Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2020, Qupperneq 17
svo er óhjákvæmilegt að undirbúa nýjan kafla. Hann
getur varla orðið algjörlega óbreyttur, þótt of mikið
væri að tala um algjör þáttaskil. Auðvitað verður
áfram að gæta varúðar og missa hvorki móð né úr-
slitatök.
En leiða þarf hópinn áleiðis í öruggum skrefum í átt
til eðlilegs mannlífs í landinu og það þótt eitthvað lulli
enn eftir af veirufýlunni. En henni sjálfri þarf að koma
sem fyrst í ómerkilegt aukahlutverk og hætta að færa
henni fórnir sem við ráðum ekki við til lengdar.
Nú er enginn vafi á því að ekki er betra fólk á lausu í
þetta snúna verkefni en það sem sinnir því nú af mikilli
elju og fórnarlund. Það er lykillinn að miklum árangri,
að náðst hefur að nýta og kalla út mikið lið í mörgum
greinum öryggis- og heilbrigðisgæslu sem leggur sig
fram, langt umfram allar kröfur, því að það veit að
þjóðin á allt sitt undir því.
Allt er það mikið þakkarefni, en svo mikið og öflugt
úthald hlýtur einnig að eiga sín þolmörk.
Erum við fleiri en milljón?
Í upphafi þessarar hugleiðingar var vitnað í glaðning-
inn sem þeir Gylfi og félagar skenktu okkur, eins og
dálítið óvænt.
Fyrir fáeinum vikum komust Englendingar með sig-
ur frá okkar borði, fyrir helbera heppni. Það er ekkert
að því. Hún hefur stundum lagst með okkur.
Við gleymum því stundum hversu fá við erum. Eða
kannski er réttara að segja að við munum hreint aldrei
eftir því, nema þegar fullkomlega eðlilegt er að gera
upp útreikninga og miða þá við fólksfjölda.
En í fjölda greina sem heimurinn lætur keppa í er
sem betur fer engin forgjöf fyrir það að vera fámenn-
ur.
En það er mikið þrýst á það í pólitískum kúnstum að
forgjöf fylgi hinu og þessu og þaðan ofan í löggjöf um
að allar meintar skekkjur skuli leiðréttar „jafnréttinu“
í hag. Slíkt ber auðvitað dauðann í sér.
Skaðleg góðverk
Auðvitað væri það freistandi fyrir mann eins og skrif-
ara að fá drottningu og tvo hróka í forgjöf í tafli við
Kasparov og eiga þá möguleika. En þá yrði það enn
meira áfall að tapa samt.
Og auðvitað væri sanngjarnt að fá ás í hvorn vasa
væri maður að spila bridds gegn Jóni Baldurssyni.
Og lenti maður í laxveiðiá, þar sem Þórarinn Sig-
þórsson væri einn af hinum veiðimönnunum, væri auð-
vitað sanngjarnt að maður fengi botnvörpu í forgjöf, en
maður yrði sjálfsagt samt undir.
Þessum þremur stórmennum, nefnd af handahófi,
hefur skrifari átt því láni að fagna að eiga sérlega
ánægjuleg skipti við og reyndar eru þeir nefndir sem
dæmi því telja mætti upp tugi annarra slíkra og nefna
þá snilld og vinsemd sem þeir hafa sýnt.
Kári var nefndur hér fyrr í veirusambandi og lengi
höfum við hjónin þakkað í hljóði að Vala, þá heitkona
hans, lánaði Ástríði minni hvíta skó sína svo að hún
gæti gengið svo tignarleg fram og til baka um kirkju-
gólfið í Neskirkju.
Hinn 5. september sl. voru 50 ár frá því ævintýri okk-
ar á gönguför.
Og ef veiruskrattinn heldur að maður hafi fyrirgefið
henni það að koma í veg fyrir að hnippt væri í góðan
hóp vina af svo ríkulegu tilefni, þá trúir hún öllu.
En samt er það aukaatriði.
Því við eigum öll gott í vændum.
Það þekkja það allir, sem lengi hafa lifað, að því
fylgir sérstök tilfinning, sem fer eins og fiðringur um
kroppinn, þegar óboðinn, óþolandi gestur kemur sér
loksins burt.
Það er töluvert tilhlökkunarefni í því.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
11.10. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17