Morgunblaðið - 30.10.2020, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 30.10.2020, Qupperneq 32
PRÓFAÐU ÞÆGINDIN OG SLÖKUNINA SEM ÞÚ FÆRÐ Í NÝJU MODULAX HVÍLDARSTÓLUNUM NÝTT Á ÍSLANDI SÆKTU APPIÐ MODULAX OG SKOÐAÐU HVERNIG STÓLLINN LÍTUR ÚT Á ÞÍNU HEIMILI. JAMES STÓLL MEÐ SKEMLI verð 149.900 PANDORA RAFSTILLANLEGUR verð 219.900 Alla Modulax stóla er hægt að sérpanta sem lyftustóla. IRIS RAFSTILLANLEGUR verð 209.900 MODULAX HVÍLDARSTÓLAR HÖNNUN OG ÞÆGINDI Á HVERT HEIMILI ZERO GRAVITY ZERO GRAVITY MODULAX • 3-mótora hvíldarstóll. • Handvirk og þægileg höfuðpúðastilling 42°. • Innbyggð hleðslu- rafhlaða. Endist 250 sinnum fyrir alla mótora. NÝTT! MODULAX MARGAR GERÐIR modulax.be BALDURSNES 6 – AKUREYRI LISTHÚSIÐ – REYKJAVÍK KYNNTU ÞÉR VÖRUÚRVALIÐ OG VERSLAÐU Í RÓLEGHEITUM Á SVEFNOGHEILSA.IS FRÍR FLUTNINGUR UM ALLT LAND GERIÐ GÆÐA- OG VERÐSAMANBURÐ Þjóðleikhúsið mun, meðan almennt sýningarhald er tak- markað, opna dyr sínar fyrir leik- og grunnskólabörnum. Börnum í elstu deildum leik- skóla er boðið á Ég get eftir Peter Engkvist í leikstjórn Björns Inga Hilmarssonar og börnum í 2. bekk grunnskóla á Leitina að jólunum eftir Þorvald Þorsteinsson í leikstjórn Þórhalls Sigurðs- sonar. Samkvæmt upplýsingum frá leikhúsinu verður sýnt á virkum dögum í nóvember og desember í nánu samráði við skólana og að sjálfsögðu með öllum ýtr- ustu varúðarráðstöfunum í samræmi við tilmæli yfir- valda. Leikarar í Ég get eru Ernesto Camilo Aldazábal Valdés og Þórey Birgisdóttir. Með hlutverk jólaálfanna í Leitinni að jólunum fara Hallgrímur Ólafsson, Valgerður Guðnadóttir, Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi) og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir. Þjóðleikhúsið hyggst bjóða upp á fleiri verkefni á næstu vikum meðan á samkomubanni stendur og verða þau kynnt bráðlega. Leik- og grunnskólabörnum boðið í Þjóðleikhúsið næstu tvo mánuði FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 304. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Rúnar Alex Rúnarsson varð í gær fjórði Íslendingurinn til að spila mótsleik með aðalliði enska stórliðsins Ars- enal þegar hann varði mark liðsins gegn Dundalk í Evr- ópudeildinni í knattspyrnu í London í gærkvöldi. Áður höfðu þeir Albert Guðmundsson, Sigurður Jónsson og Ólafur Ingi Skúlason náð þeim áfanga að spila mótsleik með aðalliði Arsenal. Rúnar Alex hélt markinu hreinu en Arsenal vann öruggan 3:0-sigur og hefur liðið unnið fyrstu tvo leikina í keppninni. Það hefur AZ einnig gert og skoraði Albert Guðmundsson tvö mörk í gær. »27 Rúnar Alex Rúnarsson þreytti frum- raun sína í mótsleik með Arsenal ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hjónin Guðbjörg Vilhjálmsdóttir og Torfi Tulinius, prófessorar við Há- skóla Íslands, einsettu sér fyrir um sex árum að ganga á öll Búrfell lands- ins. „Þá vissum við ekki hvað þau eru mörg,“ segir Guðbjörg, „og við vitum það eiginlega ekki enn,“ heldur Torfi áfram. Þau gengu á Búrfell