Morgunblaðið - 30.10.2020, Síða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2020
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Þessar niðurstöðu koma mér satt
að segja á óvart. Í einfeldni minni
hélt ég að við værum komin lengra.
Sú staða sem blasir við er hreint
ekki nógu góð,“ segir Birna Haf-
stein, forseti Sviðslistasambands
Íslands og formaður Félags
íslenskra leikara, um niðurstöðu
skýrslunnar „Einelti og áreitni í
starfsumhverfi sviðslista“ sem
RIKK – Rann-
sóknastofnun í
jafnréttis-
fræðum við
Háskóla Íslands
vann að beiðni
Sviðslista-
sambandsins og
kynnt var form-
lega í vikunni.
Í skýrslunni
er leitast við að
kortleggja umfang og eðli kynferðis-
legrar áreitni, kynbundinnar áreitni
og eineltis í starfsumhverfi sviðs-
listafólks á Íslandi. 52% þátttakenda
svöruðu spurningu um reynslu af
kynferðislegri áreitni í tengslum við
nám sitt og störf í sviðslistum ját-
andi og 46% samsvarandi spurningu
um kynbundna áreitni. Það er mat
skýrsluhöfundar að áreitni og einelti
hafi verið og séu enn umfangsmikið
vandamál innan sviðslista á Íslandi.
Há tíðni bendi til þess að skýringa sé
ekki síður að leita í menningu sviðs-
listanna en hjá einstaklingum
Vanlíðan í starfi sem afleiðing
Höfundur skýrslunnar er Kristín
A. Hjálmarsdóttir kynjafræðingur
og ritstjóri hennar er Elín Björk
Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri
RIKK. Gagna var aflað vorið 2019
með rafrænni spurningakönnun sem
send var til 931 félagsmanns í átta
fagfélögum sviðslistafólks á Íslandi,
þar sem Félag íslenskra leikara er
langfjölmennasta félagið. Svarhlut-
fallið var 42% og gáfu 95% svarenda
upp kyn sitt, en 59% svarenda voru
konur og 41% karlar sem er sama
kynjahlutfall og í úrtakinu. Notaður
var einn spurningalisti sem saman-
stóð af 97 spurningum um bakgrunn
þátttakenda, viðhorf til kynferðis-
legrar áreitni og reynslu af kynferð-
islegri áreitni, kynbundinni áreitni
og einelti.
Sé rýnt frekar í skýrsluna má sjá
að konur (60%) verða fremur fyrir
kynferðislegri áreitni en karlar
(30%). Sviðslistakonur (55%) eru lík-
legri en starfsbræður þeirra (31%)
til að verða fyrir kynbundinni
áreitni. Um þrír af hverjum tíu þátt-
takendum sögðust hafa upplifað ein-
elti í tengslum við störf sín eða nám í
sviðslistum. Bæði konur og karlar
áreita og leggja í einelti, en meiri-
hluti gerenda eru karlar. Helsta af-
leiðing áreitni og eineltis hjá bæði
konum og körlum er vanlíðan í starfi.
Einnig má greina löngun til að hætta
í vinnunni og öryggisleysi utan vinn-
unnar hjá báðum kynjum.
Spurð um tilurð skýrslunnar segir
Birna að áður en hún tók við sem
forseti Sviðslistasambandsins hafi
stjórnin ákveðið að láta vinna fyrir
sig rannsókn, að norrænni fyrir-
mynd, á stöðu kynjanna í sviðs-
listum, m.a. með tilliti til kynbundins
launamunar, hlutfalls kvenna í hópi
listrænna stjórnenda og tækifæra
kvenna almennt innan sviðslista.
„Aðdragandinn hefur verið nokkuð
langur þar sem tíma tók að finna
fjármagn til að láta gera rannsókn-
ina. Í millitíðinni reið #metoo-
bylgjan yfir og þá breyttist fókusinn
út frá þeirri stöðu sem blasti við í
samfélaginu,“ segir Birna og bendir
á að rannsókn RIKK taki mið af
þeim rannsóknum sem gerðar hafa
verið um málefnið í nágrannalönd-
um. „Okkur langaði að skoða kvik-
myndabransann í leiðinni en það var
ekki fjármagn til þess.“
Í ljósi þess að Birna er líka for-
maður Félags íslenskra leikara, sem
er fjölmennasta stéttarfélagið sem á
aðild að rannsókninni, liggur beint
við að spyrja hvort félagið hafi feng-
ið inn á borð til sín umkvartanir og
ábendingar sem endurspegla rann-
sóknarniðurstöðurnar.
„Við höfum fengið fáar kvartanir
um kynferðislega áreitni á undan-
förnum árum og fólk kvartað lítið
undan kollegum sínum. Þær kvart-
anir sem við höfum fengið á undan-
förnum árum, bæði úr sviðslista- og
kvikmyndageiranun, snúa mun frek-
ar að eineltis- og kúgunartilburðum
stjórnenda,“ segir Birna og bendir á
að mögulega skýrist þetta af því að
félagsmönnum finnist erfiðara að
kvarta undan samstarfsfólki sínu en
stjórnendum við stéttarfélag sitt.
