Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2020, Page 2
Hver ert þú?
Ég er leikkona; lærði leiklist í Tékklandi þar sem ég bjó í þrettán ár.
Hvernig endaðir þú í heimildarmyndagerð?
Ég starfa í dag sem kvikmyndaklippari og hef klippt margar
heimildarmyndir. Fékk þessa hugmynd fyrir löngu og lét hana
loks verða að veruleika. Húsmæðraskólinn er fyrsta myndin sem
ég leikstýri og vonandi verða þær fleiri.
Um hvað er myndin?
Myndin er samtímaheimild og vangaveltur um hlutverk hús-
stjórnarskóla í dag. Hvort námið eigi rétt á sér í dag eða sé úrelt.
Við fylgjumst með nemendum og ræðum við fyrrverandi nemendur
skólans til að komast að því.
Hverja varstu að tala við?
Ragnar Kjartansson til að mynda. Hann var fyrsti karlmaðurinn sem
fór í skólann. Einnig talaði ég við hana Áslaugu Kristjánsdóttur sem
var nemandi árið 1947.
Hvar verður myndin sýnd?
Hún var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni Hot Docs í Kanada, sem
endaði á netinu. Svo fer hún á hátíðaflakk um heiminn. Íslandsfrumsýnd
á RIFF og er núna sýnd í Bíó Paradís.
Hvað kom helst á óvart?
Það kom á óvart hve mikið nemendur ná að gera á þessum stutta tíma.
Ætli tíminn stöðvist ekki þarna inni. En það sem kom mest á óvart er
hversu mikil óvissa er um framtíð skólans. Ráðuneytið vill loka skólanum
vegna þess að það fylgir náminu ekki gráða. Þeim finnst það kannski merki-
legra en að læra nýtni, umhverfisvitund, matarhefðir og að stoppa í sokka.
Kanntu að sauma, baka og prjóna?
Ég get bakað eftir uppskrift en get ómögulega prjónað peysu og saumað sam-
an flík þannig að það væri tilvalið fyrir mig að fara í þetta nám.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
STEFANÍA THORS
SITUR FYRIR SVÖRUM
Tíminn
stendur kyrr
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.10. 2020
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Sláum nýjan
tón í Hörpu
Við óskum bæði eftir áhugasömum
rekstraraðilum og hugmyndum
einstaklinga að skemmtilegum
nýjungum á neðri hæðum í Hörpu
Nánar á harpa.is/nyr-tonn
.
Maður er nefndur Rámur Reginsson. Hann er merkilegur fyrir þærsakir að hann kann að segja orðið „botnlangi“ á 62 tungumálum.Segi ég og skrifa, 62 tungumálum. Auðvitað átt þú kollgátuna, les-
andi góður, Rámur Reginsson er hvergi til nema í höfðinu á mér, hann er ekki
maður af holdi og blóði í viðteknum skilningi, heldur hugarfóstur. Hafandi átt-
að þig á því hlýturðu að spyrja næst hvers vegna ég hafi þörf fyrir að búa til
mann sem getur sagt orðið „botnlangi“ á 62 tungumálum? Svarið er einfalt: Ég
hef ekki hugmynd um það. Þetta hefur bara alltaf verið svona, miklu frekar í
blóðinu en að ég hafi tekið meðvitaða
ákvörðun um að raða í kringum mig
ímynduðu fólki. Og samskipti mín við
þetta fólk eru allnokkur. Meðan þið
eruð upptekin á samfélagsmiðlum við
að kynna ykkur hvað Jói sem var með
ykkur í níu ára bekk borðaði í kvöld-
mat eða að óska Stínu sem þið unnuð
með á lagernum sumarið 1985 til
hamingju með afmælið eða nýja
hundinn sinn þá er ég að blanda geði
við Rám Reginsson og hans líka.
Hvort tilfellið er hryggilegra, ég
eða þið?
Þessir „hugarfóstrar“ mínir eru
fjölmargir. Ég get til dæmis nefnt Mú
gamla á Músstöðum en hann á sjö syni sem allir heita Dýrmundur. Börnin mín
vita allt um þá fjölskyldu sem býr í óskilgreindri sveit í óskilgreindum lands-
hluta. Svo skemmtilega vill til að sjöundi sonur Mús gamla á Músstöðum, Dýr-
mundur sjöundi, á líka sjö syni. Og sá sjöundi heitir einmitt Múr. Múr ungi til
aðgreiningar frá afa sínum. Hef aldrei velt því fyrir mér hvað hinir sex synir
Dýrmundar sjöunda heita enda þótt það sé að vonum allt í mínum höndum.
Svo er það Alexei Úlpusjenkó. Börnin mín þekkja hann líka betur en flesta í
sínum eigin frændgarði. Um er að ræða roskinn rússneskan fyrrverandi her-
mann, ríghertan úr mörgum stríðum í Síberíu og víðar, sem hafði þann tilgang
meðan börnin mín voru yngri að minna þau á mikilvægi þess að klæða sig vel
áður en haldið var í skólann á köldum vetrarmorgnum. Það svínvirkaði – enda
deilir enginn við Alexei Úlpusjenkó. Frekar en dómarann.
Einnig eru til dæmi um menn sem í raun og sann eru til en hafa eignast
hliðartilvist í kollinum á mér. Má þar nefna dverginn Hassan, einhenta útherj-
ann og Kiprotich frá Keníu. Allir eiga þeir sér stoð í veruleikanum enda þótt
sumir eigi bágt með að trúa því. Þá bendi ég fólki bara á að kynna sér ráslist-
ann í 800 metra hlaupinu á Ólympíuleikunum í Seúl 1988. Sjáið til hvort þið
finnið ekki Kiprotich frá Keníu þar. Og jafnvel Rám Reginsson.
Botnlangi á 62
tungumálum
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’Ég get til dæmis nefntMú gamla á Mús-stöðum en hann á sjö synisem allir heita Dýr-
mundur. Börnin mín vita
allt um þá fjölskyldu.
Birta Helgadóttir
Vel, þá náum við að losa okkur við
þetta fyrr.
SPURNING
DAGSINS
Hvernig
líst þér á
hertar
aðgerðir
vegna
Covid?
Ingþór Magnússon
Mér líst vel á það. Þetta er eina vitið.
Birna Aspar
Bara vel. Ég er sátt við hertar
aðgerðir.
Halldór Gunnarsson
Bara ágætlega. Nauðsynlegar
held ég.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri
og umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Eggert Jóhannesson
Heimildarmyndiin Húsmæðraskólinn eftir Stefaníu Thors er einstök
samtímaheimild um Húsmæðraskólann í Reykjavík. Myndin er sýnd í
Bíó Paradís og er salurinn opinn fyrir 20 manns um þessar mundir.