Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2020, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.10. 2020
G
ylfi fótboltakappi og félagar hans
í landsliðinu brugðu birtu inn í
tilveruna með sannfærandi sigri
á andstæðingunum. Þá var eins
og rofaði fyrir heiðglugga í sál-
arþykkninu, svo vitnað sé til
meistarans á þriðju hæð Hringbrautarhússins.
Lungann af þessu ári hefur veiran stjórnað hér um-
ferð, umræðu, sálarþreki, vonum og væntingum. Slík-
um heljartökum hefur þessi ósýnilega „skrautjurt“ náð
hér sem annars staðar.
En við töldum margt benda til þess að einnig í þess-
um ótætis efnum værum við glaðbeitt á göngu og
skærum okkur frá öðrum þjóðum, eins og stundum áð-
ur, en nú með sérdeilis eftirtektarverðum árangri í
veiruvörnum.
En á daginn kom að okkur varð hált á fyrsta svellinu
sem kom, þótt frostleysa væri.
Veirufrí þjóð í tvær vikur reyndist ekki réttlæta
langþráða slökun, en auðvitað og eðlilega lá þungur
þrýstingur undir eftir langt gæsluvarðhald á veirutíð.
Og nú heyrist að ekki sé annað að gera en að hverfa
aftur í gamla fúla farið, sem hafði gefist svona vel eða
virst gera það. En lífið er aðeins flóknara en það, því að
það varð hér dálítill traustsbrestur.
Úr þekktri þulu
„Nú á Íslandsbersi bágt, bankinn missti trúna,“ orti
HKL um risa síldarævintýra forðum tíð.
Margir kannast við hættumerkin sem þarna er lýst
og þann vanda sem fylgir.
Faktúrur skipta máli, steinsteypa þaðan af meira,
eigið fé, veltufé og hún ebíta sem var gleðikona helstu
snillinga í seinustu uppsveiflu.
En svo miklu sem þetta skiptir allt, svo ekki sé
minnst á hlutföllin, hvort sem þau eru borin við fram-
leiðslu þjóðar, gengismismun eða viðskiptakjör þetta
árið miðað við hin, þá ræður eitt oftast úrslitum. Það,
hvort bankinn hafi enn trúna, hafi misst hana eða þeg-
ar verst gengur að enn æðri öfl hafi misst sína trú á
bankanum. Og eru það þá oft aukaatriði hvort þessir
hafi haft gildar ástæður fyrir umskiptunum. Á örskots-
stund skiptir engu hvað stendur í faktúrum, framtíð-
aráætlunum eða öðrum pappírum sem fyrirtæki eða
stofnanir láta frá sér fara. Enginn les lengur smáa-
letrið.
Ólíkir heimar
Sú saga var sögð, að forðum hefði merkur efnahags-
sérfræðingur gengið á fund forsætisráðherrans og far-
ið skilmerkilega yfir alla þætti þjóðhagsspár og haft lit-
uð gröf og línurit til að undirstrika það mikilvægasta.
Forsætisráðherrann hafði hlustað vel og lengi og
skotið inn nokkrum spurningum og þannig gætt eðli-
legrar kurteisi. Eftir að sá góði fræðingur hafði lokið
máli sínu þagði ráðherrann góða stund en sagði svo:
„Ég hef lengi fengist við sáningu og uppskeru á þess-
um akri og ætíð sinnt almenningi vel, nær og fjær, og
auðvitað ekki síst í mínu kjördæmi. Hef ég átt þar sam-
töl við grandvara borgara, sem hafa hugsað um sín mál
af gerhygli, og ekki síst arfgengri náttúrugreind. Hef
ég mjög sjaldan komið þar að tómum kofa. En mér er
eiður sær að aldrei hef ég heyrt neinn þeirra segja
aukatekið orð um verga þjóðarframleiðslu eða öfugan
viðskiptajöfnuð. Þeir mundu fyrr tala um meinta
fjölskylduerfiðleika hjá Gilitrutt og hennar fólki en
fyrrnefnt efni, sem ég skal þó ekki gera lítið úr.“
Nú þagði sá talnafróði um hríð en spurði svo: „En
hvað ræður þá hvort þeir kjósa þig og þinn flokk í
kosningum?“ „Aðeins það, hvort þeir þar og í öðrum
kjördæmum hafi trú á mér eða ekki,“ var svarið.