Segir hún það líka flækja málin
hversu veikburða öll umgjörð utan
um sjálfstætt starfandi listafólk sé.
Styrkja þarf innviðina betur
Í skýrslunni kemur fram að fast-
ráðið starfsfólk er ólíklegra en laus-
ráðið og sjálfstætt starfandi til að
greina frá kynferðislegri áreitni,
kynbundinni áreitni og einelti.
Endurspegla þessar tölur ekki að
sjálfstætt starfandi sviðslistafólk er í
mun viðkvæmari stöðu? „Jú. Þess
vegna þarf að ramma betur inn og
styrkja til muna umgjörð og innviði
sjálfstæða geirans hérlendis. Sjálf-
stætt starfandi sviðslistafólk er
langstærsti hópurinn innan sviðs-
listageirans, en hann er á sama tíma
mjög berskjaldaður,“ segir Birna.
Af svörum þátttakenda má sjá að
helmingur segist einkum hafa verið
sjálfstætt starfandi, rétt tæplega
þriðjungur með tímabundna ráðn-
ingu eða verkefnaráðningu og rúm-
lega fimmtungur með fastráðningu.
Kynjamunur kemur fram og er hann
mestur meðal fastráðinna, en 31%
karlanna og 15% kvennanna voru
fastráðin.
Verkefni sem klárast aldrei
Að mati skýrsluhöfundar skortir
fræðslu, skýra stefnu, formlega ferla
og úrræði fyrir þolendur. Í svörum
þátttakenda kom fram að hópur þol-
enda sagðist ekki hafa tilkynnt
áreitnina og eineltið vegna nei-
kvæðra viðhorfa til tilkynninga,
skorts á verkferlum fyrir tilkynn-
ingar eða þekkingu á þeim. Í spurn-
ingalistanum var samtímis óskað eft-
ir tillögum frá þátttakendum um
aðgerðir. Rauði þráðurinn í tillögum
þeirra var skýr stefna um ekkert
umburðarlyndi gagnvart áreitni og
einelti, skýrar verklagsreglur, úr-
ræði fyrir þolendur, siða- og sam-
skiptareglur, fræðsla og umræður.
Það er mat skýrsluhöfundar að
brýnt sé að allir vinnustaðir taki
skýra afstöðu gegn ofbeldi og áreitni
og skipuleggi markvissa eftirfylgni.
Leiðtogar, stjórnendur, yfirmenn og
kennarar eru í hópi gerenda og mjög
mikilvægt að fá þann hóp að borðinu.
Ábending barst um að æskilegt væri
að fagstéttarfélög sviðslistafólks
skerptu einnig á stefnu sinni.
„Í skýrslunni má sjá mjög mikið af
flottum tillögum til úrbóta,“ segir
Birna og tekur fram að mikilvægt sé
að allir í sviðslistageiranum séu kall-
aðir að borðinu til að ræða þessi mál,
finna lausnir og innleiða úrræði í
formi aðgerðaáætlunar. „Við þurfum
þannig að kalla alla hagaðila að því
borði. Síðast en ekki síst þurfum við
auðvitað að kalla ríkið, sem í formi
fjárveitinga er stærsti vinnuveitand-
inn í menningargeiranum, til
ábyrgðar og að þessu samtali,“ segir
Birna og undirstrikar að málefnið
þurfi að vera í sífelldri endurskoðun.
„Þetta er verkefni sem klárast aldrei
og því þurfum við alltaf að halda
vöku okkar.“
Staðan hreint ekki nógu góð
52% þátttakenda hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í tengslum við nám sitt og störf í sviðslistum
Gerendur kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni og eineltis eru langoftast í hópi kollega
Birna Hafstein
Gerendur kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni og eineltis
Skv. könnun meðal starfsfólks í sviðslistum*
Kollegi (án ábyrgð-
ar á starfsmanna-
málum)
Einhver hærra
settur úr listrænu
starfsliði
Stjórnandi/
yfi rmaður
Kennari Samnemandi Einhver sem tengist
greininni en er ekki í
stjórnendahlutverki
Tæknimaður/
starfsmaður
skrifstofu
Einhver úr hópi
áhorfenda/gesta
66%
28%
12% 14% 11%
8% 9%
14%
58%
30%
25%
22%
17%
14% 15% 12%
52%
40%
35%
13% 12%
8%
5%
1%
*Viðhorfskönnun sem send var út til skráðra félaga í átta
íslenskum fagfélögum innan Sviðslistasambands Íslands
Einelti Kynbundin áreitni Kynferðisleg áreitni
H
ei
m
ild
: R
IK
K
–
Ra
nn
só
kn
as
to
fn
un
í
ja
fn
ré
tt
is
fr
æ
ðu
m
, s
ep
te
m
be
r 2
02
0
Nígeríska Nóbelsskáldið Wole Soyinka mun á næstunni
senda frá sér fyrstu skáldsöguna sem hann skrifar í
nær hálfa öld. Samkvæmt The Guardian er heiti sög-
unnar Chronicles of the Happiest People on Earth en
Soyinka, sem hefur einbeitt sér að leikritun og ljóða-
skrifum, kveðst einnig hafa unnið að nýju leikriti í ein-
angrun af völdum kórónuveirunnar.
