeBron og Lakers höfðu nú köll-
un til að vinna titilinn, sem tókst að
lokum.
8. mars fór síðan maraþonhlaup
borgarinnar fram, en aðeins fáeinum
dögum seinna var öllum íþrótta-
keppnum hætt vegna kórónuveiru-
faraldursins, rétt eins og víðsvegar
um heiminn.
Svo virtist sem titlavonir Los
Angeles yrðu að bíða enn eitt árið.
Lakers og Dodgers
fá annað tækifæri
Það var svo NBA-deildin sem tók
af skarið og brást vel við stöðunni
með því að skipuleggja vel og hefja
keppni að nýju í kúlunni svokölluðu í
Flórída. MLB-hafnaboltadeildin
fylgdi síðan á eftir.
Þegar Lakers vann svo NBA-
titilinn hafði LeBron James uppfyllt
loforð sitt til íþróttaunnenda hér í
borg að vinna titilinn í minningu
Kobe Bryants. Við það vann hann
hug og hjörtu flesta borgarbúa og
enginn efaðist lengur um hæfni
hans og markmið eftir að hann
ákvað að semja við Lakers fyrir
tveimur árum.
Nú var því einnig tækifæri fyrir
Dodgers að fylgja þessu eftir og
innbyrða titilinn í fyrsta sinn í 32 ár.
Það tókst liðinu á þriðjudag og nú
vilja aðdáendur þessara liða fá sínar
skrúðgöngur um stræti borg-
arinnar, sem eru orðnar hefð hér í
Bandaríkjunum eftir sigur í at-
vinnudeildunum fjórum.
LeBron tístaði eftir sigur Dodg-
ers: „Getum við vinsamlega fengið
skrúðgöngu! Ég veit, ég veit að það
er ekki hægt, en andskotinn, ég vil
endilega halda upp á titla Lakers og
Dodgers með stuðningsfólkinu. LA
er borg meistaranna.“ Borgarstjór-
inn hér í Los Angeles, Eric Gar-
cetti, sagði á miðvikudag að það
væri sín ósk að koma því í fram-
kvæmd, en það gæti orðið erfitt í
farsóttinni. „Kannski getum við
komið leikmönnum fyrir á svöl-
unum á Stjörnustöðinni og látið þá
stjórna bænum sem meistara,“ en
gamla Griffith Park-stjörnustöðin
er sýnileg frá allri vesturhlið bæj-
arins, enda nálæg Hollywood-
skiltinu uppi í hlíðunum ofan við
borgina.
Tveir titlar í tveimur af vinsæl-
ustu íþróttadeildum landsins á sex-
tán dögum. „Það verður aldrei aftur
mánuður eins og þessi fyrir okkar
borg, rétt eins og ég vona að við
upplifum aldrei aftur ár eins og
þetta,“ bætti borgarstjórinn við
réttilega. gval@mbl.is
Tveir titlar á 16 dögum
Meistaratitill Dodgers innsiglar sögulegt íþróttaár í Los Angeles
Fylgdu eftir sigri Lakers í NBA Beðið eftir skrúðgöngum í íþróttaborginni
AFP
Gleði Margt af stuðningsfólki LA Dodgers kom saman í Elysian-garðinum í Los Angeles þegar úrslitaleikur Dodg-
ers og Tampa Bay fór fram og fylgdist með leiknum úr bílum sínum, eða utan þeirra, á stórum skjá.