Þriðja bylgjan mætt
Sagt er að nú sé þriðja bylgjan í sinni yfirreið og þær
geti orðið fleiri.
Vísan sem hendingin var úr er í heild svona með staf-
setningu höfundarins:
„Nú á Íslandsbersi bátt,
Bánkinn misti trúna.
Í fjórðu lotu féll hann látt.
Fimmta byrjar núna.“
Tilvitnanirnar eru úr Guðsgjafaþulu og lýkur með
þessum orðum: „Að fimmtu lotu staðinni greiddi Bersi
Hjálmarsson allar sínar skuldir. Þurrkaði upp fyrri
gjaldþrot sín. Spilafíknin hvarf. Það var eins og að
læknast af sári: Hann var horfinn burt alfarinn úr
landi, sligaður undir meiri auðlegð en nokkru sinni hef-
ur safnast á eins manns hendur á Íslandi, svo vitað sé,
og að sumra sögn niðurbrotinn maður sakir vel-
geingni.“
Það sem réð öllum úrslitum um að þessi sögubútur
fengi svo prýðilegan endi var auðvitað að bankinn, og
allir hinir í halarófu á eftir honum, tóku trú sína á ný. Á
henni valt allt. Faktúrur og viðskiptaáætlanir fengu
málið og allir lögðu nú eyru við.
Liðsforingjar og bakland beljaka
Spár hljóta að standa til þess að þannig fari einnig nú.
Þeir sem eru í eldlínunni í veiruslagnum fundu vel fyrir
því að baklandið í þjóðfélaginu var öflugt og getur orð-
ið það aftur.
Fyrir rúmri hálfri öld stóðum við nokkur ungmenni á
sviði Þjóðleikhússins fjögur kvöld í röð, enda var verið
að sýna Bubba kóng á Herranótt og var sú uppfærsla
Sveins Einarssonar fyrsta leiksýningin sem svo var
tekin upp og sýnd í sjónvarpi.
Einn af þessum galvaska hópi var Kári Stefánsson
læknir og heldur skrifari helst að hann hafi m.a. leikið
rússneska herinn.
Alla vega hefði vel mátt treysta honum fyrir svo fjöl-
mennu hlutverki.
Nú í þessari veiruuppsetningu má segja að Kári sé
með sama hætti stórt og fjölmennt bakland í barátt-
unni og sjálfur hefur hann svo bakland snillingsmenna
sem duga.
Skiljanleg viðbrögð
Auðvitað var öllum létt þegar veiran virtist lyppast nið-
ur eins og hún hefði aldrei komið og ekki að undra þótt
það hafi ýtt undir óskhyggju, sem ekki var endilega full
innistæða fyrir.
En fagnaðarhátíðin reyndist ekki í garð gengin.
Bakslag kom og engu var líkara en endursýning væri
hafin á darraðardansinum eða að eilífðarvél veirunnar
hefði verið fundin upp.
Vonbrigðin urðu því nokkur svo sem vonlegt var, og
nokkurt hlé og hiksti.
En auðvitað máttu allir vita að slík barátta við hið
óþekkta getur aldrei orðið algjörlega feilfrí, þótt hún
hafi fram að því gengið vel.
Nú þarf stjórnendateymið að koma okkur í skjól en
Lífið og
tilveiran
’En leiða þarf hópinn áleiðis í öruggumskrefum í átt til eðlilegs mannlífs í land-inu og það þótt eitthvað lulli enn eftir afveirufýlunni. En henni sjálfri þarf að koma
sem fyrst í ómerkilegt aukahlutverk og hætta
að færa henni fórnir sem við ráðum ekki við
til lengdar.
Reykjavíkurbréf09.10.20