Soyinka var fyrstur Afríkubúa til að hljóta Nóbels-
verðlaun í bókmenntum, árið 1986. Hann hafði þá með-
al annars sent frá sér tvær rómaðar skáldsögur, The
Interpreters (1965) og Season of Anomy (1973).
Fyrsta skáldsaga Soyinka í hálfa öld
Wole Soyinka
Í Listasafni Íslands er hafinn undir-
búningur fyrir yfirlitssýningu á
verkum Muggs – Guðmundar Thor-
steinssonar (1891-1924) sem fyrir-
hugað er að setja upp seint á næsta
ári. Vegna rannsóknar á ferli Muggs
og skráningar á verkum hans í
tengslum við sýninguna hefur safnið
auglýst eftir
verkum eftir
listamanninn af
öllum gerðum:
málverkum,
vatnslitamynd-
um, teikningum,
klippimyndum,
útsaumi og dúkk-
um. Einnig óskar
safnið eftir að fá
vitneskju um bréf
eða póstkort sem tengjast Muggi.
Eru allir þeir sem telja sig eiga verk
eða efni sem hefur heimildargildi
hvattir til að hafa samband við
Kristínu G. Guðnadóttur sýningar-
stjóra.
Kristín segist hafa fengið mikil
viðbrögð við auglýsingunni. Leitin
að sem flestum verkum sé fyrsti
hluti undirbúnings sýningarinnar, til
að geta fengið góða sýn yfir ævistarf
Muggs. „Það hefur gengið vonum
framar og mjög margir hafa haft
samband og margt áhugavert komið
í ljós. Það er greinilegt að mjög
margir hafa áhuga á Muggi og hans
lífi og verkum,“ segir hún.
Listasafn Íslands á 70 verk eftir
Mugg og uppistaðan í því er gjöf
dansks listamanns, Elofs Riseby,
sem hreifst af verkum Muggs og
safnaði þeim eftir dauða hans. Hann
gaf síðan Listasafninu 46 verk árið
1958. „Þau verða þungamiðja sýn-
ingarinnar, enda stórmerkilegt
safn,“ segir Kristín. „En til þess að
fá sem besta mynd af ævistarfi
Muggs þá er nauðsynlegt að vita
hvað er til af verkum vítt og breitt
um landið, bæði í söfnum og hjá
einkaaðilum. Út frá þeirri heildar-
mynd munum við móta yfirlits-
sýninguna.“
Kristín segir þau sem hafa þegar
haft samband ýmist hafa bent á verk
í eigu annarra eða sagt frá verkum
sem þau eiga sjálf. „Við höfum til
dæmis fengið mjög góð viðbrögð frá
afkomendum systkina Muggs, það
er stór hópur sem hefur sýnt minn-
ingu Muggs ræktarsemi. Smám
saman eru línurnar að skýrast.
Muggur ferðaðist mikið og var í
bréfaskiptum við marga en eftir að
hafa rætt við ýmsa heyrist mér að
mörg þessara bréfa séu glötuð, sem
er sorglegt. En ég vonast til að finna
eitthvað því í bréfum má finna lykla
að persónu Muggs og hans lífi. Ég er
alls ekki úrkula vonar um að finna
bitastæð bréf, á eftir að leita víða.“
Muggur var aðeins 34 ára er hann
lést úr tæringu. Ferill hans var því
stuttur en hann var afkastamikill og
vann í ýmsa miðla. „Hann var fjöl-
hæfur og gerði ýmiskonar tilraunir.
Það var heldur ekki algengt á þess-
um tíma að karlar saumuðu út, eins
og hann gerði, hann saumaði til
dæmis dúkkur. Og sá miðill sem
hentaði honum hvað best voru
klippimyndir,“ segir Kristín.
Muggur gerði fjölda teikninga, oft
litlar, en stærsta verk hans er alt-
aristaflan í Bessastaðakirkju.
Netfang Kristínar er kristin-
@listasafn.is og sími 896-6559.
Leita verka eftir Mugg
Listasafns Íslands leitar verka og hvers kyns upplýsinga
um listamanninn vegna væntanlegrar yfirlitssýningar
Listasafn Íslands
Klippimynd Hið fræga verk Muggs
Sjöundi dagur í paradís, frá 1920.
Muggur
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |
Opið alla virka daga kl. 10-17
Mynd í
ferilskrá
Tímapantanir
í síma 568 0150
eða á rut@rut.is
Förum eftir öllum
sóttvarnartilmælum