í Jökuldal á Hauksstaðaheiði 15. október sl., 23. Búrfellið frá 2014. Fjöldi Búrfella er á reiki. Sigurður Sigurðarson tiltekur 39 Búrfell í pistli á Moggablogginu frá 2013. Torfi seg- ir að samkvæmt lista nafnfræðisviðs Árnastofnunar séu 47 fyrirbæri með þessi örnefni um allt land, en sum þeirra séu bæjarnöfn án þess að sýni- legt Búrfell sé nálægt. „Við erum sennilega vel hálfnuð með verkefnið,“ segir hann, en að minnsta kosti tvö Búrfell eru í Noregi og eitt á Græn- landi og þau eru á lista þeirra. Frænkan kveikti óvænt í þeim Guðbjörg segir að á fyrri hluta ný- liðinnar aldar hafi frænka sín, Sigrún Gísladóttir, kölluð Silla, ferðast mikið um Ísland, ýmist á hestum eða hjól- andi. „Eitt sinn sagði hún mömmu að í Flóanum mætti sjá þrjú Búrfell, í Þjórsárdal, Grímsnesi og í Þingvalla- sveit,“ útskýrir hún. „Allar götur síð- an hefur þetta setið í fjölskyldunni og í hvert sinn sem við höfum ekið um svæðið höfum við skimað eftir þess- um Búrfellum,“ heldur Torfi áfram. 2014 hafi þau verið við Búrfell í Grímsnesi og ákveðið að ganga upp á það. „Að því loknu vorum við mjög ánægð með okkur og vörpuðum fram þeirri spurningu hvort við ættum ekki að ganga á öll Búrfellin. Við héldum að þau væru kannski þrjú til fjögur umfram þessi þrjú fyrrnefndu en komumst fljótlega að því að þau voru margfalt fleiri. Ákváðum engu að síður að halda þessu til streitu og höfum gengið á nokkur Búrfell á hverju sumri.“ Enginn kannaðist við Búrfell í Eyjafjarðarsveit, þegar þau leituðu að því í sumar. Þau höfðu samband við Árnastofnun og þá kom í ljós að seðlar höfðu ruglast. „Þetta er dæmi um hvað verkefnið er skemmtilegt,“ segir Torfi. Hreyfingin og samveran sé aðalatriðið, en svo sé gaman að fara á staði sem fáum eða engum detti í hug að fara á. „Við höfum mjög oft uppgötvað staði sem við hefðum annars ekki farið á, upplifað fegurð, skemmtilegheit og einveru.“ „Fengið annað sjónarhorn á landið,“ bætir Guðbjörg við. Samskipti við fólk séu líka eftirminnileg. Á kortum er merkt Búrfell í Vopnafirði. „Þegar við bönk- uðum upp á hjá bóndanum varð hann bit. „Búrfell! Hér er ekkert Búrfell, það heitir Búfell,““ rifjar Torfi upp. „Þegar við komum að Búrfelli á Hrútafjarðarhálsi kynntumst við Jóni Eiríkssyni, bónda á sam- nefndum bæ. Hann er málari með- fram bústörfum, bauð okkur inn í vinnustofu sína og sýndi okkur mál- verkin sín. Skemmtilegur maður, og svo má lengi telja.“ Hjónin voru leiðsögumenn með er- lenda ferðamenn á námsárunum í kringum 1980 og hafa haldið göngu- ferðum áfram síðan. „Okkur líður vel á fjöllum, sérstaklega á Búrfellum,“ segir Torfi. „Það er ávísun á vellíðan að ganga úti í náttúrunni,“ áréttar Guðbjörg. Af einu Búrfelli á annað ár eftir ár Í safnið Torfi og Guðbjörg á Búrfelli við Skjálfandaflóa skammt frá Húsavík.  Torfi og Guðbjörg ætla að ganga á öll Búrfell landsins Lausn Torfi fann planka til að brúa læk til að komast á Búrfell í Gilsfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.