Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2020, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2020, Side 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.10. 2020 Einu sinni var Ingibjörg Sólrún Gísladótt-ir, þáverandi utanríkisráðherra, á hita-fundi í Háskólabíói í miðju hruni. Þar átti hún að hafa sagt: Þið eruð ekki þjóðin. Þetta þótti mikið dómgreindarleysi og var lengi haldið við sem dæmi um veruleikafirr- ingu og yfirlæti ráðamanna. Þeir voru margir sem sögðust hafa verið á fundinum og mundu mjög greinilega eftir þessu. Síðar, þegar farið var yfir upptöku af fund- inum, kom í ljós að hún sagði: En ég er ekki viss um að þeir sem eru hér í salnum geti endi- lega talað fyrir þjóðina. Sem er klárlega ekki það sama. Og eiginlega frekar skynsamlegt. Í vikunni var viðtal við bæjarstjórann á Akureyri sem sumum fannst vera of góður með sig, monta sig af fáum smitum fyrir norð- an og gera lítið úr Sunnlendingum. Nú er ég náttúrlega tengdasonur Norður- lands og varð ekki var við það. Hún tók undir orð sóttvarnaþríeykisins um að fólk eigi að reyna að forðast ferðalög landshorna á milli. Meira svona að halda sig heima, eins og er búið að segja skrilljón sinnum. Hún sagði að fá smit á Akureyri mætti rekja til þess að Akureyringar færu varlega og fylgdu reglum. Það var nú ekki meira en það. En upplifun sumra var ofurdrambsamur bæj- arstjóri að gorta sig af því að fólk á Akureyri væri betra í sóttvörnum en annað. Einhverjir kusu að skilja orð þingmanns Sam- fylkingarinnar um ríkisstjórn Bjarna Benedikts- sonar (ekki Katrínar Jakobsdóttur) sem full- komna karlrembu. Getur ekki verið að hann hafi bara verið með klassísk pólitísk leiðindi og um leið verið að reyna að koma því til skila að hon- um fyndist flokkur Bjarna hafa of mikil áhrif? Á sama hátt virðast einhverjir hafa kosið að skilja dómsmálaráðherra á þann veg á Alþingi að hún hefði áhuga á að setja upp flóttamanna- búðir hér á landi til að geyma fólk sem ætti að senda úr landi. Gott ef það væri ekki bara helsta markmið hennar. RÚV ákvað að búa til frétt um að hún hefði verið að viðra hugmyndir um afmörkuð brott- vísunarsvæði og Vísir sagði að hún hefði rætt þennan möguleika. Sem gerði býsna marga brjálaða. Orðrétt sagði hún í seinna svari við óundir- búinni fyrirspurn þingmanns Miðflokksins um einstaklinga sem ætti að vísa úr landi: „… það hafa verið umræður í Evr- ópulöndum um ákveðin úrræði, að hafa fólk á ákveðnu svæði, sem við höfum t.d. ekki fram- fylgt með breytingum á okkar lögum. Það er víða í löndunum í kringum okkur þar sem þessu er háttað þannig að aðilar eru á ákveðnu svæði eftir að þeir fá t.d. neitun frá báðum stjórnsýslustigum til að það sé hægt að fram- kvæma þetta með auðveldari hætti.“ Nú má vel segja að ég sé einfaldur en ég fæ ekki betur séð en að hún sé að fara yfir stöð- una í Evrópu og get ekki séð að hún sé að viðra hugmyndir um flótta- mannabúðir, hvað þá að lýsa stefnu stjórnarinnar. Þegar landbúnaðar- ráðherra hefur eftir ein- hverjum bændum að mögulega snúist sauð- fjárbúskapur frekar um lífsstíl en afkomu, þá skil ég hann ekki þannig að afkoman skipti ekki máli. Heldur frekar að þetta starfsval snúist um ástríðu og ýmislegt annað sem fólk metur mikils. Ég myndi vilja að bændur hefðu það betra, en ég veit samt ekki um neinn sem ákvað að verða bóndi fyrir peninginn. Mögulega er þetta bara ég sem trúi yfirleitt á góðar hliðar fólks. En stundum skiptir ekki máli hvað gerist heldur hvernig við upplifum það. Við kjósum að skilja hluti í þá átt sem hentar viðhorfum okkar og skoðunum, við- brögðin verða ekki við því sem gerðist heldur því sem okkur fannst gerast. Og fæstir hafa fyrir því að athuga sjálfir frumheimildina til að sjá hvað fólk raunverulega sagði eða gerði. Þannig verður upplifunin veruleiki. Oft er þetta fyrirframgefin mynd okkar af viðkomandi sem setur okkur í það hugar- ástand að okkur finnst líklegt að sá hafi sagt eitthvað sem okkur mislíkar eða að minnsta kosti meint það. Og þeir sem gera það – þeir eru ekki þjóðin. ’Mögulega er þettabara ég sem trúi yfir-leitt á góðar hliðar fólks.En stundum skiptir ekki máli hvað gerist heldur hvernig við upplifum það. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Upplifun er veruleiki Þegar kenna átti börnum fyrr átíð að hætta sér ekki áókunnar varasamar slóðir, til dæmis fara ekki langt inn í myrkan skóg þar sem vargdýr og óvættir héldu sig, þá voru þeim stundum sögð óhugnanleg ævintýri til að vara þau við hættunum: Sjáið hvað henti Rauðhettu litlu. Úlfur át ömmu hennar og vildi éta hana sjálfa líka. Sagan af vondu stjúpunni og Mjallhvíti er langsóttari, en ég get mér þess til að hún geymi varnaðarorð um að ekki sé allt sem sýnist í mannlegum samskiptum, sá sem segist vilja þér vel hugsi stundum flátt. Þessar sögur smellpassa inn í samtímann. Vonda stjúpan er náttúrlega Kína sem vill yfirtaka síma- samskipti okkar og fá þannig aðgang að öllu sem þar er skráð, möguleika á að fylgjast með okkur í einu og öllu. Vonda stjúpan segist allt vilja fyrir okkur gera. En þá heyrist sagt mjúkri röddu: Ekki treysta stjúpunni, hún er vond eins og í ævintýrinu, látið okkur sjá um netöryggið. Í fyrrasumar skrifuðu sendiherrar NATÓ-ríkja sameiginlega í íslensk blöð til þess að klappa íslensku ríkisstjórninni á kollinn og þakka fyrir gestrisni henn- ar í tengslum við viðamikla heræfingu bandalagsins hér á landi og við landið. Þetta voru mjúkar raddir sem segja að ráð sé að ís- lensk stjórnvöld og norræn spyrði sig saman í samstarfi um netöryggis- málin. Til þessa höfðu sendiherrar NATÓ einnig vísað í grein sinni. Saman myndum við leysa netörygg- ismálin og fá hjálp hjá góðri ömmu. Og góða amman segir að við eigum bara að muna að passa okkur á Kína. Við þessu hafa Bretar þegar brugðist og sagt upp símasamningum við Kína, að undirlagi bandarískra yfir- valda, og alls kyns „upplýsingum“ er nú lekið út, Grimmsævintýrum í nýj- um búningi: Þið gætuð lent á lista eins og þeim sem nú gengur ljósum logum með nöfnum óskyldra ein- staklinga í óskiljanlegu samhengi. Þingmenn á listanum lýsa yfir óhugnaði og skelfingu enda komnir út í myrkan skóg. En hvað með hana ömmu, góðu ömmu okkar? Var það ekki Banda- ríkjastjórn sem varð uppvís að því að hlusta á símtöl evrópskra stjórn- málamanna, ekki bara Merkel Þýskalandskanslara, ekki einhverra fárra á illskiljanlegum lista, heldur allra sem bandarísk yfirvöld vildu eiga á bandi? Er það ekki líka rétt að Danir hafa orðið uppvísir að njósnasamstarfi við Bandaríkjamenn af þessu tagi? Og þegar upplýst var að Bandaríkja- menn hefðu hlerað allt Brussel- batterí Evrópusambandsins nú ný- lega að þá hafi komið í ljós að sænska leyniþjónustan hafði verið þeim til aðstoðar, sömu aðilar og klappa okk- ur á kollinn fyrir undirgefnina. Jafnvel eftir að við höfum sann- færst um að vonda stjúpan sé raun- verulega vond – og það er ágætt, því það er hún – þá væri kannski ráð að spyrja hana ömmu hvernig hún fari að því að gera röddina sína svona mjúka, hvort það sé hveitið eins og í Rauðhettuævintýrinu? Svo legg ég til að við höldum áfram og spyrjum út í eftirlitsþjóðfélagið hér hjá okkur, hvernig á því standi eftir alla umræðuna fyrir nokkrum árum um auðkenni, að það skuli enn vera á forræði banka sem gætu gengið kaupum og sölum, þess vegna til vondu stjúpunnar. Hví er það ekki hjá Þjóðskrá, stofnun í almannaeigu, sem býður upp á auðkenningu, Íslyk- ilinn? Hann þykir þó ekki gjald- gengur í Covid-prófi. Þar verðum við að snúa okkur til stjúpunnar. Svo er það önnur spurning, ná- tengd, um eftirlitsþjóðfélagið, því allt snýst þetta um það. Hvernig stendur á því að sáralítil umræða varð þegar í ljós kom að lögreglan hafði haft uppi á fólki sem sótt hafði tiltekinn bar og þá einnig hvert það hafði síðan farið, með því að rekja kortafærslur þeirra sem í hlut áttu? Þetta hefði þótt rétt að gera, var okkur sagt, gagnvart fólki sem sýnt hefði óábyrga hegðun, ekki tilkynnt um ferðir sínar. Það fylgdi með að slík öryggisaðgerð lög- reglunnar heyrði til undantekninga. En hve lengi verður það svo? Í ein- ræðisríkjum er allt leyfilegt gagn- vart hinum óábyrgu, „óvinum sam- félagsins“. Á hvaða vegferð erum við? Ekki spyrja ömmuna með stóra munninn. Hún vill ein sitja að því að gæta okkar, sitja ein að því að njósna um okkur, því það ætlar hún að gera, en enga samkeppni í eftirlitinu með okkur vill hún, enga vonda stjúpu upp á dekk. Verst er að hún Rauð- hetta okkar virðist ekki sjá neitt at- hugavert við munninn hennar ömmu og stóru tennurnar hennar. Þá var ævintýrið betra. Stjúpa Mjallhvítar og amma Rauðhettu Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is ’Svo er það önnur spurning,nátengd, um eftirlitsþjóð-félagið, því allt snýst þetta umþað. Hvernig stendur á því að sáralítil umræða varð þegar í ljós kom að lögreglan hafði haft uppi á fólki sem sótt hafði tiltekinn bar og þá einnig hvert það hafði síð- an farið, með því að rekja korta- færslur þeirra sem í hlut áttu? Oft kallast ævintýrin á við veru- leikann. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.